Morgunblaðið - 09.11.2002, Síða 56

Morgunblaðið - 09.11.2002, Síða 56
UMRÆÐAN 56 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MÉR finnst það skylda mín að hvetja félaga mína til þess að kjósa Margréti Frímannsdóttur í 1. sæti í flokksvali Samfylk- ingar í Suður- kjördæmi hinn 9. nóvember næstkom- andi. Eins og margir vita er hún einstakur dugnaðarforkur, með gríðarlega reynslu í stjórn- málum, fyrst sem sveitarstjórn- armaður og síðan sem alþing- ismaður, formaður stjórnmálaflokks og talsmaður Samfylkingar á upp- hafsdögum hennar. Hefur hún sýnt að hún er óhrædd við að taka ákvarðanir og fylgja þeim eftir með rökfestu og mála- fylgju. Öllum þessum störfum hefur hún sinnt af samviskusemi og dugnaði og hefur með þeim sýnt að þar fer einn alöflugasti stjórnmálamaður lands- ins. Tel ég það því okkar gæfu að eiga kost á að fá hana til að fylgja eftir hagsmunamálum okkar á Al- þingi og víðar. Skora ég því á félaga mína í Suð- urkjördæmi að veita Margréti glæsi- lega kosningu í fyrsta sætið í flokks- valinu og tryggja með því starfskrafta hennar næstu fjögur ár. Samfylkingarfólk Hörður Guðbrandsson skrifar: ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir þingkona sækist eftir 2. sæti á fram- boðslista Samfylkingarinnar í Suð- vesturkjördæmi í flokksvalinu laug- ardaginn 9. nóvember nk. Hún tók fyrst sæti á Alþingi fyrir tæpum fjórum árum. Þar hefur hún verið einn helsti tals- maður Samfylking- arinnar í mannrétt- inda- og utanríkismálum. Þórunn hefur víðtæka þekkingu og yfirsýn í þessum málaflokkum, m.a. vegna starfa sinna á vegum Rauða krossins áður en hún tók sæti á Al- þingi. Í umhverfismálum hefur Þór- unn beitt sér af einurð innan Alþing- is með virðingu fyrir náttúrvernd og umhverfinu að leiðarljósi. Þórunn er ein þeirra sem áttu stóran þátt í að gera Samfylkinguna að veruleika. Á Alþingi hefur hún sýnt að hún er traustur og ötull tals- maður kvenfrelsis og jafnaðar á öll- um sviðum. Vinnubrögð hennar eru vönduð og án skrums og upphróp- ana. Málstaðurinn gengur ávallt fyr- ir. Þórunn er nauðsynlegur málsvari kvenfrelsis og jafnaðar á Alþingi. Ég hvet þátttakendur í flokksvalinu til að setja Þórunni Sveinbjarnardóttur í 2. sætið. Þórunni í 2. sætið Sigrún Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylk- ingarinnar í Kópavogi, skrifar: OPNAR Á SELFOSSI Allir velkomnir á opnunarhátíð á Austurvegi 6, í dag, frá kl. 14.00-17.00FASTEIGNASALA UNDANFARIN fimm ár hef ég starfað að sveitarstjórnarmálum í Borgarbyggð. Gott samstarf þing- manna og sveitarstjórnarmanna er gríðarlega mik- ilvægt. Síðustu fjögur ár hefur Sturla Böðvarsson verið fyrsti þing- maður Vesturlands. Á þessum árum hef ég sannfærst um það að Sturla er sá maður sem best er til þess fallinn að vera í fylkingarbrjósti fyrir sjálfstæð- ismenn í nýju kjördæmi. Sem samgönguráðherra hefur Sturla unnið gríðarlega gott starf þótt gustað hafi um embættið. Maður sem stendur af sér jafn óvægnar pólitískar árásir og Sturla hefur gert í sínu starfi er foringi. Sturla ber ekki störf sín á torg. Hógværð og heiðarleiki eru, að ég tel, hans aðalsmerki. Ég vil hvetja sjálfstæðismenn og þá sem áhuga hafa á að taka virkan þátt í prófkjörinu: Setjum Sturlu Böðvarsson í fyrsta sæti á laugardaginn og tryggjum okkur sterkan leiðtoga í kjördæminu. Sturla í fyrsta sæti Helga Halldórsdóttir, Borgarnesi, skrifar: Í PÓLITÍK þarf menn eins og Birgi Dýrfjörð, sem hafa sterka sannfæringu og hvika ekki frá henni. Birgir er jafn- aðarmaður eins og þeir gerast bestir. Hann er þannig af guði gerður að hann tekur