Morgunblaðið - 20.11.2002, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 20.11.2002, Qupperneq 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ „LANGVINN lungnateppa er mjög vangreindur sjúkdómur hér á landi líkt og annars staðar í heiminum,“ segja Gunnar Guðmundsson og Þór- arinn Gíslason, sérfræðingar í lungnasjúkdómum á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. „Ástæðan er sú að flestir sem af honum þjást eru reykingamenn og þegar einkenna verður vart eftir fertugt, t.d. morg- unhósti með slímmyndun, telja þeir það vera reykingahósta, sem fylgir reykingunum,“ segir Gunnar og Þórarinn bætir við: „Þessi sjúkdóm- ur læðist aftan að fólki. Þess vegna er mjög mikilvægt að hann greinist sem fyrst.“ Hægt er að greina langvinna lungnateppu, LLT, sem er samheiti yfir lungnaþembu og langvinna berkjubólgu, með öndunarmælingu. Allar heilsugæslustöðvar ráða yfir slíkum mæli og er mælingin mjög einföld. Þá hefur starfsfólks heilsu- gæslunnar orðið mikla þekkingu til að ráðleggja fólki um framhaldið, t.d. að aðstoða það við að hætta að reykja. „Þær aðferðir sem til eru til að hjálpa fólki að hætta að reykja í dag eru mun árangursríkari en áð- ur,“ bendir Þórarinn á. Að vekja alla til umhugsunar Alþjóðaátak gegn sjúkdómnum er í gangi í a.m.k. fimmtíu löndum og er fyrsti alþjóðlegi lungnadagurinn í dag, 20. nóvember. Þórarinn, sem er yfirlæknir á lungnadeild Landspít- ala, er fulltrúi verkefnisins, sem kallast GOLD, hér á landi. „Það eru vaxandi áhyggjur af þessum sjúkdómi um allan heim,“ segir Gunnar. „Með átakinu ætlum við okkur að vekja almenning og heilbrigðisstarfsfólk til vitundar um sjúkdóminn.“ Fræðslufundur verð- ur haldinn með heilbrigðisstarfs- fólki og fræðsluefni dreift til al- mennings í verslunarmiðstöðvunum Kringlunni og Smáralind á laugar- dag. Gunnar segir að góður árangur hafi náðst með meðferð hjarta- og æðasjúkdóma hér á landi svo stór- dregið hefur úr dauðsföllum vegna þeirra. „Við viljum vekja athygli á því að langvinn lungnateppa verður þriðja helsta dánarmeinið í heimin- um á næstu tuttugu árum haldi fram sem horfir,“ segir Gunnar. Samkvæmt gögnum Hagstofu Ís- lands létust 366 Íslendingar úr LLT á árinum 1991–1998, en nýrri tölur eru ekki fáanlegar. Til viðmiðunar létust 64 úr sjúkdómnum á árunum 1951–1960, sem þó er tveggja ára lengra tímabil. Talið er að 2,8 millj- ónir manna deyi úr LLT í heiminum árlega. Aðeins brot af sjúk- lingum er greint „Þetta er stórkostlega vangreind- ur sjúkdómur. Aðeins brot af þeim sem hafa sjúkdóminn veit af því,“ segir Gunnar. Á Íslandi má áætla að á bilinu 18– 22 þúsund Íslendingar séu með langvinna berkjubólgu og 10–12 þúsund með lungnateppusjúkdóm af einhverju tagi. „2–3.000 þeirra eru með sjúkdóminn á það háu stigi að þeir þurfa að leita læknis á hverju ári og 3–500 þurfa að leggj- ast inn á spítala árlega eða oftar,“ segir Þórarinn. „Þegar sjúkdómur- inn er á sínum hæstu stigum endar með því að sjúklingurinn verður súrefnisháður, þ.e. hann þarf meiri- hluta dagsins að vera tengdur við súrefniskút eða vél. Slíkir einstak- lingar voru um síðusu áramót 222 talsins. Meirihluti þeirra var með ónóga öndunargetu vegna lang- vinnrar lungnateppu.“ Einkenni gera vart við sig eftir fertugt Það tekur tíma fyrir reykingarn- ar að valda skaða á lungunum, að sögn Gunnars. „Sjúkdómurinn kem- ur ekki fram hjá reykingafólki fyrr en milli fertugs og fimmtugs. Þá eru einkennin þannig að fólk er með þrálátan hósta og slímuppgang en einkennin geta verið væg í fyrstu og fólk tengir þau við reykingar og hósta sem þeim fylgir. En svo magnast einkennin og fólk fer að finna fyrir vaxandi mæði, fyrst við áreynslu en síðan í hvíld.