Morgunblaðið - 09.11.2002, Side 62

Morgunblaðið - 09.11.2002, Side 62
MINNINGAR 62 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Steinunn Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 20. október 1950. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Skóg- arbæ 2. nóvember síðastliðinn. For- eldrar Steinunnar voru Guðmundur Ágústsson bakara- meistari, f. 8. nóv- ember 1916, d. 1983, og Þuríður (Dóa) Ingibjörg Þórarins- dóttir, f. 18. apríl 1915, d. 20. febrúar 2002. Systkini Steinunnar eru: Þórarinn menntaskólakennari, f. 1936, d. 1991, Anna Þóra, búsett í Bandaríkjunum, f. 1939, Edgar, verkfræðingur, f. 1940, og Ágústa, PhD, prófessor, f. 1945. Steinunn giftist 20. september 1969 Guðmundi Vikar Einars- syni, þvagfæraskurðlækni við Landspítala – háskólasjúkrahús og dósent við læknadeild Há- skóla Íslands. Börn þeirra eru Edda Vikar Guðmundsdóttir, með mastersgráðu í réttarsálfræði, f. 1970, gift Jóni Erni Guðmundssyni, við- skipta- og rekstrar- fræðingi, f. 1968. Barn þeirra er Guð- mundur Vikar, f. 1999. Þóra Vikar Guðmundsdóttir snyrtifræðingur, f. 1976, gift Jahmel Toppin ljósmynd- ara, f. 1974. Þóra er búsett í New York. Steinunn útskrif- aðist frá Ritaraskól- anum. Hún vann ýmis störf, m.a. í Landsbanka Íslands, Leiklist- arskóla Íslands og aðstoðaði for- eldra sína við rekstur Sveins- bakarís á Vesturgötunni. Hún hafði mikinn áhuga á myndlist og sótti Myndlistarskólann í Reykjavík. Steinunn átti við mikil veikindi að stríða síðastlið- inn tíu ár. Útför Steinunnar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Tengdadóttir mín, Steinunn Guð- mundsdóttir, er látin eftir langa og hetjulega baráttu við taugasjúkdóm- inn multiple sclerosis, í daglegu tali nefndur MS. Steinunn bjó fjölskyldu sinni gott heimili. Hún var dætrum sínum, Eddu og Þóru, góð móðir og veitti þeim mikinn og góðan stuðning á meðan hún hafði heilsu til. Gestrisni hennar, hlýlegar móttökur og smekklegt heimili, meðal annars á Bergstaðastrætinu og Laufásvegin- um, lifa í minningunni. Ég minnist margra góðra stunda með fjölskyldunni þegar við Edda, konan mín heitin, heimsóttum hana og Guðmund til Bandaríkjanna þar sem hann var við nám. Tekið var hlýlega á móti okkur og fóru þau með okkur í styttri og lengri ferðir. Steinunn var listræn og áttu þær Edda margar góðar stundir saman á gamla heimili okkar í Hlégerðinu þegar þær ræddu vefnað og aðrar listir sem þeim voru svo tamar og höfðu báðar jafn mikið yndi af. Elsku Guðmundur, Þóra og Edda, ég votta ykkur og öðrum aðstand- endum samúð mína. Megi minning- arnar styrkja ykkur í sorginni. Sigurgísli Sigurðsson. Við kynntumst Steinu þegar hún var ung kona og við á barnsaldri. Bróðir okkar, Guðmundur, elstur okkar systkinanna, kom með hana heim einn daginn og nokkrum árum síðar giftu þau sig. Steina var mynd- arleg og hlý. Hún var góð móðir eins og sjá má á dætrunum Eddu og Þóru, tvær yndislegar manneskjur sem þau ólu upp. Steina var örlát og var heimilið alltaf opið fyrir fjölskyldu og vinum. Ef okkur bar að garði, gaf hún sér alltaf tíma til að setjast niður og ræða málin. Hún var heimakær og fannst gott að fá fólk til sín. Heimilið var hlýlegt og smekklegt og lá menningin í loft- inu. Steina var listræn eins og ættir hennar stóðu til og sótti hún meðal annars námskeið í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Þegar við heimsóttum Steinu, eft- ir að hún var orðin alvarlega veik af MS-sjúkdómnum, og spurðum hana hvernig hún hefði það, svaraði hún iðulega á hlýlegan hátt: „Ég hef það bara gott.