Morgunblaðið - 20.11.2002, Side 18
ERLENT
18 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
GRÍSKA olíuskipið Prestige sökk í
gær í hafið um 250 km undan norð-
vesturströnd Spánar, en fyrr um
daginn hafði skipið liðast í sundur.
Þúsundir tonna af olíu fóru þar með í
hafið en óttast er að mengunin, sem
af muni hljótast, valdi einu versta
umhverfisslysi í heiminum um
margra áratuga skeið.
Spænsk stjórnvöld sögðu reyndar
of snemmt að segja til um það hvort
afgangurinn af 70 þúsund tonnum af
olíu, sem var í lestum skipsins,
myndi leka úr skipinu og menga
strendur Spánar á stóru svæði. Er
vonast til að sum af geymsluhólfum
lesta skipsins haldist lokuð en það
myndi draga verulega úr olíumeng-
un. Ljóst er einnig að vindáttir munu
ráða því hversu mikið magn olíu rek-
ur á fjörur.
Slæmt veður í gærmorgun olli því
að Prestige liðaðist í sundur en sex
dagar voru þá liðnir frá því að rifa
kom á síðu þess og olía byrjaði að
leka frá því. Liðsmenn spænska sjó-
hersins hafa unnið að því hörðum
höndum undanfarið að hreinsa
strendur landsins í norðri en Mar-
iano Rajoy, aðstoðarforsætisráð-
herra Spánar, sagði í gær að um sex
þúsund tonn af olíu hefðu lekið frá
skipinu fyrstu dagana. Síðan þá hefði
hins vegar ekki verið um frekari leka
að ræða.
Talsmenn umhverfisverndarsam-
takanna Greenpeace voru öllu svart-
sýnni. „Þetta gæti orðið eitt versta
olíumengunarslysið í marga ára-
tugi,“ sagði Fabrizzio Fabri, vísinda-
forstjóri hjá Greenpeace á Ítalíu.
Hann varaði við því að enn gæti mik-
ið magn olíu lekið frá Prestige.
Michel Girin, forstjóri frönsku
rannsóknarstofnunarinnar CEDRE,
sagði að afar erfitt yrði að hreinsa
upp olíuleka sem þennan; olían guf-
aði ekki upp og ekki heldur væri um
það að ræða að straumar sjávar
næðu að vinna á henni.
Mörg svæði háð sjávarútvegi
Umhverfisverndarsinnar segja að
meira en 250 fuglar af átján fuglateg-
undum hafi þegar fundist dauðir við
ströndina í Galisíu. Fiskveiðar hafa
verið bannaðar á þessu hafsvæði og
þá hafa spænsk stjórnvöld einnig
bannað skelfiskatínslu – en lífsaf-
koma margra í þessum hluta Spánar
er háð sjávarútvegi og fiskvinnslu.
Raunar er Galisía það hérað í Evr-
ópusambandinu sem hlutfallslega er
hvað mest háð fiskveiðum; um 120
þúsund manns vinna í fiskvinnslu í
héraðinu. Þá óttast menn að það hafi
afar slæm áhrif á ferðamannaþjón-
ustuna á þessu svæði ef olía rekur á
fjörur en þarna er að finna falleg
kóralrif, mikla flóru sjávarfugla og
náttúrufegurð.
Portúgölsk yfirvöld fylgjast
grannt með olíubrákinni sem er 36
km að lengd og 500 metrar að breidd.
Þá hafa menn einnig af því áhyggjur
í Frakklandi að olíurákin berist á
þeirra fjörur. Sérfræðingar segja þó
líklegt að hagstæð vindátt muni
a.m.k. koma í veg fyrir að olía úr flaki
Prestige berist á fjörur Portúgals
fyrr en á fimmtudag.
Prestige sigldi undir fána Bah-
ama-eyja en var smíðað í Japan árið
1976. Virðist sem það hafi ekki verið
skoðað síðan 1999, en þá kvörtuðu
hafnaryfirvöld bæði í Rotterdam og
New York yfir því að talsvert vantaði
upp á að öryggisviðbúnaður þess
teldist viðunandi.
Fóru fulltrúar framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins fram á
það í gær að ESB-ríkin tækju þegar í
stað upp reglur um öryggi á hafi úti,
sem settar voru eftir að olíuskipið
Erika sökk undan ströndum Frakk-
lands árið 1999.
Fari svo að öll olían leki úr Prest-
ige mun lekinn verða um tvöfalt
meiri en olíulekinn frá Exxon Valdez
úti fyrir strönd Alaska árið 1989.
Gríska olíuskipið Prestige sokkið í tveimur hlutum um 250 km undan Atlantshafsströnd Spánar
70.000 tonn af olíu
sukku með skipinu
La Coruna, Lissabon. AFP.
APOlíuskipið Prestige sekkur eftir að það liðaðist í sundur í gær.
<>B4+=7B= C7=38 $D83>;E
!"#$
%
&
'&%
&
!
()$ #
%#'
* $
(
)
+
&
,
!
"
# $
#
#%$
&'
#
&
-&
'&
,( )
" ) "
*# +
" $ , &
-./+
"%
#!
$
, &
.'&
!"
# +
&
,0
#
1
!
"
2#
&34 %
) &
#
,0
%
"!4*
%
"! 1
&
#'"&/
$"$
+
&
,
"
!
# $
#
#%$
&5,!#!
6%
6
# $
11,&
-&
'&
,7+
"6%
6
&
-!
$
,/66 % #
, !
&
)
+
&
,8, #66% &
-&
'&
,/66
$"
) "%
*# +
&
&/
%&
$
-&
'&
,9
"
&
EVRÓPUSAMBANDINU ber
skylda til að viðurkenna að það ber
nokkra ábyrgð á þeirri þröngu
stöðu sem Ísland er í gagnvart sam-
bandinu. Í því felst að sambandið
viðurkenni sérstakar aðstæður Ís-
lands og leggi sig fram um að finna
lausnir sem taki mið af þeim. Þetta
segja höfundar bókar sem gefin var
út í London í gær. Bókin ber heitið
Forgotten Enlargement (Stækkun
sem gleymdist), þar sem fjallað er
um framtíðarsamskipti ESB við Ís-
land, Noreg og Sviss, vaxandi ein-
angrun þessara ríkja á vettvangi
Evrópusamstarfsins og möguleika
á aðild þeirra að sambandinu.
Varar ESB við að beita harðri
pólitík gagnvart Íslandi
Aðalhöfundur bókarinnar er
Diana Wallis, breskur þingmaður á
Evrópuþinginu og varaforseti
nefndar Evrópuþingsins sem fjallar
um Evrópska efnahagssvæðið. Að
sniðganga Ísland eða ætla að beita
harðri pólitík gagnvart Íslandi á
sama tíma og því er lýst sem sið-
ferðilegri og sögulegri skyldu að
veita ríkjum Austur-Evrópu inn-
göngu í sambandið, er brot á þeim
grundvallargildum sem Evrópu-
sambandið byggist á, segir Wallis í
bókinni.
Fjallar hún ítarlega um aðstæður
á Íslandi og stöðu Evrópuumræð-
unnar á hér á landi. Í formála bók-
arinnar segist Wallis hvorki sem
stjórnmálamaður né þingmaður á
Evrópuþinginu geta horft þegjandi
upp á hvernig lýðræðið
fari sífellt minnkandi í
EFTA/EES-ríkjunum
í samskiptum þeirra við
ESB. EES-löndin hafi
lítil sem engin áhrif á
mótun reglna sem sam-
þykktar séu á vettvangi
ESB sem þeim beri svo
að innleiða sem lög skv.
skuldbindingum EES-
samkomulagsins.
Gangi stækkunarferli
Evrópusambandsins til
austurs samkvæmt
áætlun verði sú staða
uppi árið 2004 að Pól-
verjar, Eistlendingar
og Kýpurbúar hafi meiri áhrif á
stóran hluta þeirrar löggjafar sem
tekin verði upp á Íslandi og í Noregi
en kjósendur þessara landa.
Getur gegnt lykilhlutverki í
stækkun ESB til vesturs
Wallis segir að í dag beinist öll at-
hygli Evrópusambandsins að
stækkuninni í austur. Engu að síður
sé ljóst að Ísland hafi mun meira
fram að færa á vettvangi ESB en al-
mennt sé viðurkennt. Hún segir vel
mögulegt að Ísland geti gegnt lyk-
ilhlutverki í framtíðarsamskiptum
ESB við EFTA/EES-löndin og
mögulegri útvíkkun ESB ,,til vest-
urs“. Ísland sé eina ríkið í þessum
hópi sem aldrei hafi lagt fram um-
sókn um aðild að sambandinu. Ís-
land gæti verið lykillinn að því að
Evrópusamstarfið nái í framtíðinni
einnig yfir norðvest-
urvæng Evrópu.
Þýðingarmikil land-
fræðileg staða Ís-
lands í Norður-Atl-
antshafi verði sífellt
mikilvægari fyrir
Evrópusambandið
eftir því sem hlut-
verk þess á sviði
varnarmála fari vax-
andi.
Hún segir að
framlagi Íslands til
hinnar sameiginlegu
utanríkis- og örygg-
ismálastefnu yrði án
nokkurs vafa vel
tekið á vettvangi ESB.
Wallis segir mögulega stækkun
Evrópusambandsins í norðvestur
hvorki þurfa að verða erfiða né
sársaukafulla. Flókin úrlausnarefni
á flestum sviðum séu í höfn þar sem
Ísland sé þegar hluti af innri mark-
aðnum og hafi innleitt 80% tilskip-
ana Evrópusambandsins í lög.
Sumir haldi því fram að sameig-
inleg sjávarútvegsstefna ESB sé og
verði óyfirstíganleg hindrun en
þegar saman fari sameiginleg sjón-
armið og hagsmunir sé án nokkurs
vafa unnt að finna sameiginlega
lausn. Ákvörðunin er Íslendinga,
segir hún, en minnir jafnframt á að
ef Íslendingar verði reiðubúnir að
skoða Evrópusambandsaðild af al-
vöru þurfi ESB líka að axla sína
ábyrgð, sér í lagi framkvæmda-
stjórnin.
Evrópuþingmaður fjallar um Ísland og ESB í nýrri bók
Diana Wallis
ESB axli ábyrgð og við-
urkenni sérstöðu Íslands
LIÐSMENN Verkamannaflokksins
kusu sér leiðtoga í gær og bentu
kannanir til þess að borgarstjórinn í
Haifa, Amram
Mitzna, myndi
sigra með yfir-
burðum. Mitzna
er fyrrverandi
hershöfðingi og
eindreginn tals-
maður friðarvið-
ræðna án skilyrða
við Palestínu-
menn. Hann vill
að Ísraelar hverfi
að mestu frá hernumdu svæðunum
og leggi af svonefndar landnema-
byggðir á svæðunum. Núverandi
leiðtogi flokksins, hinn 66 ára gamli
Binyamin Ben-Eliezer, var þar til
fyrir skemmstu varnarmálaráðherra
í samsteypustjórn hægrimannsins
Ariels Sharons. Hann dró sig og
flokkinn úr stjórn eftir samstarf í
rúmlega hálft annað ár vegna deilna
við Sharon um fjárframlög til land-
nemabyggðanna sem hann vildi að
yrðu fremur notuð til að bæta kjör fá-
tækra. Þriðji frambjóðandinn, miðju-
maðurinn Haim Ramon, var sagður
hafa litla möguleika á sigri og var
spáð innan við tíu af hundraði í könn-
unum.
Þingkosningar verða í Ísrael í jan-
úar og er Verkamannaflokknum spáð
afhroði, hann sagður fá 19 þingsæti
en flokkurinn er nú með 25 sæti. Lik-
ud-flokki Sharons er á hinn bóginn
spáð miklum sigri og hann talinn fá
allt að 35 sæti en alls eru 120 sæti á
ísraelska þinginu, Knesset. Ben-Elie-
zer segir að eina von Verkamanna-
flokksins sé að hann, Ben-Eliezer,
haldi völdum því að hann einn geti
höfðað til miðju- og hægrisinna í
landinu sem hefur vaxið mjög ásmeg-
in í kjölfar átakanna við Palestínu-
menn undanfarin tvö ár og vonbrigða
með Óslóarsamkomulagið frá 1993.
Um 150.000 skráðir Verkamanna-
flokksmenn áttu rétt á að greiða at-
kvæði í kosningunum í gær en að
sögn fréttavefjar BBC er algengt í
Ísrael að fólk skrái sig í stjórnmála-
flokk fyrir slíkar kosningar en hverfi
síðan úr honum að þeim loknum.
Dagblaðið Maariv birti könnun á
mánudag og fékk Mitzna þar 56%
stuðning, Ben-Eliezer 25% og
Ramon 6%.
Stjórnaði hernum
á Vesturbakkanum
Mitzna vill að flokkurinn haldi
tryggð við hugmyndirnar að baki
Óslóarsamningunum og segist vera
andlegur arftaki hins myrta forsætis-
ráðherra Verkmannaflokksins,
Yitzhaks Rabins.
Mitzna er 57 ára gamall, hann var
um hríð yfirmaður herja Ísraels á
Vesturbakkanum. Er Sharon, sem þá
var varnarmálaráðherra, gaf skipun
um innrás í Líbanon árið 1982 gagn-
rýndi Mitzna af hörku stefnu ráð-
herrans. Hann neitaði á sínum tíma
að taka þátt í samsteypustjórninni
með Sharon en var lítt þekktur í ísr-
aelskum stjórnmálum þar til á þessu
ári. Mitzna þykir hafa staðið sig vel
sem borgarstjóri í Haifa en þar býr
margt Palestínumanna.
Mitzna spáð sigri í flokksleiðtogakjöri
Vill að Ísraelar yf-
irgefi strax Gaza
Rishon Letzion í Ísrael, Jerúsalem. AP, AFP.
Amram Mitzna