Morgunblaðið - 09.11.2002, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 09.11.2002, Qupperneq 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SVEITARSTJÓRNIR á norðan- verðu Snæfellsnesi hafa sent fjár- laganefnd Alþingis beiðni um að í fjárlögum ársins 2003 verði gert ráð fyrir stofnun og rekstri Framhalds- skóla Snæfellinga sem taki til starfa haustið 2003, en til vara að veitt verði fé til undirbúnings að stofnun skól- ans. Tómas Ingi Olrich menntamála- ráðherra fékk samhljóða beiðni, en hann lýsti því yfir á Alþingi á fimmtu- dag að ekki væri svigrúm til þess í fjárlagatillögum ráðuneytisins fyrir næsta ár að gera ráð fyrir stofnun skólans á næsta ári. Fram kom að sveitarfélögunum var gerð grein fyr- ir þessu sl. sumar. Nauðsynlegt næsta skref „Við Snæfellingar undrumst mjög skilningsleysi menntamálaráðherra á málinu. Við erum búin að vinna mjög ötullega að stofnun framhalds- skólans og það er í raun komið að því að taka ákvörðun,“ segir Sigríður Finsen, forseti bæjarstjórnar Grund- arfjarðar. Sveitarstjórnirnar muni þó ekki gefast upp enda sé þetta mik- ið hagsmunamál fyrir byggðina. Hún bendir á að á svæðinu búi um 4.000 manns og þetta sé sá landshluti þar sem nemendur eiga hvað lengst að sækja framhaldsnám. Á Stykkis- hólmi sé þó boðið upp á nám á fyrsta ári við Framhaldsskóla Vesturlands á Akranesi og í Grundarfirði er sér- stakt verkefni um fjarnám á fram- haldsskólastigi þar sem nemendum er boðin aðstaða og umsjón með námi. Sigríður segir að gert sé ráð fyrir um 170–200 nemendum í fram- haldsskólanum þegar fullskipað verður í fjóra árganga. „Þetta yrði aldrei stór framhaldsskóli en ekki heldur sá minnsti á landinu,“ segir hún. Tillögur liggi fyrir um að kostir fjarnáms yrðu nýttir eftir mætti en þannig mætti draga úr kostnaði við rekstur skólans. Þá muni talsverðir fjármunir sparast þar sem foreldrar þyrftu lengur ekki að borga fyrir húsnæði nemenda sem sækja nám í fjarlægum framhaldsskólum, auk þess sem ríkið gæti sparað dreif- býlisstyrki vegna ferða og uppihalds nemenda. Framhaldsskólinn hefði þó mest að segja fyrir byggðina. Dæmi væru um að þegar börn færu í fram- haldsnám í aðra landshluta fylgdu foreldrarnir og fjölskyldurnar á eftir. Þá væru vísbendingar um að færri nemendur af Snæfellsnesi færu í framhaldsnám en í öðrum landshlut- um, en þar sem framhaldsskólar væru nærri heimabyggð nemenda væri hlutfallið hærra. „Eigi byggð- irnar að geta haldið áfram að þróast og dafna eins og þær hafa gert á síð- ustu árum er stofnun framhaldsskóla nauðsynlegt næsta skref,“ segir Sig- ríður. Höfum góð orð ráðherra Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri Stykkishólms, segir að Snæfellingum þyki það miður að ekki skuli hafa ver- ið fjármagn til að gera ráð fyrir stofn- un framhaldsskóla á Snæfellsnesi á næsta ári. „En við trúum því og treystum að þetta verði að veruleika árið 2004 í staðinn.“ Hann segist telja að Snæfellingar hafi orð Tómasar Inga Olrich menntamálaráðherra fyrir því að hann muni leggja sitt af mörkum til að vinna málinu braut- argengi. Óli Jón segir mjög þýðing- armikið að fá framhaldsskóla á Snæ- fellsnes enda sé framhaldsskólanám hluti af grunnþjónustunni sem verði að vera fyrir hendi í sveitarfélögun- um, líkt og gagnfræðaskólarnir urðu fyrir 25–30 árum. Snæfellingar vilja fjárveitingu til framhaldsskóla á Snæfellsnesi haustið 2003 Skóli skiptir miklu máli fyrir þróun byggðanna MIKAEL Torfason rithöfundur ogÚlfhildur Dagsdóttir bók-menntafræðingur tókust á ádögunum á netmiðlinum