Morgunblaðið - 09.11.2002, Side 54

Morgunblaðið - 09.11.2002, Side 54
UMRÆÐAN 54 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÆSTKOMANDI laugardag mun prófkjör Samfylkingarinnar fara fram. Margt gott fólk býður þar fram krafta sína og meðal þeirra er Sigrún Grendal Jó- hannesdóttir. Sigrún er hörkuduglegur eldhugi sem á skil- yrðislaust erindi inn á Alþingi. Hún býr yfir mikilli staðfestu og ákveðni sem mun reynast henni vel í baráttu stjórn- málanna. Á síðasta ári var hún, sem formaður félags tónlistarkennara, í fararbroddi í kjarabaráttu þeirra og þar sýndi hún og sannaði að hún er ötul baráttukona sem stendur með sannfæringu sinni og er óhrædd við að axla ábyrgð. Við þurfum fjöl- breyttan og sterkan hóp fólks til að leiða Samfylkinguna í komandi Al- þingiskosningum. Sigrún Grendal er 32 ára kona með víðtæka reynslu úr heimi tónlistarinnar, sem kennari, meðleikari og stjórnandi, að ógleymdum félagsmálunum. Ég tel að nærvera hennar í þingflokki Sam- fylkingar muni auka fjölbreytni og styrk flokksins og því hvet ég alla til að kjósa Sigrúnu í 5.–6. sæti. Sigrún Grendal í 5.–6. sæti Ragna Bjarnadóttir háskólanemi skrifar: GUÐRÚN Ögmundsdóttir er nú að ljúka sínu fyrsta kjörtímabili á Alþingi Íslendinga. Þar hefur hún unnið ötullega að framgangi ýmissa þjóðþrifamála, og einkum beitt sér fyr- ir úrbótum í málum ýmissa þeirra sem annars eiga sér fáa málsvara á opinber- um vettvangi. Hún hefur haft kjark og þor til að taka til umræðu ýmis vandamál sem legið hafa í þagn- argildi í íslenskri þjóðfélagsumræðu, s.s. kynþáttafordóma, vændi og mansal. Þá er hún öflugur talsmaður jafnréttis í víðasta skilningi þess orðs. Þannig hefur hún ekki einungis margra áratuga reynslu af jafnrétt- isbaráttu kynjanna í gegnum störf sín fyrir Rauðsokkahreyfinguna, Kvennalistann, Reykjavíkurlistann og Samfylkinguna, heldur hefur hún einnig beitt sér af krafti í jafnrétt- ismálum ýmissa minnihlutahópa, s.s. samkynhneigðra og innflytjenda. Þessa rödd má ekki vanta á Al- þingi. Kjósum Guðrúnu Ögmunds- dóttur í 4. sæti í prófkjöri samfylk- ingarinnar. Guðrúnu Ögmundsdóttur í 4. sæti Birna Daníelsdóttir, nemi í HÍ, skrifar: FLOKKSVAL Samfylking- arinnar í Suðurkjördæmi fer fram næstkomandi laug- ardag. Átta ein- staklingar sækjast eftir þeim fjórum sætum sem kosið er um. Margrét Frí- mannsdóttir, vara- formaður Samfylkingarinnar, býð- ur sig fram til forystu í hinu nýja kjördæmi. Margrét hefur áralanga reynslu af stjórnmálum og þing- störfum og hefur í starfi sínu sýnt áræði í baráttu fyrir bættum kjör- um þeirra sem minna mega sín. Hún hefur og verið ötull bar- áttumaður fyrir eflingu lands- byggðarinnar og síðast en ekki síst haft kjark til þess að segja valdhöfum til syndanna þegar það á við. Margrét var í fararbroddi þeirra sem unnu að því að draum- sýn félagshyggjufólks rættist með sameinuðum flokki þess og hefur ótrauð unnið að því að þjappa fólki saman um flokksstarfið og önnur málefni. Undirritaður hvetur Samfylk- ingarfólk til þess að veita Mar- gréti Frímannsdóttur glæsilega kosningu í fyrsta sæti Samfylking- arinnar í Suðurkjördæmi. Veljum Margréti til forystu Gísli Sverrir Árnason, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar, skrifar: Í PRÓFKJÖRI sjálfstæð- ismanna í Reykjavík ræðst hvern- ig framboðslisti Sjálfstæðisflokksins verður skipaður. Mikilvægt er að listinn endurspegli þá fjölbreytni sem einkennir öflugt starf flokksins. Stefanía Óskarsdóttir gefur kost á sér í 6. sæti listans og er það eðli- leg afleiðing þróttmikils starfs