Morgunblaðið - 09.11.2002, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 09.11.2002, Qupperneq 58
UMRÆÐAN 58 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ VALDIMAR Leó Friðriksson, stjórnarmaður SFR og fram- kvæmdastjóri Aftureldingar, býður sig fram í fjórða sæti á lista Sam- fylkingarinnar í Suð- vesturkjördæmi í prófkjörinu á laug- ardaginn kemur. Fjórða sætið verður baráttusæti í kom- andi kosningum í vor og í það sæti þarf baráttumann. Valdimar er bar- áttumaður. Innan SFR hefur Valdi- mar barist fyrir hækkunum lægstu launa svo um munar og hafa orðið miklar hækkanir á lægstu launum þar á bæ. Valdimar hefur unnið að málefnum fatlaðra og sjálfur er hann stuðningsfulltrúi á sambýli. Valdi- mar hefur barist fyrir styrkjum til íþróttahreyfingarinnar, hvort heldur frá ríkinu eða sveitarfélögum og er hann formaður UMSK. En betur má ef duga skal og því þurfum við svona baráttumann inn á þing. Hann getur náð fjórða sætinu inn fyrir Samfylk- inguna í vor. Því miður get ég ekki kosið Valdimar þar sem ég bý í Reykjavík en ég skora á allt Sam- fylkingarfólk í Suðvesturkjördæmi að setja Valdimar í 4. sætið. Valdimar í baráttusæti Friðrik Atlason stuðningsfulltrúi skrifar: NÚ í upphafi nýrrar aldar sem flestir vilja kenna við upplýsingu og menntun leikur ekki á tveim tungum að hafi áður verið þörf á öflugum málsvara jafnréttis til náms og til stuðnings við námsmenn er hann nú nauðsyn. Slíkur málsvari er Sigríður Jóhannesdóttir. Sigríður hefur setið í mennta- málanefnd lengst allra nefnd- armanna og hefur með eljusemi og aðdáunarverðri þolinmæði þokað fram ýmsum réttlætismálum á sviði menntamála þótt óneitanlega hafi oft verið þungt fyrir fæti. Sigríður hefur ekki aðeins ára- tuga reynslu sem kennari heldur hefur hún einnig um margra ára skeið setið í stjórn Kennarasam- bands Íslands. Við sem viljum að menntun verði öllum aðgengileg vilj- um að Sigríður sitji áfram á þingi. Sigríður hefur einnig reynst, þau tæp sjö ár sem hún hefur setið á þingi, einlægur og öflugur talsmaður þess að þeir sem þurfa stuðning samfélagsins s.s. bótaþegar og aldr- aðir séu ekki lokaðir inni í tillits- lausri fátæktargildru. Við sem vilj- um mannúðlegt samfélag sem ekki níðist á þeim sem minna mega sín viljum að Sigríður sitji áfram á þingi. Nú þegar að henni sækir mikið mannval félaga okkar skora ég á ykkur að tryggja henni þingsæti. Við þurfum á hennar líkum að halda. Sigríður Jóhann- esdóttir þing- maður góður valkostur Sólveig Þórðardóttir, ljósmóðir og hjúkr- unarforstjóri, skrifar: EÐA það 6., Sigrún Grendal Jó- hannesdóttir gefur kost á sér í ann- aðhvort 5. eða 6. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar, enda talsmaður þess að fólk hafi raun- verulegt val um hvernig það vill haga hlutunum. Ég mæli með Sigrúnu af því hún er fersk og kraftmikil kona sem kom berlega í ljós í verkfalli tónlistarskólakennara á síðasta ári þar sem hún fór í broddi fylkingar sem eftir á stóð uppi öflug- ari en nokkru sinni. Sigrún hefur sterka réttlætiskennd, hún er heið- arleg og fylgin sér og þorir að hafa skoðanir á hlutunum. Sem formaður Félags tónlistarskólakennara hefur hún unnið gífurlega gott starf í því að vekja athygli á stéttinni og er ég þess fullviss að kraftar hennar muni koma að góðum notum í Samfylking- unni. Hennar aðalmál snúa að menntun og skólakerfi okkar, menn- ingar- og umhverfismálum og hvet ég alla til að kynna sér skoðanir hennar á heimasíðu hennar www.sigrungrendal.is. Kjósum Sig- rúnu í 5.