Morgunblaðið - 09.11.2002, Page 56
UMRÆÐAN
56 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MÉR finnst það skylda mín að
hvetja félaga mína til þess að kjósa
Margréti Frímannsdóttur í 1. sæti í
flokksvali Samfylk-
ingar í Suður-
kjördæmi hinn 9.
nóvember næstkom-
andi.
Eins og margir
vita er hún einstakur
dugnaðarforkur,
með gríðarlega reynslu í stjórn-
málum, fyrst sem sveitarstjórn-
armaður og síðan sem alþing-
ismaður, formaður stjórnmálaflokks
og talsmaður Samfylkingar á upp-
hafsdögum hennar.
Hefur hún sýnt að hún er óhrædd
við að taka ákvarðanir og fylgja
þeim eftir með rökfestu og mála-
fylgju.
Öllum þessum störfum hefur hún
sinnt af samviskusemi og dugnaði og
hefur með þeim sýnt að þar fer einn
alöflugasti stjórnmálamaður lands-
ins. Tel ég það því okkar gæfu að
eiga kost á að fá hana til að fylgja
eftir hagsmunamálum okkar á Al-
þingi og víðar.
Skora ég því á félaga mína í Suð-
urkjördæmi að veita Margréti glæsi-
lega kosningu í fyrsta sætið í flokks-
valinu og tryggja með því
starfskrafta hennar næstu fjögur ár.
Samfylkingarfólk
Hörður Guðbrandsson skrifar:
ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir
þingkona sækist eftir 2. sæti á fram-
boðslista Samfylkingarinnar í Suð-
vesturkjördæmi í flokksvalinu laug-
ardaginn 9. nóvember nk. Hún tók
fyrst sæti á Alþingi
fyrir tæpum fjórum
árum. Þar hefur hún
verið einn helsti tals-
maður Samfylking-
arinnar í mannrétt-
inda- og
utanríkismálum.
Þórunn hefur víðtæka þekkingu og
yfirsýn í þessum málaflokkum, m.a.
vegna starfa sinna á vegum Rauða
krossins áður en hún tók sæti á Al-
þingi. Í umhverfismálum hefur Þór-
unn beitt sér af einurð innan Alþing-
is með virðingu fyrir náttúrvernd og
umhverfinu að leiðarljósi.
Þórunn er ein þeirra sem áttu
stóran þátt í að gera Samfylkinguna
að veruleika. Á Alþingi hefur hún
sýnt að hún er traustur og ötull tals-
maður kvenfrelsis og jafnaðar á öll-
um sviðum. Vinnubrögð hennar eru
vönduð og án skrums og upphróp-
ana. Málstaðurinn gengur ávallt fyr-
ir.
Þórunn er nauðsynlegur málsvari
kvenfrelsis og jafnaðar á Alþingi. Ég
hvet þátttakendur í flokksvalinu til
að setja Þórunni Sveinbjarnardóttur
í 2. sætið.
Þórunni í 2. sætið
Sigrún Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylk-
ingarinnar í Kópavogi, skrifar:
OPNAR
Á SELFOSSI
Allir velkomnir á opnunarhátíð á
Austurvegi 6, í dag, frá kl. 14.00-17.00FASTEIGNASALA
UNDANFARIN fimm ár hef ég
starfað að sveitarstjórnarmálum í
Borgarbyggð. Gott samstarf þing-
manna og sveitarstjórnarmanna er
gríðarlega mik-
ilvægt. Síðustu
fjögur ár hefur
Sturla Böðvarsson
verið fyrsti þing-
maður Vesturlands.
Á þessum árum hef
ég sannfærst um
það að Sturla er sá maður sem
best er til þess fallinn að vera í
fylkingarbrjósti fyrir sjálfstæð-
ismenn í nýju kjördæmi.
Sem samgönguráðherra hefur
Sturla unnið gríðarlega gott starf
þótt gustað hafi um embættið.
Maður sem stendur af sér jafn
óvægnar pólitískar árásir og
Sturla hefur gert í sínu starfi er
foringi. Sturla ber ekki störf sín á
torg. Hógværð og heiðarleiki eru,
að ég tel, hans aðalsmerki.
Ég vil hvetja sjálfstæðismenn
og þá sem áhuga hafa á að taka
virkan þátt í prófkjörinu:
Setjum Sturlu Böðvarsson í
fyrsta sæti á laugardaginn og
tryggjum okkur sterkan leiðtoga í
kjördæminu.
Sturla í
fyrsta sæti
Helga Halldórsdóttir, Borgarnesi, skrifar:
Í PÓLITÍK þarf menn eins og
Birgi Dýrfjörð, sem hafa sterka
sannfæringu og hvika ekki frá henni.
Birgir er jafn-
aðarmaður eins og
þeir gerast bestir.
