Morgunblaðið - 20.11.2002, Side 4
F
YRIR stuttu kom út um heim allan disk-
ur með helstu lögum Bjarkar Guð-
mundsdóttur sem valin voru af gestum á
vefsetri hennar og einnig yfirlit yfir tón-
listarferil hennar í boxi sem ber heitið
Family Tree. Björk var stödd hér landi
fyrir skemmstu í stuttri heimsókn, að
sýna dóttur sína nýfædda og heilsa upp á
son sinn, ættingja og vini. Í stuttu spjalli um safnplötuna seg-
ist hún hafa smám saman áttað sig á því hversu henni var
nauðsynlegt að staldra aðeins við, átta sig á hvað hún væri
búin að gera áratuginn sem liðinn er frá því hún hóf sólóferil
sinn. „Það er alltaf svo mikið í gangi,“ segir hún „og ég æði
bara áfram af eðlisávísuninni. Það var því gott að stoppa að-
eins, horfa til baka, sjá hverju ég hafði komið í verk. Það er
líka gott að vera búin að hreinsa borðið, mér líður eins og
þessi tími sé liðinn og ég hafi frjálsar hendur með framtíð-
ina.“
Á hverri plötu sem Björk hefur sent frá sér hefur hún birst
í nýrri mynd; þegar litið er til baka sést vel hve hljóðversplöt-
urnar fjórar, Debut, Post, Homogenic og Vespertine, eru
ólíkar. Björk tekur undir þetta, en þó með þeim fyrirvara að
þegar hún hefur verið að hlusta á tónlist sína undanfarna sex
mánuði til að velja úr, bæði tónleikaupptökur fyrir vænt-
anlega diska og svo eldri verk, hafi hún oft skipt um skoðun,
ýmist fundist sem hún hafi engu komið í verk undanfarin ár
eða stundum verið býsna ánægð með sjálfa sig. „Mér fannst
sem ég hefði ákveðna framtíðarsýn áður en ég gerði Debut
og eins þegar ég tók til við Homogenic. Í aðdragandanum að
Debut ákvað ég að fara út til að kynnast fólki sem gæti hrist
upp í mér og sýndi síðan með Post hvað ég hafði lært. Þegar
kom að því að taka upp Homogenic ákvað ég að kortleggja
sjálfa mig, fyrst að utan á Homogenic, ég og Ísland, rafeinda-
hljóð sem eldfjöll og ættjarðarljóð, og svo Vespertine sem var
innhverfan á mér,“ segir Björk og bætir við að þessir séu
kögunarhólarnir á hennar ferli.
Ásmundur Jónsson hefur verið Björk innan handar við
vinnuna í kringum safnplötuna, safnkassann og síðan vænt-
anlegar áðurnefndar tónleikaplötur sem eru í smíðum, en
þær verða fjórar og draga nafn sitt af tónleikaferðunum fjór-
um sem hún hefur farið um heiminn, eina eftir hverri hljóð-
versplötu; Debut, Post, Homogenic og Vespertine. Björk seg-
ir að Ásmundur hafi tekið af sér mikla vinnu sem betur fer;
„þegar maður er búinn að hlusta á 81 útgáfu af Human
Behaviour og man að útgáfa nr. 53 er betri en útgáfa nr. 7 er
maður orðinn svolítið skrýtinn“, segir hún og kímir.
