Morgunblaðið - 09.11.2002, Síða 71

Morgunblaðið - 09.11.2002, Síða 71
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 71 STÚLKURNAR í 5. bekk grunn- skóla Húnaþings vestra stóðu fyrir Smásölu, sem þær kölluð svo, til styrktar fjölskyldunni á Syðri-Kára- stöðum, en hún missti heimili sitt í bruna í haust. Þær höfðu ætlað að safna fyrir Rauðakrossinn, en ákváðu að breyta um styrkþega. Þær fóru í hús og söfnuðu munum og fengu síðan aðstöðu í anddyri Kaupfélagsins á Hvammstanga fyrir söluna. Framtak þeirra vakti mikla at- hygli og vonandi varð salan eftir því. Morgunblaðið/Karl F.v. Kristrún Pétursdóttir, Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir, Ólöf Rún Skúla- dóttir, Guðrún Ósk Aðalsteinsdóttir, Júlía Skúladóttir, Sigríður María Lár- usdóttir og Theodóra Dröfn Skarphéðinsdóttir. Söfnun fyrir nágranna  JÓRUNN Elídóttir varði dokt- orsritgerð sína í sumar, í sér- kennslufræðum við uppeldis- og menntunardeild University College Worcester á Eng- landi í samvinnu við Coventry University. Leiðbeinendur voru dr. Kevin Jones, þáverandi dósent við sér- kennsludeild Há- skólans; prófess- or Tony Ghaye, fyrrverandi umsjónarmaður The Policy and Practice rannsóknarsetursins við UCW, núverandi framkvæmdastjóri The Institute of Reflective Practice í Bretlandi; Dr. Jean Webb dósent við University College Worcester og forstöðumaður rannsóknarnáms- deildar Háskólans og dr. Phil Chambers dósent við uppeldis- og menntunardeild Háskólans. Andmælendur voru prófessor Gary Thomas, Oxford Brookes Uni- versity, dr. Catherine McDonalds dósent við UCW og dr. Nanette Smith, fræðimaður við UCW. Ritgerðin ber yfirskriftina „How can we empower children to improve the quality of their learning exper- iences through interaction with a CD-ROM?“ Rannsókn Jórunnar, sem er þrí- þætt, beinist að því að skoða og þróa námsleiðir fyrir 5–8 ára gömul börn sem þurfa sérkennslu. Þetta var gert með sérunnu tölvuverkefni sem Jórunn hannaði og mat síðan í sam- starfi við börn og kennara í Hamra- skóla í Reykjavík. Í fyrsta hluta rannsóknarinnar var skoðað hvernig bækur og upp- lýsingatæknin voru notuð við sér- kennslu yngri barna í tveimur skól- um í Reykjavík. Annar hlutinn beindist að því að skoða uppbyggingu og framsetningu tölvuverkefna fyrir börn og fræði- legt kennslu- og námsgildi þeirra. Þriðji hlutinn tók fyrir hönnun sérstaks tölvuverkefnis sem hefur það að markmiði að virkja og hvetja börn til að læra m.a. með því að nota „hugskoðandi samtöl“. Út frá þess- ari hugmyndfræði setti Jórunn fram líkan fyrir „nemendavirkni“ sem námsleið í kennslu nemenda er þurfa sérkennslu. Jórunn er leikskólakennari frá Fóstruskóla Íslands frá árinu 1980. Hún starfaði síðan í þrjú ár við leik- skóla og við Lyngás í Reykjavík. Jórunn lauk sérkennaranámi við Statens Special Lærehögskolen Noregi (núverandi Institute for special pedagogikk Universitet i Oslo)1983, námi í sérkennslu fyrir mál- og heyrnarskert börn og ung- menni 1984, námi í aðferðafræði og rannsóknum 1986 og í desember 1987 lauk hún kandidatsprófi í sér- kennslufræðum, allt við sama há- skóla. Eftir námið bjó Jórunn í rúmt ár í Cambridge og stundaði m.a. nám í ensku ásamt því að vinna með börn- um og ungmennum frá félagslega illa stöddum heimilum. Jórunn vann þar eftir um tíma á leikskólanum Ösp; hún var sérkenn- ari og sérkennsluráðgjafi við Öskju- hlíðarskóla frá 1989–1995; sérkenn- ari, deildarstjóri og ráðgjafi við Hamraskóla og Selásskóla í Reykja- vík 1995–1999. Jórunn kenndi einnig við tölvuskólann Framtíðarbörn í Reykjavík 1998–1999. Þá hefur Jór- unn m.a. skrifað fræðigreinar og flutt fyrirlestra um málefni barna. Meðfram náminu við University College Worcester tók Jórunn þátt í rannsóknarverkefni um götubörn á Indlandi, og mun hún halda áfram þeirri vinnu. Foreldrar Jórunnar eru Elí Auð- unsson húsasmíðameistari og Guð- rún