“ Hún vildi enga vorkunn- semi í sinn garð. Hún bar sig alltaf vel, þannig var Steina. Það er mikið lán að fá að halda heilsunni fram á efri ár en að sama skapi er það mikið áfall að missa hana í blóma lífsins. Við systkinin vottum Guðmundi, Þóru og Eddu auk annarra aðstandenda dýpstu samúð okkar. Hjördís, Hilmar og Sjöfn. Af öllum þeim gæðum sem okkur veitir viturleg forsjá til ánægjuauka er vináttan dýrmætust. (Epikuros.) Vinátta mágkonu minnar, Stein- unnar Guðmundsdóttur, var mér dýrmæt, ekki síst á erfiðum stund- um í lífi mínu. Það var gott að eiga hana að. Steinunni fylgdi andblær sem einkenndist af hjartahlýju, góðu skapi og kímnigáfu sem hún átti í ríkum mæli. Hún ólst upp við ástríki góðra foreldra í glöðum systinahópi og hefur það eflaust sett svip á henn- ar lífsstíl. Hún naut þeirrar auðnu að eignast góðan lífsförunaut og tvær yndislegar dætur sem veittu henni ómælda gleði. Fyrir rúmlega áratug veiktist Steinunn af MS sjúkdómi. Erfiðir tímar fóru í hönd hjá þessari samheldnu fjölskyldu; barátta sem enginn skilur nema sá sem í lendir. Löngum stundum dvaldi hún fjarri heimili og ástvinum. Baráttan var löng og ströng. Kom þá í ljós hennar innri styrkur og þrautseigja sem einkenndi hennar lífsgöngu. Hún var hetja í orðsins fyllstu merkingu. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Nú er dómurinn fallinn. Við sem eftir stöndum trúum því að hún sé laus úr hlekkjum síns eigin líkama; hafi fengið frelsið á ný. Ég bið henni blessunar á ókomnum leiðum. Það verður alltaf heiðríkja í minningunni um Steinunni Guðmundsdóttur. Ást- vinum öllum sendi ég samúðarkveðj- ur. Sigríður Steingrímsdóttir. Steina dáin og dapurt að hljóta að fagna því fyrir hennar hönd. Jón Helgason spyr: Hvort hefur sá betur sem hreppir þann gest í kvöld eða hinn sem bíður? Steina hreppti þann gest síðast- liðið laugardagskvöld, dó síst of snemma en samt alltof ung. Hún hafði betur þetta kvöld. Sumir fylgi- kvillar lífsins fara illa með fólk. Draga úr því allan mátt, reisn og getu, svo loks er ekkert eftir utan sá einn sem enginn flýr. Hinsta hugg- unin. Óskin hennar Steinu hefði get- að orðið með orðum Sigurðar frá Brún: Vef þú mig Svefn í svörtum, þykkum dúkum, sveipa mig reifum, löngum, breiðum, mjúkum réttu svo strangann þínum Þögla bróður, þá ertu góður. Steina var falleg kona í þess orðs margræðu merkingu. Einhver sagði; ein þriggja fegurstu kvenna á Ís- landi og hefur eflaust þótt það þegar hann viðhafði orðin. Fegurð er í aug- um þess sem sér eða horfir; afstæð, háð tíma og stað. Sjálfum þótti mér Steina aðallega góð og skemmtileg, stór í sumu, smá í öðru, barn síns tíma og aðstæðna en aðallega af hjarta góð og þannig mun ég minn- ast hennar. Það var svo gaman að koma til þeirra Guðmundar, Steinu, Eddu og Þóru, hlýja, gleði, vænt- umþykja. En sjúkdómurinn og veruleiki Steinu síðustu árin með orðum móð- ur hennar: Hvernig má þetta vera? Það er svo mikil frekja að allt þetta skuli lagt á svona unga manneskju. Hver ræður þessu eiginlega? Svör urðu fá og lítilverð. Mín von er að eftirfarandi úr Ein- ræðum Starkaðar, Einars Benedikt- sonar eigi við um hana fyrrverandi mágkonu mína Steinunni Guð- mundsdóttur látna: En mundu, þótt veröld sé hjartahörð, þótt hrokinn sigri og rétturinn víki, bölið, sem aldrei fékk uppreisn á jörð, var auðlegð á vöxtum í guðanna ríki. Ég votta öllum aðstandendum dýpstu samúð. Pálmi. Í mínum huga verður hún Steina alltaf litla systir hans pabba. Þegar hún var í návist pabba lifnaði hann allur við og að sjálfsögðu sprellaði hann í henni út í eitt. Þá var mikill hlátur og mikið gaman. Það var ákaflega kært á milli þeirra tveggja og fór það ekki fram hjá neinum. Þegar ég loka augunum og hugsa um Vesturgötuna sé ég alltaf hana Steinu fyrir mér sitjandi í einum stólnum hjá ömmu og afa, glettna og skemmtilega. Steina