hennar innan flokksins og þess trausts sem hún hefur aflað sér með störfum sínum. Stefanía tók sæti á lista flokksins fyrir síðustu þingkosningar og hefur setið á Al- þingi sem varaþingmaður Reyk- víkinga. Þar hefur hún getið sér gott orð fyrir öflugan málflutning. Í flokksstarfinu hefur Stefanía víða komið við, síðast sem formað- ur Sjálfstæðiskvennafélagsins Hvatar. Stefanía, sem hefur lokið doktorsnámi í stjórnmálafræði, hefur yfirgripsmikla þekkingu á stjórnkerfinu og alþjóðastjórn- málum. Síðast en ekki síst þekkir hún vel til þess fjölbreytileika, sem einkennir íslenskt samfélag, og hefur með málflutningi sínum sýnt að hún er öflugur málsvari sjálfstæðisstefnunnar, frelsis og framfara. Stefaníu Óskarsdóttur í öruggt sæti Guðný Björk Eydal, lektor við fé- lagsvísindadeild Háskóla Íslands, skrifar: Á KOMANDI kosningavetri tel ég það nauðsynlegt að í fram- varðasveit jafn- aðarmanna komi til nýtt fólk við hlið reyndra þingmanna. Ég hvet alla þá sem hafa til þess kjör- gengi að koma og kjósa á laugardag og hafa áhrif á það hvernig listi Sam- fylkingarinnar muni líta út fyrir næstu kosningar. Kjósum Jakob Frímann í þriðja sæti listans. Fáum þannig nýja mynd og áherslur á listann. Styðjum einnig Ágúst Ólaf í þessu prófkjöri, verðugan fulltrúa ungu kynslóðarinnar. Að ógleymdum Birgi Dýrfjörð, gömlum baráttumanni fyrir fram- gangi jafnaðarstefnunnar til ára- tuga. Það fer vel á því að einn eldri- borgari bjóði sig fram í þessu prófkjöri. Birgir Dýrfjörð er öllum jafnaðarmönnum kunnur fyrir störf sín. Kjósum þann yngsta, kjósum þann elsta með þeim sem standa vörð um hagsmuni almennings og neytenda í þessu landi. Í anda jafn- aðarstefnunnar. Jakob Frímann í 3. sæti Rúnar Geirmundsson, fyrrv. formaður Al- þýðuflokksfélags Reykjavíkur, skrifar: HÉR á landi er vöntun á stjórn- málamönnum sem þora að yfirstíga heimóttarskap íslenskrar þjóðmála- umræðu og ræða af hreinskilni um þau yfirþjóðlegu og hnattvæddu öfl sem nú leika æ ríkara hlutverk í samfélagi okkar. Mörður Árnason er Íslendingum að góðu kunnur úr fjölmiðlum fyrir skelegga frammi- stöðu sína í umræðum um þjóð- félagsmál. Af eigin reynslu veit ég að Mörður hefur mun dýpri og víð- tækari áhuga á að skilja og hafa áhrif á samtíð sína en margir slíkir fjölmiðlaspekúlantar. Styrkur Marð- ar liggur öðru fremur í því að hann er djúphugull maður, maður sem mætir til leiks í stjórnmálaumræðu með víðtæka þekkingu og skarpa dómgreind. Mörður Árnason er sá þenkjandi og heimsborgaralegi stjórn- málamaður sem framtíðin krefst. Það er tímabært að íslenskt þjóð- félag fái að njóta krafta hans á Al- þingi – því Mörður Árnason hefur það til málanna að leggja sem varðar helst framtíð Íslands í samfélagi þjóðanna. Mörður Árnason – þenkjandi stjórnmálamaður Viðar Þorsteinsson háskólanemi skrifar: VALDIMAR Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri Aftureldingar og stjórnarmaður, býður sig fram í prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Suð- vesturkjördæmi næstkomandi laug- ardag. Hann stefnir á 4. sætið sem verður baráttusæti í kosningunum í vor og í baráttusæti þarf bar- áttumann eins og Valdimar. Valdi- mar hefur barist ötullega fyrir hækkunum lægstu launa innan SFR og hefur sú barátta skilað miklum árangri. Valdimar hefur barist fyrir styrkjum til íþrótta- hreyfingarinnar frá bæði ríki og bæ. Valdimar hefur barist í mál- efnum öryrkja og fatlaðra enda er Valdimar stuðningsfulltrúi á sam- býli. En meira þarf til, þennan mann þarf á þing. Og þótt ég geti ekki kosið Valdimar