Magdalena Birnir, húsmóðir og leikskólakennari. Jórunn hefur verið ráðin lektor í sérkennslufræðum við Karlstad- háskóla í Svíþjóð. Doktor í sérkennslu- fræðum ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG Íslendinga stendur fyrir Þjóðræknisþingi í dag og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá en þingið er öllum opið. Þjóðræknisþing var síðast haldið fyrir þremur árum. Markús Örn Antonsson, stjórnarformaður Þjóð- ræknisfélags Íslendinga, segir að markmið félagsins sé meðal annars að efna til viðamikilla samkoma af þessu tagi annað slagið. Að þessu sinni séu Sigrid Johnson, forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vest- urheimi, og David Gislason, einn af forvígismönnum Vestur-Íslendinga, sérstakir gestir og sé það sérstakt fagnaðarefni. Mjög mikilsvert sé að fá þetta góða fólk í heimsókn til að innsigla tengslin og hið góða sam- band, sem ríki milli félagsins hér og félaganna í Vesturheimi. Þingsetning verður klukkan 13.30 og er áætlað að þingslit verði um kl. 17, en þingið fer fram í Borgartúni 6 í Reykjavík. Að loknu hátíðará- varpi Sigrid Johnsons syngur Ingv- eldur Ýr Jónsdóttir við undirleik Guðríðar Sigurðardóttur og síðan segja þær frá nýafstaðinni tónleika- ferð sinni í Vesturheimi. Eiður Guðnason sendiherra, aðalræðis- maður Íslands í Winnipeg, flytur ávarp, sýnd verður heimildarmynd um líf afkomenda íslenskra innflytjenda vestra um 1940, Vesturfarasetrið á Hofsósi kynnir margmiðlunarverk- efni og á dagskrá verður myndræn kynning á ungmennaskiptum Snorraverkefnisins auk þess sem Viðar Hreinsson, bókmenntafræð- ingur, kynnir ritverk sitt um Kletta- fjallaskáldið Stephan G. Stephans- son. Markús Örn Antonsson segir að ennfremur verði greint frá ákveðnum þáttum í starfinu, eins og vaxtarbroddum sem hafi verið hvatning og tilstuðlan að heimsókn- um vestur á bóginn. Námskeið hér- lendis hafi leitt til ferðalaga vestur og vart hafi orðið við vaxandi áhuga ýmissa félagasamtaka á slíkum ferðum. „Við viljum gjarnan stuðla að slíkum ferðum og þarna verður kynning á ýmsum möguleikum og því sem vænta má í slíkum heim- sóknum.“ Möguleikar í Vesturheimi kynntir á Þjóðræknisþingi STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra opnaði í gær kortasýn- ingu í Þjóðmenningarhúsinu. Sýningin ber heitið Íslands- mynd í mótun – áfangar í korta- gerð. Á myndinni má sjá Emilíu Sigmarsdóttur verkefnisstjóra, Ólaf Engilbertsson hönnuð, Guð- ríði Sigurðardóttur, settan for- stöðumann Þjóðmenningarhúss- ins, og Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra virða Íslands- kortin fyrir sér. Sýningin er opin frá 11–17 alla daga vikunnar og stendur fram á næsta haust. Morgunblaðið/Þorkell Kortasýn- ing í Þjóð- menningar- húsinu NÆSTUM helmingur íslenskra kvenna telur að þær fengju hærri laun í því starfi sem þær gegna ef þær væru karlar. Konum sem eru þessarar skoðunar hefur fjölgað á tveimur árum, þær voru 35% árið 2000 en eru 45% í dag. Þetta er nið- urstaða símakönnunar Þjóðarpúls Gallups sem gerð var dagana 9.–23. október sl. Tæplega 53% kvenna segja nú að það skipti ekki máli launalega hvort kynið gegni starfi þeirra á móti um 64% árið 2000. Meirihluti karla, eða 70%, telja það engu skipta launalega séð hvort kynið gegndi starfi þeirra. Tæplega 28% segja að þeir myndu fá lægri laun fyrir sama starf ef þeir væru konur. Hafa skoðanir karla hvað þetta varðar ekkert breyst frá því samskonar könnun varð gerð fyrir tveimur árum. Munur á viðhorfum eftir búsetu Samkvæmt könnun Gallups er munur á viðhorfum kvenna eftir bú- setu. Um helmingur kvenna á höf- uðborgarsvæðinu taldi að þær fengju hærri laun fyrir starf sitt ef þær væru karlar en tæplega 39% kvenna á landsbyggðinni. Úrtak könnunarinnar var valið til- viljanakennt úr þjóðskrá og voru þeir sem spurðir voru á aldrinum 18– 75 ára. Svarhlutfall var um 70%. Karlar telja kyn engu