Morgunblaðið - 09.11.2002, Page 75

Morgunblaðið - 09.11.2002, Page 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 75 DAGBÓK LJÓÐABROT VOR Í SKAFLI Sá dagur var ei draumsjón köld og ber sem dyra knúði og spurði eftir mér, hann var mín gæfa, veröld fersk og ný sem vor í skafli, moldin dökk og hlý. Þú varst sá dagur, ung með augu brún og yl sem fari sunnangola um tún, og grasið var mín unga ást til þín. Ég er þitt ljóð og þú ert stúlkan mín. Úr þvalri jörð mun þiðna krapamor og þá mun aftur koma túngrænt vor með sumarbros og sólskinslokk um kinn. Mín sól ert þú og ég er skuggi þinn. Matthías Johannessen STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Þú hefur líkamlegt viðhorf til lífsins. Þú hellir þér út í það sem vekur áhuga þinn, þar á meðal holdlegar nautn- ir, og nýtur þess einnig að taka áhættu. Hjónaband og sambönd verða þér ofarlega í huga á næsta ári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Varaðu þig á fjárfestingum í dag því þú gætir ofmetið heppni þína. Vertu jafnframt varkár og eyddu ekki of miklu fé í skemmtanir og rómantík. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ef þú lofar fjölskyldunni öllu fögru í dag gætir þú þurft að standa við loforðið síðar. Ekki gera tilboð sem þú get- ur ekki staðið við. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Glaðlegt viðhorf þitt til vinn- unnar smitar út frá sér. Þú getur haft áhrif á fólk og örv- að það til dáða. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú hefur venjulega sparnað í fyrirrúmi en í dag langar þig til að eyða peningum. Þér finnst að allir í kringum þig eigi að skemmta sér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú sýnir fjölskyldunni alltaf örlæti. Vertu varkár í dag því þú kynnir ella að þurfa að greiða háan reikning. Gættu þess að þú hafi efni á slíku. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú átt gott með að tjá þig í dag. Þú getur selt, kennt, skrifað og sannfært aðra um hvað sem þú vilt. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú fylgist með tískunni og nýtur þess að skemmta þér. Njóttu samvista við aðra í dag en gættu þess að eyða ekki um efni fram. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú átt auðvelt með að vekja hrifningu annarra í dag. Yf- irmenn og annað mikilvægt fólk verður undrandi á góðum hugmyndum og vinnusemi þinni. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú vilt geta trúað á betri framtíð. Heimspekikenning- ar og góðar hugmyndir hafa mikil áhrif á þig í dag. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Í dag er heppilegt að tryggja eigin hag. Þú færð þann stuðning, t.d. fjárhagslegan stuðning frá bönkum, sem þú þarft í dag. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Í dag er heppilegt að blanda geði við aðra. Þótt samræður þínar við aðra tengist vinnunni eða einkalífinu þyk- ir þér gaman að skiptast á skoðunum við aðra. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Allt sem tengist útgáfu, út- löndum, ferðalögum, lög- fræðilegum málum og háskól- um, gengur vel í dag. Gættu þess þó að semja ekki um tímafrest sem þú getur ekki staðið við. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Alvin Roth er kunnur „kerf- isspekingur“ í Bandaríkjun- um. Hann er hugsuðurinn að baki Roth-Stone-kerfinu sem margir spiluðu fyrir 2–3 áratugum, en nú hafa bestu hugmyndir þess kerfis verið innlimaðar í Standard. Roth heldur úti þætti um sagnir í tímaritinu Bridge Today. Hann leggur fyrir spilara sagnvandamál sem komið hafa upp við borðið, gefur stig, og birtir svo í lok um- ræðunnar spilið í heild. Hér er ein af þratuum Roths. Suður er með eftirfarandi spil og vekur á Standard- tígli. Það eru allir á hættu. Suður ♠ K3 ♥ KD4 ♦ Á1075 ♣ÁD62 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 tígull 2 spaðar Pass Pass ? Innákoma vesturs er veik. Hvað á suður að segja? Þrjár sagnir koma til greina: pass, dobl eða tvö grönd. Allar sagnirnar hafa eitthvað til síns ágætis, en Roth er hrifnastur