Morgunblaðið - 09.11.2002, Side 55

Morgunblaðið - 09.11.2002, Side 55
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 55 Úr • Skart • Silfurborðbúnaður www.erna.is Ársskeið sterling silfur Tilvalin gjöf við öll tækifæri Sif gullsmíðaverkstæði Laugavegi 20b s. 551 4444 Gull- og silfursmiðjan Erna Skipholti 3 s. 552 0775 Verð 5.900 Síðumúla 24 • Sími 568 0606 Tauáklæði 52.900,- Amerískur Hvíldarstóll ÞESSAR línur eru til þess skrif- aðar að skora á kjósendur Samfylk- ingarinnar í Suðvesturkjördæminu að tryggja Jónasi Sigurðssyni öruggt sæti nú við flokks- valið 9. nóvember. Jónas Sigurðsson hefur verið oddviti G-listans í Mos- fellsbæ og unnið af framúrskarandi dugnaði að heill bæjarins og framförum í þeim stað. Ég hef þekkt Jónas árum saman og veit að þar fer maður sem gædd- ur er þeim eiginleikum sem leiðtoga prýða. Hann hefur áratuga reynslu af pólitísku starfi; hann er maður sem ævinlega nálgast hvert við- fangsefni af nákvæmni og athygli og tekur til þess afstöðu á vits- munalegum forsendum. Hann er með öðrum orðum maður sem við getum treyst til þess að rasa hvergi um ráð fram og íhuga hvert mál vandlega. Ég hef langa reynslu af því að þar sem hann fer, fer ráðhollur maður en þó umfram allt góður félagi. Ég skora á þá sem vilja trausta vinstristefnu að slá skjaldborg um menn eins og Jónas Sigurðsson. Styðjum Jónas Sigurðsson Sigríður Jóhannesdóttir alþingismaður skrifar: SAMFYLKINGIN er ekki gömul stjórnmálasamtök en hefur samt náð miklu fylgi. Flestum ber saman um að Sighvatur Björgvinsson úr Alþýðuflokki og Margrét Frímanns- dóttir úr Alþýðu- bandalagi hafi borið hitann og þungann af sameiningunni. Sighvatur hefur nú dregið sig í hlé eftir gott starf en Margrét er enn að, enda varaformaður samtakanna. Nú bregður svo við að ungur tiltölulega óreyndur þingmaður fer með miklu offorsi gegn Margréti og hyggst greinilega fella hana úr forystu. Ég skora á alla góða flokksmenn í kjör- dæminu að slá skjaldborg um Mar- gréti og hrinda þar með þessari ódrengilegu og ómaklegu árás. Vit- urlegt tel ég að kjósa Jón Gunn- arsson úr Vogum í annað sæti. Margréti í fyrsta sæti Hilmar Jónsson rithöfundur skrifar: VIÐ þurfum ungt og áræðið fólk á Alþingi. Ég get fullyrt af kynnum mínum af henni að Katrín Júlíusdóttir hefur alla þá kosti sem þarf til að vera verðugur fulltrúi nýrrar kynslóðar. Hún hefur þekk- ingu og reynslu af félagsstörfum og atvinnulífinu sem myndi nýtast henni vel á nýjum vettvangi. Katrín hef- ur kraft til að fylgja sannfæringu sinni eftir og er tilbúin að leggja á sig þá vinnu sem þarf til að koma stefnumálum sínum í höfn. Það er mín skoðun að brúa þurfi kynslóðabilið á Alþingi. Fulltrúi þeirrar kynslóðar sem hefur völd- in er miðaldra karlmaður í gráum jakkafötum. Það væri hollt að hrista upp í þessu með því að kjósa glæsilegan fulltrúa nýrrar kynslóðar inn á þing. Katrín Júl- íusdóttir er traustsins verð. Kjós- um Katrínu í 2.–3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðvest- urkjördæmi næsta laugardag. Styðjum Katrínu Júlíusdóttur Hjalti Már Þórisson læknir skrifar: LJÓST er að næstu kosningar verða okkur Samfylkingarfólki gríðarlega mikilvægar. Samfylk- ingin er nýr flokkur sem er byggður upp á traustum grunni jafnaðar, fé- lagshyggju og rétt- lætis. Öflugt mál- efnastarf hefur skilað Samfylking- unni skýrri stefnu- skrá, sem við Samfylkingarfólk er- um stolt af. Hinn 9. nóvember næstkomandi verður valið á lista innan Samfylkingarinnar í flokks- vali. Í Suðvesturkjördæmi höfum við í Samfylkingunni sannarlega sóknarfærin sem við verðum að nýta; styrkinn og málefnin höfum við. Það sýndi sig í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningunum síðast- liðið vor. Til þess að sigur vinnist þurfum við samhent og öflugt lið sterkra einstaklinga í forystusveit á lista flokksins. Guðmundur Árni Stefánsson hefur sýnt það í gegnum störf sín sem stjórnmálamaður að hann er maður orða sinna. Þess sjást víða merki. Hann hefur áður leitt jafn- aðarmenn til sigurs. Þess vegna hvet ég allt Samfylkingarfólk í Suðvesturkjördæmi til að kjósa Guðmund Árna í fyrsta sæti 9. nóvember næstkomandi. Öflugan leiðtoga Ingimar Ingimarsson, varabæjarfulltúi í Hafnarfirði og formaður Ungra jafn- aðarmanna í Suðvesturkjördæmi, skrifar: VÍSINDADAGAR 1. – 11. nóvember 2002 – kíktu á dagskrá Vísindadaga á www.visindadagar.is VÍSINDI UM BORG OG BÝ – dagskrá Vísindadaga