Morgunblaðið - 09.11.2002, Side 49

Morgunblaðið - 09.11.2002, Side 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 49 bragða, sem uppi höfðu verið í tengslum við fyrirhugaða Kára- hnjúkavirkjun skyldi borgarstjórn hafna þátttöku í þessari fram- kvæmd. Þessari tillögu var vísað frá gegn mótatkvæði mínu og tveggja fulltrúa R-listans, þeirra Árna Þórs Sigurðssonar og Guð- rúnar Erlu Geirsdóttur. Á fyrsta reglubunda fundi ný- kjörinnar borgarstjórnar 20. júní sl. lagði ég enn á ný fram tillögu, þar sem vísað er til fyrri sam- þykktar borgarstjórnar um arð- semismat Kárahnjúkavirkjunar. Í tillögunni segir : „Borgarstjórn ítrekar fyrri sam- þykkt og lýsir andstöðu sinni við þátttöku Reykjavíkurborgar í Kárahnjúkavirkjun á meðan ekki liggja fyrir arðsemisútreikningar sem með óyggjandi hætti sýna fram á arðsemi af framkvæmd- inni.“ Vinnubrögðum mótmælt Tillögunni var vísað til borgar- ráðs. Síðan hefur það gerst, að iðnaðarráðherra, forstjóri Lands- virkjunar og aðstoðarforstjóri Al- coa hafa undirritað viljayfirlýsingu 19. júlí sl., sem felur í sér áfram- haldandi framkvæmdir á Kára- hnjúkasvæðinu án þess að neitt liggi fyrir um orkuverð, sem er forsenda þess, að framkvæmdin geti skilað arði. Ég tel að þessi vinnubrögð stangist á við áður- greindar samþykktir borgarstjórn- ar um að þátttaka Reykjavíkur- borgar í Kárahnjúkavirkjun sé bundin því skilyrði „að fyrir liggi vandaðir arðsemisútreikningar“. Ég mótmælti þessum vinnu- brögðum með bókun á fundi borg- arráðs 31. júlí sl. og ítrekaði þá skoðun mína „að Reykjavíkurborg sé ekki stætt á því að halda áfram þátttöku sinni í Kárahnjúkavirkj- un“. Vonandi koma augljósir hags- munir Reykvíkinga í veg fyrir þátttöku borgarinnar í umhverfis- og efnahagsslysi við Kárahnjúka. Höfundur er læknir og borgarfulltrúi. gefi okkur raunhæfar líkur á því að stofnstærð hverrar tegundar sé ákvörðuð með viðunandi skekkj- umörkum, getum við heimilað nýt- ingu á ákveðnum hluta stofnsins. Ennfremur gilda líka ákveðnar siðferðisreglur varðandi hvalveið- ar, s.s. að skjóta ekki mjólkandi kvenhval með unga, stuðla að skjótum dauðdaga o.þ.h. Undan- farin ár hefur sú skoðun orðið há- værari að við Íslendingar verðum að standa uppi í hárinu á öfgahóp- um sem ætla sér smátt og smátt að friða allt sjávarlíf. Þetta var m.a. til umræðu í Kastljósi sunnu- daginn 3. nóvember sl. en þar kom fram að þrýstingur er á ESB að banna allar veiðar á þorski þar sem stofnar í Norðursjó eru veik- ari en nokkru sinni fyrr. Það er auðvitað mjög mikilvægt fyrir okk- ur að halda uppi virku andófi gegn slíkri alfriðun enda hagsmunir okkar geysilegir. Fyrirkomulag Tillagan er eftirfarandi: Gefum út kvóta á hvalastofna sem alþjóð- legir sérfræðingar hafa samþykkt að séu ekki í hættu. Þessir kvótar verða veiðileyfi, s.s. hvalur af til- greindri tegund veiddur yfir ákveðið tímabil. Þessi veiðileyfi verði svo seld hæstbjóðanda yfir Netið til dæmis á www.ebay.com. Með því móti gefst þeim sem telja að hvalveiðar ættu ekki að eiga sér stað tækifæri til að kaupa upp kvótann og tryggja þannig að ekki verði af veiðum a.m.k. yfir ending- artíma kvótans. Þannig myndu Ís- lendingar fá arð inn í landið af því að nota ekki auðlindina og vopnin væru slegin úr höndum þeirra sem teldu að ekki ætti að veiða hvali, því að þeim væri jú frjálst að kaupa veiðiréttinn. Hvað þýðir þetta þá fyrir hagsmunaaðilana? 