–6. sæti, það er okkar hagur. Ferskan Grendal í 5. sæti Arndís Björk Ásgeirsdóttir píanókennari skrifar: LAUGARDAGINN 9. nóvember nk. verður opið prófkjör sjálfstæð- ismanna í hinu nýju Norðvest- urkjördæmi. Ég hef ákveðið að styðja dyggilega við bakið á Ein- ari Kristni Guð- finnssyni, 1. þing- manni Vestfjarða. Ástæður þess að ég mun styðja Einar Kristin eru margar en ein sú helsta er að dugmeiri þing- mann er vart hægt að finna. Hann hefur sinnt hagsmunamálum landsbyggðarinnar í heild af mik- illi festu og dugnaði allt frá því að hann tók sæti á þingi árið 1991. Einar Kristinn hefur sýnt það og sannað, með þeim fjölmörgu þing- málum sem hann hefur lagt fram á Alþingi, að hann lætur verkin tala. Hægt er að kynna sér þessi fjölmörgu þingmál á heimasíðu Al- þingis. Einar Kristinn er maður sem ég treysti til að vinna að hagsmunum okkar allra. Því hvet ég þig til þess að styðja Einar Kristin í komandi prófkjöri sjálf- stæðismanna í Norðvesturkjör- dæmi. Á laugardaginn verður opið prófkjör Sjálfstæðismanna í hinu nýja Norðvesturkjördæmi. Ég hef ákveðið að styðja dyggilega við bakið á Einari Kristni Guðfinns- syni, 1. þingmanni Vestfjarða. Ástæður þess að ég mun styðja Einar Kristin eru margar, en ein sú helsta er sú, að dugmeiri þing- mann er vart hægt að finna. Hann hefur sinnt hagsmunamálum landsbyggðarinnar í heild af mik- illi festu og dugnaði allt frá því að hann tók sæti á þingi árið 1991. Einar Kristinn hefur sýnt og sannað með þeim fjölmörgu mál- um sem hann hefur lagt fram á Alþingi, að hann lætur verkin tala. Auðvelt er að kynna sér þessi fjölmörgu þingmál á heimasíðu Al- þingis. Einar Kristinn er maður sem ég treysti til að vinna að hagsmunum okkar allra. Því hvet é! g þig til þess að styðja Einar Kristin í prófkjöri Sjálfstæðis- manna í Norðvesturkjördæmi. Tryggjum 1. þing- manni Vestfjarða öflugan stuðning í nýju Norðvest- urkjördæmi Ingi Þór Ágústsson, hjúkrunarfræðingur og bæjarfulltrúi á Ísafirði, skrifar: ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir gefur kost á sér í annað sæti í flokks- vali Samfylkingarinnar í Suðvest- urkjördæmi. Þórunn er baráttukona. Það vita þeir sem hafa fylgst með störfum hennar á und- anförnum árum. Hún hefur sér- staklega beitt sér í utanríkis- og mannúðarmálum og ekki síst í umhverfismálum, þar sem einörð afstaða hennar hefur vakið athygli. Það er afar brýnt fyrir Sam- fylkinguna að eiga áfram öflugan málsvara á Alþingi í þessum mála- flokkum. Þórunn hefur sýnt og sann- að að hún er slíkur málsvari. Það er mér mikið fagnaðarefni að fá tækifæri til að styðja Þórunni í þessu flokksvali. Ég hef átt þess kost að fylgjast með störfum hennar og kynnast henni persónulega. Þau kynni hafa sannfært mig um að þar fer kona sem þekkir kjör íslensks al- þýðufólks. Það er afar mikilvægt í því félagslega uppbyggingarstarfi sem fer í hönd þegar við losnum við þá fjölskyldufjandsamlegu hægri- stjórn sem nú situr. Ég hvet allt Samfylkingarfólk í kjördæminu til að taka þátt í flokks- valinu og veita Þórunni braut- argengi. Þórunn er framtíðarkona Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, skrifar: ÚRSLIT í prófkjöri Samfylking- arinnar í Suðurkjördæmi eru afar þýðingarmikil, því þar takast á um forystu gamli og nýi tíminn. Lúðvík Bergvinsson er einn öflugasti maðurinn á Alþingi og hefur, þótt ungur sé, þegar öðlast þar mikla reynslu. Lúðvík hef- ur þessi tvö kjörtímabil, sem hann hefur setið á þingi, flutt fjölda mála og verið mjög atkvæðamikill. Hann er fljótur að setja sig inn í mál og það er fylgst með því sem hann seg- ir. Lúðvík er að mínu mati framtíð- arforystumaður innan Samfylking- arinnar og þess vegna skora ég á allt Samfylkingarfólk í Suðurkjördæmi að kjósa hann í 1. sæti. Kjósum Lúðvík í 1. sæti Ólafur Thordersen, bæjarfulltrúi Samfylk- ingarinnar í Reykjanesbæ, skrifar: ÉG vil hvetja Samfylkingarfólk í Suðvesturkjördæmi til að styðja Jón- as Sigurðsson, bæjarfulltrúa úr Mos- fellsbæ, í 2.–4. sæti í flokksvalinu 9. nóvember. Jónas hef- ur m.a. verið bæj- arfulltrúi síðan 1994, var forseti bæj- arstjórnar, formaður bæjarráðs, formaður fræðslunefndar svo fátt eitt sé upptalið. Hann á stóran þátt í þeirri uppbygg- ingu sem átt hefur sér stað í Mosfells- bænum á liðnum árum. Jónas hefur áunnið sér traust og virðingu, ekki bara meðal samstarfsfólks, heldur einnig meðal pólitískra andstæðinga. Jónas hefur sýnt það með störfum sínum að sveitarstjórnarmálum að reynsla hans og þekking muni nýtast vel á Alþingi. Jónas Sigurðsson á Alþingi Guðbjörn Sigvaldason skrifar: VETURINN er mættur, rétt eina ferðina hefur hann óvænt knúið dyra og glatt okkur Frónbúa með sval- andi nærveru sinni. Tré og runnar hafa búist í vetrarbún- ing, fallegu haustlit- irnir foknir út í veð- ur og vind með haustlægðunum og framundan er skammdegið, dular- fullt og spennandi. Garðeigendur eru einnig komnir í vetrarástand, löngu hættir að reyta arfa og vökva sumar- blómin, þess í stað þarf að fara að huga að vetrarskýlingu sígrænna trjáa og runna, svona rétt eftir að síðustu haustlaukunum hefur verið potað niður. Sígrænar plöntur eru afar við- kvæmar fyrir íslenskri vetrar- veðráttu, sérstaklega snemma vors. Á tímabilinu febrúar til mars fáum við oft ákaflega fal- lega sólríka daga með bítandi frosti. Slíkt veður gleður okkur mann- fólkið meira en orð fá lýst, okkur hrein- lega þyrstir í sól eftir dimma vetrar- mánuðina en sí- grænu plönturnar eru hreint ekki svo kátar með þetta ástand. Þær halda laufblöðum sínum allt árið og þegar vetrarsólin skín á blöðin hitna þau heilmikið. Til þess að kæla sig niður opna plönturnar varaop sín og við það gufar vatn út um opin en vegna þess að jörð er frosin ná plönturnar ekki að taka upp vatn í stað þess sem gufar út. Afleiðingarnar eru þær að ystu endar blaðanna visna og ef þetta ástand varir lengi geta plönturn- ar orðið brúnar og ljótar yfirlit- um. Frostskaðar af þessu tagi koma oft ekki fram fyrr en plönt- urnar hefja vöxt að vori til. Ung- ar plöntur með óþroskað róta- kerfi eru í sérstakri hættu á því að sólbrenna. Það er því þjóðráð að skyggja ungar plöntur fyrstu veturna eftir að þær eru gróð- ursettar. Skyggingin getur verið í formi strigabyrgis sem er byggt umhverfis plönturnar, ef um uppréttar plöntur er að ræða. Ef plönturnar eru jarðlægar dugir oft að leggja grenigreinar yfir þær en þá þarf að gæta þess að festa grenigreinarnar niður í jarðveginn með járnlykkju eða hreinlega binda