á sig krók til að styðja málstað þeirra, sem hafa lent utan vegar. Jafn harður hefur Birgir verið á því að framtak einstaklingsins er drifafl hins blandaða hagkerfis, sem við jafnaðarmenn fundum upp. Þess- vegna hefur Birgir Dýrfjörð alltaf verið málsvari einyrkjanna og iðn- aðarmannanna í atvinnulífinu. Við einyrkjarnir þurfum mann, sem þekkir okkar aðstæður og getur orð- ið harður málsvari okkar. Um það veit ég að forysta Samfylkingarinnr er mér sammála. Birgir Dýrfjörð er líka kominn til þess þroska að hann þekkir vel kjör aldraðra. Í Birgi sameinast því fulltrúar einyrkjanna, iðnaðarmanna og eldri borgara. Við kjósum formanninn í fyrsta sæti, en – munum líka eftir Birgi Dýrfjörð. Ég hvet alla til að setja hann í traust og öruggt sæti. Ég kýs Birgi Dýrfjörð Magnús H. Skarphéðinsson, skólastjóri, skrifar: HÚN er ung klár kona með sannan áhuga á að leggja sitt af mörkum til að það verði gott að lifa í þessu landi – fyrir okkur öll en ekki bara fáa út- valda. Hún er kjarkmikil, dugleg og fljót að átta sig á málum. Þetta get ég sagt af því ég þekki hana en ekki sem flokksbundin í Sam- fylkingunni, enda er ég það ekki. Sigrún hefur þessa skarpskyggni og samkennd með öðrum sem er forsenda þess að verða góður stjórnmálamaður. Hún hlustar á aðra og tekur að því loknu sjálf- stæða ákvörðun, það eru eig- inleikar sem hún hefur þjálfað hjá sér bæði sem listamaður og sem forystumaður í stéttarfélagi. Sigrún er glögg á samtíma sinn og ég veit að hver flokkur yrði fullsæmdur af því að veita henni brautargengi. Ég hvet Samfylkingarfólk til að veita Sigrúnu Grendal atkvæði sitt í komandi prófkjöri, þar sem hún býður sig fram í 5.–6. sæti. Hver er Sigrún Grendal? Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar: ÉG vil búa í samfélagi þar sem út- lendingar eru boðnir velkomnir. Þar sem lesbíur og hommar þurfa ekki að fórna mannrétt- indum fyrir það eitt að elska. Þar sem allir þurfa ekki að vera eins. Ég vil samfélag sem setur virðingu fyrir mann- eskjum ofar öðru og þar sem verðmætasköpun er mikils metin sem grundvöllur réttlátara samfélags. Guðrún Ögmundsdóttir hefur sem borgarfulltrúi og þing- kona unnið gegn misrétti, kynþátta- fordómum og fátækt. Hún hefur barist fyrir þolendur kynferð- isglæpa og verið málsvari þeirra sem eiga erfitt með að verja réttindi sín vegna fordóma samfélagsins í þeirra garð. Hún hefur tekið forystu í baráttunni gegn vændi og mansali og veigrar sér ekki við að taka á mál- um sem öðrum finnst óþægilegt að ræða. Einmitt þetta gerir Guðrúnu svo mikilvæga þingkonu því hún er framsýn, skapandi og ber virðingu fyrir lífinu. Hún er að móta framtíð- arsamfélagið okkar þar sem við öll skiptum sköpum. Þess vegna kýs ég Guðrúnu Ögmundsdóttur í 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Styðjum Guðrúnu í 4. sæti Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, viðskipta- og hagfræðingur, skrifar: MÉR er mikið fagnaðarefni að Birgir Ármannsson skuli gefa kost á sér í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir þingkosningarnar næsta vor. Ég hef verið kunnugur Birgi meirihluta ævi minnar, í gegnum fé- lagsmál, störf og stjórnmál. Fullyrða má að ef Birgir kemst á þing munu fólk og fyrirtæki eiga þar hauk í horni, enda hefur Birgir margoft stuðlað að því að hið opinbera verði ekki of fyrirferðarmikið, hvorki í skattheimtu né með reglugerð- arskógi. Leiðir okkar Birgis lágu til að mynda saman þegar hann vann með ráðgjafarnefnd forsætisráðherra um eftirlitsreglur hins opinbera. Inn- legg Birgis var þar markvisst og