Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 31
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 31 BYGGINGAFYRIRTÆKIÐ Fjöln- ir á Akureyri hefur þurft að grípa til uppsagna starfsfólks vegna erfiðrar verkefnastöðu framundan. Magnús Guðjónsson framkvæmdastjóri sagðist þurfa segja upp tíu manns að minnsta kosti, eða um helmingi starfsmanna fyrirtækisns. Fyrir- tækið varð af lóðum sem það sóttist eftir á dögunum og því er útlit fyrir erfiða verkefnastöðu. Magnús sagði að starfsmennirnir hefðu allt að sex- mánaða uppsagnarfrest og hann vonaði að úr rættist áður en upp- sagnirnar kæmu til framkvæmda. Fjölnir sótti nýlega um lóðir við Grenilund og Bjarkarlund á móti fyrirtækinu Gullströnd og sam- þykkti meirihluti umhverfisráðs að veita Gullströnd lóðirnar. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í vikunni urðu harðar umræður um afgreiðslu umhverfisráðs á lóðarumsóknunum og vildi minnihluti bæjarstjórnar út- hluta Fjölni lóðunum. Samþykkt um- hverfisráðs var hins vegar staðfest í bæjarstjórn og Gullströnd fékk lóð- irnar. Magnús sagðist þurfa lóðir til að geta byggt og á meðan hann fengi þær ekki yrði hann að segja upp fólki. „Við höfum verkefni fram á vor en það er ekkert í spilunum eftir þann tíma. Það eru engar lausar lóð- ir hér í bæ lengur og ég sé fram á að þurfa að fara sækja um lóðir í Reykjavík.“ Magnús sagðist frekar óhress með að hafa ekki fengið þær lóðir sem hann sótti um á dögunum, þar sem byggja á fjölbýlis-, par- og einbýlishús. „Stefna bæjarins virðist vera að fá ný fyriræki í staðinn fyrir þau gömlu. Það kom fram í um- ræðum í bæjarstjórn að samkvæmt nýrri reglu ættu þau fyrirtæki sem aldrei hafa fengið lóðir að sitja fyrir. Það gerir öðrum fyrirtækjum erfitt fyrir og okkur finnst við hafa verið frekar afskiptir varðandi lóðaúthlut- anir. Maður er kannski búinn að vera of lengi í þessu.“ Fjölnir hefur eina lóð í Nausta- hverfi undir fimm íbúðir. Magnús sagði að minna væri nú að gera í út- boðsverkum og því fleiri að berjast á íbúðamarkaðnum. Fjölnir segir upp starfsfólki TVÆR akureyrskar stúlkur, Heið- rún Sigurðardóttir og Anna Mar- grét Ólafsdóttir, keppa á heims- meistaramóti unglinga í hreysti (Fitness) í dag en mótið er haldið í Portúgal. Þær kepptu báðar á HM fullorðina fyrir þremur vikum og höfnuðu í 12. sæti í sínum flokk- um. Anna Margrét er núverandi Íslandsmeistari í hreysti, þar sem Heiðrún hafnaði í öðru sæti. Þær stöllur eru báðar á síðasta ári í unglingaflokki og eftir góðan ár- angur þeirra á HM á dögunum eru bundnar miklar vonir við að þær geri enn betur á mótinu í dag. Það er alþjóðlega líkams- ræktarsambandið IFBB sem stendur fyrir mótinu en að því standa 174 lönd. Stúlkurnar fá ekki langan tíma til afslöppunar eftir ferðina til Portúgals, því þær mæta báðar til leiks á Bikarmóti Íslands í hreysti sem fram fer í Austurbæjarbíói laugardaginn 16. nóvember. Þar munu allir sterkustu keppendur landsins mæta til leiks. Það er Norðurmjólk á Akureyri sem kost- ar för stúlknanna til Portúgals. Á myndinni eru þær Heiðrún Sigurðardóttir og Anna Margrét Ólafsdóttir.Morgunblaðið/Rúnar Þór Keppa á HM ung- linga í hreysti í dag Sirra Sigrún Sigurðardóttir, opnar í dag, laugardaginn 9. nóv- ember kl. 19, sýninguna „Skyn- færi jafnvægis,“ í Kompunni við Kaupvangsstræti. Á sýningunni púslar hún saman hinum ýmsu hlutum þess skyn- færis sem liggur jafnt utan sem innan einstaklingsins, líkamlega sem andlega, segir í frétt um opnunina. Sýningin stendur til 28. nóv- ember. Kompan er opin alla daga frá kl. 14 til 17. Í DAG AUÐHUMLA, félag mjólkurfram- leiðenda í Eyjafirði og Þingeyjar- sýslum, keypti í sumar tæplega 67% hlut fjárfestingarfélagsins Kaldbaks í Norðurmjólk og var skrifað undir samning þessa efnis í lok júní. Auð- humla seldi í kjölfarið 60% af eign- arhlut sínum í félaginu til Kaup- félags Eyfirðinga, Kaupfélags Skagfirðinga, Osta- og smjörsölunn- ar, Mjólkurbús Flóamanna og Mjólkursamsölunnar í Reykjavík. Enn liggur þó ekki fyrir mat á heild- arverðmæti Norðurmjólkur og því heldur ekki söluverðmætið á eignar- hlut Kaldbaks í félaginu. Eiríkur S. Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Kaldbaks, sagði stefnt að því að endanlegt mat á verðmæti Norðurmjólkur lægi fyrir um næstu áramót. Skipaður hefur verið gerð- ardómur til að meta verðmæti fé- lagsins og sagði Eiríkur að niður- staða gerðardóms yrði bindandi fyrir bæði Kaldbak og Auðhumlu. Söluverð á hlut Auðhumlu til áður- nefndra aðila í mjólkuriðnaði ræðst einnig af mati gerðardóms á verð- mæti fyrirtækisins. Dómkvaddir matsmenn höfðu áð- ur metið að heildarverðmæti Norð- urmjólkur væri um 940 milljónir króna og tæplega 67% hlutur Kald- baks því um 625 milljónir króna. Ei- ríkur sagði að Kaldbakur hefði ekki fallist á þá niðurstöðu og talið verð- mæti félagsins metið of lágt. Auð- humla féllst hins vegar á niðurstöðu matsmannanna en Stefán Magnús- son, formaður stjórnar Auðhumlu, sagði þó að þar á bæ hefði mönnum þótt félagið nokkuð hátt metið. Eignarhlutur Auðhumlu í Norður- mjólk er 40%, Mjólkursamsalan á 16%, Mjólkurbú Flóamanna 16%, KEA 13%, Osta- og smjörsalan 12% og KS 3%. Hjá Norðurmjólk starfa um 70 manns og var velta félagsins á síðasta ári um 2,5 milljarðar króna. Auðhumla keypti eignarhlut Kaldbaks í Norðurmjólk í sumar Viðunandi verðmæti ligg- ur ekki fyrir LÖGREGLAN á Akureyri hefur nú til rannsóknar tvö fíkniefnamál þar sem lagt hefur verið hald á samtals 334 grömm af kannabisefnum, 65 e- pillur, nokkurn magn af e-pillu muln- ingi, 12 grömm af amfetamíni og nokkurt magn sveppa. Fyrra málið kom upp 25. október sl. er kona á fer- tugsaldri var handtekin í heimahúsi. Rannsókn þess máls er að mestu lok- ið. Seinna málið kom upp sl. miðviku- dagskvöld er lögreglan handtók þrjá unga menn í miðbæ Akureyrar. Tveir þeirra eru 16 ára en sá þriðji á þrítugsaldri. Þeir yngri hafa ekki komið við sögu fíkniefnamála áður, en það hefur eldri maðurinn hins vegar gert. Hann var í gær úrskurð- aður í viku gæsluvarðhald. Málið er enn í rannsókn og er hugsanlegt að önnur brot tengist því máli. Auk þessa hefur lögreglan lagt hald á nokkurt magn sveppa í tveim- ur öðrum málum sem komu upp ný- verið. Þeir sveppir sem hér um ræðir eru litlir og vaxa m.a. á umferðareyj- um í bænum og valda ofskynjunar- áhrifum, að sögn Daníels Snorrason- ar, lögreglufulltrúa. Tvö fíkniefnamál til rannsóknar á Akureyri Karlmaður úrskurðaður í gæslu- varðhald Blaðbera vantar • Skerjafjörður Upplýsingar fást í síma 569 1122 Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á höfuðborgarsvæðinu Skólastígur/Eyrarlandsvegur Oddeyrargata/Brekkugata ⓦ Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. Morgunblaðið, Kau vangsstræti 1, Akureyri, sími 461 1600. Reykjadalsá til leigu Veiðifélag Reykjadalsár og Eyvindarlækjar í Suður-Þingeyjarsýslu auglýsir hér með eftir tilboðum í vatnahverfi félagsins, sem er frá ármótum Eyvindarlækjar og Laxár í Aðaldal, gegnum Vestmannsvatn og uppúr. Tilboðum skal skila til formannsins, Haraldar Bóassonar, Pálmholti, 650 Laugar, í síðasta lagi 25. nóvember 2002 merktum: „Reykjadalsá“. Tilboð verða opnuð á Breiðumýri 27. nóvember kl. 13.00. Félagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Nánari upplýsingar veitir formaður í síma 464 3128/898 3328. Sími: 462 7400 Fax: 462 7401 Opnunartími mán. fim. frá kl. 10-16 fös. frá kl. 10-14 annagudny@logmennak.is ingibjorg @logmennak.is Ingibjörg Elíasdóttir, héraðsdómslögmaður. Anna Guðný Júlíusdóttir, héraðsdómslögmaður. Höfum opnað lögmannsstofu í Hafnarstræti 88, Akureyri Bjóðum nýja viðskiptavini hjartanlega velkoma. Alhliða lögfræðiþjónusta fyrir fyrirtæki og einstaklinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.