Morgunblaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 21 HVER tekur við æðstu völdum í Írak ef Saddam Hussein forseti missir taumana úr hendi sér eða er drepinn? Margt bendir nú til þess að það verði yngri sonur hans, Qusai, sem er 36 ára gamall og lítið er vitað um, að sögn The Los Ang- eles Times. Hann er lágvaxinn, þrekinn og með þykkt yfirskegg, fáir Írakar myndu þekkja hann á götu. Sjaldan er vitnað í hann í fjöl- miðlum, hann er aldrei sýndur í sjónvarpi, aldrei tekið við hann við- tal, hann flytur aldrei ræðu, er sagður þjást af stami. En síðustu árin hefur Qusai orðið æ valda- meiri á kostnað eldri bróðurins, Uday, og er nú sagður yfirmaður leyni- og öryggisþjónustunnar og þar að auki úrvalshersveita Sadd- ams, Lýðveldisvarðarins. Banda- rískir embættismenn telja einnig að Qusai stjórni umfangsmiklu og afar gróðavænlegu smygli í trássi við viðskiptabann Sameinuðu þjóð- anna. Ekki skiptir litlu að verði Sadd- am ófær um að gefa fyrirskipun um að beita ger- eyðingarvopnum sem talið er að Írakar ráði yfir fellur það senni- lega í hlut Qusais. Fram kom í opin- berri skýrslu breskra stjórnvalda nýlega að Íraksforseti væri líklega búinn að skipa Qusai yfirmann efna- og sýklavopna ríkisins. Bandarískur embættismaður segir að Qusai sé talinn tryggur föður sínum og hon- um yrði því hlýtt, Qusai sé mik- ilvægur þáttur í áætlunum sem fylgt verði ef eitthvað óvænt gerist. Vel þjálfað lið Lýðveldisvörðurinn er vel þjálf- aður og öflugum vopnum búinn, hann á að gæta öryggis Saddams en einnig sér hann um að fela ger- eyðingarvopnin og búnað sem þeim tengist. En myndi Qusai nota vopnin ef til átaka kæmi? Terrance Taylor var áður í liði vopnaeftirlits- manna SÞ í Írak en er nú yfirmað- ur deildar Alþjóðahermálastofnun- arinnar (IISS) í Bandaríkjunum. Hann segir að leiðtogar Íraka séu ekki eins og talíbanar, knúnir áfram af trúarofstæki. „Valdaklík- an er veraldlega þenkjandi, af sömu gerð og mafían. Þeir vilja lifa af. Þess vegna munu þeir reyna að semja,“ segir Taylor. Qusai mun hafa frá því um 1995 verið leiðtogi um 2.000 manna liðs sem ætlað var að hindra með ýms- um hætti starf vopnaeftirlitsmann- anna sem þá voru að störfum á vegum SÞ í Írak. Einn hópur úr liði forsetasonarins kom af stað umferðarteppu og öðrum slíkum atburðum til að tefja fyrir eftirlits- mönnunum, á meðan flýtti annar hópur sér að fjarlægja skjöl, tæki og fleira sem eftirlitsmennirnir voru að leita að. Heimildarmenn segja að Qusai sjáist oft í bak- grunninum á ljósmyndum af eft- irlitsmönnunum á vettvangi. Hann hafi verið í íraskri nefnd sem ákvað hvað skyldi sýna eftirlitsmönnum SÞ og hvað skyldi fela fyrir þeim. „Hann var á kafi í þessu,“ segir einn heimildarmaðurinn. Auk þess að stýra Lýðveldis- verðinum og leyniþjónustunni er Qusai einnig yfirmaður norður- hersins sem líklega er ætlað að verja Bagdad fyrir árásum frá hér- uðum Kúrda í norðri. Undir Qusai heyrir Mukhab- arat, öflugasta lögreglustofnunin og sú sem allir landsmenn óttast mest. Mannréttindanefnd SÞ, Amnesty-samtökin og fleiri mann- réttindasamtök hafa sakað Muk- habarat um að pynta fólk sem grunað er um andóf gegn stjórn- völdum. Fyrrverandi félagi Mukh- abarat, Khalid al-Janabi, tjáði rannsóknarmönnum SÞ í fyrra að liðsmenn sérdeildar Mukhabarat hefðu beitt því ráði að nauðga ætt- ingjum hinna grunuðu og sýnt hin- um síðarnefndu myndbandsupp- tökur af glæpunum til að tryggja að þeir yrðu samvinnuþýðir. Ekki allir sáttir Vegur Qusais óx mjög í maí 2001 er hann var kjörinn í aðalstjórn Baath-sósíalistaflokksins sem ræð- ur yfir landinu. Kosningin var leynileg og Uday var ekki kjörinn í stjórnina. Sagt er að margir Írakar hafi orðið undrandi er sjónvarpið skýrði frá kjöri Qusais og ekki voru allir sáttir. Í skýrslu frá SÞ segir að íraskar öryggissveitir hafi tekið af lífi háttsettan músl- ímaklerk úr röð- um shíta, Huss- ein Bahar al-Uloom, fyrir að neita „að láta opinberlega í ljós fögnuð“ yfir valinu á Qusai. Er Qusai örugglega hollur föð- urnum? Judith Yaphe, sérfræðing- ur í málefnum Íraks og fyrrver- andi greinandi hjá bandarísku leyniþjónustunni, CIA, segir að Qusai gæti dottið í huga að grafa undan valdi föðurins. „Hann [Saddam forseti] vill ekki að son- urinn verði of valdamikill, þá gæti hann farið að hugsa: „Vaá, ef ég bara losnaði við pabba…“ Maður eins og Saddam Hussein hlýtur að hugsa á þessum nótum,“ sagði Yaphe. Eldri sonurinn, Uday, var lengi talinn líklegri arftaki en hann ræð- ur yfir voldugum fjölmiðlum. Hann er 38 ára gamall, alræmdur fyrir skapofsa og sagður vera eini mað- urinn sem venjulegir Írakar óttast ef til vill enn meira en föðurinn. Ár- ið 1996 var reynt að myrða Uday í skotárás og er hann sagður hafa særst illa. Barsmíðar í „Rauða herberginu“ Hann berst mikið á, ekur um á rauðum Porsche-bíl, er leiðtogi stúdentasamtaka, lögfræðinga- félagsins og forseti írösku ólymp- íunefndarinnar. Írakar vilja fá að halda sumarleikana árið 2012 og eru byrjaðir að reisa í Bagdad nýj- an leikvang sem tekur 100.000 manns í sæti. Mannréttindasamtök segja að Uday stjórni liði svartklæddra herlögreglumanna er nefndir séu Píslarvottar Saddams. „Píslarvott- arnir“ eru sagðir hafa rifið tung- una úr meintum óvinum og notað sverð til að taka fórnarlömb sín af lífi við heimili þeirra. Einnig er Uday sagður ráða yfir eigin pynt- ingarklefa, Rauða herberginu svo- nefnda, í húsi nokkru við Tígris- fljót. Hann hefur refsað íröskum íþróttamönnum hart fyrir að tapa í keppni og beitt til þess barsmíðum, húðstrýkingu og látið sökkva þeim í holræsi. Er þetta haft eftir tveim- ur landsliðsmönnum í knattspyrnu sem flýðu land. Yngri sonur Saddams eykur völd sín Qusai Hussein stýrir nú nokkrum mikilvægustu valdastofnunum í Írak ’ Valdaklíkan erveraldlega þenkj- andi, af sömu gerð og mafían. ‘ ÞAÐ var Colin Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sem sannfærði George W. Bush Bandaríkjaforseta um nauðsyn þess að láta Sameinuðu þjóðirnar taka á málefnum Íraks en hugmyndir Powells mættu harðri mótstöðu innan Bandaríkjastjórnar, einkum hjá Dick Cheney varaforseta. Þetta er fullyrt í nýrri bók frétta- hauksins Bobs Woodwards, „Bush at War“, sem kemur út á næstunni. Í bókinni segir Woodward að Powell hafi þrýst mjög á forsetann að fá ör- yggisráð SÞ til að samþykkja nýja og herta ályktun um afvopnun Íraks áð- ur en sá möguleiki væri hugleiddur, að Bandaríkin réðust einhliða gegn Írak. Erfitt að eiga við Cheney Woodward, sem starfar hjá The Washington Post, byggir í bók sinni á viðtölum við helstu forystumenn Bush-stjórnarinnar – þ.á m. Bush sjálfan – sem og á fundargerðum frá þeim fjölda funda sem haldnir voru um þessi mál í Hvíta húsinu. Er þar rakið hvernig Powell annars vegar, og þeir Cheney og Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra hins vegar, berj- ast stöðugt um ítök og áhrif hjá for- setanum. Staðfesta lýsingar Wood- wards að þeir Cheney og Rumsfeld séu mun herskárri en hinn hófsami Powell. Powell reyndi fyrst að telja Bush á sitt mál á einkafundi sem hann átti með forsetanum og Condoleezzu Rice þjóðaröryggisráðgjafa 5. ágúst sl. Fundurinn stóð í um tvær klukku- stundir en á honum sagði Powell að einhliða árás Bandaríkjanna á Írak myndi hleypa öllu í bál og brand í Mið-Austurlöndum, draga úr líkum á því að ná mætti árangri í baráttunni gegn alþjóðlegum hryðjuverkum og valda efnahagslegum glundroða, enda myndi olíuverð á heimsmarkaði óhjákvæmilega hækka verulega. „Það er voða gaman að geta sagt að við séum færir um að gera þetta einir og sér,“ sagði Powell við Bush, „en reyndin er sú að við getum það ekki.“ Woodward heldur því fram að Pow- ell hafi sannfært Bush um að enn mætti ná fram sátt meðal þjóða heims um nauðsyn þess að afvopna Írak og draga þannig úr þeirri hættu sem stafaði af Saddam Hussein Íraksfor- seta. Varð þetta til þess að Powell deildi hart við Cheney á fundum þjóð- aröryggisráðs Bandaríkjanna á næstu vikunum en að sögn Wood- ward var Cheney „staðráðinn í að lát- ið yrði til skarar skríða gegn Hussein. Það var eins og ekkert annað skipti máli“. Þá mun Cheney hafa fullyrt að þær áhyggjur, sem Powell hefði, „skiptu engu máli“. Powell bar hins vegar sigur úr být- um í þessum átökum við „haukana“ í stjórninni og 12. september flutti Bush ræðu fyrir allsherjarþingi SÞ þar sem hann hvatti til að samfélag þjóðanna tæki á málinu. Afraksturinn varð síðan ljós um sjö vikum seinna, þegar öryggisráðið samþykkti nýja ályktun um vopnaeftirlit í Írak. Bob Woodward skrifar um deilur innan Bandaríkjastjórnar AP Þríeykið George W. Bush Bandaríkjaforseti, fyrir miðju, utanríkisráðherr- ann Colin Powell (t.v.) og varnarmálaráðherrann Donald H. Rumsfeld. Powell tókst að fá Bush á sitt band Washington. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.