Hann er þannig af
guði gerður að hann
tekur á sig krók til
að styðja málstað
þeirra, sem hafa lent
utan vegar.
Jafn harður hefur Birgir verið á
því að framtak einstaklingsins er
drifafl hins blandaða hagkerfis, sem
við jafnaðarmenn fundum upp. Þess-
vegna hefur Birgir Dýrfjörð alltaf
verið málsvari einyrkjanna og iðn-
aðarmannanna í atvinnulífinu. Við
einyrkjarnir þurfum mann, sem
þekkir okkar aðstæður og getur orð-
ið harður málsvari okkar. Um það
veit ég að forysta Samfylkingarinnr
er mér sammála.
Birgir Dýrfjörð er líka kominn til
þess þroska að hann þekkir vel kjör
aldraðra. Í Birgi sameinast því
fulltrúar einyrkjanna, iðnaðarmanna
og eldri borgara.
Við kjósum formanninn í fyrsta
sæti, en – munum líka eftir Birgi
Dýrfjörð. Ég hvet alla til að setja
hann í traust og öruggt sæti.
Ég kýs
Birgi Dýrfjörð
Magnús H. Skarphéðinsson, skólastjóri,
skrifar:
HÚN er ung klár kona með
sannan áhuga á að leggja sitt af
mörkum til að það verði gott að lifa
í þessu landi – fyrir okkur öll en
ekki bara fáa út-
valda. Hún er
kjarkmikil, dugleg
og fljót að átta sig á
málum. Þetta get ég
sagt af því ég þekki
hana en ekki sem
flokksbundin í Sam-
fylkingunni, enda er ég það ekki.
Sigrún hefur þessa skarpskyggni
og samkennd með öðrum sem er
forsenda þess að verða góður
stjórnmálamaður. Hún hlustar á
aðra og tekur að því loknu sjálf-
stæða ákvörðun, það eru eig-
inleikar sem hún hefur þjálfað hjá
sér bæði sem listamaður og sem
forystumaður í stéttarfélagi. Sigrún
er glögg á samtíma sinn og ég veit
að hver flokkur yrði fullsæmdur af
því að veita henni brautargengi.
Ég hvet Samfylkingarfólk til að
veita Sigrúnu Grendal atkvæði sitt
í komandi prófkjöri, þar sem hún
býður sig fram í 5.–6. sæti.
Hver er Sigrún
Grendal?
Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar:
ÉG vil búa í samfélagi þar sem út-
lendingar eru boðnir velkomnir. Þar
sem lesbíur og hommar þurfa ekki
að fórna mannrétt-
indum fyrir það eitt
að elska. Þar sem
allir þurfa ekki að
vera eins. Ég vil
samfélag sem setur
virðingu fyrir mann-
eskjum ofar öðru og
þar sem verðmætasköpun er mikils
metin sem grundvöllur réttlátara
samfélags. Guðrún Ögmundsdóttir
hefur sem borgarfulltrúi og þing-
kona unnið gegn misrétti, kynþátta-
fordómum og fátækt. Hún hefur
barist fyrir þolendur kynferð-
isglæpa og verið málsvari þeirra
sem eiga erfitt með að verja réttindi
sín vegna fordóma samfélagsins í
þeirra garð. Hún hefur tekið forystu
í baráttunni gegn vændi og mansali
og veigrar sér ekki við að taka á mál-
um sem öðrum finnst óþægilegt að
ræða. Einmitt þetta gerir Guðrúnu
svo mikilvæga þingkonu því hún er
framsýn, skapandi og ber virðingu
fyrir lífinu. Hún er að móta framtíð-
arsamfélagið okkar þar sem við öll
skiptum sköpum. Þess vegna kýs ég
Guðrúnu Ögmundsdóttur í 4. sæti í
prófkjöri Samfylkingarinnar í
Reykjavík.
Styðjum Guðrúnu
í 4. sæti
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, viðskipta- og
hagfræðingur, skrifar:
MÉR er mikið fagnaðarefni að
Birgir Ármannsson skuli gefa kost á
sér í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík fyrir
þingkosningarnar
næsta vor. Ég hef
verið kunnugur
Birgi meirihluta ævi
minnar, í gegnum fé-
lagsmál, störf og
stjórnmál. Fullyrða
má að ef Birgir kemst á þing munu
fólk og fyrirtæki eiga þar hauk í
horni, enda hefur Birgir margoft
stuðlað að því að hið opinbera verði
ekki of fyrirferðarmikið, hvorki í
skattheimtu né með reglugerð-
arskógi.
