Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 72
72 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Á LANGRI ævi hef ég ekki lagt í vana minn að skrifa í blöð, en nú freistast ég, að gefnu tilefni, að biðja Mbl. fyrir fáeinar línur. Ég vil taka heilshugar undir grein Indriða á Skjaldfönn í blaðinu 19. okt. „Rjúpuna þarf að friða“. Sér- staklega þó þar sem hann bendir á frekju og lögbrot svokallaðra sport- veiðimanna sem „fari sem logi yfir akur“ hvar sem rjúpna er von án þess að fá fyrst leyfi landeigenda. Hér á Vestfjörðum eru engin af- réttarlönd eða almenningar, fjall- garðar og heiðar tilheyra aðliggjandi lögbýlum svo sem landamerkjabréf greina frá. Veiðistjóri gefur út almenn veiði- kort m.a. til fuglaveiða en þau gefa engan rétt til lögbrota svo sem að fara heimildarlaust í eignarland mitt eða annarra. Rjúpnaveiði er óað- skiljanleg hlunnindi jarðar ekkert síður en lax- og silungsveiði, réttur sem ekki er véfengdur og klárt lög- brot ef óviðkomandi eru staðnir að veiðum í ám og vötnum án leyfis. Samt mun nú svo að á námskeið- um Skotvíss suður í Reykjavík eru nýgræðingarnir hvattir til „að láta reyna á“ hvað langt þeir komast í yf- irgangi og lögbrotum gagnvart bændum og öðrum landeigendum. Afleiðingar þessarar „menntunar“ fáum við dreifbýlismenn svo að sjá og heyra fyrstu daga hvers rjúpna- veiðitímabils þegar sportveiðimenn- irnir að sunnan þyrpast á jeppum sínum hingað á Steingrímsfjarðar- og Þorskafjarðarheiði stundum á alauðri jörð, með hunda og labb- rabb-tæki og eru skotdrunurnar þá svo samfelldar að engu er líkara en brostin sé á alheimsstyrjöld. Erfið- lega gengur að smala þessum skot- dólgum niður enda lögregla fáliðuð hér og skal að sögn enn skera þá þjónustu niður. Eftir 2ja–3ja daga hernað af þessu tagi er rjúpa svo gersamlega uppurin að helst minnir á frásagnir úr Biblíunni af afleiðing- um engisprettuplágna úti í Gyðinga- landi. Uppi á Steingrímsfjarðarheiði liggur vegarslóði frá þjóðvegi að endurvarpsstöð sjónvarps og síma. Fyrir nokkrum árum var reynt að loka þessum slóða fyrir óviðkomandi með keðju, vegna síendurtekinna skemmdarverka m.a. á rafgeymum í stöðinni. En til að komast nokkrum bíllengdum hærra á rjúpnatímanum létu veiðiþjófarnir ekki slíkt stoppa sig, brutu fyrst gildan hliðstólpa með því að toga hann niður og þegar nýr og enn sverari var settur var festing keðjunnar ýmist sprengd út úr staurnum, hengilás spenntur upp eða keðja söguð sundur. Þetta eru þeir „mannasiðir“ sem þessir þokkapiltar ástunda og er ekki vonum fyrr að brugðist sé við slíkum heimsóknum af fullri hörku, svo sem Djúpbændur hafa gert í haust. Eiga þeir heiður skilinn fyrir það. Rjúpnastofninn hér um slóðir er aðeins brotabrot af því sem var á mínum uppvaxtarárum og virðist fátt annað geta orðið þar til viðreisn- ar en friðun um eitthvert árabil. GUÐMUNDUR BJÖRNSSON, Höfðagötu 5, Hólmavík. Veiðiþjófaplágan Frá Guðmundi Björnssyni: ÉG MÁ til með að leggja orð í belg vegna skrifa í blaðinu um bólusetn- ingu við heilahimnubólgu C. Ég hef þá trú að flestir foreldrar og for- ráðamenn barna og unglinga láti bólusetja þau en mig langar að segja frá minni reynslu ef það verður til þess að þeir sem efast skipti um skoðun. Dóttir mín, sem er nýorðin 15 ára, veiktist í mars sl. af heilahimnu- bólgu C. Ég hefði aldrei trúað því hvað sýkingin var fljót að berast út. Hún kom heim með hita kvöldið áð- ur og var mjög slöpp en náði að sofa vel um nóttina. Morguninn eftir vek ég hana þegar ég er að fara til vinnu, þá kvartar hún um höfuðverk, ég gef henni verkjalyf og fer að heiman gjörsamlega grunlaus um hversu al- varleg veikindi voru framundan. Rétt fyrir hádegi heyri ég í henni og þá segir hún mér að höfuðverkurinn sé alltaf að versna og hún sé búin að kasta upp. Ég var nú ekki alveg sátt við þetta og ákveð að biðja föður minn að kíkja til hennar, sem hann gerir ásamt móður minni. Þau hringja í mig um leið og þau sjá hana og leist greinilega ekkert á ástandið, þannig að það var ekkert annað fyrir mig að gera en drífa mig heim. Það hafa liðið u.þ.b. 25–30 mín. frá því ég tala við hana og þangað til ég er komin heim. Þá er hún að kasta upp, með höfuðið reygt aftur og rauð út- brot á fótleggjum og bringu, sem mér skilst að séu blæðingar út í húð. Foreldrar mínir voru búnir að ná sambandi við hjúkrunarfræðing og þegar hún heyrir hvaða einkenni voru komin fram var hringt strax á sjúkrabíl. Þegar á sjúkrahús var komið tók við löng og erfið bið, að horfa á hrausta unglinginn sinn berjast fyrir lífi sínu í tæpan sólar- hring og hún var ein af þeim heppnu, hún náði heilsu. Þetta var erfiðasti sólarhringur sem ég hef lifað og ég vona að hvorki ég né aðrir þurfi að takast á við svona lífsreynslu nú þegar hægt er að koma í veg fyrir það með bólusetningu. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir að við vorum mjög heppnar og veit að margar fjöl- skyldur hafa ekki verið eins heppnar og við og viljum við senda þeim bestu kveðjur frá okkur. Að lokum langar mig að þakka öllu því frá- bæra heilbrigðisstarfsfólki sem kom að veikindum dóttur minnar með einum eða öðrum hætti fyrir frá- bæra þjónustu og umönnun. ÁGÚSTA VALDIMARSDÓTTIR, Spóahólum 20, 111 Reykjavík. Bólusetning gegn heilahimnubólgu C Frá Ágústu Valdimarsdóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.