1. Hvalveiðimönnum verður frjálst að leita markaða fyrir afurðir sínar og ef þeir markaðir borga nægi- lega hátt verð geta þeir keypt veiðileyfi. Ef þetta er staðan er augljóslega hagstæðast fyrir heild- arhagsmunina að veiða hvalinn. 2. Græningjar verða að færa áherslur að einstökum hvalateg- undum sem eru í útrýmingar- hættu. Ef þeir vilja verja aðrar hvalategundir vegna ástríðuvernd- ar er þeim gert það mögulegt. En ekki síður, verða þetta skýr skila- boð um að ástríðuverndun verður ekki ókeypis. 3. Ferðaþjónustuaðilar eða fisk- útflytjendur sem hafa verið mjög hræddir við mótmæli við hvalveið- um geta gripið til aðgerða til að stöðva nýtingu auðlindanna ef þeir meta það svo að það þjóni betur þeirra hagsmunum. Þessi fyrir- tæki aðstoðað samtök á við WWF við að safna fyrir uppkaupum á veiðileyfum og þannig áunnið sér jákvæða ímynd gagnvart sínum viðskiptavinum. 4. Stjórnmála- mennirnir væru í sjöunda himni. Komin væri lausn á flóknu deilu- máli sem snýr að sjálfsákvörðun- arrétti smáríkja til að nýta auð- lindir sínar. Sjálfsagt væri að takmarka hvar veiðar mættu eiga sér stað. Væri rétt að hvalveiðar yrðu aðeins heimilaðar á ákveðnu landsvæði og aðgerðin þá í eðli sínu byggðamál sem þá myndi líka gera svona fyrirkomulag sölulegra í alþjóðlegu samhengi? Vona ég að ráðamenn þjóðarinnar geti notfært sér þessar hugmyndir til að tryggja hámörkun á arðsemi auð- linda landsins. Nú ef þeir vilja þær ekki þá var engu til kostað nema smáprentsvertu og trjákvoðu. Höfundur er rekstrarhagfræðingur og verkfræðingur. ÁRSFUNDUR Tryggingastofn- unar ríkisins var haldinn í Salnum í Kópavogi hinn 11. október síðast lið- inn. Undirritaður átti þess nú kost að sækja hann í fyrsta sinn. Margt var þar gott gert, enda um að ræða þátt í starfsemi ríkisins sem skiptir marga mjög miklu, einkum þá er eiga undir högg að sækja. Ýmis fróðleg erindi voru flutt. Þó svo hefði ekki verið, gafst mér tæki- færi til þess að fara af bæ, eins og amma mín heitin orðaði það, hitti fólk og naut menningarinnar, sem tónlistarfólkið unga færði okkur árs- fundargestum af stakri prýði og al- úð. Undirritaður hnaut um það, að bæði Lára Björnsdóttir félagsmála- stjóri Reykjavíkurborgar og Karl Steinar Guðnason forstjóri TR töldu að brýnt væri að færa umboð stofn- unarinnar úr höndum sýslumanna, sem annast hafa það hlutverk lengi. Til eru rök með og móti öllu sem hugsað er og gert. Það er vel hugsað að finna leiðir til þess að auðvelda viðskiptavinum stofnunarinnar að rækja erindi sín. Oft þurfa þeir einn- ig að sækja til félagsþjónustu sveit- arfélaganna 105 á Íslandi. En til þess að sveitarfélögin geti tekið yfir þjón- ustu TR eru þau einfaldlega of mörg og alltof mörg þeirra of smá, auk þess að gerð þeirra er afar ólík. Þau eru því misjafnlega til þess fallin að sinna erindum viðskiptavina TR. Sveitarfélögum á Íslandi þarf að fækka að minnsta kosti niður fyrir tölu sýslumanna til þess að um verði að ræða raunhæfan möguleika á því að flytja umboðin. Langt er í