Leiðir okkar Birgis lágu til að
mynda saman þegar hann vann með
ráðgjafarnefnd forsætisráðherra um
eftirlitsreglur hins opinbera. Inn-
legg Birgis var þar markvisst og
frumlegt, augljóslega frá manni sem
hafði beina reynslu af því hvar
óþarflega hafði verið þrengt að at-
vinnulífinu. Hann sýndi í því starfi
einnig að hann hefur til að bera
næga dómgreind og þekkingu á hinu
opinbera kerfi til að átta sig á hvern-
ig raunverulegur árangur næst, en
ekki aðeins í orði kveðnu. Ég hvet
alla flokksmenn í Reykjavík til að
veita Birgi Ármannssyni stuðning
sinn.
Birgi Ármannsson
á þing
Orri Hauksson, verkfræðingur og MBA,
skrifar:
Á LAUGARDAGINN er prófkjör
hjá Sjálfstæðisflokknum í Norðvest-
urkjördæmi, þar sem fimm þing-
menn berjast um þrjú örugg sæti.
Því ber okkur að
vanda valið og velja
þá sem við treystum
best.
Einar K. Guð-
finnsson er mikill
baráttumaður og
hefur hann látið
sjávarútvegsmálin sig miklu varða.
Af þeim hefur hann víðtæka reynslu
bæði í gegnum störf sín á Alþingi
sem og annars staðar. Á síðasta
kjörtímabili hefur hann verið for-
maður sjávarútvegsnefndar Alþing-
is. Einar hefur verið þingmaður
Vestfirðinga í 12 ár og notið mikillar
hylli kjósenda fyrir störf sín.
Einar K. er verðugur fulltrúi okk-
ar allra og veit ég að hann mun vinna
af heilindum fyrir íbúa alls kjör-
dæmisins. Hann mun berjast með
okkur fyrir áframhaldandi uppbygg-
ingu á Grundartangasvæðinu, sem
og auknum aflaheimildum til að
bæta lífskjör sjávarbyggðanna.
Ég skora á kjósendur í þessu
stóra og ólíka kjördæmi að velja þá
einstaklinga sem eru hæfastir til
starfans og við vitum að munu leiða
okkur til sigurs í komandi alþing-
iskosningum.
Einar er einn þeirra.
Einar Kristinn
í öruggt sæti
Guðrún Elsa Gunnarsdóttir skrifar:
Í ERFIÐRI réttindabaráttu
fatlaðra hafa náðst góðir áfanga-
sigrar eins og gerðist með sam-
þykkt laga um mál-
efni fatlaðra árið
1992. Þau lög gáfu
fyrirheit um áfram-
haldandi framþróun
þessa málaflokks,
sem svo margir
eiga heill sína og
hamingju undir. Enn er þó langt í
land með að fötluðum séu tryggð
viðunandi afkomuöryggi og lífs-
gæði.
Það skiptir sköpum að á Alþingi
okkar Íslendinga séu ein-
staklingar, sem hafa einlægan
vilja til að standa vörð um hag
fatlaðra og hafa skýra framtíð-
arsýn í þeim efnum. Slíkur ein-
staklingur er Rannveig Guð-
mundsdóttir. Sem formaður
félagsmálanefndar Alþingis, þegar
núgildandi lög voru samþykkt, þá
félagsmálaráðherra og síðar sem
alþingismaður hefur hún með
verkum sínum sýnt að fatlaðir
eiga þar hauk í horni.
Látum Rannveigu njóta verka
sinna og veitum henni áframhald-
andi brautargengi í réttindabráttu
fatlaðra með því að velja hana í
fyrsta sæti á lista Samfylking-
arinnar í Suðvesturkjördæminu.
Málsvari fatlaðra
– veljum
Rannveigu
Ástráður B. Hreiðarsson læknir skrifar:
alltaf á föstudögum
ÉG HVET alla lífeyrisþega, sem
hafa tök á, til að tryggja Ástu Ragn-
heiði Jóhannesdóttur alþingismanni
3. sætið í prófkjöri
Samfylkingarinnar í
Reykjavík um
helgina. Ég þekki
störf hennar vel. Ég
starfaði með henni í
Tryggingastofnun
um árabil og var hún
óþreytandi að kynna skjólstæð-
ingum stofnunarinnar rétt sinn.
Þegar ég var í stjórn Félags eldri
borgara var Ásta sífellt vakandi fyr-
ir baráttumálum okkar og gerði sér
far um að taka þau mál upp á Alþingi
og barðist þar ötullega fyrir auknum
réttindum lífeyrisþega. Það er mik-
ilvægt fyrir lífeyrisþega að Ásta
haldi áfram baráttu fyrir bættum
kjörum þeirra. Henni er best treyst-
andi, enda þekkir hún velferð-
arkerfið manna best. Tryggjum
henni 3. sætið í prófkjörinu.
Lífeyrisþegar,
tryggjum Ástu
Ragnheiði
3. sætið
Margrét H. Sigurðardóttir
viðskiptafræðingur skrifar: