Morgunblaðið - 20.11.2002, Page 14

Morgunblaðið - 20.11.2002, Page 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FLUGLEIÐIR og dótturfyrirtæki högnuðust um tæplega 4,1 milljarð króna fyrir skatta á fyrstu níu mán- uðum ársins, en hagnaðurinn var 241 milljón króna á sama tímabili 2001. Rekstrarafkoma fyrir skatta hefur því batnað um 3,9 milljarða króna. Hagnaður eftir skatta var 3,3 millj- arðar króna á tímabilinu, sem er 2,9 milljörðum betri niðurstaða en í fyrra. Í frétt frá Flugleiðum segir að fyrstu níu mánuði ársins 2001 hafi 495 milljóna króna söluhagnaður verið færður til rekstrartekna, en söluhagnaður á þessu ári er hverf- andi. Afkoma fyrir skatta og sölu- hagnað hefur því batnað um 4,3 millj- arða króna fyrstu níu mánuði ársins. Rekstrartekjur Flugleiða fyrstu níu mánuði ársins hækkuðu um 2,8% frá sama tímabili árið áður, voru 31,6 milljarðar nú, en voru tæplega 30,7 milljarðar króna fyrstu níu mánuði 2001. Rekstrargjöld fyrstu níu mán- uði ársins voru hins vegar 9,2% lægri en á síðasta ári, 27,1 milljarður króna nú, en 29,9 milljarðar króna á sama tímabili 2001. Mikið fagnaðarefni Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, segir í fréttinni að þessi árangur sé mikið fagnaðarefni. Hann megi rekja til fjögurra þátta. Í fyrsta lagi til uppbyggingar í rekstrinum undanfarin 6–7 ár sem hafi verið grundvöllur árangursríkra breyt- inga í starfsemi móður- og dóttur- félaga á þessu ári. Í öðru lagi til þess árangurs sem félagið hafi náð í sölu á ferðum til Íslands á þessu ári, sem hafi gengið gegn almennri þróun á markaðnum. Í þriðja lagi sé þetta ár- angur af lækkun kostnaðar hvar- vetna í rekstrinum og rekstrarkostn- aður Flugleiða sé nú með því lægsta sem þekkist í áætlunarflugrekstri í Evrópu. „Þetta er afar mikilvægt því félagið er nú í stakk búið að takast á við öflug alþjóðaflugfélög,“ segir hann. Þá segir Sigurður að síðast en ekki síst megi rekja árangur í rekstrinum til samstillts átaks starfsmanna og stjórnenda sem hafi verið einhuga um að koma rekstri félagsins í gott horf eftir áföllin sem dundu yfir í al- þjóðlegum flugrekstri og ferðaþjón- ustu 11. september í fyrra. Sigurður segir að alþjóðlegur flug- rekstur og ferðaþjónusta sé sveiflu- kennd atvinnugrein og við góðar kringumstæður sé nauðsynlegt að ná árangri á borð við það sem sjáist í rekstri Flugleiða á þessu ári. Hann segir margt benda til að samkeppni á alþjóðamarkaði eigi eftir að harðna og félagið verði því áfram að vinna að breytingum og hagræðingu í starf- seminni nú þegar stund sé milli stríða. Hann bendir jafnframt á að vegna árstíðasveiflu í rekstri Flug- leiða sé að jafnaði tap af starfseminni á síðasta fjórðungi ársins. Samt sem áður sé búist við mjög góðri afkomu af rekstrinum á öllu árinu. Hagnaður fyrir vexti, skatta, af- skriftir og flugvélaleigu í reikningn- um er 7,6 milljarðar króna á móti 4,2 milljörðum króna fyrstu níu mánuði 2001. Þetta er svokallaður EBIT- DAR mælikvarði, sem víða er lagður á rekstur flugfélaga og mælir fjár- munamyndun í rekstri þeirra óháð því hvernig flugvélar eru fjármagn- aðar. Í frétt Flugleiða kemur fram að batinn sem kom fram í rekstri Flug- leiða á fyrsta og öðrum ársfjórðungi haldi áfram á þeim þriðja. Á fyrsta ársfjórðungi batnaði afkoma fyrir skatta milli ára um 745 milljónir króna, á öðrum ársfjórðungi um 1.704 milljónir króna, og á þeim þriðja um 1.396 milljónir króna. Meira veltufé frá rekstri Veltufé frá rekstri fyrstu níu mán- uði ársins var 6,7 milljarðar króna en var tæplega 2,3 milljarðar króna á sama tímabili 2001. Veltufé frá rekstri hefur því batnað um liðlega 4,4 milljarða króna. Handbært fé í lok