skipta VEGAGERÐIN, lögreglan, slökkviliðið, starfsmenn sjúkra- hússins, almannavarnanefnd Ísa- fjarðarbæjar og björgunarsveit- irnar á Ísafirði standa fyrir slysaæfingu í jarðgöngunum und- ir Breiðadals- og Botnsheiðar, laugardag. Þessi jarðgöng eru sérstök að því leyti að þau eru þrískipt, þ.e. með gatnamótum og svo að þau eru í heild sinn mjög löng, eða tæpir 10 kílómetrar að meðtöld- um vegskálum. Æfð verða við- brögð og vinna við „stórt slys“. Sett verður á svið slys, þ.e.a.s árekstur, inni í göngunum, á þeim stað þar sem reynir á sem flesta þætti við björgun mannslífa úr háska. Margvísleg hætta er samfara slysum í þröngu rými, eins og í jarðgöngum. Eldur er og verður alversti óvinurinn og verða allir að vera viðbúnir að kviknað geti í bifreiðum og farmi þeirra. Því er mjög brýnt að æfa björgunaraðila sem best við þær aðstæður, segir í fréttatilkynningu. Truflun á umferð Umferð björgunarbifreiða, með forgangsljósum, verður talsverð, en ákveðið er að hraða þessara bifreiða verði stillt í hóf, þó ekið verði með forgangi. Ekki verður hjá því komist að umferð truflist rétt meðan á æf- ingunni stendur og þann tíma sem það tekur að setja „slysið“ á svið og taka til eftir það. Göng- unum verður því lokað frá klukk- an 11:30 fram til klukkan 13:30. Suðureyrarleggurinn verður hins vegar opinn að mestu leyti. Þar verða menn mest fyrir truflunum vegna umferðarstjórnar lögreglu. Breiðadalsleggurinn verður lokaður þennan tíma. Lögreglan hvetur ökumenn til að sýna tillits- semi og þolinmæði. Slys sviðsett í Vestfjarðagöngum SÍÐUSTU misseri hefur mikið verið um alls kyns orma og veirur í tölvu- póstskerfum um heim allan. Algeng- astir eru svonefndir ormar sem senda sjálfa sig áfram til allra sem þeir finna í netfangaskrá viðkom- andi notanda, stundum með veiru meðferðis sem spillir gögnum á tölv- unni, en nýr af nálinni er ormur sem er eiginlega ekki ormur þótt hann hagi sér svo. Þekktustu tölvupóstsormar síð- ustu missera eru Melissa og I Love You, en ef þannig tölvupóstur var opnaður fór í gang forrit sem sendi eintak af orminum til allra sem það fann í netfangaskrá viðkomandi. Nú er aftur á móti kominn á kreik orm- ur sem er ekki ormur, þ.e. hann er lítið forrit sem notendur samþykkja að sé sett inn á tölvuna hjá sér og hagar sér síðan eins og ormur. Síðustu daga hafa fjölmargir fengið póst með skilaboðunum „xxxxx you have a greeting card from xx@xxx.xx“, en þar sem x-in eru birtist nafn sendanda og viðtak- anda eins og um hefðbundinn tölvu- póst sé að ræða. Í póstinum kemur fram að viðkomandi hafi fengið kveðju á vefnum Friend-Greet- ings.com og hann hvattur til að líta á kveðjuna með því að smella á tengil í bréfinu. Sé það gert kemur upp vef- síða í vafra viðkomandi og síðan til- mælagluggi þar sem hann er spurð- ur hvort hann vilji setja upp á tölvunni hugbúnað til að skoða kveðjuna. Ef rýnt er í notendaskil- málana sem fylgja hugbúnaðinum, sem kallast Friend Greeting frá Permissoned Media Inc., kemur í ljós að ef smellt er á yes er viðkom- andi að samþykkja að taka við aug- lýsingapósti á netfang sitt og aug- lýsingaglugga reglulega þegar hann notar vafra sinn. Einnig fellst hann á að Perm- issoned Media Inc. breyti hugbúnaði sínum á tölvu hans þegar því sýnist svo án þess að láta hann vita sér- staklega og að auki megi fyrirtækið bæta við hugbúnaði á tölvuna að vild. Í samþykkinu felst einnig að Permission Media megi senda sams- konar skilaboð til allra netfanga sem er að finna í netfangaskrá við- komandi og að auki að honum sé óheimilt að trufla eða hindra for- ritið í að gera það sem það vill. Neðar í skjalinu kemur svo fram að viðkomandi fyrirtæki, Perm- issoned Media, sé með starfsemi sína í Panama og öll mál sem upp kunna að koma vegna fyrirtækisins verði að reka fyrir dómstólum þar í landi. Ormur í dulargervi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.