af tveim- ur gröndum. Margir eru þó á öðru máli: Woolsey: Dobl. Gæti mis- heppnast, en ég á of góð spil til að passa og ef ég segi tvö grönd missi ég af mögu- leikanum á góðri refsingu, auk þess sem laufliturinn er út úr myndinni. Svar Roths: Dobl ætti að sýna skiptingarspil og vilja til að spila lit á þriðja þrepi, einkum hjarta. Suðri mun ekki líða vel ef makker tekur út í þrjú hjörtu. Roth er ennfremur hrif- inn af þessu svari: Yechiel Yochai (Tel Aviv): Tvö grönd. Hef ekki áhuga á hjartasamningi og tel mik- ilvægt að verja spaðakóng- inn gegn útspili. Svar Roths: Rétt – við getum hæglega átt þrjú grönd í spilinu og besta leið- in er að lýsa yfir 18–19 punktum hér og nú. Roth hefur þá reglu að gefa stig eftir árangrinum við borðið. Og í þessu tilfelli hefði doblið reynst best: Norður ♠ DG954 ♥ G76 ♦ D62 ♣G3 Vestur Austur ♠ Á108762 ♠ – ♥ Á3 ♥ 109852 ♦ 3 ♦ KG984 ♣10984 ♣K75 Suður ♠ K3 ♥ KD4 ♦ Á1074 ♣ÁD62 Tveir spaðar fara þrjá niður. En ef suður velur að segja tvö grönd mun norður hækka í þrjú, sem fara einn niður með bestu vörn. Stigagjöf Roths er þessi: Dobl=10, Pass=8, 2G=5. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla 1. e4 e5 2. Bc4 Rf6 3. De2 Bc5 4. Rf3 0–0 5. d3 He8 6. Bg5 d6 7. Rbd2 Rbd7 8. Bb3 Rf8 9. c3 h6 10. Be3 Rg6 11. h3 a5 12. a3 b5 13. g4 Be6 14. Bxe6 Hxe6 15. Hg1 Bxe3 16. fxe3 Rh7 17. Df2 d5 18. h4 b4 19. axb4 axb4 20. Ke2 Hxa1 21. Hxa1 bxc3 22. bxc3 Rf6 23. exd5 Rxd5 24. Hc1 Ha6 25. c4 Rb4 26. Hc3 Hd6 27. h5 Rf8 28. Re1 Re6 29. Re4 Ha6 30. Df5 Ha2+ 31. Kf1 Dh4 32. Df3 Ha1 33. Dg3 Staðan kom upp í fyrri hluta Íslandsmóts Skákfélaga sem fór fram í húsa- kynnum B&L. Iv- an Sokolov (2.684) hafði svart gegn Jóni Garðari Viðarssyni (2.392). 33... Dh1+! 34. Ke2 Rxd3! 35. Rf6+ gxf6 36. Hxd3 De4 og hvítur gafst upp enda staðan slæm. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. 80 ÁRA afmæli. HelgiHafliðason, fyrrver- andi málarameistari og fiskkaupmaður, Hátúni 23, Reykjavík, verður áttræður á morgun sunnudaginn 10. nóvember. Helgi býður vini og vandamenn velkomna í Borgartún 6 (Rúgbrauðs- gerðin, 4. hæð) kl. 15–17 á afmælisdaginn, en afþakkar vinsamlegast allar gjafir og blóm. 50 ÁRA afmæli. Dr.Guðmundur S. Böðvarsson, deildarstjóri jarðvísindadeildar Lawr- ence Berkeley Laboratory, Kaliforníu, verður 50 ára mánudaginn 11. nóv. Í tilefni af því tekur hann á móti gestum í félagsheimili starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur, Elliðaárdal í dag, laugardaginn 9. nóv., frá kl. 18–21. BRÚÐKAUP Gefin voru saman í borginni Tema í Ghana 25. desember sl. af séra Godwin Prince Ayivor þau Innocentia Fiati og Sævar Friðgeirsson. 80 ÁRA afmæli. Ámorgun, sunnudag- inn 10. nóvember verður átt- ræður Karl Elías Karlsson, skipstjóri, Heinabergi 24, Þorlákshöfn. Eiginkona hans er Sigríður Jónsdóttir. Í tilefni afmælisins taka þau hjón á móti gestum að heim- ili sínu á afmælisdaginn, frá kl. 14–18. 70 ÁRA afmæli. Í dag,Laugardaginn 9. nóvember, er sjötugur Finn- bogi Kr. Arndal, Stórholti 21, Reykjavík Hann verður með fjölskyldunni í sumar- húsi í Borgarfirði um helgina. Peysur og pils Bankastræti 11 • sími 551 3930 Til sölu á Selfossi Til sölu nýbygging 125 fm parhús með innbyggðum bílskúr. Fokhelt, einangrað og klætt að utan. Um er að ræða 2 hús. Hægt að afhenda lengra komin. Upplýsingar í símum 893 2348 og 564 3052 Námskeið í orkuheilun Karina Becker frá hinum viðurkennda Barbara Brennan School of Healing er komin aftur til landsins Hún býður upp á tvö námskeið í orkuheilun lau.-sun. 23.-24. nóv.: „Orkusvið mannsins“ og lau.-sun. 30. nóv.-1. des.: „Hara-víddin“ frá kl. 10-17 í Heilsusetri Þórgunnu í Skipholti 50c, 4. hæð. Hún býður einnig upp á einkatíma Pantanir í síma 552 6625 og 861 3174. Afmælisþakkir Mínar innilegustu þakkir færi ég öllum þeim sem glöddust með mér og sendu mér kveðjur á 80 ára afmæli mínu þann 26. september sl. Guð blessi ykkur öll. Ólöf Jóhannsdóttir, ljósmóðir, Ljósheimum 6, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.