tímabilsins er um 6,8 milljarðar króna í samanburði við tæplega 4 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Vegna árstíðasveiflu í ferðaútvegi er þriðji ársfjórðungur, mánuðirnir júlí, ágúst og september, jafnan tekjuhæsta tímabil ársins í rekstri Flugleiða. Svo er einnig nú. Rekstr- artekjur voru um 14 milljarðar króna, en þær voru 10,7 milljarðar á öðrum ársfjórðungi og 6,9 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi. Flugleiðir hagnast um 3,3 milljarða eftir skatta Tekjur hækka og gjöld lækka Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, er ánægður með afkomu félagsins. VEGNA samkomulags um sölu á 45,8% af hlutafé Búnaðarbanka Ís- lands hf. til Eglu ehf., Samvinnulíf- eyrissjóðsins og Vátryggingafélags Íslands hf., hafa hlutabréf Búnað- arbanka Íslands hf. verið færð á at- hugunarlista Kauphallar Íslands hf. Ástæða framangreindrar ákvörð- unar Kauphallarinnar er, að ekki liggja fyrir upplýsingar um þá er- lendu fjármálastofnun, eina eða fleiri, sem áætlað er að eigi aðild að Eglu ehf., né í hvaða hlutföllum kaupendur muni eignast hlut í Bún- aðarbanka Íslands hf., hvort sem er beint eða óbeint. „Samkvæmt upp- lýsingum sem Kauphöll Íslands hf. hafa verið gefnar nú, er samkomu- lag milli aðila að hinum væntanlegu viðskiptum um að aðild einnar eða fleiri erlendra fjármálastofnana að kaupunum verði staðfest í síðasta lagi 6. desember nk., og að end- anleg eignarhlutföll kaupenda muni liggja fyrir um svipað leyti. Kaup- höll Íslands hf. telur eðlilegt að hlutabréf Búnaðarbanka Íslands hf. verði færð á athugunarlista þar til óvissu um framangreind atriði hef- ur verið eytt,“ að því er segir í til- kynningu frá Kauphöll Íslands. Í gær var lokaverð hlutabréfa Búnaðarbankans í Kauphöll Ís- lands 4,7 en Landsbankans 3,67. Á meðfylgjandi mynd sést þróun lokaverðs bréfa í bönkunum tveim- ur frá þeim tíma er þeir voru skráð- ir á hlutabréfamarkað í lok árs 1997. : ; 4 3 4 : : 6 2 < = $ : ; 4 3 4 : : 6 2 < = $ : ; 4 3 4 : : 6 2 < = $ : ; 4 3 4 : : 6 2 < = $  > ?@  > /  ,    7  , # A   / ?@                $         ! " #  $% &'  "(    )  *+ *!     !"  #  $, ('  "(  # Búnaðarbankinn á athugunarlista TALNING leiddi í gær í ljós að 81,5% hluthafa í sænska fjárfestingarbank- anum JP Nord- iska samþykktu yfirtökutilboð Kaupþings. Kaup- þing hefur ákveðið að kaupa hluta- bréfin, en samkvæmt tilboðinu, sem rann út á föstudaginn, gat fyr- irtækið dregið það til baka ef ekki hefði fengist samþykki 90% hlut- hafa. Þá hefur Kaupþing ákveðið að framlengja frest þeirra hluthafa sem eftir eru um tvær vikur. Þeir hafa því svigrúm til 29. nóvember til að ganga að tilboðinu, sem hljóðaði upp á 9,55 hluti í Kaup- þingi fyrir hvern hlut í JP Nord- iska. Ánægja með niðurstöðuna Guðrún Ingólfsdóttir hjá Kaup- þingi segir að almenn ánægja ríki hjá fyrirtækinu með niðurstöðuna. „Við verðum samt að bíða eftir því að Fjármálaeftirlitið í Svíþjóð sam- þykki umsóknina um kaupin,“ seg- ir hún, en stofnun- in hefur þriggja mánaða frest til að afgreiða málið. Kaupþing var áður eigandi um þriðjungs hlutafjár í JP Nordiska. Fyritækið gaf út, í samvinnu við Handelsbanken Securities í Sví- þjóð, útboðs- og skráningarlýsingu í tengslum við yfirtökutilboðið og fyrirhugaða skráningu Kaupþings í kauphöllinni í Stokkhólmi. Stefnt er að því að viðskipti með hlutabréf í Kaupþingi hefjist í Kauphöllinni í Stokkhólmi 29. nóvember. Kaupþing stækkar um 56% eftir sameininguna, ef einnig er reiknuð með sameining við Auðlind, sam- kvæmt uppgjörum um mitt ár. Heildareignir í íslenskum krónum fara úr 125 milljörðum króna í 194 milljarða króna í sameinuðu fyr- irtæki. Eftir sameininguna