Lögin þurfa tíma
„Margt varð ég þó að gera sjálf, gat til dæmis ekki fengið
annan til að hlusta á upptökur frá Vespertine því á þeim túr
var ég að reyna að gera ákveðna hluti með röddinni, reyna að
ná ákveðinni stemningu. Ég varð því að hlusta á þessar upp-
tökur sjálf og finna hvort það hefði tekist, að finna þessu
augnablik áður en ég gleymdi því hvað ég ar að spá. Eftir á
að hyggja er ég mjög fegin að ég skuli hafa tekið mér tíma til
þess og Vespertine-tónleikaplatan á eftir að verða miklu betri
en platan sjálf. Ég er svo nýjungagjörn að ég er alltaf að gera
eitthvað nýtt og það er stundum ekki fyrr en ég er búin að
vera spila lög af plötu í langan tíma sem þau verða eins og ég
var að reyna að ná fram, ná að þroskast.“
Upphaflega stóð aðeins til að setja saman safnplötu og síð-
an tónleikaplöturnar sem getið er og Björk segist hafa ætlað
sér að velja lög á safnplötuna með Ásmundi. „Plötufyrirtækin
vildu hins vegar bara Oh So Quiet, Oh So Quiet, Oh So Quiet,
Oh So Quiet, ellefu Oh So Quiet á plötuna og ég var svolítið
svekkt,“ segir Björk og kímir, „ævistarfið var þá bara lag eft-
ir einhvern annan.
Svo sömdum við Derek [Birkett útgefandi Bjarkar í Bret-
landi] um að við myndum gera könnun á vefnum og leyfa fólki
sem kom inn á bjork.com að velja lögin. Þegar búið var að
kjósa var Oh So Quiet svo í sextánda sæti og ég þurfti því
ekki að hafa það með; ég var svo fegin að þú trúir því ekki –
þessi tíu ár voru til einhvers.“
Björk og Gabríela
Í framhaldi af því segir Björk að sú hugmynd hafi kviknað
að setja saman safnboxið Family Tree sem í væri ýmislegt
frá ferlinum, segja einhverja sögu. Umbúðir Family Tree
skreyta fjölmargar myndir eftir listakonuna Gabríelu Frið-
riksdóttur, ljósmyndir af skúlptúrum og teikningar, en fimm-
tán laga safnplatan, Greatest Hits, er einnig skreytt teikn-
ingum eftir Gabríelu. „Þegar ég var að pæla í þessu fór ég að
tala við Gabríelu Friðriksdóttur og áttaði mig á því hvað við
áttum svipaða sögu, hún sem myndistarkona og ég sem tón-
listarmaður,“ segir Björk. „Við áttum sameiginlega reynslu
sem tengist því að vera íslensk og skipta má í fjóra þætti.
Fyrst er það ræturnar, hvað við erum íhaldssöm og þrjósk,
Ísland, Laxness, Esjan og allur sá pakki sem heyra má í
hljómaganginum hjá mér,“ segir Björk er tveir diskanna í
Family Tree heita Roots eða Rætur. „Þar finnst mér ég vera
fornust og dró til dæmis fram flautulag sem ég samdi þegar
ég var fimmtán ára, orgel sem ég spilaði í Mömmu með Syk-
urmolunum, sem mér finnst mjög íslenskt, og strengjaútsetn-
ingu sem ég gerði við Jógu sem ér finnst líka mjög íslenskt.
Næsti kafli tengist líka Íslandi, hvernig allir Íslendingar
eru ljóðskáld, gáfu allir út ljóðabækur þegar þeir voru
sautján ára og hafa allir skoðanir sem koma í ljós þegar þeir
eru fullir,“ segir Björk og skellir upp úr, en með í kassanum
eru textar við sextán laga hennar, má kalla ljóðabók.
„Þriðji hlutinn var nýjungagirnin í mér, þegar ég fór út og
ákvað að gera tónlist með rafeindatökum og allir héldu að ég
væri geðveik; ég fann fyrir þeirri sterku einangrunarhyggju
sem felst í því að hlutirnir séu ekki ekta nema það sé lopalykt
af þeim,“ segir Björk og bætir við að sér hafi ekki þótt nóg að
vera að semja nýja tónlist með útlendingum heldur vildi hún
hafa hlutina eins framandlega og hægt var; að nota rafeinda-
hljóð og takta. Diskur með þannig upptökum heitir Beats eða
Taktar.
„Fjórði þátturinn er svo glíman við akademískt nám mitt,
en ég var í tíu ár í tónlistarskóla, lærði um Bach, Bethoven og
strengir. Ég sneri síðar bakinu við því námi, vildi semja tón-
list fyrir nútímann en ekki vera full af einhverjum sinfóníum.
Það er þó ekki hægt, það nám kemur bara seinna, bankar upp
á og segir halló, ég er inni í þér hvort sem þér líka betur eða
verr. Þá er ekkert að gera annað en fást við það,“ segir Björk
en á disk sem heitir Strings eða Strengir eru lög sem hún
hljóðritaði með Brodsky-strengjakvartettinum. „Það hjálpaði
mér síðan mjög mikið þegar ég var að vinna með krökkunum
í íslenska strengjaoktettinum [í kringum Homogenic], þau
hjálpuðu mér að bræða ísinn endanlega og ég gat því farið
inn í Vespertine komplexalaust.“
Eitthvað alveg nýtt
Af ofangreindu má ráða að síðustu mánuðir hafa mikið til
farið í að hlusta á gamlar upptökur og síðan átti Björk barn í
haust, stúlkuna Ísadóru. Björk segist enda ekki vera farin að
vinna nýja tónlist og bendir reyndar á að ekki sé nema ár síð-
an Vespertine kom út og því óþarfi fyrir fólk að ókyrrast. „Ég
ætla ekki að lofa neinu, mig langar að einbeita mér að því að
gera eitthvað sem ég hef ekki áður gert frekar en að spá í það
hvenær ég ætla að senda frá mér plötu næst.“
Þegar þetta viðtal birtist er Björk á leið til útlanda þar sem
hún hyggst búa næstu árin. Hún segir að það sé erfitt að spá í
hvar hún ætli að búa en líklega verði það í New York, í kjöt-
hverfinu svonefnda, „Meat-Packing District“ sem er frá 17.
stræti að Little West 12. stræti, eitt líflegasta tískuhverfi
New York í dag með miklu af veitinga- og skemmtistöðum.
Hún var langdvölum hér á landi síðast 1999 til 2000 og hefur
komið til Íslands mánaðarlega síðustu tvö ár eftir að Sindri
sonur hennar ákvað að vera á Íslandi.
Frjálsar hendur með framtíðina
Síðasta hálfa árið hefur Björk
Guðmundsdóttir horft um öxl ef svo
má segja; hlustar á gamlar
upptökur til að velja á safn- og tón-
leikaplötur. Hún sagði Árna
Matthíassyni að það hefði verið gott
að stoppa aðeins og horfa til baka.
arnim@mbl.is
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ARINBJÖRN Kol-
beinsson læknir er lát-
inn í Reykjavík 87 ára
að aldri.
Arinbjörn fæddist
hinn 29. apríl árið 1915
á Úlfljótsvatni í Grafn-
ingshreppi. Hann lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1936,
lænisnámi frá Háskóla
Íslands árið 1943 og
sérfræðinámi í sýkla-
og ónæmisfræði í Dan-
mörku, Bretlandi og
Bandaríkjunum. Hann
var yfirlæknir á Rannsóknarstofu
Háskóla Íslands frá 1976–1993 og
jafnframt dósent í sýklafræði við
læknadeild Háskóla Íslands.
Arinbjörn vann brautryðjanda-
starf á ýmsum sviðum heilbrigðis-,
félags- og umferðaröryggismála,
byggði upp sýklarannsóknir við
Landspítala – háskólasjúkrahús og
lagði grunn að kennslu í sýklafræði
við lækna- og tannlæknadeild Há-
skóla Íslands. Þá var hann hvata-
maður að stofnun námsbrautar í
hjúkrunarfræði við Háskóla Ís-
lands.
Arinbjörn var for-
maður og heiðursfélagi
Læknafélags Íslands
og Læknafélags
Reykjavíkur, formaður
Samtaka heilbrigðis-
stétta, varaformaður
Rauða kross Íslands og
formaður Reykjavíkur-
deildar RKÍ. Hann sat
í stjórn tryggingaráðs
og var fyrsti formaður
sérfræðifélags lækna.