laugardaginn 9. og sunnudaginn 10. nóvember P R [p je e rr ] Sunnudagur 10. nóvember Háskóli Íslands Kl. 13–15 Verkfræðideild og Barnasmiðjan. Hönnunar- samkeppni í Háskólabíói, sal 1. Hópar af mið- og efsta stigi ólíkra grunnskóla keppa. Samkeppnin og hönnun þrautar er undir stjórn Tómasar Rasmus kennara en Barna- smiðjan leggur til allan efnivið úr Lego Dacta tæknikubbum. Kennarar og nemendur í verk- fræðideild aðstoða við undirbúning keppninnar. Allir velkomnir. Heimasíða hönnunarkeppninnar er http://www.rasmus.is/tec/tec031_mn.htm Kl. 13–15 Opið hús hjá viðskipta- og hagfræðideild í Odda. Þrautir, leikir og fróðleikur. Nemar í viðskiptafræði leggja þrautir fyrir börn og unglinga í tölvuveri og kennarar deildarinnar svara spurningum á borð við „Af hverju eru verkföll?“ og „Er algjört rugl að kaupa lottó- miða?“ auk annarra spurninga um viðskipta- og hagfræði sem brenna á gestum. Allir velkomnir. Unglinganámskeiðið Þurrís og ham- skipti efna er fullbókað. Laugardagur 9. nóvember Háskóli Íslands Kl. 14–16 Málstofa í Hátíðasal, Aðalbyggingu. Umræður um stofnun samtaka um „Íslenska erfða- mengið“; samtök fulltrúa þeirra er tengjast rannsókna- og þróunarstarfi í líftækni og erfðavísindum á Íslandi. Samtökin yrðu vettvangur samráðs og fjármögnunar grunnrannsókna og nýsköpunar í líftækni og erfða- vísindum. Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði, flytur framsögu. Stefán Jökulsson félagsfræðingur stjórnar pallborðsumræðum. Þátttakendur: Ari Skúlason, framkvæmdastjóri Aflvaka, Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, Magnús Karl Magnússon læknir og Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ. Kl. 10–16 Opið hús hjá heim- spekideild í Nýja Garði. Tungumálamiðstöðin verður opin þar sem gestir geta hjálpað sér áfram með sjálfsnám í tungu- málum og kynnt verður svokallað IGLO-verkefni sem er alþjóðlegt netverkefni í tungumálanámi. Gestum býðst að taka próf í Íslandssögu, mannkynssögu, staf- setningu og íslensku máli og fá dúxarnir verðlaun. Vefsetur HÍ um íslenskt mál og menningu verður opið og Gauti Kristmannsson rabbar um kvikmyndaþýðingar með mynddæmum. Kl. 13–15 Opið unglinga- námskeið í viðskipta- og hagfræði. Þar verður leikjafræði Johns Nash (söguhetjan í kvik- myndinni A Beautiful Mind) kynnt til sögunnar. Auk þess verða útskýrð helstu hugtök og stærðir þjóðhagfræðinnar sem við heyrum daglega í fjölmiðlum. Stofa 101 í Odda. Allir unglingar velkomnir meðan húsrúm leyfir. Kl. 9–12 og 13–16 Unglinga- námskeið á vegum læknadeildar: Hvað gerist við hreyfingu? Leiðbeinandi er Stefán B. Sigurðs- son, prófessor í sjúkraþjálfun. Haldið í húsnæði Sjúkraþjálfunar HÍ að Skógarhlíð 10. Örfá laus sæti eftir hádegi. Uppl. í síma 699 0413. Unglinganámskeiðið Tilraunir með ljós er fullbókað. Laugardagur 9. nóvember Háskólinn á Akureyri Kl. 13–17 Vísindadagur. Háskólinn á Akureyri, samstarfsstofn- anir og samstarfsfyrirtæki kynna rannsóknir sínar. Vísindadagur er ætlaður fólki á öllum aldri. Dagskrá á Sólborg Fyrirlestrar fræðimanna í stofu K202: Kl. 13:00 Setning Vísindadags. Kl. 13:05 Tengsl taugastarf- semi við daglega iðju. Guðrún Árnadóttir. Kl. 13:30 Að kenna drengjum og stúlkum. Reynsla og viðhorf kennslukvenna. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson. Kl. 14:00 Rannsóknarsamfélag fyrir börn. Guðrún Alda Harðardóttir. Kl. 14:30 Þróun og breytingar á vinnumarkaði. Ingi Rúnar Eðvarðsson. Kl. 15:00 Rannsóknir á tilfinn- ingum. Kristján Kristjánsson. Kl. 15:30 Samgöngubætur: Forsenda byggðar eða sóun á almannafé? Kjartan Ólafsson. Kl. 16:00 Viðhorf og reynsla bráðahjúkrunarfræðinga af hjúkrun fjölskyldna. Elín M. Hallgrímsdóttir. Kl. 16:30 Samanburður á út- gerðarmynstri fiskiskipa miðað við mismunandi fiskveiðistjórn- unarkerfi. Eyjólfur Guðmundsson. Vísindaveisla um allt hús Niðurstöður sýna…! Starfsfólk deilda og samstarfsstofnana kynnir rannsóknir sínar í máli og myndum. Hvernig má það vera? Börnum og fullorðnum gefst tækifæri til að fylgjast með og vera þátttakendur í jarðvísinda-, efnafræði- og eðlis- fræðitilraunum. Börn eru líka vísindamenn. Vísindasmiðja fyrir börnin. Mikilvægasta auðlindin. Gestum gefst kostur á að skoða ýmsar for- vitnilegar sjávarlífverur úr fiskeldi í Eyjafirði. Komdu og kíktu! Varðveittar líf- verur í smásjá og víðsjá. Veitingar á Sólborg fyrir gesti allan daginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.