mun meira en helmingurinn af tekjum Kaupþings verða til í Svíþjóð. Eig- ið fé verður komið í átján til tutt- ugu milljarða íslenskra króna. Kaupþing kaup- ir JP Nordiska 81,5% hluthafa samþykktu tilboðið EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Hest- eyri hefur selt sinn hlut í Keri til Norvikur, móðurfélags BYKO, gegn hlut Norvikur í Vátryggingafélagi Íslands,VÍS. Tilkynnt var um sölu Hesteyrar, sem er í eigu Fiskiðjunnar Skagfirð- ings hf. og Skinneyjar-Þinganess hf., á 22,53% hlut í Keri í gær til Norvikur. Greitt er fyrir hlutinn með 25% hlut Norvikur í VÍS. Eftir kaupin er Norvik stærsti hluthafinn í Keri. Með þessum viðskiptum og þeim sem fram fóru í síðustu viku með hlutabréf Kers hf. í VÍS hefur ákveðið valdajafnvægi verið tryggt innan hins svonefnda S-hóps eftir sviptingar sem þar hafa staðið yfir milli fylkinga undir forystu Þórólfs Gíslasonar annars vegar og Ólafs Ólafssonar hins vegar. Jafnframt hefur lykilstaða Finns Ingólfssonar, forstjóra VÍS, verið tryggð. Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri BYKO, er stjórnarformaður Norvik- ur. Samkomulagið gert 2 dögum áður en Ker seldi í VÍS Í tilkynningum sem félögin þrjú, það er Ker, Norvik og VÍS, sendu til Kauphallar Íslands í gær er vísað til framvirks samnings sem félögin gerðu með sér 12. nóvember sl. Kemur fram að samningurinn hafi verið háður skilyrðum sem uppfyllt hafi verið í gær. Er samningurinn á gjalddaga 22. nóvember nk. Um hádegisbil 14. nóvember sl. barst Keri tilboð frá Verðbréfastof- unni í 25% hlut Kers í VÍS. Síðdegis þann sama dag var stjórn Kers köll- uð saman og samþykkti hún söluna til Verðbréfastofunnar. Var sam- komulag um að Verðbréfastofan greiddi bréfin 22. nóvember nk. Daginn eftir, eða 15. nóvember, var tilkynnt um að Norvik hafi keypt fjórðungshlutinn í VÍS af Verðbréfa- stofunni með framvirkum samningi. Þórólfur Gíslason, stjórnarfor- maður Hesteyrar og VÍS og stjórn- armaður í Keri, segir að með sölu á fjórðungshlut í VÍS sé Ker að fjár- magna kaup á hlut ríkisins í Bún- aðarbankanum. Þórólfur segir að samkomulag hafi náðst um þessi viðskipti meðal allra sem málið varði, að því er hann best viti. „Þessi niðurstaða var talin heppilegust til framtíðar. Ker þurfti að skuldlétta sig vegna kaupanna á Búnaðarbankanum,“ segir hann. Stjórn Kers hefur boðað til hlut- hafafundar hjá Keri 27. nóvember næstkomandi að beiðni stjórnar Hesteyrar. Ástæðan fyrir óskinni var sú að Hesteyri vildi fá fulltrúa í stjórn þar sem félagið færi með 22,53% hlut í félaginu. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði stjórnar- formaður Hesteyrar, Jón E. Frið- riksson, að þar sem félagið ætti ekki lengur hlutafé í Keri þá væri ljóst að þessi krafa væri fallin um sjálfa sig. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er talið líklegt að af fund- inum verði enda sé eðlilegt að Nor- vik vilji fá fulltrúa í stjórn Kers. Norvik orðin stærsti hlut- hafinn í Keri Valdajafnvægi tryggt í S-hópnum ● SAMRÆMD vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var 111,8 stig í október sl. og hækkaði um 0,2% frá sept- ember. Á sama tíma hækkaði sam- ræmda vísitalan fyrir Ísland um 0,4%. Frá október 2001 til jafnlengdar ár- ið 2002 var verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, 2,1% að meðaltali í ríkjum EES, 2,3% á evrusvæðinu og 3,0% á Íslandi. Í frétt frá Hagstofu Íslands kemur fram að mesta verðbólga á evrópska efnahagssvæðinu á þessu tólf mán- aða tímabili var á Írlandi 4,4% og í Portúgal 4,1%. Verðbólgan var minnst, 1,3%, í Þýskalandi og í Belg- íu. Verðbólgan mest á Írlandi ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.