Einnig átti hann sæti í
stjórn Öryrkjabanda-
lagsins og Múlabæjar.
Arinbjörn vann ötult
starf að umferðaröryggismálum á
Íslandi. Hann var formaður og heið-
ursfélagi Félags íslenskra bifreið-
eigenda (FÍB).
Hann sat í stjórn og gegndi for-
mennsku í fjölda félaga og samtaka
þar á meðal í Árnesingafélaginu.
Arinbirni hlotnuðust ýmsar viður-
kenningar svo sem RÍF, viðurkenn-
ing landlæknisembættisins fyrir
störf að slysavörnum og gullmerki
umferðarráðs.
Hann lætur eftir sig eiginkonu,
Sigþrúði Friðriksdóttur, og fjóra
uppkomna syni.
Andlát
ARINBJÖRN
KOLBEINSSON
ÍSLENSKA fyrirtækið Altech
JHM hf. hefur tekið að sér
hönnun, framleiðslu og uppsetn-
ingu á öllum tækjabúnaði og
flutningakerfum í skautsmiðju
nýs álvers í Gladstone í Queens-
land í Ástralíu og er heildar-
verðmæti samningsins 2,7 millj-
arðar króna, en gengið var frá
samningum fyrir helgi.
Ástralska álverið Aldoga
byggir álverið í tveimur áföng-
um og verður fyrri áfanginn
með árlega framleiðslu upp á
180.000 tonn, en sá seinni með
360.000 tonna viðbótarframleiðslu.
Byggingin hefst í janúar og er gert
ráð fyrir að fyrsta málminum verði
tappað af kerum þess í júní 2004.
Samningarnir voru undirritaðir
að viðstöddum ráðherrum og fylk-
isstjóra Queensland, en auk ástr-
alskra fyrirtækja koma nokkur fyr-
irtæki í Evrópu að málum.
Aldoga-álverið kemur m.a. til með
að nota rússneska framleiðslutækni
frá Vami, sama fyrirtæki og Atl-
antsál hf. hefur valið til samstarfs
um áver á Íslandi, en alþjóða verk-
fræðifyrirtækið Fluor Daniel, sem
er eitt stærsta verkfræðifyrirtæki
heims, er eftirlitsaðili með hönnun
og byggingu álversins.
Starfsmönnum fjölgað
Í frétt frá Altech segir að með
þessum sölusamningi hafi fyrirtæk-
ið „styrkt stöðu sína sem eitt af sjö
fyrirtækjum í heiminum, sem geta
tekið að sér heildarverktöku um
hönnun, framleiðslu og uppsetn-
ingu tækja í skautsmiðjur ál-
vera, sem eru einn vélvæddasti
hluti þeirra, með um 70 mis-
munandi vélasamstæður og
flutningakerfi.“ Vegna samn-
ingsins verður starfsmönnum
Altech fjölgað auk þess sem
gerðir verða samstarfssamning-
ar við íslensk verkfræði- og
framleiðslufyrirtæki um þátt-
töku í verkefninu, en 13 tækni-
menn starfa hjá Altech.
Altech hefur einbeitt sér að
þróun og framleiðslu tæknibúnaðar
til álvera og hafa tæknimenn fyr-
irtækisins þegar þróað og selt 30
mismunandi tæki og heildarkerfi til
20 ávera um allan heim, en for-
svarsmenn fyrirtækisins eiga í við-
ræðum við talsmenn fimm annarra
álvera um nýjar skautsmiðjur og
tíu eldri álvera um verulegar end-
urbætur á skautsmiðjum þeirra.
Forstjóri Altech er Jón Hjaltalín
Magnússon.
Altech JHM hf. semur við nýtt ástralskt álver
Verðmæti samnings-
ins 2,7 milljarðar
Morgunblaðið/Golli