“ Þórarinn segir að þrátt fyrir þessi einkenni sé fólk yfirleitt ekki farið að leita læknis fyrr en talsvert upp úr fimmtugu. „Við viljum ná til þeirra sem eru með einkenni lang- vinnrar lungnateppu sem fyrst,“ segir Þórarinn. „Megininntak átaksins er að hvetja þá sem eru í hættu, að leita til lækna strax á byrjunarstigi.“ Gunnar og Þórarinn benda á að einkenna verði fyrst vart þegar starfsemi lungnanna hafi skerst um 50% (sjá mynd). Þetta gerist hægt og greinist sjúkdómurinn oft fyrst eftir 60 ára aldur þegar hann hefur valdið varanlegum skaða á lungun- um. „Um tvítugt erum við með full- komna lungnastarfsemi,“ útskýrir Gunnar. „Eðlilegt er að starfsemin tapist smátt og smátt með aldrinum. Um nírætt erum við með um 60% af þeirri starfsemi sem við höfðum um tvítugt. Ef fólk byrjar að reykja um tvítugt er starfsemi lungnanna orð- in um 50% um fimmtugt. Þá fara einkenni LLT, mæði og hósti með slímuppgangi, að gera vart við sig.“ Gunnar segir að hægt sé að greina sjúkdóminn á byrjunarstigi áður en starfsemin verður svo lítil. „Ef fólk hættir að reykja þá getur það haldið ágætri lungnastarfsemi út lífið. Það er aldrei of seint að hætta. Verst er auðvitað að halda alltaf áfram.“ Kostnaðarsamur hópur sjúklinga Gunnar segir þann hóp Íslend- inga sem hefur hlotið örorku vegna sjúkdómsins ekki stóran, en segir að hann sé gríðarlega kostnaðar- samur. Samkvæmt upplýsingum sem Sigurður Thorlacius trygginga- yfirlæknir birti í Læknablaðinu á síðasta ári voru árið 1976 alls 147 sem voru á örorku hjá Trygginga- stofnun vegna LLT, eða 3,6% allra sem þá voru á örorku. En 1997 var fjöldinn kominn í 554, eða 4,8% allra örorkuþega. „Þessar tölur tala sínu máli, en þó teljum við að langvinn lungnateppa sé vanskráð sem ástæða örorku ef eitthvað er,“ segir Þórarinn. „Því má ekki gleyma að lífsgæðin verða afleit og sumir eru orðnir ör- yrkjar á aldrinum 55–60 ára,“ segir Gunnar og Þórarinn tekur undir það. „Þetta fólk er inn og út af sjúkrahúsum og er með viðvarandi einkenni. Kannanir staðfesta allar það sama, þeir sem eru með lang- vinna lungnateppu og jafnvel þeir sem eru með hana á vægu stigi eru með mun lakari lífsgæði heldur en samanburðarhópar. Hjá þeim er meira um svefntruflanir, þeir eru þreyttari og úthaldsminni, finna fyrir kvíða og spennu og almennri vanlíðan.“ En hvaða meðferð gagnast LLT- sjúklingum? „Lyfjameðferð er gefin við ein- kennum, en það er engin meðferð til sem hefur áhrif á gang sjúkdómsins til lengri tíma nema að hætta reyk- ingum,“ segir Þórarinn. Stórir árgangar að ná „hættulegum“ aldri Samkvæmt bandarískum tölum hefur dauðsföllum af völdum hjarta- og æðasjúkdóma fækkað hlutfalls- lega og sömu sögu er að segja frá Ís- landi. Hins vegar hefur fjöldi þeirra sem látast úr LLT aukist um 163%. Skýringuna má finna í því að nú eru stórir árgangar, fæddir 1950–1965, að komast á þann aldur þar sem ein- kenna verður vart. „Árið 2020 verða þessir hópar búnir að reykja nægi- lega lengi til verða komnir með al- varleg einkenni LLT,“ segir Gunn- ar. „Þá verður lungnateppan orðin þriðja algengasta banameinið í heiminum. Við viljum fá þennan hóp til að staldra aðeins við og reykinga- mennina til að hætta að reykja. Með því má draga verulega úr fjölda þeirra sem fá sjúkdóminn síðar meir.