Morgunblaðið - 20.11.2002, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 20.11.2002, Qupperneq 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ STEFNA fræðsluyfirvalda í Reykja- vík er að faglært fólk starfi í eldhús- um grunnskóla borgarinnar. Þetta segir Þröstur Harðarson, matsveinn í Háteigsskóla, sem tekur undir gagnrýni Manneldisráðs um að ekki sé nægjanlegt að bjóða börnum á skólaaldri upp á bláberjasúpur og tvíbökur í hádegismat eins og sums staðar er raunin. Fyrir utan matseldina í Háteigs- skóla starfar Þröstur fyrir fræðslu- yfirvöld í borginni þar sem hann sit- ur fundi með arkitektum og leiðbeinir um réttan búnað í ný skólaeldhús og þau sem verið er að endurbæta. Gagnrýni Manneldisráðs gengur út á að það vanti fagmenntað fólk í skólaeldhúsin sem leiði aftur til þess að maturinn, sem boðið sé upp á, sé oft á tíðum ekki nægilega nær- ingarríkur. „Það er fullur skilningur og vilji fræðsluyfirvalda í Reykjavíkurborg til að ráða fagmenntaða einstaklinga í þessi störf enda gengur ekki annað því þetta eru fleiri hundruð máltíðir,“ segir Þröstur. „Þannig að það strandar ekki á vilja þeirra heldur annars staðar.“ Mikilvægt að sækja námskeið Hann heldur að ekki sé erfitt að fá fagmenntað fólk í þessi störf. „Þetta eru skemmtileg, spennandi, gefandi og ögrandi störf og ég get ekki séð að þar sem ný eldhús hafa verið tekin í notkun hafi verið vandamál að fá fag- lært fólk til starfa.“ Þá bendir hann á mikilvægi þess að þeir, sem taki þessi störf að sér, séu duglegir að sækja sér fróðleik. „Þeir þurfa að sækja þau námskeið sem eru í boði og jafnvel mættu stétt- arfélög viðkomandi fagmanna bjóða upp á regluleg námskeið. Það eru alltaf að koma nýjar og nýjar kröfur og það nýjasta er að það þarf að elda öðruvísi mat fyrir fólk með mismun- andi trúarbakgrunn enda er ekki hægt að neita sumum um mat frekar en öðrum.“ Þröstur tekur undir gagnrýni Manneldisráðs um að lítið næringar- gildi sé í bláberjasúpum og tvíbökum og segir að hið sama gildi um stafa- súpur, sem víða eru vinsælar. „Stafa- súpur eru ekki sniðugur matur, hann er næringarlítill og í þessum súpum er líka mikið salt en í bláberjasúp- unum er hins vegar mjög mikill syk- ur. Svo er allt of mikið um að börn séu að borða sætar mjólkurvörur og þar þarf Mjólkursamsalan einfald- lega að taka sig á.“ Venjulegur heimilis- matur bestur Aðspurður segist Þröstur ekki vita hversu víðtækt það er að ekki sé boð- ið upp á nægjanlega næringarríkan mat. Hann viti þó af því að í Hafn- arfirði, þar sem börnin hans sækja skóla, sé matur á borð við stafasúpur, oft á borðum. Að hans mati er hins vegar best að bjóða upp á venjulegan heimilismat í skólum og segir hann það stefnu fræðsluyfirvalda. Sjálfur segist Þröstur leggja áherslu á að vera með fisk tvisvar í viku, kjötmáltíð tvisvar og spónamat, grauta og súpur, einu sinni í viku. Aðaldrykkurinn er svo íslenska vatn- ið. Vissulega geti börn í dag verið miklir gikkir en það sé þó misskiln- ingur að ekki sé hægt að bjóða þeim upp á venjulegan mat. „Það borgar sig aldrei að bjóða börnum á aldr- inum sex til níu ára upp á flókinn disk. Ef maður er með fisk þá borgar sig að vera bara með kartöflur, fisk- inn, gulrætur eða eina tegund af grænmeti í einu og svo tómatsósu- klessu eða eitthvað annað sem þau geta difið í. Svo þegar krakkarnir fara upp á miðstig fer ég að bjóða þeim upp á meiri fullorðinsmat eins og lauksmjör og heitar sósur.