Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 34
Morgunblaðið/Alfons Hörður Torfa. FYRSTI liðurinn í dagskrá tileink- aðri 100 ára afmælis gamla félags- heimilisins fór fram nýlega. Hörður Torfason hélt tónleika í Klifi og voru tónleikarnir hluti af tónleika- ferð Harðar um landið. Tæplega sjötíu gestir komu á tónleikana og fylgdust með Herði flytja lög frá ferli sínum sem hann hóf í Ólafsvík. Í byrjun nóvember var Karlakór Reykjavíkur með skemmtun í Klifi og munu um 150 gestir hafa hlust- að á kórinn. Bubbi Morthens og Hera Hjartardóttir héldu tónleika og mættu yfir eitt hundrað manns á þá skemmtun. Í dag, laugardag, kemur 10 manna hljómsveit með hvorki meira né minna en 18 söngv- ara og heldur mikla salsa-gleði. Einhvern næstu daga verður skrifað undir samning milli Lions- klúbbs Ólafsvíkur og Snæfells- bæjar um bíósýningar í Klifi en þær hafa legið niðri um nokkurt skeið. Stefnt er að því að hefja sýningar fimmtudaginn 14. nóvember og fyrsta myndin sem sýnd verður er íslenska myndin Hafið. Tónleikar og bíó Ólafsvík LANDIÐ 34 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÆFILEIKARÍKIR tónlistarmenn og konur úr Fjölbrautaskóla Vest- urlands, FVA, stigu á stokk 1. nóv- ember s.l. í Bíóhöllinni á Akranesi þar sem keppni átta hljómsveita fór fram á tónlistarkeppninni „hetjurokki.“ Skemmst er frá því að segja að hljómsveitin Fóður bar sigur úr býtum og skartaði jafn- framt besta söngvara kvöldsins, að mati dómnefndar, en það er Sturla Birgisson sem þenur raddböndin. Á gítar í sigursveitinni leikur Ólafur Pétur Pétursson, á bassa Samúel Þorsteinsson og Valgeir Sigurðsson lemur húðirnar. Tveir þeir síðastnefndu eru reyndar gít- arleikarar og hafa aðeins æft á bassa og trommur í um sjö vikur. Sturla sagði að lögin þrjú sem Fóður hefði flutt væru öll frum- samin, tvö þeirra væru sungin á ensku og eitt á ylhýrri íslensku. „Umgjörð keppninnar er alltaf að verða betri með hverju árinu sem líður, hljóð og ljósakerfi í hæsta gæðaflokki, auk þess sem keppnin er hörð. Það var undankeppni þar sem 13 hljómsveitir tóku þátt og átta bestu fengu tækifæri á úr- slitakvöldinu,“ sagði Valgeir sem reyndar er fyrrverandi nemandi við FVA. „Það mega vera tveir „lánsmenn“ í hverri sveit,“ bætti Ólafur Pétur við. „Þær voru flottar“ Samúel sagði að flestar sveit- irnar á lokakvöldinu hefðu leikið gítarrokk, rokk eða dauðarokk, eða hvað þetta nú nefnist allt sam- an. „Það var aðeins einn með tölvu- tónlist, en það var nú samt sem áð- ur þungt rokk. Það var einnig kvennaband, þær voru flottar,“ sagði Samúel sem vildi taka það fram að félagar hans í Fóðri hefðu ekki fengið mikla athygli frá hinu kyninu þrátt fyrir sigurinn. „Það er kalt á toppnum,“ svaraði Sturla sem jafnframt fékk viðurkenningu fyrir líflega sviðsframkomu. Allt efni keppninnar var tekið upp og verður gefið út myndband og geisladiskur í nánustu framtíð. Fjórmenningarnir sögðu að mikil gróska væri í tónlistinni í knatt- spyrnubænum en skortur væri á húsnæði undir æfingar fyrir hljóm- sveitir. „Við leigjum bílskúr sjálfir og höfum gert það í rúmt ár, en það eru fleiri hljómsveitir sem ætla að leigja með okkur í framtíðinni. En við vildum samt sem áður sjá meira frumkvæði frá bæjaryfirvöldum í þessum málum,“ sögðu þeir í einum kór og töldu að Hafnarfjörður væri „gósenland“ ungra hljómsveita. „Þar er mikið gert fyrir ungar hljómsveitir,“ bætti Sturla við. Skammhlaup í skólanum Á undanförnum árum hafa margir tónlistarmenn og konur stigið sín fyrstu skref í hæfi- leikakeppni FVA og má þar nefna nokkra af liðsmönnum Jagúar, Orra Harðarson, Ólaf Pál Gunn- arsson útvarpsmann og Önnu Hall- dórsdóttur söngkonu svo ein- hverjir séu nefndir. Hið árlega skammhlaup FVA var haldið með tilheyrandi ærslum og gauragangi sama dag og tónlistarkeppnin „hetjurokk.