vegna búsetu minnar, skora ég allt Samfylking- arfólk í Suðvesturkjördæmi að tryggja Valdimar 4. sætið. Valdi- mar er sá baráttumaður sem get- ur unnið fjórða sætið fyrir Sam- fylkinguna í kjördæminu í kosningunum í vor. Valdimar í baráttusæti Friðrik Atlason, stuðningsfulltrúi, skrifar: VÍÐA úti í Evrópu eru sterk tengsl milli verkalýðshreyfing- arinnar og flokka jafnaðarmanna. Í hópi þingmanna jafnaðarmanna er algengt að séu ein- staklingar sem hafa bein tengsl við verkalýðshreyf- inguna. Á alþingi Ís- lendinga eru fáir ein- staklingar sem hafa rætur í hreyfingunni og þekkja til innviða hennar. Bryn- dís er fyrrverandi starfsmaður ASÍ og þekkir því vel innviði sambands- ins og hefur myndað sterk persónu- leg tengsl við forystu þess. Samfylkingin stefnir á aðild að næstu ríkisstjórn og nýrrar rík- isstjórnar bíða vandasöm úrlausn- arefni t.d. í velferðarmálum. Bryndís hefur tamið sér fagmann- leg vinnubrögð í stað upphrópana. Bryndís hefur allt til að bera til að verða framtíðarleiðtogi flokksins en til að svo geti orðið verðum við að tryggja henni annað sætið í Reykja- vík 9. nóvember. Tryggjum Bryn- dísi annað sætið Þorbjörn Guðmundsson skrifar: ÁSTA Ragnheiður Jóhannesdóttir hefur lengi verið þekkt fyrir ein- stakan drifkraft og atorkusemi. Hún er hugsjónamanneskja sem vinnur starf sitt af innri sannfæringu, dugnaði og einurð. Ásta hefur lengi ver- ið sjálfskipaður hags- munavörður þeirra sem átt hafa und- ir högg að sækja í þjóðfélaginu og hefur lagt fram yfir 200 þingmál sem þann hóp snerta. Innan þess hóps standa stúdentar og aðrir nemendur ríkisháskólanna sem þurfa að líða skort og mismunun í aðstöðu, gæðum og aðbúnaði sökum þess rangláta fjármögnunarkerfis sem snýr að há- skólastiginu. Málefni ríkisháskólanna þarf að taka föstum tökum til að tryggja sam- keppnisstöðu þeirra gagnvart einka- skólum og um leið hagsmuni nemend- anna. Okkur, sem krefjumst að samkeppni í menntamálum sé háð á jafnréttisgrundvelli, gefst nú tæki- færi á að kjósa okkur öflugan mál- svarsmann á vettvangi fram- kvæmdavaldsins. Tryggjum rödd okkar á Alþingi næstkomandi laug- ardag og kjósum Ástu Ragnheiði í 3. sæti samfylkingarinnar. Stúdentar! Kjós- um Ástu Ragn- heiði í 3. sætið Ingi B. Harðarson, laganemi við HÍ, skrifar: JÓHANNA Sigurðardóttir stend- ur fyrir allt það besta sem hreyf- ingar launafólks og jafnaðarmanna hafa barist fyrir í heila öld á Íslandi. Barátta hennar fyrir jafnrétti og fé- lagslegu réttlæti hefur þegar skipað henni sess meðal helstu leiðtoga ís- lenskrar jafnréttisbaráttu. Það má ef til vill minna á nokkrar tölfræðilegar staðreyndir. Vissir þú að Jóhanna Sigurðardóttir hefur á undanförnum 8 árum flutt 280 mál á Alþingi? Á yfirstandandi þingi hefur hún ekki einungis flutt um 30 mál sem snerta hagsmuni flestra þjóð- félagshópa, heldur hefur hún og ver- ið leiðandi í málstofu þingsins. Kannast einhver við jafnafkastamik- inn og heiðarlegan þingmann? Höf- um við efni á því að veikja Samfylk- inguna, með því að velja ekki Jóhönnu til að leiða listann í öðru Reykjavíkurkjördæmanna? Ég svara því neitandi og skora því á alla að ganga til liðs við Samfylk- inguna, sýna vilja sinn í verki, og kjósa Jóhönnu Sigurðardóttur í ann- að sætið í væntanlegu prófkjöri 9. nóvember næstkomandi. Hún vinnur að jafnrétti á öllum sviðum Ásta Þórðardóttir, félagsráðgjafi og eftirlaunaþegi, skrifar: GUÐRÚN Ögmundsdóttir hefur starfað á Alþingi í rúm þrjú ár og býður sig nú fram að nýju. Hún hefur á þessu kjörtímabili barist fyrir mál- efnum samkyn- hneigðra, fólks