“ Stefnan er að ráða faglært starfsfólk í skólaeldhúsin Reykjavík Morgunblaðið/Sverrir Krakkarnir í Háteigsskóla voru hæstánægðir með íslenska lambakjötið á dögunum þegar landbúnaðarráðherra var boðið þangað í hádegismat. Matsveinn skólans segir einfaldar máltíðir mikilvægar fyrir yngstu börnin. CAFÉ Kristó er nýtt heiti á kaffihúsi á Garðatorgi en eigandi þess er þó enginn nýgræðingur í faginu. Krist- jana Geirsdóttir, eða Jana Geirs eins og flestir þekkja hana, hefur verið í bransanum í yfir 20 ár en er nú loks komin með veitingarekstur á heima- slóðunum í Garðabæ. Jana og fjölskylda hennar tóku við rekstrinum 1. nóvember síðast- liðinn en það var ekki fyrr en um liðna helgi sem haldið var upp á það með pompi og prakt. Nafn staðarins er ekki vísun í nafn Jönu, eins og margir gætu haldið, heldur upplýsir hún að það sé fengið frá barna- barninu Kristófer. Staðurinn er opinn frá morgni til kvölds en afgreiðslutíminn var lengdur þegar nýir eigendur tóku við honum. „Það var alltaf lokað klukkan sex á kvöldin en við erum með opið frá níu til miðnættis alla daga nema um helgar en þá erum við með opið frá tólf til miðnættis,“ segir Jana. Þá hafa menningarkvöld á Kristó síðustu fimmtudaga vakið athygli og meðal annars hlaut frumraun bæjarstjórans sem tískusýning- ardama í síðustu viku umfjöllun fjöl- miðla. „Það hafa verið hérna 6–700 manns á torginu á þessum kvöldum og verið alveg frábær stemmning. Þannig að við ætlum að reyna að halda áfram að vera með einhverjar uppákomur – manni finnst að Garðbæingar vilji fá meira fjör í bæ- inn,“ segir Jana og hlær. Hún bendir á að næstkomandi fimmtudag verð- ur síðasta menningarkvöldið í þess- ari röð en þá mun Tríó Ragnheiðar Gröndal djasssöngkonu troða upp á Café Kristó. Gaman að þekkja alla Jana bendir á að fótboltaaðdá- endur hafi ástæðu til að gera sér ferð á Kristó því fótboltaleikir eru sýndir beint á 60 tommu risaskjá. „Þá kemur fólkið úr Stjörnunni og allir hinir í Garðabænum,“ segir hún og hljómar eins og hún þekki hvern og einn þeirra. Í ljós kemur að það er ekki svo fjarri lagi. „Ég er nátt- úrlega Garðbæingur frá því ég var sex ára og þótt ég hafi flutt síðan þá eru pabbi og mamma hérna ennþá og öll fjölskyldan mín. Það er líka svo gaman að þekkja alla, krakk- arnir sem voru með mér í skóla eru allir komnir hingað aftur þannig að maður er í því að heilsa fólki hérna.“ Jana gæti haft ástæðu til að heilsa fólki af öðrum ástæðum því líklega hefur hún kynnst mörgum á löngum ferli sínum í veitingarekstri. „Ég er búin að vera í þessu í tuttugu og…almáttugur…það eru komin 22 ár,“ segir hún og virðist vantrúuð á að þessir útreikningar standist. Þá hefur maðurinn hennar, Tómas Freyr Marteinsson, verið viðloðandi veitingarekstur í um áratug. En hafa orðið miklar breytingar á veitingarekstri á þessum tíma? „Eft- ir að bjórinn kom er miklu meira um að fólk fari út á kvöldin og fái sér einn öl eða rauðvínsglas. Og nú þeg- ar við erum hér í bæjarfélaginu á ég von á því að fólk komi hingað í göngutúr og heilsi upp á mann og fái sér eitthvað létt og gott í leið- inni.