kist- an.is eftir að Mikael hafði kallað Úlfhildi „vitleysing og kjána“ í pistli sem hann ritaði á vefmiðilinn. Mattías Viðar Sæmundsson ritstjóri kistan.is ákvað í kjölfarið að fjar- lægja öll ummerki um ritdeiluna eftir að hafa lýst því yfir að birting pistils Mikaels hefði verið mistök. Var Matthías Viðar gagn- rýndur af Hallgrími Helgasyni rithöfundi fyrir að „falsa söguna“ þar sem með þessu væri látið sem umræðan hefði aldrei átt sér stað. Úlfhildur gagnrýndi síðan Samúel, nýjustu skáldsögu Mikaels, allharkalega í Dagsljósi og var í kjölfarið sökuð um að misnota að- stöðu sína og koma fram persónulegri hefnd á Mikael. Um þetta sjónarmið, hvort gagn- rýnandinn sé hæfur eða vanhæfur til að fjalla um verk höfundarins þegar svona er komið, deila þau Ágúst Borgþór Sverrisson rithöfundur og Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur og gagnrýnandi á kist- an.is nú um helgina. Ágúst Borgþór segir: „Rithöfundur kallar gagnrýnanda vitleysing og kjána í pistli á netmiðli. Gagnrýnandinn tekur þessari árás illa og segir upp sem pistlahöfundur á net- miðlinum. Stuttu síðar gefur gagnrýnandinn nýrri bók höfundarins falleinkunn í stærsta fjölmiðli landsins, Ríkissjónvarpinu. Allir aðrir dómar um bókina fram að þessu eru samhljóða lof. Engin bók höfundarins fram til þessa hefur fengið svo slæman dóm og aðrir gagnrýnendur telja þetta vera bestu bókina hans.“ Soffía Auður svarar: „Gagnrýnandi gefur bók eftir rithöfund slæma dóma. Rithöfund- urinn vill koma í veg fyrir að hann fái að ritdæma bækur sín- ar framvegis. Hann bregður á það ráð að kalla gagnrýnandann ýmsum fúkyrðum í viðtali sem hann tek- ur við sjálfan sig. Með því vonast hann til þess að slá gagn- rýnandann úr leik. Getur ekki allt eins verið að leik- fléttan sé þannig? Eiga gagnrýnendur að lúffa þannig fyrir rithöfundum? Er hérna ekki komið óbrigðult ráð fyrir rithöf- unda til að losna við umsagnir þeirra gagn- rýnenda sem þeir telja bækur sínar ekki höfða til?“ Ágúst Borgþór segir ennfremur: „Í Kastljósi Sjón- varpsins eru tveir gagnrýnendur. Þess utan ratar ekki nema brot frambærilegra skáldverka þar til umsagnar ár hvert. Í fyrra var t.d. engin umsögn um verkið sem hlaut bókmennta- verðlaun Halldórs Laxness sem og fjöldamörg önnur athyglisverð verk. Ekkert knúði því Úlfhildi Dagsdóttur til að fjalla um skáldsöguna Samúel eftir Mikael Torfason og henni mátti vera ljóst að hún var vanhæf til þess eftir það sem á undan var gengið.“ Soffía Auður bætir því við að: „Í bréfi Ágústs Borgþórs til Kistunnar veltir hann því fyrir sér hvað Úlf- hildur hugsaði áður en hún flutti dóminn um Samúel eftir Mikael Torfason. Ég geri ráð fyrir að hún hafi hugsað sem svo að hún skyldi segja álit sitt á verkinu, eins og henni hafði verið falið áður en þessi umræða fór í gang, og gera það á eins heiðarlegan hátt og henni var unnt. Þeir sem þekkja til Úlfhildar og gagnrýni hennar velkjast ekki í vafa um það. Að saka hana um „hefndaraðgerð“ er fljótfærnislegt. Af fyrri dómum Úlfhildar um bækur Mikaels má ráða að hún er ekki hrifin af hans stíl og efnistökum. Nýja verkið hans sver sig í ætt við hin fyrri og í því ljósi þarf dómur hennar ekki að koma á óvart.