Morgunblaðið - 20.11.2002, Side 26

Morgunblaðið - 20.11.2002, Side 26
LISTIR 26 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á LAUGAVEGI 26, gengið inn frá Grettisgötu, hafa 12 listamenn og hönnuðir vinnuaðstöðu sem þau kalla Grettisbæli. Þar hefur nú opn- að nýtt sýningarrými undir nafninu Gallerí Glámur. Fyrsta sýningin í galleríinu nefnist „Andlit daganna“ og eru 365 akríl- og pastelmyndir eftir listakonuna Önnu Gunnlaugs- dóttir. Anna hefur einsett sér að mála eina andlitsmynd á dag, hvernig sem aðstæður eru. Stærri myndir, sem ná u.þ.b. 60 x 60 sm, sýnir hún á veggjum gallerísins en minni myndir, sem sumar eru fáein- ir sentimetrar, eru sýndar í bókum. Hugmyndin að gera eitt mynd- verk á dag í einhvern tíma er vel þekkt í listheiminum. Grétar Reyn- isson er sá Íslendingur sem kunn- astur er fyrir slík verk. Þekktastur á alþjóðlegan mælikvarða er jap- anski listamaðurinn On Kawara, sem hefur síðan árið 1966 málað eitt málverk á dag sem sýnir einungis dagsetninguna sem það er málað. Margir vilja kalla verk hans „tíma- málverk“ og er þá litið á allt ferlið sem skrásetningu á tíma. Svipað má segja um eins árs gjörning“ (One year performance) taívanska lista- mannsins Tehching Hsien sem í eitt ár skráði hvern einasta heila tíma með stimpilklukku, fékk þar af leið- andi ekki meira en 59 mínútna svefn í senn það árið. Hsien bjó einnig eitt árið í búri og annað ár lifði hann eins og heimilislausir í Manhattan og skráði niður hvernig hann útvegaði sér mat dag hvern og hvar hann fann svefnstað. Í slíkum tilfellum mótar árs verkefnið líf listamannsins og þarf gríðarlegan sjálfsaga til að klára þau. Hjá Önnu er ástæðan frekar sú að halda sér við efnið og markvisst vinna að list- sköpun á hverjum degi. Það er því ástæðulaust að gera mikið úr hug- myndinni að mála eina mynd á dag, en þó gerir hugmyndarleg nálgun hennar við expressjónísk efnistökin málverkin forvitnilegri en ef þau væru marklausar andlitsmyndir í anda gamallar módernískrar list- stefnu. Jafnvel stílbrigði listakon- unnar eru því sem næst fengin að láni frá listamönnum á borð við Kirchner, Heckel, Rottluff, og Nolde og bæta þannig séð engu við. Sem „andlit daganna“ fá myndirnar aftur á móti annað gildi og verða myndræn dagbók þar sem tilfinn- ingarástand listakonunnar eða sjálfsmynd er sett fram í andliti dagsins og sem ein heild eru þau persónuleg skrásetning yfir tímabil- ið. Það eru því árekstrar þessara tveggja ólíku þátta listasögunnar, þ.e. Þýski expressjónisminn og tímaverk hugmyndarlistarmanna, sem bera sýninguna uppi. Þess háttar árekstrar eru reyndar al- gengir í myndlist samtímans og virðist tíðarandinn vera sá að engar heilagar kýr eru í listum lengur. Eldri straumar og stefnur eru end- urskoðaðar, endurunnar og „mix- aðar“ saman líkt og tíðkast hefur í dægurtónlist. Gallerí Glámur, sem er á fyrsta tilraunarstigi, er langt frá því að vera tilbúið undir sýningarhald. Sófi, borð og stólar á miðju gólfinu gera það að verkum að rýmið líkist meira athvarfi fyrir leigjendur Grettisbælis en sýningarsal og margt þarf að bæta í rýminu svo starfsemi gallerísins sé sannfærandi fyrir metnaðarfullt sýningarhald. Andlitsmyndir í eitt ár MYNDLIST