Morgunblaðið - 20.11.2002, Page 8

Morgunblaðið - 20.11.2002, Page 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna Skýrslutæknifélags Íslands Áherslan er á aukin afköst RÁÐSTEFNA meðyfirskriftinni „Erlíf eftir .com?“ verður haldin á morgun á Hótel Loftleiðum klukkan 13 til 17, en það er Skýrslu- tæknifélagið, www.sky.is, sem stendur fyrir henni. Heimir Þór Sverrisson, lektor í tölvunarfræðum við Háskólann í Reykjavík, er í forsvari fyrir ráðstefn- una og hann var fenginn til að svara nokkrum spurn- ingum Morgunblaðsins. – Hvað meinið þið með, „Er líf eftir .com?“? „Mikil uppsveifla varð í hugbúnaðargerð í lok síð- asta áratugar. Mörg fyrir- tæki sem stofnuð voru á þeim tíma urðu gjaldþrota enda oft ekki miklir tekju- möguleikar í þeim hugmyndum sem byggt var á. Á uppgangstím- anum, eða „.com“-tímanum var gríðarleg eftirspurn eftir tölvu- menntuðu fólki og oft var slakað á faglegum kröfum við hugbúnaðar- gerðina. Núna er ástandið á mark- aðinum þannig að erfitt getur ver- ið fyrir nýútskrifað fagfólk að fá vinnu og nýsköpun í greininni er í algeru lágmarki.“ – Hver er tilgangurinn með ráð- stefnunni og hverjar verða helstu áherslurnar á henni? „Skýrslutæknifélagið hefur haldið ráðstefnu um hugbúnaðar- gerð árlega undanfarin ár. Þá er fjallað um efni sem höfðar til þeirra sem vinna við eða stjórna hugbúnaðargerð. Í þetta skiptið verður sérstök áhersla lögð á þá þætti sem aukið geta afköst hug- búnaðarfólks því við í undirbún- ingsnefndinni teljum að það sé áhugavert efni.“ – Hverjir taka til máls og hvað munu þeir aðilar taka fyrir? „Vilhjálmur Þorsteinsson, tæknistjóri hjá HomePortal Inc., mun velta fyrir sér spurningunni: „Er hugbúnaðargerð verkfræði eða listgrein?“ Hann mun meðal annars fjalla um hvaða tísku- straumar hafa komið og farið og hvað hefur breyst og hvað ekki undanfarin 20 ár. Þórir Már Einarsson, verk- fræðingur hjá Kögun, mun fjalla um aðferðarfræði, hvort hún skiptir einhverju máli og hvaða raunverulegur munur er á þeim aðferðum sem notaðar hafa verið í gegnum tíðina við gerð hugbún- aðar. Ég mun halda fyrirlestur sem ég kalla „Hönnun – til hvers?“ Þar mun ég velta fyrir mér spurning- um eins og: Er nokkur ástæða til að hanna hugbúnað lengur þegar tímapressan í hugbúnaðargerðar- ferlinu er alltaf að aukast? Og: Er eitthvað gagn að hönnunar- mynstrum?, því ef hönnun skilar ekki lægri heildarkostnaði eða sveigjanlegri kerfum eigum við auðvitað ekki að eyða tíma í hana. Skeggi Þormar hjá Íslenskri erfðagreiningu mun fjalla um þró- unarumhverfi. Hann mun fara yfir nokkur atriði sem skipta meg- inmáli við framleiðslu á hugbúnaði og hvernig við skilgreinum árang- ur. Í ljósi þessa mun hann ræða um hlutverk þróunarumhverfis og prófunartóla. Ólafur Andri Ragnarsson hjá Betware mun fást við spurningar eins og: „Eigum við að nota grunnhugbúnað, middleware, eins og gagnagrunna, viðfangamiðlara og aðkeypt klasasöfn eða bara skrifa hlutina sjálf?“ og „Eru rammar, framework, eins og j2ee og .Net þess virði að fylgja þeim eða er tíminn sem fer í að læra á þau meiri en sá sem sparast?“ Þessar spurningar verða sífellt áleitnari eftir því sem þróunarum- hverfi verður flóknara og meiri tími fer í að ná valdi á því. Að lokum mun Ingi Steinar Ingason, þróunarstjóri Sögu hjá eMR, fjalla um viðhald hugbúnað- arkerfa. Til dæmis hvort upphaf- leg hönnun skiptir einhverju um viðhald og hvort það er náttúru- lögmál að við hættum að geta upp- fyllt nýjar kröfur og drukknum í viðhaldi á gömlu kerfunum okkar eftir ákveðinn tíma. Einnig mun hann taka fyrir hvenær á að hætta að halda kerfi við, henda því og skrifa nýtt.