“ Á heimasíðu sinni svarar Mikael Torfason svo Matthíasi Viðari og öðrum þeim sem hafa fundið að stóryrtum yfirlýsingum hans í garð Úlfhildar: „Og eina ástæðan fyrir því að ég nennti ekki út í einhver smáatriði varð- andi gagnrýni Úlfhildar er einmitt vegna þess að mér finnst hennar skoðun jafn rétt og hver önnur og hún hefur algjöran rétt á því að segja hvað sem er um mig. Hún má kalla mig hæfileikalausan kjána, vitleysing og önnur svona huglæg orð. Eða hún getur sagt að henni finnist þetta eða hitt klént og ekki áhugavert. Og ég má svara því með þeim hætti sem ég vill. Ég þarf ekkert endi- lega að segja: „Í línu þrjú í gagnrýni á þetta eða hitt hefur hún augljóslega rangt fyrir sér því hún segir bla bla bla en ekki ble ble ble.“ Nei, ég má bara segja það sem mér finnst um það og held að huglæg skoðun eins og það að segja að þessi eða hinn sé vitleys- ingur eða þorpsfífl eigi ekki að vera útlæg. Jafnvel ekki á Kistunni.“ Tekist á um hæfi gagnrýnanda Stór orð hafa fallið á vefritinu Kistunni að undanförnu, en þar er tekist á um bókmenntir og bókmenntagagn- rýni. Spurt er hvort gagnrýnandi megi fjalla um bók höf- undar sem hefur látið hörð orð falla um gagnrýnandann. Úlfhildur Dagsdóttir Mikael Torfason STJÓRN Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, af- henti í gær Geir H. Haarde fjár- málaráðherra hugmyndabanka með sparnaðartillögum, sem ungir sjálfstæðismenn hafa unnið vegna frumvarps til fjárlaga. Fór afhend- ingin fram við styttu Ingólfs Arn- arsonar. Í hugmyndabankanum eru hugmyndir um hvernig megi draga úr útgjöldum ríkissjóðs um tæpan fjórðung þannig að hægt verði að afnema eignarskatt, erfðafjárskatt, stimpilgjöld, tolla og vörugjöld og lækka skatta á einstaklinga án þess að draga úr útgjöldum til heil- brigðis- og menntamála. Ungir sjálfstæðismenn sendu einnig bréf til þingmanna með yf- irskriftinni „Fjárlögin í megrun“, þar sem þingmenn eru hvattir til að varðveita fjárlagaafganginn og draga enn frekar úr útgjöldum rík- issjóðs. Bréfinu fylgdi miði í líkams- ræktartíma svo þingmenn gætu hugsað um leiðir til að skera fituna frá fjárlögunum á meðan þeir tækju á því í ræktinni. Sparnaðar- tillögur af- hentar fjár- málaráðherra Morgunblaðið/RAX UPPRÖÐUN á fjölmörgum fram- boðslistum fyrir komandi þingkosn- ingar skýrist í dag og á morgun þeg- ar fjögur prófkjör fara fram hjá Samfylkingunni í fimm kjördæmum og eitt hjá Sjálfstæðisflokknum. Samfylkingin er í dag með sameig- inlegt prófkjör fyrir Reykjavíkur- kjördæmin í norðri og suðri, í Suð- vesturkjördæmi, Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu flokksins í gær höfðu á hádegi skráð sig um 14.500 manns í Samfylkinguna, sem rétt eiga á að kjósa í prófkjörunum, þar af voru um 4.500 í Reykjavík. Fólk hefur áfram kost á því í dag að skrá sig í flokkinn til að kjósa. Reikn- að er með að úrslit liggi alls staðar fyrir hjá Samfylkingunni í kvöld eða nótt en kosið er með rafrænum hætti í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn heldur próf- kjör í Norðvesturkjördæmi í dag en þar sem kosið er mjög víða í kjör- dæminu, eða á 26 stöðum, fer talning ekki fram fyrr en á morgun. Sam- kvæmt upplýsingum frá kjörnefnd voru í gær um 2.500 manns flokks- bundin í kjördæminu en þeir geta einnig kosið sem lýsa yfir stuðningi við flokkinn án þess að ganga form- lega í hann. Búist er við að 4–6 þús- und manns taki þátt í prófkjörinu. Nánari upplýsingar um kjörstaði, kjörfundatíma og fyrirkomulag próf- kjöra er að finna á vefsíðum flokk- anna, www.samfylking.is og www.xd.is. Frjálslyndir funda Þess skal að endingu getið að landsráð Frjálslynda flokksins held- ur samráðsfund í Rúgbrauðsgerð- inni í dag þar sem framboðsmálin verða m.a. rædd en flokkurinn hyggst standa fyrir uppstillingu í öll- um kjördæmum. Fimm prófkjör í sex kjördæmum í dag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.