þær við plöntuna sem á að skýla til að greinarnar fjúki ekki burt í hressilegu roki. Garðeigendur leggja allt ofur- kapp á að garðurinn líti huggu- lega út á sumrin. Blómlitir trjáa, runna, fjölærra plantna og sum- arblóma verða að tóna saman, græni liturinn í grasinu verður að vera í sama tón og græni lit- urinn í limgerðinu, sólpallurinn á helst að vera ívið stærri en sól- pallur nágrannans og auðvitað voga engin óboðin kvikindi sér að hreiðra um sig í íslenskum garði, þau fá svo sannarlega að kenna leiftursnöggt á því hvar Davíð keypti ölið. Oft vill það gleymast að garðurinn er ekki í sumarbún- ingi nema nokkra mánuði á ári, hina mánuðina eru plönturnar í dvala. Það skiptir því verulegu máli að velja í garða tegundir plantna sem eru fallegar að vetr- arlagi. Sígrænar plöntur eru auð- vitað ómetanlegar hvað þetta varðar, græni liturinn er einkar hlýlegur þegar snjórinn þekur jörðina. Skemmtileg vaxtarform plantna lífga einnig upp á til- veruna á veturna. Til eru ýmsar tegundir runna sem eru með langar, bogsveigðar greinar, til dæmis sunnukvistur, bogkvistur og loðkvistur. Runnar þessir halda gjarnan blóm- skipunum sínum fram eftir hausti, jafnvel eftir að lauf- blöðin eru löngu fallin og eykur það enn á vetrarfegurð þeirra. Kræklótt birkitré eru hin mesta prýði að vetr- arlagi enda hefur maður það á tilfinn- ingunni að það séu tré með reynslu; tré með sál. Fallegur barkarlitur gleður augað í grámollu vetrarins. Næfur- heggur hefur ákaf- lega fallegan kan- elbrúnan og gljáandi börk og eins eru sveighyrnir og mjallar- hyrnir glæsilegir á veturna með eldrauða árssprota. Ef fjölbreytni náttúrunnar dugir ekki til að kalla fram falleg vaxtarform í plöntum má alltaf grípa til tækninnar. Ýmiss konar hengiplöntur eins og hengibau- natré og hengigullregn hafa ver- ið að auka vinsældir sínar síðustu ár. Í þeim tilfellum hafa greinar af skriðulum runnum verið ágræddar á talsvert háan trjá- stofn og fæst við það mjög óvenjulegt vaxtarform sem gríp- ur augað hvenær ársins sem er. Eins hafa margir garðeigendur verið duglegir við það að klippa runnana í görðum sínum í kúlur eða kassa eða einhverjar undar- legar fígúrur og ná þannig fram þeirri fjölbreytni sem þeim finnst æskileg. Það er því ekki einungis mann- fólkið sem á að vera í fínu formi fyrir veturinn, garðar okkar ættu auðvitað að skarta sínu fegursta allt árið. Við þurfum kannski ekki að hafa áhyggjur af vaxt- arformi plantnanna okkar svona rétt yfir jólahátíðina, þá virðist ekki skipta neinu máli hvernig planta er í laginu svo framarlega sem hægt er að hengja á hana eina eða fleiri jólaseríur. Því mið- ur vara jólin ekki að eilífu, það kemur að því að jólaseríurnar ljúka hlutverki sínu og þá er það hið fína form plantnanna sem blasir við fram á vorið. Notum því veturinn til þess að skyggn- ast inn í garða nágranna okkar (svo lítið beri á, auðvitað) og finn- um út hvaða plöntur okkur hugn- ast best í vetrarbúningi. Við get- um þá notað næsta sumar í það að undirbúa vetrargarðinn okkar og komið garðinum og okkur í leiðinni í fínt form fyrir veturinn. Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur Hengibaunatré VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r 486. þáttur Í FÍNU FORMI FYRIR VETURINN ATVINNA mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.