er órjúfanlegur hluti æsku minnar sem fjarlægist nú óðum eftir því sem sem fleiri hverfa á braut. Eftir sitja minningar um „yndið mitt yngsta og besta“ eins og við köll- uðum hana stundum. Þær minning- ar verða settar meðal gimsteina hjarta míns. Kristín Þórarinsdóttir. Steina frænka var litla systir mömmu og stóra systir mín. Fyrstu minningar mínar um Steinu eru frá brúðkaupsdeginum þeirra Guð- mundar. Steina var að taka sig til fyrir stærstu stund lífsins og ég man að ég átti ekki orð yfir fegurð henn- ar. Steina var var alltaf svo hlý og dásamleg, svo mikil vinkona og stóð með mér eins og klettur í einu og öllu og hún eldklár. Sjálf deildi hún sjaldnast sínum innstu hugsunum. Eitt var þó ljóst: hún var ástfangin upp fyrir haus af Guðmundi og hann var hennar besti vinur. „Hann Guð- mundur er Guð,“ sagði hún stund- um. Bar takmarkalausa virðingu fyrir honum og gagnkvæmt. Þau voru sérlega náin hjón. Það er ekki síður Guðmundi en Steinu að þakka að mér leið svona vel á heimili þeirra og ég er ólýsanlega þakklát fyrir alla þá hlýju og ástúð sem Steina og Guðmundur veittu mér. Ég var með sjálfri mér viss um að Steina ætti skammt ólifað þegar amma dó, sem kom á daginn. Þær vildu alltaf vera nálægt hvor ann- arri. Fyrir mér lifir Steina í dætrunum Eddu og Þóru sem báðar eru ynd- islegar. Gæti ekki ímyndað mér lífið án þeirra. Steina gaf endalaust af sér til þeirra sem hún elskaði. Sá ekki sól- ina fyrir dætrum sínum og Guð- mundi og hefði orðið heimsins besta amma hefði hún fengið að blómstra áfram sem sú Steina sem hún áður var. Elsku hjartans Þóra, Edda og Guðmundur, þið hafið sýnt ótrúleg- an styrk og hetjuskap þessa erfiðu tíma sem ykkur voru gerðir með veikindum Steinu. Við sem elskuð- um Steinu höfum syrgt með ykkur með hrakandi heilsu hennar. Steina var svo falleg manneskja og elskaði svo innilega. Ég er ein þeirra heppnu sem fengu að kynnast henni. Steina hefur kvatt okkur að sinni en ástin lifir að eilífu. Sem betur fer... Takk elsku besta, besta Steina, fyrir allt sem þú gafst mér, þín Anna Thesa. Elskuleg Steina móðursystir er laus úr fjötrum líkamans, gengin á fund himnaföðurins. Þetta var þrautaganga sem stóð í rúman ára- tug og lengi fannst mér Steina vera í ferðinni endalausu. Hjarta Steinu var stórt og hug- prýði hennar mikil, þess bera dæt- urnar, Edda og Þóra, fagurt vitni. Þessar yndislegu frænkur mínar hafa mátt þola meira og þjást lengur með veikindum móður sinnar en flestir aðrir. Að þær skuli hafa staðið þau af sér er kraftaverk. Nú kveðja þær móður sína en kvöddu ömmur sínar fyrr á þessu ári. Edda og Þóra minnast þessa árs með trega. Amma okkar Eddu og Þóru lést í febrúar. Fram að því hélt ég að hún færi á eftir Steinu. Núna skil ég að amma fór á undan til að undirbúa komu hennar. Þær voru órjúfanlega tengdar, nafn annarrar kallaði á nafn hinnar. Ég er lánsöm að hafa fengið að umgangast þær í ríkum mæli, tekið þátt í hlátri þeirra og gráti. Steina var skemmtileg, hafði einstakt aðdráttarafl og útgeislun. Hún var leikari í sér og lék heilu samtölin af snilld. Hún sá spaugileg- ar hliðar flestra mála og gerði óspart grín að sjálfri sér og öðrum. Alltaf góðlátlegt grín. Oft hlógum við þrjár, Steina, amma og ég. Fórum í bíltúra, keyptum inn í Melabúðinni og ís á Hjarðarhaganum, föndruðum og töluðum. Alltaf jafn skemmtilegt. Steina var handlagin og listræn og bjó sínum huggulegt heimili. Hún naut jólaundirbúningsins og fyllti húsið af smákökum, mat og tilheyr- andi fyrir Guðmund, stelpurnar og aðra. Alltaf jafn notalegt og gott. Steina og Guðmundur trúlofuðust heima hjá ömmu og afa og ég var viðstödd. Þá, eins og alltaf, tóku þau mér af alúð og væntumþykju. Sunna