Gallerí Glámur Sýningin er opin virka daga frá 11-18 og um helgar frá 14-17. Henni lýkur 24. nóv- ember. AKRÍL- OG PASTELMYNDIR ANNA GUNNLAUGSDÓTTIR Jón B.K. Ransu Nokkur af andlitum Önnu Gunnlaugsdóttur í Galleríi Glámi. R ÓMEÓ og Júlía ganga enn í endurnýjun lífdaga, nú í samstarfsverkefni Vest- urports, Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins. Þetta sí- gilda verk Williams Shakespeares verður sýnt á Litla sviði Borgarleikhússins, og er frumsýn- ing í dag kl. 17.30. Verkið verður flutt í glænýrri þýðingu Hallgríms Helgasonar. Sagan af Róm- eó og Júlíu, frægasta ástarsaga allra tíma, gerist í Veróna á Ítalíu. Tvær voldugar ættir berjast um völd. Hatrið er mikið og sífellt barist. Rómeó læðist á grímudansleik fjölskyldu Júlíu og þau verða ástfangin. Samband þeirra á eftir að hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Þetta er magn- aðasti og merkasti ástarharmleikur mesta leik- skálds allra tíma. Leitað var á mið fjölleikahúss- ins við þessa uppfærslu og var hún að hluta unnin í samvinnu við Circus Circör í Svíþjóð. Með hlutverk elskendanna nafntoguðu fara þau Nína Dögg Filippusdóttir og Gísli Örn Garðarsson, sem jafnframt er annar tveggja leikstjóra sýningarinnar. Ný þýðing Hallgríms Helgasonar Gísli Örn segir að fyrir um tveimur árum hefði hann fengið þá hugmynd að gaman væri að setja upp fjölleikahús og í kjölfarið fór hann að hugsa um hvaða leikrit myndi henta til uppfærslu í þeim farvegi. „Mér datt fyrst í hug að það væri skemmtilegast að eiga við ástarsögu, vegna þess að hún er í eðli sínu ekkert endilega fjölleika- húsvæn; hún er jarðbundin og lýsir ástandi. Mér fannst það tilraunarinnar virði að taka jarð- bundna ástarsögu og reyna að lyfta henni upp í fljúgandi rólur. Þá lá beinast við að taka bara frægustu ástarsögu í heimi. Hallgrímur Helga- son þýddi verkið fyrir okkur og tungumálið sem hann notar er svo annað fjölleikahús út af fyrir sig; þýðingin hans er frábær. Hallgrímur er mjög trúr upprunalega textanum og vann þetta mjög heiðarlega. Atriði sem eru bundin tíð- aranda og tíma Shakespeares þýðir hann þannig að við skiljum þau á sömu nótum. Það á enginn að þurfa að lesa fimm fræðibækur um húmor á dögum Shakespeares til að skilja húmorinn í verkinu.“ Gísli Örn stundaði fimleika á barnsaldri. Hann segir að þegar kom að því að ákveða eitthvað um framtíðina hafi hann stöðugt velt því fyrir sér hvernig hann gæti nýtt þjálfunina úr fimleik- unum í eitthvað annað; – eitthvað sem hægt væri að hafa að lifibrauði. Það blundaði í honum að leiklistin gæti kannski orðið farvegur fyrir þessa líkamlegu þjálfun, en það var ekki fyrr en hann var kominn í Leiklistarskólann að sú hugmynd fór að taka á sig svip. „Mér hefur alltaf fundist gaman að horfa á fólk gera kúnstir sem ég kann ekki, og það er það element sem mig langaði að koma með inn í sýninguna.