Morgunblaðið - 09.11.2002, Síða 22

Morgunblaðið - 09.11.2002, Síða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FYRIRTÆKIÐ Kortaþjónustan hf. boðar samkeppni í kreditkorta- viðskiptum fyrir söluaðila, í sam- starfi við danskt greiðslumiðlunar- fyrirtækið. Gunnar R. Bæringsson, stjórnarformaður Kortaþjónust- unnar, segir að þjónustan verði allt að 20–40% ódýrari en sambærileg þjónusta þeirra tveggja fyrirtækja sem fyrir eru á þessum markaði, þ.e. Vísa Ísland og Europay Ísland. Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjón- ustu, segir það vera bæði tímabært og ánægjulegt að fá samkeppni í kreditkortaþjónustu er snúi að söluaðilum. Samkeppni hafi ekki verið mikil á þessum vettvangi. Heppilegt sé að fá samkeppni á þessu sviði nú og hann fagni henni því. Hraðari afgreiðsla Gunnar, sem var stofnandi og framkvæmdastjóri Kreditkorta/ Europay Ísland, sagði á kynning- arfundi í fyrradag, þar sem þjón- usta Kortaþjónustunnar var kynnt, að íslenskum söluaðilum verði boð- ið upp á hraðari uppgjör á kred- itkortaviðskiptum en söluaðilum standi nú til boða. Söluaðilar muni fá greiðslukortaviðskipti sín upp- gerð og endurgreidd tveimur virk- um dögum eftir að viðskptin eiga sér stað. Í dag gerist þetta hins vegar 15 til 45 dögum eftir við- skipti. Fyrirtæki geti í dag hins vegar selt færslurnar til fjármála- stofnana gegn aukalegri þóknun. Hann sagði að markhópur þjón- ustunnar sé fyrst og fremst lítil og meðalstór fyrirtæki. Ekkert muni hins vegar breytast gagnvart kort- höfunum. Breytingin snúi eingöngu að söluaðilum. Engin samkeppni í dag Jóhannes I. Kolbeinsson, fram- kvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, sagði að þau fyrirtæki sem séu fyr- ir á þessum markaði hér á landi séu í fullri og sameiginlegri eign bank- anna. Engin raunveruleg sam- keppni sé því á milli þeirra og eng- in ástæða sé fyrir þau að bjóða söluaðilum betri kjör en þau gera. Hann segði að breytingar hafi verið að eiga sér stað í umhverfinu. Ný þjónusta Kortaþjónustunnar byggist á ákvörðun Evrópusam- bandsins, sem nái yfir EES-svæð- ið, og gangi út á að opna fyrir sam- keppni á þessum markaði, sérstaklega milliríkjasamkeppni. Búið sé að heimila uppgjör korta- viðskipta milli landa sem geri bönkum og kreditkortafyrirtækj- um kleift að þjónusta kreditkort á milli landa. Þetta þýði að hægt sé að fara með íslenskar kreditkorta- færslur til erlendra bankastofnana og fá þær greiddar þar. Í öðrum Evrópulöndum tíðkist að kredit- kortafærslur séu greiddar allt að því daginn eftir að þær berast kortafyrirtækjum. Venjur í Evrópu séu því allt aðrar en söluaðilar á Ís- landi séu vanir. Jóhannes sagði að Kortaþjónust- an hefði hafið samstarf við danska greiðslumiðlunarfyrirtækið PBS um uppgjör á íslenskum kredit- kortafærslum, en fyrirtækið sé mjög öflugt. Þjónustan geri kaup- mönnum kleift að nýta fjármagnið í annað, t.d. til að efla reksturinn. Þessi þjónusta muni því stórbæta kjör söluaðila, sérstaklega lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Samkeppni í kreditkorta- þjónustu fyrir söluaðila VART hefur farið framhjá neinum sem les fréttir að fjölmiðla- og af- þreyingarrisinn AOL-Time Warner á við fjárhagsvanda að stríða. Fyr- irtækið hefur verið mikið í sviðs- ljósinu á undanförnum mánuðum enda afkoma þess ekki staðist væntingar. Slök afkoma nethluta fyrirtækisins hefur helst valdið áhyggjum en yfirmenn fyrirtæk- isins segja ekki ástæðu til að ör- vænta, þrátt fyrir hrakspár. Haft er eftir Wayne Pace, fjármálastjóra AOL-Time Warner, á Forbes.com að hann sé þess fullviss að þegar ár- ið verði gert upp hafi tekjur fyr- irtækisins aukist um 5–8% á árinu 2002. „Við búumst við góðri afkomu á fjórða ársfjórðungi í öllum deild- um nema hjá America Online.