dóttir mín kynntist umhyggju Steinu og Guðmundar og svaf stund- um á milli þeirra. Elsku Guðmundur, Edda og Þóra, á augnabliki öðlist þið sálarró þótt söknuðurinn sé sár. Elsku Steina, ferð þinni er lokið. Ég þakka þér fyr- ir allt. Farðu í Guðs friði. Ingibjörg Ýr. Lífsgleði, hlátur, húmor og um- fram allt hjartahlýja er það fyrsta sem kemur upp í huga minn þegar ég hugsa um hana Steinu mína. Við hittumst fyrst fyrir 25 árum í New York þar sem við báðar fylgd- um eiginmönnum okkar út í nám. Án þess að hafa nokkurn tíma séð mig hafði hún af sinni miklu gestrisni boðið mér, Bjössa eiginmanni mín- um og börnum að dvelja hjá sér og Guðmundi á meðan við vorum að leita að húsnæði í hinni stóru borg New York. Bjössi hafði hitt hana einu sinni áður og sagði þá strax við mig: „Þið eigið eftir að verða vinkon- ur, þið eruð svo líkar.“ Það varð líka raunin. Það var eins og við hefðum alltaf þekkst. Við drógumst hvor að annarri, þóttum líkar í okkur og jafnvel í útliti og ég varð montin þeg- ar ég var sem oftar spurð hvar í systraröð Steinu ég væri. Samgang- ur varð mikill, eiginmenn okkar urðu vinir, dætur vinkonur og við tengd- umst órjúfanlegum böndum. Í fjöl- skyldu minni er Steina alltaf kölluð Steina vinkona. Það var okkur mikilsvert á Am- eríkuárunum að geta á hverjum degi talað saman og hlegið. Heimili Steinu og Guðmundar endurspeglaði listræna eiginleika hennar, hlýleika og sköpunargáfu. Veraldlegir hlutir skiptu hana litlu, þannig endaði silf- urborðbúnaðurinn oft úti í sand- kassa barnanna. Guðmundur og dætur þeirra skiptu öllu. Móður sinni var hún mjög náin og átti erfitt með að vera fjarri henni. Veikindum sínum tók hún með þvílíku æðruleysi að aldrei heyrði ég hana kvarta né harma örlög sín. Hún var mikill húmoristi og sá oft spaugilegu hliðar lífsins. Jafnvel þegar komið var að því að hún færi í hjólastól sagði hún með kímni í röddinni „Anna mín, ég dansa víst aldrei Svanavatnið.“ Ég gleðst yfir því að hafa átt hana Steinu sem vinkonu og harma að hafa misst hana, en allar minning- arnar munu lifa í hjarta mínu um ókomna tíð. Elsku Guðmundur, Edda og Þóra, harmur ykkar er mikill. Guð gefi ykkur styrk til að halda áfram lífinu og njóta þess eins og Steina hefði viljað. Við Bjössi og fjölskylda okkar sendum ykkur alla okkar samúð. Anna. Þá er langri baráttu elsku Steinu vinkonu okkar lokið, og hún komin í hlýjan faðm foreldra sinna. Það er ekki auðvelt að kveðja ynd- islega vinkonu, gamlar minningar hrannast upp, liðnar samverustund- ir koma upp í hugann. Minningar Ástu um æskuheimili Steinu, með foreldrum hennar, þar sem alltaf var hlýja og glaðværð, og síðar samvera okkar Möggu með Steinu, Guð- mundi og dætrum þeirra, og fjöl- skyldum okkar. Af mörgum samverustundum okkar þriggja er sérstaklega minn- isstæð samveran í New York 1979, þar var mikið gaman, mikið skrafað og mikið hlegið. Steina var umhyggjusöm, og í daglegri umgengni var hún hugljúfi allra. Hún var afar listræn hagleiks- kona, og lék flest í höndum hennar sem hún tók sér fyrir hendur. STEINUNN GUÐMUNDSDÓTTIR Elskuleg móðir mín, ELSA KRISTJÁNSDÓTTIR, Austurbrún 6, Reykjavík, lést fimmtudaginn 31. október. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug. Kristján Sigurðsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KRISTÍN J. INGIMARSDÓTTIR, Bakkastöðum 161, áður til heimilis í Álftamýri 46, lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn 5. nóvember. Jarðsungið verður frá Grafarvogskirkju miðviku- daginn 13. nóvember kl. 13.30. Bára Todd, Gunnar Sigurbjartsson, Esther Halldórsdóttir, Reynir Haraldsson, Birgir Halldórsson, Ragnheiður B. Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.