“ Þórarinn segir að oft sé talað um að reykingar fari minnkandi en ennþá reyki um 25–30% fullorðinna Íslendinga. „Staðreyndin er þó sú að þó að reykingar hafi minnkað talsvert í heildina þá hafa reykingar meðal ungra karla og kvenna alls ekki minnkað í þeim mæli sem mað- ur myndi vilja sjá.“ Íslendingar koma illa út úr alþjóðakönnunum Í umfangsmikilli könnun sem náði til fólks á aldrinum 20–44 ára á um fimmtíu stöðum í heiminum frá 16 löndum og gerð var á árunum 1992– 94, kom í ljós að um 40% fólks á Reykjavíkursvæðinu reykti. „Ef það er borið saman við tölur frá öðr- um sem þátt tóku í könnuninni blas- ir við að ástandið er síður en svo ásættanlegt og við yfir meðaltal- inu,“ segir Þórarinn. Ástralía, Nýja- Sjáland og Svíþjóð voru meðal þeirra þjóða sem komu best út úr könnuninni. Niðurstöður sömu könnunar um óbeinar reykingar og birtar voru í desemberhefti Lancet á síðasta ári, einu virtasta læknariti heims, sýna að Íslendingar verða fyrir meiri áhrifum af völdum óbeinna reykinga en flestar þjóðir í okkar heimshluta. „Við vitum að lagasetningar hafa þarna ýmislegt að segja svo og hefðir á hverjum stað,“ segir Þórarinn. „Meira en helmingur Reykvíkinga sem ekki reyktu sjálfir sagðist í könnuninni verða fyrir óbeinum reykingum daglega. Það er sorglegt að horfa á þessa tölu, því að það er engin þjóð í Norður-Evrópu, fyrir utan Íra, sem kemst nálægt okkur hvað þetta varðar.“ Þórarinn benti þó á að könnunin hefði verið gerð á árunum 1990–1994 og e.t.v. hefði eitthvað lagast síðan. Gunnar bendir að lokum á að allir reykingamenn fái ekki LLT en á móti komi að margir þeirra fái kransæðastíflu eða lungnakrabba- mein. „Það má ekki gleyma því að þegar við tökum alla reykingasjúk- dóma saman þá deyja um 400 manns úr reykingatengdum sjúkdómum á hverju ári. Það er líkt og landlæknir hefur margoft bent á sambærilegt við að breiðþota færi full af Íslend- ingum á hverju ári til útlanda og snéri ekki aftur. Gerð yrði athuga- semd við það. Við megum ekki sætta okkur við að svo margir deyi af völd- um reykinga árlega.“ Langvinn lungnateppa er í brennidepli á Alþjóðlega lungnadeginum sem er í dag Morgunblaðið/Þorkell Þórarinn Gíslason og Gunnar Guðmundsson, sérfræðingar í lungnasjúkdómum, við gamlan öndunarmæli á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi. Á öllum heilsugæslustöðvum eru nýir mælar sem mæla virkni lungna á einfaldan hátt. Vangreindur sjúk- dómur sem skerðir lífsgæði verulega 7      #--         #     3           !%##    !%##    8& +   + 9 /  $  Haldi fram sem horfir verða langvinnir lungnateppusjúkdómar þriðja algengasta dánarorsökin hér á landi eftir tvo áratugi. Talið er að um 20 þúsund Íslendingar þjáist af sjúkdómnum. Um 90% þeirra reykja. Með einföldum hætti er hægt að greina sjúkdóminn á byrjunarstigi með öndunarmælingu.  Langvinn lungnateppa (LLT) er samheiti yfir lungnaþembu og langvinna berkjubólgu.  Reykingar eru helsti áhættuþáttur.  Tíðni sjúkdómsins fer vax- andi, talið er að 2,8 millj- ónir manna látist árlega úr LLT.  Dánartíðni og fjöldi öryrkja fer einnig vaxandi.  Lyfjakostnaður fer hækk- andi og sömuleiðis kostn- aður heilbrigðiskerfisins.  Hægt er að greina sjúkdóm- inn á byrjunarstigi með ein- faldri öndunarmælingu.  Algengasta einkenni er hósti með slímuppgangi og mæði vegna minni loft- flæðis til lungna.  Alþjóðaátak gegn sjúk- dómnum er nú í gangi. Staðreyndir um LLT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.