frumlegt, augljóslega frá manni sem hafði beina reynslu af því hvar óþarflega hafði verið þrengt að at- vinnulífinu. Hann sýndi í því starfi einnig að hann hefur til að bera næga dómgreind og þekkingu á hinu opinbera kerfi til að átta sig á hvern- ig raunverulegur árangur næst, en ekki aðeins í orði kveðnu. Ég hvet alla flokksmenn í Reykjavík til að veita Birgi Ármannssyni stuðning sinn. Birgi Ármannsson á þing Orri Hauksson, verkfræðingur og MBA, skrifar: Á LAUGARDAGINN er prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Norðvest- urkjördæmi, þar sem fimm þing- menn berjast um þrjú örugg sæti. Því ber okkur að vanda valið og velja þá sem við treystum best. Einar K. Guð- finnsson er mikill baráttumaður og hefur hann látið sjávarútvegsmálin sig miklu varða. Af þeim hefur hann víðtæka reynslu bæði í gegnum störf sín á Alþingi sem og annars staðar. Á síðasta kjörtímabili hefur hann verið for- maður sjávarútvegsnefndar Alþing- is. Einar hefur verið þingmaður Vestfirðinga í 12 ár og notið mikillar hylli kjósenda fyrir störf sín. Einar K. er verðugur fulltrúi okk- ar allra og veit ég að hann mun vinna af heilindum fyrir íbúa alls kjör- dæmisins. Hann mun berjast með okkur fyrir áframhaldandi uppbygg- ingu á Grundartangasvæðinu, sem og auknum aflaheimildum til að bæta lífskjör sjávarbyggðanna. Ég skora á kjósendur í þessu stóra og ólíka kjördæmi að velja þá einstaklinga sem eru hæfastir til starfans og við vitum að munu leiða okkur til sigurs í komandi alþing- iskosningum. Einar er einn þeirra. Einar Kristinn í öruggt sæti Guðrún Elsa Gunnarsdóttir skrifar: Í ERFIÐRI réttindabaráttu fatlaðra hafa náðst góðir áfanga- sigrar eins og gerðist með sam- þykkt laga um mál- efni fatlaðra árið 1992. Þau lög gáfu fyrirheit um áfram- haldandi framþróun þessa málaflokks, sem svo margir eiga heill sína og hamingju undir. Enn er þó langt í land með að fötluðum séu tryggð viðunandi afkomuöryggi og lífs- gæði. Það skiptir sköpum að á Alþingi okkar Íslendinga séu ein- staklingar, sem hafa einlægan vilja til að standa vörð um hag fatlaðra og hafa skýra framtíð- arsýn í þeim efnum. Slíkur ein- staklingur er Rannveig Guð- mundsdóttir. Sem formaður félagsmálanefndar Alþingis, þegar núgildandi lög voru samþykkt, þá félagsmálaráðherra og síðar sem alþingismaður hefur hún með verkum sínum sýnt að fatlaðir eiga þar hauk í horni. Látum Rannveigu njóta verka sinna og veitum henni áframhald- andi brautargengi í réttindabráttu fatlaðra með því að velja hana í fyrsta sæti á lista Samfylking- arinnar í Suðvesturkjördæminu. Málsvari fatlaðra – veljum Rannveigu Ástráður B. Hreiðarsson læknir skrifar: alltaf á föstudögum ÉG HVET alla lífeyrisþega, sem hafa tök á, til að tryggja Ástu Ragn- heiði Jóhannesdóttur alþingismanni 3. sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík um helgina. Ég þekki störf hennar vel. Ég starfaði með henni í Tryggingastofnun um árabil og var hún óþreytandi að kynna skjólstæð- ingum stofnunarinnar rétt sinn. Þegar ég var í stjórn Félags eldri borgara var Ásta sífellt vakandi fyr- ir baráttumálum okkar og gerði sér far um að taka þau mál upp á Alþingi og barðist þar ötullega fyrir auknum réttindum lífeyrisþega. Það er mik- ilvægt fyrir lífeyrisþega að Ásta haldi áfram baráttu fyrir bættum kjörum þeirra. Henni er best treyst- andi, enda þekkir hún velferð- arkerfið manna best. Tryggjum henni 3. sætið í prófkjörinu. Lífeyrisþegar, tryggjum Ástu Ragnheiði 3. sætið Margrét H. Sigurðardóttir viðskiptafræðingur skrifar:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.