land með að jafnræði verði í þjónustu sveitarfélaga í landinu. Kannski ætti að vera eitt sveitarfélag á Íslandi, eins fjarri raunveruleikanum og það sýnist í dag. Til er önnur leið og einfaldari, vilji ábyrgðarmenn og starfsfólk fé- lagsþjónustu sveitarfélaganna, þar sem hún er fyrir hendi, létta sameig- inlegum viðskiptavinum sínum og TR lífið. Hún er sú að þau fái umboð viðskiptavinarins til þess að sinna þeim erindum sem hann þarf ekki eðli máls að sinna sjálfur. Með þökkum fyrir fróðlegan árs- fund. Umboðsmenn Trygginga- stofnunar Eftir Ólaf Helga Kjartansson „Til þess að sveitarfélög- in geti tekið yfir þjónustu TR eru þau einfaldlega of mörg.“ Höfundur er sýslumaður á Selfossi og áhugamaður um bætta stjórnsýslu. MINNUGUR þess sem ég hafði áður upplifað í ferðum á hálendinu norðan Vatnajökuls fór ég þangað aftur til að meta hvort nýjabrum á hverjum stað hefði villt mér sýn og kannski væri ekki eins mikil eftirsjá í landinu sem sökkva skal og ég hafði ímyndað mér. Í stuttu máli sagt fyllt- ist ég óhug við hvert kennileiti þar sem ég staldraði og sá fyrir mér spjöllin sem stefnt var að. Fossaraðir, sethjallar, gljúfur, gróðurlendi og vistsvæði dýra sem tortíma á virkuðu á mig sem aldrei fyrr. Umrótið á staðnum yrði yfirgengi- legt. Fyrirhuguð aðalstífla er 450 m þykk eða sem svarar hæðinni á Akrafjalli. Síðan eru tvær aðrar risa- stíflur þannig að samanlögð lengd þeirra er 2,9 km. Efnið í stíflurnar verður tekið úr sethjöllum sem búið er að yfirlýsa sem ísaldarminjar á heimsvísu. Því sem eftir verður af sethjöllunum verður drekkt og þeir „varðveittir“ undir vatni, eins og stendur á skilti Landsvirkjunar á staðnum! Fyrirhugað jökullón er á stærð við Hvalfjörðinn milli Hvalfjarðarganga og hvalstöðvarinnar. Vatnshæð breytileg eftir árstíðum, býður heim fokhættu á jökulleir sem enginn get- ur sagt fyrir um hverjum spjöllum veldur. Síðan er hugmyndin að leiða með skurðum og ræsum allt tiltækt rennslisvatn austan Jökulsár og leiða það í fljótið. Aldrei hef ég heyrt minnst á hvaða afleiðingar sú þurrk- un mun hafa á landið sem nú nýtur vökvunar. Hver ber ábyrgð á spjöllum þeim sem unnin verða? Ekki er það Landsvirkjun. Sú stofnun ber ekki ábyrgð á neinu, hvorki orðum né gerðum. Vefurinn sem þeir hafa komið sér upp á síðustu árum er fast að því skotheldur. Hver þá? Ekki verða það stjórnmálamennirnir. Þeir bera ekki ábyrgð nema í hæsta lagi út kjörtímabilið. Þegar skaðinn er skeður fría allir sig ábyrgð. „Ekki líta á mig“ verður viðkvæðið. Hvað er til ráða? Það er ólíklegt að ríkisstjórn og Landsvirkjun snúist hugur. Inni á þingi er meirihluti fyrir fram- kvæmdum og stjórnarandstaðan er að hluta með í leiknum. Samfylkingin með formanninn í fararbroddi heyktist á að leiða þjóð- ina í þessu veigamikla máli. Hvar er vísindamaðurinn, náttúruunnandinn og fyrrverandi umhverfisráðherra Össur Skarphéðinsson? Þótt sú sé ekki raunin inni á þingi er ég sannfærður um að meira en helmingur Íslendinga vill landinu vel og hugsaði sig um ef bent væri á gerðir og afleiðingar í sambandi við stóriðjubröltið. Framkvæmdin á ekkert skylt við atvinnuuppbyggingu á Austurlandi eða þjóðarhag. Hagur Austfirðinga yrði takmark- aður og