af er- lendum uppruna og fyrir réttindum þeirra hópa sem eiga fáa málsvara á þingi. Þá hefur Guðrún ekki látið sitt eftir liggja í jafnréttisbaráttu kynjanna og í því sambandi vil ég nefna hvernig hún hefur stuðlað að vitundarvakn- ingu Alþingis og almennings á mál- efnum vændis á Íslandi og mansals. Guðrún Ögmunds er ekki þessi venjulegi þingmaður, hún er kona sem gengur til verkefnanna og slepp- ir öllu kjaftæði! Það er því nauðsyn- legt að hafa manneskju eins og Guð- rúnu á þingi okkar Íslendinga. Hún hefur sýnt það og sannað að rödd hennar er ómissandi. Kjósum Guð- rúnu Ögmundsdóttur í fjórða sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar hinn ní- unda nóvember næstkomandi. Guðrún Ögmunds, ómissandi rödd á Alþingi! Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar: Þjóðarsáttarsamningarnir svo- kölluðu fyrir rúmum áratug lögðu grundvöll að þeim efnahagslega stöðugleika sem við Íslendingar bú- um við í dag. Stöð- ugleika, sem er frumforsenda fram- fara og hagsældar meðal íslenskrar þjóðar. Að öllum öðrum ólöstuðum sem að þessu þjóð- arsáttarborði komu verður nafn Einars Odds Kristjánssonar, alþing- ismanns og þáverandi stjórnarfor- manns Vinnuveitendasambands Ís- lands, lengi minnst. Frumkvæði og barátta Einars Odds í þjóðþrifamáli þessu ætti því eitt og sér að tryggja honum öruggt sæti á Alþingi Íslend- inga. – Með virðingu fyrir þjóðlegum gildum, og þeim mannkostum að vera málafylgjumaður og tala tæpi- tungulaust um hlutina, óska ég Ein- ari Oddi velfarnaðar í komandi próf- kjöri. Íslensk þjóð þarfnast slíks stjórnmálamanns. Oddur og þjóðarsáttin Guðmundur Jónas Kristjánsson bókhaldari skrifar: ÁGÚST Ólafur Ágústsson er yngsti frambjóðandinn sem á raun- hæfa möguleika á að ná þingsæti út úr prófkjörum stjórnmálaflokkanna sem framundan eru. Áhersla hans er lögð á menntamál og auk- in fjárframlög til þess málaflokks er nokkuð sem ég hef tekið eftir. Þar er á ferðinni mál sem skiptir framtíð þjóðarinnar miklu og þarf svo sannarlega að vera ofarlega á blaði hjá þingmönnum. Því miður hefur forgangsröðun stjórnvalda á undanförnum árum verið á þann veg að Ísland hefur dregist verulega aft- ur úr öðrum vestrænum þjóðum í þessum málaflokki. Ungir vel menntaðir menn, eins og Ágúst Ólaf- ur, koma frekar auga á það sem bet- ur mætti fara í menntamálum en margir hinna sem eldri eru. Alþingi þarf betur að endurspegla ólíka þjóðfélagshópa og þar með talið ald- urshópa. Við þurfum þingmenn á aldrinum 20-70 ára, ekki bara 45-59 ára, en 80% þingmanna eru á þeim aldri. Ágúst Ólafur hefur sýnt og sannað með skeleggum málflutningi að hann á erindi á þing. Sameinumst um Ágúst Ólaf Þyrí Steingrímsdóttir, laganemi, skrifar: MARGRÉT Frímannsdóttir er sterkur, heiðarlegur þingmaður. Hún er málsvari alþýðunnar og talar mál sem allir skilja, tæpitungulaust og ákveðið. Hún ver hagsmuni launafólks og er sér- staklega einbeitt í málflutningi sínum. Ég tel að hún muni standa vel að sterkri fjár- málastjórn samfara nýjum stjórn- arháttum. Hún einfaldlega vill réttláta tekju- skiptingu í þjóðfélaginu. Það er líka það sem málin snúast um núna því það er rangt gefið í ís- lensku samfélagi. Margrét var einn af frumkvöðlum að sameiningu jafn- aðarmanna á Íslandi. Ég kýs hana í 1. sætið í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi nk. laugardag og skora á annað sam- fylkingarfólk að gera hið sama. Margréti til forystu áfram Sigurbjörg Eiríksdóttir, bæjarfulltrúi Sandgerði, skrifar: AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.