“ – Og verður svo farið beint í kaffið? „Nei, ekki strax. Að erindum loknum verða pallborðsumræður þar sem allir fyrirlesararnir munu ræða efni ráðstefnunnar og svara fyrirspurnum ráðstefnugesta undir stjórn fundarstjóra sem er Sigríður Olgeirsdóttir, fram- kvæmdastjóri Ax hugbúnaðar- húss.“ – Og ráðstefnugestir eru hverj- ir? „Þetta er ráðstefna fyrir fagfólk í upplýsingatækni, sérstaklega þá sem stunda gerð hugbúnaðar- kerfa.“ – Við hljótum að spyrja, er líf eftir „.com“? „Það ríkti bjartsýni í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar þrátt fyrir að ástandið í tölvugeiranum sé ekki sérlega gott. Mín skoðun er sú að við getum lært af þeim mistökum sem gerð voru á „.com“-tímanum. Með því að vinna að lausn raunverulegra vanda- mála og nota við það bestu aðferð- ir á hverjum tíma er ég viss um að við eigum eftir að vinna okkur út úr þessari kreppu eins og þeim sem við höfum upplifað áður.“ Heimir Þór Sverrisson  Heimir Þór Sverrisson er fæddur í Reykjavík 1. júlí 1957. Lauk prófi í rafmagnsverk- fræði frá HÍ 1981 og meist- aranámi frá Danmarks Tekn- iske Højskole 1984. Hefur síðan unnið við hugbúnaðargerð og hönnun hugbúnaðar fyrir ýmis fyrirtæki og kennt rafmagns- verkfræði og tölvunarfræði við HÍ og Háskólann í Reykjavík. Var tæknistjóri Teymis þar til hann tók við lektorsstöðu í tölvunarfræði við HR í haust. Stundar nú rannsóknir í net- kerfum við Netsetur HR. Maki er Sigríður Guðmunds- dóttir barnakennari og eiga þau þrjú börn. Við getum lært af þeim mistökum Lyfju Lágmúla fimmtudag, 21. nóvember, kl.14–18 Lyfju Smáratorgi föstudag, 22. nóvember, kl. 14–18 Lyfju Kringlunni laugardag, 23. nóvember, kl.14–16 Húðvörurnar frá Bláa lóninu henta sérlega vel fyrir íslenskar aðstæður. Nýja andlitslínan laðar fram náttúrulega mýkt húðarinnar og ver hana fyrir kulda. Glæsilegar gjafa- pakkningar Bláa lónsins í öllum stærðum og gerðum fást í verslunum Lyfju. Kynningar verða í: Hlýlegar gjafir NOKKRAR greinar sérfræðilækn- inga gætu farið yfir þau afslátt- armörk sem samið er um í samn- ingi við Tryggingastofnun ríkisins, TR. Þegar það gerist þurfa lækn- arnir að veita stofnuninni 50% af- slátt. Þetta kemur að engu leyti niður á sjúklingnum, að sögn Kristjáns Guðjónssonar, forstöðu- manns sjúkratryggingasviðs TR. Greinarnar sem virðast munu fara yfir sín afsláttarmörk eru m.a. krabbameinslækningar og blóð- meinafræðingar, sem eru mjög fá- mennar greinar og því viðkvæmar fyrir breytingum. Verið er að skoða mál þessara greina sérstak- lega, að sögn Kristjáns. Þá stefna mál þvagfæralækna og barnalækna í sömu átt. „Við allar sérgreinar, að samningi við Barnalæknaþjón- ustuna ehf. undanskildum, er sam- ið um ákveðið magn eininga og svo er þeim deilt niður á greinarnar,“ útskýrir Kristján. „Ef einhver sér- grein fer yfir sínar einingar þarf hún að veita Tryggingastofnun 50% afslátt af þeim einingum sem farnar eru fram yfir.“ Kristján segir samninga við lækna mismunandi milli ára. „Stundum hefur úthlutunin verið nægjanleg eða þjónustuaukning það lítil að ekki hefur reynt á þetta. En núna hins vegar eru minni fjármunir til skiptanna mið- að við þjónustu sérfræðilæknanna þetta árið.“ Hvað er eining? Gjaldskrá sérfræðilækna er til- greind í einingum, t.d. er venjulegt viðtal lyflæknis verðlagt á 19,5 ein- ingar. Í hverri einingu eru 194 krónur. Nokkrar greinar gætu klár- að sínar einingar Þurfa þá að gefa TR 50% afslátt Kosningatækni sjálfstæðismanna fleygir ört fram, nú eiga kjörgögnin að elta atkvæðin uppi, hvort sem er á láði eða legi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.