tímabundinn að mestu við framkvæmdaárin. En því fylgdu margir hnökrar, sem menn vilja líta framhjá. „Þjóð- arhagurinn“ er svo hæpinn að eng- inn íslenskur fjárfestir leggur krónu í ævintýrið. Meðan þjóðin hefur „brauð og leiki“ er hún sinnulaus. Þetta and- varaleysi notar ríkisstjórnin sér og viðheldur vímunni með stanslausum áróðri fyrir nauðsyn virkjanafram- kvæmda og stóriðju. Batterí eins og Landsvirkjun með millljarðaskuldir og allt niður um sig stendur fyrir listsýningum, stuðningi við skáta- hreyfinguna og skógrækt, að maður ekki nefni rekstur Þjóðminjasafns- ins, svo nokkuð sé nefnt, til að mýkja ásynd sína. En hvaðan eru þessar sposlur teknar? Það er jú einfalt, beint úr ríkiskassanum sem stendur opinn þessu furðulega æxli hvenær sem kallað er eftir. Er enginn til sem áhrif gæti haft á ráðamenn eða Íslendinga almennt? Hvað um vísindamenn sem fengn- ir voru til matsgerðar? Láta þeir það viðgangast að skýrslum þeirra sé stungið undir stól ef þær fara í ber- högg við niðurstöður sem Lands- virkjun vill fá, eða að þær séu rit- skoðaðar og redúseraðar þannig að þær falli að áformum stofnunarinn- ar? Hvað um náttúrufræðinga sem vita hvern skaða verið er að vinna? Hefur enginn kjark til að segja hug sinn? Eru menn kannski hræddir um að þurfa að taka pokann sinn og missa vinnuna ef þeir tjá sig. Ef svo er væri óhætt að skoða fleira en sölu ríkisbankanna og rekstur Baugs. Ef fjármunum þeim sem búið er að ausa í rannsóknir og forvinnu norðan Vatnajökuls hefði verið varið til atvinnuuppbyggingar mundu ekki bara Austfirðingar heldur allir Ís- lendingar lepja rjóma í dag. Við er- um nefnilega ekki alheimsk. Það hef- ur margsýnt sig. Við eigum að einbeita okkur að því að örva hug- vitið til að bæta aðstöðu okkar og kjör. Álbræðsla kallar ekki á neitt slíkt. Listamenn hafa verið nefndir samviska þjóðanna. Hvað um ís- lenska listamenn? Hvað um menntafólk? Hefur eng- inn nefnt við það að hér er um glæfraspil að ræða? Virkjanaáráttan á Íslandi er eins og alkóhólismi. Þeir sem fyrir henni standa vita nákvæmlega hvar bera skal niður til að ná sér í næsta sjúss. Þeir hafa meira að segja „falið“ nokkrar flöskur og dreitla í pelum til að hafa upp á að hlaupa þegar sverf- ur að. Ef ekki hefði verið á hverjum tíma einhver arftaki Sigríðar í Bratt- holti hefði engu fallvatni eða lón- stæði verið hlíft. Við ættum hvorki Gullfoss né Dettifoss, engin Þjórs- árver eða Eyjabakka. Það versta er að þessir menn fara ekki ótilneyddir í meðferð. Við verðum stöðugt að vera á varðbergi gagnvart þeim til að reyna að afstýra stóráföllum. Vand- inn verður auðvitað meiri þegar meirihluti þingfylgis hefur orðið fyr- ir óheftum umsvifum þeirra. Þetta er sorglegt. Gagnvart umheiminum gerum við okkur að viðundrum. Það verður ítrekað vitnað í tortímingu íslenska hálendisins sem afglöp. Við eigum enn kosta völ, sem öðrum þjóðum aldrei bjóðast, en þá kjósum við heimskra manna ráð! Látum ekki draga okkur í þetta fen Eftir Pál Steingrímsson „Virkjanaár- áttan á Ís- landi er eins og alkóhól- ismi. Þeir sem fyrir henni standa vita nákvæmlega hvar bera skal niður til að ná sér í næsta sjúss.“ Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.