Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 80
80 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FYRIRTÆKIÐ 1001 nótt var stofn- að í vor og hefur vaxið von úr viti síðan. Á heimasíðu fyrirtækisins kemur fram: „Markmið fyrirtæk- isins er að bjóða upp á úrvalsþjón- ustu á öllum sviðum markaðsmála; vettvang þar sem fjölbreytni í starfi skilar framúrskarandi árangri í allri markaðsvinnu, hvort sem er í markaðssetningu fyrirtækja, stofn- ana eða einstakra verkefna, hönnun auglýsinga og markaðsefnis eða á sviði afþreyingar og lista.“ Enga ríkisstyrki „Ég sá um að setja upp Wake Me Up ... fyrir verslunarskólann,“ segir Samúel. „Ég stofnaði svo fyrirtækið og fékk Sigurð, Vilhjálm og Jóhann- es mér til aðstoðar og urðu þeir starfsmenn fyrirtækisins. Villi er á leiðinni utan núna og hefur því kvatt okkur, í bili að minnsta kosti. Jói er núna að klára Versló og er rit- stjóri Verslunarskólablaðsins. Hann vinnur hjá okkur í hlutastarfi með skóla. Aðrir starfsmenn í fullu starfi fyrir utan mig og Sigga eru Halla Kristjánsdóttir og Bjarni Helgason. Eftir Wake Me Up ... var alltaf verið að biðja mann um að taka önnur verkefni en svarið var alltaf nei. Svo fóru verkefnin að verða æ áhuga- verðari þannig að maður fór að sjá spennandi tækifæri í þessu.“ Verkefnin eru þegar orðin ærin en m.a. mun fyrirtækið gefa út fimm geisladiska fyrir jólin; órafmagnaða afmælisplötu með Nýdanskri, sálar- tónlistardiskinn Higher Ground eða „Svörtu plötuna“ eins og hún er gjarnan kölluð, safnplötu Valgeirs Guðjónssonar Skelli og smelli, fyrstu plötu Þórunnar Antoníu og svo jólaplötu með Íslensku dívunum. Þeir félagar staðhæfa að það sé alltaf pláss á útgáfumarkaðinum fyrir þá sem hafa eitthvað bitastætt fram að færa. „Það hefur tekið ótrú- lega skamman tíma að byggja þetta upp og við höfum stækkað alltof hratt ef eitthvað er,“ segir Samúel. „Við erum löngu búnir að sprengja utan af okkur húsnæðið og höfum engan tíma til að flytja. Það er alls ekki eins mikið mál og margir halda að stofna fyrirtæki.“ Hann segir það þó vera hark að standa í þessum málum. „Ég sagði þegar við skipulögðum Quarashi-tónleikana í sumar að það væri samfélagsþjónusta að standa fyrir tónleikum á Ís- landi. Við höfum aldrei sótt styrki til ríkisins og það ætlum við aldrei að gera – erum gersamlega á móti slíku. Ef fólk hef- ur ekki áhuga á að kaupa menningu þá á hún ekki rétt á sér. Markaðurinn hér gæti vel borið sig ef það væri ekki verið að gera svona mikið. Það á ekki að gefa út 120 plötur fyrir jól, þær ættu að vera svona um 40. Það er allt- of mikið af fyrirtækjum sem eru að gefa út og eru ekki að hugsa um að lifa af þessu.“ Fáir titlar en góðir Samúel segir að fyrirtækinu verði skipt upp í þrjár sjálfstæðar ein- ingar eftir áramót; markaðs- fyrirtæki, hönnunarfyrirtæki og framleiðslu- og útgáfufyrirtæki (fyrirtæki sem mun starfa á flestum sviðum skemmtunar, menningar og lista). „Skemmtistofan byrjaði sem hálf- gert grín en nú er hún að stækka mest. Við ætlum okkur ekki að verða ný Skífa enda ber íslenski markaðurinn ekki svona margar plötur. Okkar metnaður liggur í að gefa út fáa en góða titla.“ Í kvöld verða útgáfutónleikar vegna áðunefndrar sálartónlistar- plötu, Svörtu plötunnar. Þar flytja m.a. Páll Rósinkranz, Stefán Hilm- arsson og Margrét Eir sálarlög úr ýmsum áttum ásamt stórsveit, sem er undir styrkri stjórn Jóns Ólafs- sonar. Fara tónleikarnir fram í Loftkastalanum. Markaðsfyrirtækið 1001 nótt lætur að sér kveða Höfum stækkað allt of hratt Samúel Kristjánsson, eigandi og fram- kvæmdastjóri, og Sigurður Hjaltason starfsmaður eru ný- skriðnir yfir tvítugt. Þeir uppfræddu Arn- ar Eggert Thorodd- sen um ört vaxandi starfsemi 1001 nætur sem m.a. gefur út 5 plötur fyrir jólin. Sigurður Hrannar Hjaltason og Samúel Kristjánsson í góðum gír. arnart@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.1001nott.is Morgunblaðið/Kristinn Alltaf á þriðjudögum Það verður skorað af krafti. Besta breska gamanmyndin síðan „Bridget Jones’s Diary.“ Gamanmynd sem sólar þig upp úr skónum. Sýnd kl. 3, 5 og 7. Vit 460  SK RadíóX Sýnd kl. 1.40, 3.40, 5.50, 8, 9 og 10.10. Vit 461 Sýnd kl. 5.50, 8, 10.10 og 11.15. B. i. 16. Vit 471 Yfir 43.000 Bráðskemmtileg rómantísk gamanmynd sem hefur fengið frábærar viðtökur og er nú þegar orðin vinsælasta mynd Reese Witherspoon frá upphafi vestanhafs. Sýnd kl. 1.30. Vit 441.  Kvikmyndir.is Stundum er það sem að þú leitar að.. þar sem þú skildir það eftir. 1/2 Kvikmyndir.is  MBL E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I PClint Eastwood, Jeff Daniels og Anjelica Huston í mögnuðum spennutrylli sem skilur áhorfandann eftir agndofa. AUK ASÝ NING kl. 9 AUK ASÝ NING kl. 11.1 5 Sýnd kl. 2 og 4. Ísl tal. Vit 429 Sýnd kl. 3.50 og 8. B.i. 14. Sýnd kl. 4. Sýnd kl. 2 og 4. Yfir 45.000 áhorfendur 12 Tilnefningar til Eddu verðlaunanna. Tilnefnd í öllum flokkum12 WITH ENGLISHSUBTITLESAT 5.45 FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN Í SÖGU HANNIBAL LECTER.  Kvikmyndir.com  HK DV  SV Mbl  SK RadíóX 1/2 Kvikmyndir.is  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Bi. 16. anthony HOPKINS edward NORTON ralph FIENNES 1/2 HJ. MBL "Frábær heimildarmynd, tvímælalaust í hópi þess áhugaverðasta sem gert hefur verið á þessu sviðI á Íslandi"  SG DV „Vel gerð og bráðskemmtileg“ Sýnd kl. 6 og 8. 1 Tilnefning til Eddu verðlaunanna. Tilnefnd sem besta heildarmyndin Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 16. Sýnd kl. 2 og 6. B.i. 12. Clint Eastwood, Jeff Daniels og Anjelica Huston í mögnuðum spennutrylli sem skilur áhorfandann eftir agndofa. Sýnd kl. 3, 5.45 með enskum texta, 8 og 10.10. B.i. 12. Sýnd kl. 10.10. B.i. 16. Mbl Kvikmyndir.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.