“ Öll venjuleg kennsla samkvæmt stundaskrá var felld niður og nem- endum skipt í 9 lið sem kepptu í reikningi, reiptogi, dönsku og „dragshow-i“ og öllu þar á milli. Seinna um daginn var svo tónlist- arkeppnin og um kvöldið var slegið upp balli með hljómsveitinni Jet Black Joe. Morgunblaðið/Sigurður Elvar Samúel Þorsteinsson, Valgeir Sigurðsson, Ólafur Pétur Pétursson og Sturla Birgisson sátu sem límdir og skoðuðu upptöku frá sigurkvöldinu. „Kalt á toppnum“ segja sigurvegararnir í Fóðri Akranes FJARLÆKNINGAR og fjarfundir eru eitt af þróunarverkefnum Ís- lenska heilbrigðisnetsins og fjallar annars vegar um fjarlækningaverk- efni þar sem gerðar eru tilraunir með sendingu gagna og gagnvirk sam- skipti vegna sérfræðiráðgjafar en hins vegar um fræðslustarfsemi með fjarfundum og öðrum gagnvirkum leiðum. Heilbrigðismálahópur Eyþings, þ.e. samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, hefur gert samning um verkefnið við heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytið en markmið hópsins er m.a. að efla og bæta starfsumhverfi og styrkja starf- semi heilbrigðisstofnana á Norður- landi eystra og skapa aðstöðu og um- hverfi fyrir þróunarverkefni á sviði heilbrigðismála á svæðinu. Að þessu verkefni vinna Heilbrigð- isstofnun Þingeyinga, sem þjónar Þingeyjarsýslum allt frá Ljósavatns- skarði til Þórshafnar, svo og Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri. Áform- að er að byrja með að þróa samskipti milli heilsugæslustöðvarinnar á Þórs- höfn, Heilbrigðisstofnunarinnar á Húsavík og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri en stefnt að því að síðar komi fleiri heilsugæslustöðvar að þessari þróun. Á Þórshöfn er nauð- synlegur tæknibúnaður að mestum hluta til staðar, s.s. fjarfundatæki og annar nauðsynlegur tölvu- og mynda- vélabúnaður. Verkefnið verður unnið skref fyrir skref til að finna á hvaða sviði lækn- inga þykir gefast best að beita að- ferðum fjarlækninga og þróa fjar- skipti þar að lútandi en til greina kemur ýmislegt, s.s. röntgenrann- sóknir, bráðalækningar, geðlækning- ar, ómskoðanir vegna fósturgrein- inga, húðsjúkdómar og önnur göngudeildarþjónusta sérfræðinga o.s.frv., einnig ýmis gögn, hjartalínu- rit og fleira. Þróunarumhverfi á Norðurlandi eystra er talið ákjósanlegt fyrir fjar- lækningaverkefni og æskilegt að geta reynt og þróað verkefnið á stöðum eins og í Norður-Þingeyjarsýslu sem hefur átt undir högg að sækja varð- andi heilbrigðisþjónustu. Styrkur fyrir heilsugæslustöðvar Tilgangur verkefnisins er fyrst og fremst að styrkja heilbrigðisþjón- ustuna með auknu öryggi og bættu aðgengi íbúa dreifbýlisins að þjónust- unni og styrkja fagleg samskipti heil- brigðisstarfsfólks milli stöðva. Einnig verður þeim beitt til að auka aðgengi heilbrigðisstarfsfólks að sérhæfðri þjónustu og til að miðla gögnum og ráðgjöf milli heilsugæslustöðva og sjúkrahúss, svo fátt eitt sé talið. Það er styrkur fyrir hverja heilsu- gæslustöð á landsbyggðinni þegar hægt er að rjúfa þá faglegu einangr- un sem starfsfólk þar býr við og á Þórshöfn er mikill áhugi fyrir verk- efninu. Fyrir skömmu fundaði heil- brigðismálahópur Eyþings á Þórs- höfn og var farið yfir verkefnið með starfsfólki heilsugæslustöðvarinnar. Reynslan mun síðan leiða í ljós hvernig framhald verkefnisins verð- ur. Fjarlækningar framtíðarsýn Þórshöfn Þróunarverkefni í heilbrigðismálum HALDIÐ var upp á 25 ára afmæli hjúkrunar- og