“ „Finnst að Garðbæingar vilji meira fjör í bæinn“ Garðabær Morgunblaðið/Þorkell Jana Geirs ásamt manni sínum, Tómasi Frey Marteinssyni (t.h.), og börn- um sínum, Geir Ólafi Sveinssyni og Írisi Hervöru Sveinsdóttur. NIÐURSTAÐA nýrrar úttektar á fjárhagsstöðu Seltjarnarnessbæjar er að bæjarsjóður standi traustum fótum en hlutfall rekstrar af tekjum bæjarins hefur verið á bilinu 72 – 86 prósent síðastliðin 10 ár. Áætlað hlutfall rekstrar er í ár um 86 pró- sent en bæjarstjóri bendir á að væru heimildir bæjarins til gjaldtöku full- nýttar væri þetta hlutfall um 78 pró- sent. Málið kom til umræðu á fundi bæj- arstjórnar í síðustu viku en að sögn Jónmundar Guðmarssonar bæjar- stjóra er nýlokið úttekt endurskoð- unarfyrirtækisins Grand Thornton á fjárhagsstöðu bæjarins. Búið er að kynna skýrsluna í fjárhags- og launanefnd bæjarins en þar sem ekki er búið að kynna skýrsluna formlega í bæjarstjórn vill Jónmundur ekki tjá sig um hana að sinni. Í bókun hans frá bæjarstjórnar- fundinum kemur þó fram að hlutfall rekstrar af tekjum bæjarins síðast- liðin 10 ár hafi verið á bilinu 72 – 86 prósent sem sé ýmist langt undir eða rétt yfir almennum viðmiðunar- mörkum í rekstri sveitarfélaga. Að- spurður segir hann að áætlað sé að þetta hlutfall verði um 86 prósent á yfirstandandi ári og í yfirstandandi fjárhagsáætlunargerð sé stefnt að svipuðu hlutfalli. Þá segir í bókun Jónmundar að ef gjaldtökuheimildir bæjarsjóðs væru fullnýttar hefði tekjuaukning ársins 2002 getað numið allt að 136 millj- ónum króna. Það hefði þýtt að hlut- fall rekstrarins væri um 78 prósent í endurskoðaðri áætlun. „Fyrir slík- um álögum er ekki áhugi,“ segir í bókuninni. Ný greinargerð um stöðu bæjarsjóðs Fjárhags- staða bæj- arins traust Seltjarnarnes FYRSTA skóflustungan að 60 rýma hjúkrunarálmu fyrir aldraða við Hrafnistu var tekin í gær. Skóflu- stunguna tóku þau Herbert Guð- brandsson, fyrrverandi sjómaður, og Guðrún Sigurðardóttir, fyrrverandi verslunarmaður, en bæði eru þau heimilisfólk á Hrafnistu. Það var Arnarverk ehf. sem átti lægsta tilboðið í verkið en gert er gert ráð fyrir að húsið verði tekið í notkun um mitt ár 2004. Heildar- kostnaður við verkið er áætlaður um 800 milljónir. Þá er ráð fyrir því gert að heilsugæslustöð fyrir Voga- og Heimahverfi verði í nýja húsinu. Lægsta tilboð tæpar 11 milljónir Kostnaðaráætlun fyrir jarðvinnu við hjúkrunarálmuna hljóðaði upp á 16,5 milljónir króna en lægsta tilboð, tilboð Arnarverks ehf., er upp á tæp- ar 11 milljónir, eða 65% af kostnað- aráætlun. Hæsta tilboð í verkið var upp á rúmar 28 milljónir króna. Sjómannadagsráð mun byggja og reka hjúkrunarálmuna en Fram- kvæmdasjóður aldraðra leggur til 40% af byggingarkostnaði og Reykjavíkurborg 30%. Reksturinn verður fjármagnaður með daggjöld- um frá ríkinu. Hjúkrunarálman verður við Brúnaveg á suðaustur- hluta lóðar Hrafnistu í Reykjavík. Um er að ræða þriggja hæða byggingu með kjallara og um 5.700 fermetrar að flatarmáli. Í álmunni verða sextíu 25 fermetra einstak- lingsherbergi með salerni og baði. Í fréttatilkynningu frá Hrafnistu segir að yfir 300 einstaklingar séu í brýnni þörf fyrir að komast í hjúkr- unarrými nú þegar. Morgunblaðið/Jim Smart Guðrún Sigurðardóttir og Herbert Guðbrandsson, heimilisfólk á Hrafn- istu, taka fyrstu skóflustunguna í sameiningu að nýju hjúkrunarálmunni. Hafist handa við 60 rúma hjúkrunarálmu Vogar/Heimar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.