“ Það er mikið lagt undir til að sýningin geti uppfyllt draum Gísla um að sameina fjölleikahúsið leikhúsinu og segir hann að leikhópurinn sé búinn að vera í fimleika- æfingum hjá fimleikadeild Ármanns síðan í maí. „Ég kallaði líka í nokkra gamla félaga mína úr fimleikunum til að vera með í sýningunni, þannig að þetta verður smákarnival, án þess að við vilj- um yfirkeyra söguna. Í því felst þessi tilraun. Við fengum tvo sirkusmeistara til landsins til að vinna með okkur, þannig að við erum búin að læra margt í loftunum. Ef ég hefði verið með rússneskt sirkusfólk í sýningunni hefði þetta ekki verið neitt mál, en þá er hætt við því að eitt- hvað hefði misfarist í sögunni og túlkun hennar. Ég er með leikara, það tekur auðvitað tíma að þjálfa þá upp, og það er misjafnt hverju menn ná og hvað menn þora. Við erum stundum í tíu metra hæð, og það eitt er nóg til að gera mann sveittan. En hópurinn er allur gíraður inn á þetta, og það, að þetta er nýtt fyrir okkur öll, er stór hluti af uppskerunni fyrir okkur persónu- lega. Við vonum bara að við séum í leiðinni að búa til góða sýningu fyrir áhorfendur.“ Sagan endurtekur sig enn í dag Nína Dögg segir að sér finnist merkilegt að vinna í þessu verki, ekki síst vegna þess að sag- an sé alltaf að endurtaka sig, – líka í nútímanum. „Allt í kringum okkur er verið að drepa fólk sem fær ekki að fylgja kalli ástarinnar. Við getum bara nefnt dæmið frá Svíþjóð í fyrra, þegar tyrknesk stelpa var drepin af föður sínum af því hún braut gegn vilja fjölskyldunnar. Fólk verður bara ástfangið og verður sama um allt annað en ástina, og storkar í leiðinni öllum reglum og hefðum.“ Nína Dögg segir sérstaklega gaman að vinna í sýningu sem þessari, þar sem verið er að prófa nýja hluti. Sjálf þarf hún að sýna lík- amlegar listir. „Herbergi Júlíu er hringróla, og ég þurfti auðvitað að læra að beita allri þeirri tækni sem þarf til að festa mig á fótunum og halda mér fastri. Það tók svolítinn tíma að þora að sleppa höndunum og trúa því að fæturnir héldu, – en það tókst. Ég var búin að æfa helj- arstökk, en hætti við það; – mér fannst það of hættulegt fyrir mig.“ Vakin er athygli á breyttum tíma á frumsýn- ingu í dag. Vegna tæknilegra aðstæðna hefst hún kl. 17.30. Rólandi Rómeó og Júlía í jafnvægiskúnstum Morgunblaðið/Golli Hatursfullir aðstandendur elskendanna Rómeós og Júlíu. Morgunblaðið/Golli Hin ástföngnu í rólunni: Rómeó og Júlía – Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filipp- usdóttir. Leikhús og fjölleikahús sam- einast í ástarsögu allra tíma, Rómeó og Júlíu eftir Shake- speare, sem verður frumsýnd á litla sviði Borgarleikhússins í dag. Bergþóra Jónsdóttir ræddi við aðalleikarana, Gísla Örn Garðarsson og Nínu Dögg Filippusdóttur, um rólur og rómans, en Gísli er jafnframt annar leikstjóra verksins. begga@mbl.is eftir William Shakespeare Þýðing: Hallgrímur Helgason Leikarar: Nína Dögg Filippusdóttir, Gísli Örn Garðarsson, Ingvar Sig- urðsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Ólafur Darri Ólafsson, Ólafur Egill Egilsson, Víkingur Kristjánsson, Árni Pétur Guðjónsson, Erlendur Eiríksson, Jó- hannes Níels Sigurðsson, Kristján Ár- sælsson og Tómas Aron Guðmunds- son Tónlist: Karl Olgeirsson Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen Lýsing: Kári Gíslason Leikmynd: Börkur Jónsson og Finnur Arnar Arnarson Búningar: Þórunn Sveinsdóttir Danshöfundur: Katrín Hall Leikstjórar: Gísli Örn Garðarsson og Agnar Jón Egilsson Rómeó og Júlía

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.