“ Á þriðja ársfjórðungi skilaði fyr- irtækið hagnaði auk þess sem tekjur þess jukust um 6%, þrátt fyr- ir dræmt gengi America Online. Þann árangur mátti að miklu leyti þakka sölu á myndbandinu „The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring“ auk sjónvarpsþátta í eigu fyrirtækisins, eins og Will og Grace, sem nýtur mikilla vinsælda og er mikilvæg tekjulind. Hið sama má segja um þættina „Sex and the City“ sem einnig eru framleiddir af fyrirtækinu. Svo virðist sem treyst sé á svip- aðar uppsprettur til að tryggja tekjuaukningu á fjórða ársfjórð- ungi. Þótt tímaritin Time magazine og People hafi styrkt stöðu sína á þriðja ársfjórðungi hyggst AOL- Time Warner halda áfram að skera niður kostnað við rekstur þeirra en einbeita sér að því að hala inn tekjur fyrir sjónvarpsefni, mynd- bönd og kvikmyndir. Búist er við að önnur kvikmyndin um galdrastrák- inn knáa, „Harry Potter og leyni- klefinn“, hali inn dágóðan skilding fyrir AOL-Time Warner. Einnig er vonast eftir mikilli sölu á mynd- böndunum „Austin Powers in Gold- member“ og „Harry Potter og visk- usteinninn“ til að standa á bak við áætlað gott gengi fyrirtækisins. Að sögn forstjórans, Richards Parsons, verður niðurgreiðsla skulda og endurlífgun America On- line þó forgangsverkefni hjá fyr- irtækinu á næsta ári. Reuters Daniel Radcliffe leikur Harry Potter en myndirnar um hann eru gullnáma fyrir hið umtalaða AOL-Time Warner. Harry Potter til hjálpar AOL BAUGUR hefur gert samning við Fleet Bank of Boston um lánveit- ingu til dótturfélagsins Bonus Stor- es Inc. í Bandaríkjunum. Samkomu- lagið felur í sér að bankinn er reiðubúinn að veita fyrirtækinu allt að 40 milljón dollara lán; lánalínan er m.ö.o. 40 milljónir dala, eða sem samsvarar 3.480 milljónum króna. Þá hefur verið tilkynnt að eigendur Baugs Group hafi samþykkt að leggja Bonus Stores til 9 milljónir dollara í nýju hlutafé. Í tilkynningu frá Baugi segir að þessir samningar styrki jafnt innkaupa- og samnings- stöðu félagsins. Þá hefur Jack Koegel verið ráð- inn forstjóri Bonus Stores Inc. Hann hefur áratugareynslu af smá- sölurekstri og var m.a yfirmaður Target verslunarkeðjunnar í Bandaríkjunum. Jafnframt mun Bill Fields taka við stjórnarformennsku félagsins af Tryggva Jónssyni. Jón Ásgeir Jóhannesson stjórn- arformaður Baugs Group segist vera ánægður með að þessum tveimur veigamiklu þáttum í end- urskipulagningu Bonus Stores sé lokið. „Þetta styrkir vonir okkar um að sá viðsnúningur sem stefnt er að verði að veruleika,“ segir hann. Í tilkynningu frá Baugi 31. októ- ber síðastliðinn var greint frá ákvörðun fyrirtækisins um að auka hlut þess í Bonus Stores um 9 millj- ónir dollara, eða sem samsvarar um 800 milljónum íslenskra króna. Mik- ið tap hefur verið á rekstri Bonus Stores en áætlanir félagsins gera ráð fyrir að það muni skila hagnaði á næsta ári. Samið um fjármögn- un Bonus Stores Nýr forstjóri tekur við TEPPI Á STIGAHÚS - got t verð - komum og gerum verðtilboð ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N/ SI A. IS T O Y 19 32 4 1 1/ 20 02 Nýbýlavegi 2 • 200 Kópavogi • S. 570 5300 • www.arctictrucks.is markaður jeppamannsins RX-1 er kominn, ert þú tilbúinn? YAMAHA er komið í Arctic Trucks MEIRA TOG 65% meira tog en 800cc tvígengisvél Á LAUGARDAG FRÁ 12-16 OG SUNNUDAG FRÁ 13-16 Í ARCTIC TRUCKS KOMDU OG SJÁÐU RX-1 VÉLSLEÐA ÁRSINS 2003
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.