dvalarheimilisins Lundar á Hellu laugardaginn 26. október sl. Var það gert með veg- legum hætti og fjölmargir glöddu íbúa og starfsmenn með nærveru sinni þennan dag. Byggingarframkvæmdir við heimilið hófust í ágúst 1974 en arkitekt hússins er Haukur Vikt- orsson. Fyrsti íbúinn flutti inn í nóv- ember 1977 en þar voru rými fyrir sextán manns. Fljótlega varð ljóst að þörf var fyrir stækkun og hóf- ust framkvæmdir við nýja tólf rúma hjúkrunardeild 1987 sem opnuð var 1994 ásamt matsal og fullbúnu eldhúsi. Innréttingu jarð- hæðar hússins er enn ólokið en 1997 var þar opnuð sjúkraþjálfun og árið eftir aðstaða til iðjuþjálf- unar. Í dag hefur hjúkrunarrýmum á Lundi verið fjölgað í 23, dvalar- rýmin eru átta og dagvistarrými eru tvö. Í desember á þessu ári er svo ætlunin að vígja kapellu sem einnig er á jarðhæð. Dagskrá afmælisins var fjöl- breytt, m.a. komu fram kvenna- kórinn Ljósbrá og stúlknakórinn Hekla undir stjórn Nínu Maríu Morávek, Írena Steindórsdóttir lék á þverflautu við undirleik Nínu og Arndís Fannberg og Guðfinna Júlíusdóttir sungu dúetta við und- irleik Hannesar Hannessonar. Heimilinu voru færðar höfðing- legar gjafir við þetta tækifæri. Bára Jónsdóttir, sem búið hefur á Lundi í ellefu ár, færði heimilinu að gjöf kr. 500.000. Rausnarlegar peningagjafir voru afhentar fyrir hönd Rangárþings ytra, Ása- hrepps, kvenfélagsins Sigurvonar í Þykkvabæ og Rauðakrossdeildar Rangárvallasýslu. Kvenfélagið Unnur á Rangárvöllum gaf stól ætlaðan til notkunar við fótsnyrt- ingu og frá minningarsjóði Ólafs Björnssonar og kvenfélaginu Lóu í Holta- og Landsveit voru heim- ilinu færðir listmunir eftir Guð- finnu Þorvaldsdóttur frá Saurbæ sem ætlaðir eru til prýði í líkn- arherbergi. Gjafir gefnar af einstakri umhyggju og örlæti Fyrr á árinu hlaut Lundur arf eftir Jón Jónsson frá Lækjarbotn- um í Landsveit sem dvaldi á heim- ilinu síðasta æviár sitt en hann lést 1. nóvember 2001. Um var að ræða tæplega 12 milljónir króna auk fjórðungs eignarhlutar í húseign Jóns á Hellu. Formaður stjórnar Lundar, Drífa Hjartardóttir, færði eftirlifandi systkinum hans, Þór- unni og Brynjólfi, viðurkenning- arskjal sem þakklætisvott. Mun fjármununum verða varið til inn- réttingar kapellu á jarðhæð heim- ilisins. Hjúkrunarforstjóri Lundar, Jó- hanna Friðriksdóttir, veitti verð- laun fyrir merki Lundar sem efnt var til samkeppni um. Sautján hugmyndir bárust en merki Ómars Diðrikssonar var valið af stjórn Lundar og mun hafa verið ein- hugur um valið. Við þetta tækifæri var líka heimasíða Lundar opnuð formlega. Ljóst var að starfsmenn stofnun- arinnar voru afar ánægðir með síð- una og stoltir af vinnustað sínum þennan dag. Drífu Hjartardóttur, formanni stjórnar Lundar, var efst í huga þakklæti til starfsfólks heimilisins fyrir trúmennsku þess. „Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hvað sumt af starfsfólkinu hefur unnið lengi hér og þeir sem eru hættir halda áfram að koma til að líta eftir og hlúa að.“ Einnig vildi hún koma á fram- færi þakklæti til allra sem fært hafa heimilinu gjafir í gegnum tíð- ina, gefnar af einstakri umhyggju og örlæti. Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir Stúlknakórinn Hekla söng við undirleik stjórnanda síns, Nínu Maríu Morávek, og sést hluti kórsins á myndinni til vinstri. Til hægri afhendir Drífa Hjartardóttir eftirlifandi systkinum Jóns Jónssonar frá Lækjarbotnum, Þórunni og Brynjólfi, þakkarskjal vegna arfs sem hann ánafnaði Lundi. Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir Margir heimsóttu Lund á tímamótum Hella
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.