Morgunblaðið - 20.11.2002, Page 28

Morgunblaðið - 20.11.2002, Page 28
LISTIR 28 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIÐFANGSEFNI Kristins Sig- mundssonar óperusöngvara taka til þess helsta sem finna má í óperubók- menntunum og því eru tónleikarnir sem hann og Jónas Ingimundarson héldu í Salnum s.l. mánudagskvöld, eins konar „kontrapunktur“ við allt það stóra sem finna má í óperunum, enda er yfirskrift tónleikanna „uppá- haldslög“. Voldugur raddhljómur, fínlegur söngur, einstaklega skýr framburður, er gaf söngvunum sér- stakt innihald og einstök hljómfylgd Jónasar, var það sem einkenndi þessa tónleika og kom sérstaklega fram í fyrstu viðfangsefnunum, sem voru íslensk söngverk eftir Sigvalda Kaldalóns, Markús Kristjánsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Hamra- borgin, mögnuð sterkum andstæð- um, Ég lít í anda liðna tíð, sungið undurveikt og þótt þú langförull legðir, flutt með skilningi þess sem finnur sig kominn heim, eftir langar fjarvistir. Meistaraverkin eftir Markús, Kvöldsöngur og Minning, voru einstaklega fallega flutt og þar átti Jónas fallegt tóntak í meistar- lega gerðum píanóundirleik Markús- ar og síðast, Sverrir konungur, er var stórbrotinn í túlkun Kristins og samfylgd Jónasar. Þessi leikur Kristins með raddstyrk og blæmót- un átti sér skemmtilega hljóðvist í ítölsku kansónettunuum eftir Sarti, A. Scarlatti, Durante, Tosti, Denza og Galstaldon og mátti þar heyra ótrúlega margbreytilega tónmótun, þó helst væri tekið til raddarinnar í L’ultíma canzone, eftir Tosti og í Musica proibita, eftir Gastaldon Það má segja að söngvari eigi sér mörg andlit og í Oĺ man river (Kern) og Deep river, var hinn dökkbrýndi bassahljómur ráðandi og í írsku lög- unum Danny Boy og The lark in the clear air, naut ljóðasöngvarinn sín í áhrifamikilli túlkun. Lokaviðfangs- efnin voru fimm lög eftir Árna Thor- steinsson, Nótt, Vorgyðjan kemur, Rósin, Fögur sem forðum og þess bera menn sár og þar reis túlkun Kristins hæst, sérstaklega í Nótt, Rósinni og Þess bera menn sár. Þarna átti Jónas Ingimundarson sinn leik með ýmis tónbrigði, sem hann mótaði snilldarlega og voru eins og gripluð í innilega og djúp- stæða túlkun Kristins á þessum meistaraverkum Árna. Flutningur Kristins og Jónasar á lögum Árna, var að mögu leyti óvenjulegur, þar sem lögð var sérstök áhersla á hið viðkvæma og í síðasta laginu, Þess bera menn sár, var eitthvað það í borið, sem ekki mun gleymast. Margbreytileg tónmótun TÓNLIST Salurinn Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingi- mundarson flytja íslensk og erlend söng- lög. Mánudagurinn 18. nóvember, 2002 SÖNGLÖG „Voldugur raddhljómur, fínlegur söngur, einstaklega skýr framburður, er gaf söngvunum sérstakt innihald, og einstök hljómfylgd Jónasar var það sem einkenndi þessa tónleika,“ segir m.a. í umsögninni. Jón Ásgeirsson Listaháskóli Íslands, Skipholti María Ólafsdóttir hönnuður heldur fyrirlestur kl. 12.30. María sýnir skyggnur og fjallar um vinnu sína sem búningahönnuður. María hefur séð um búninga í fjölmörgum leik- sýningum og kvikmyndum ásamt smærri verkefnum svo sem auglýs- ingum og myndböndum. María starfar einnig sem kennari við hönnunardeild Listaháskóla Ís- lands. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Í BÓKASAL í Þjóðmenningar- húsinu hafa verið sýningar á verkum íslenskra ljóðskálda sem nefndar eru skáld mánað- arins. Þar eru kynnt ljóð skáld- anna og ýmislegt er tengist lífi þeirra. Nú hefur verið opnuð sýningin Einar í Eydölum skáld mánaðarins en Einar Sig- urðsson í Eydölum er þriðja skáldið á árinu sem kynnt er í Þjóðmenningarhúsinu með þessum hætti. Einar var eitt helsta skáld 16. aldar. Það ljóða hans sem flestir þekkja í dag er jólasálm- urinn Nóttin var sú ágæt ein. Skáld mánaðarins er sam- starfsverkefni ýmissa aðila. Þeir sem standa að sýningunni nú eru Skólavefurinn, Þjóð- minjasafn Íslands, Landsbóka- safn Íslands–Háskólabókasafn og Þjóðmenningarhúsið. Sýningin verður opin frá kl. 11–17 alla daga vikunnar og verður opin allan desem- bermánuð. Einar í Eydölum skáld mánaðarins Opin málstofa í praktískri guð- fræði um karlafræði verður hald- in í stofu V í aðalbyggingu H.Í. kl. 12.05 á morgun, fimmtudag. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur flytur erindi um karlmennsku og hetju- fyrirmyndir í íslenskum forn- sögum. Bragi er cand. theol. frá Guðfræðideild Háskóla Íslands og hefur lokið framhaldsnámi í sál- gæslu við Abbott North-Western sjúkrahúsið í Minneapolis. Hann vinnur nú að mastersritgerð við guðfræðideild H.Í. um sorgarferli ekkla á Íslandi. Eftir Braga liggja bækur og rit- gerðir á sviði sálgæslu og kynja- fræða. Eftir erindi hans gefst tæki- færi til umræðna. Á NÆSTUNNI ÞORSTEINN Gauti Sigurðsson píanóleikari heldur einleikstónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld og hefjast þeir klukkan 20. Þetta eru fyrstu einleikstónleikar Þorsteins Gauta á höfuðborgarsvæðinu síðan hann kom fram á sama stað í mars 1999. Þorsteinn Gauti, sem lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1979 og framhaldsnámi við Juilliard School of Music í New York og skóla í Rómaborg, hefur valið að leika prelúdíur og fúgur úr Das wo- hltemperierte Clavier eftir Johann Sebastian Bach, Intermezzo eftir Brahms, Prelúdíu op. 23 eftir Rachmaninoff, Pavane eftir Ravel og Sónötu nr. 2 op. 14 eftir Prokofieff. Æ erfiðara Þorsteinn sagði í samtali við Morgunblaðið að það yrði æ erfiðara að setja saman dag- skrá fyrir einleikstónleika því þeim fækkaði verkunum sem hann hefði ekki spilað. „Þau verk sem ég hef valið að þessu sinni eiga það sameiginlegt að ég ber gífurlega mikla virð- ingu fyrir þeim og allt eru þetta mikil meist- araverk. Sum þeirra hef ég ekki leikið áður nema kannski að hluta til, þótt ég þekki vel til þeirra, m.a. frá æskuárum mínum. Ég hef verið að undirbúa þessa tónleika og velja og æfa verkin síðustu mánuði, eða síðan í febrúar á þessu ári, en þá var ég með tón- leika í Lugano í Sviss og með allt aðra dag- skrá. Eftir tónleika tekur maður sér gjarnan smáhvíld og byrjar síðan að huga að næsta verkefni. Ætli ég hafi ekki farið virkilega af stað með undirbúning fyrir þessa tónleika seinni part sumars og nú undir það síðasta hef ég æft af miklu kappi.“ Sigldur listamaður Þorsteinn Gauti hefur víða drepið niður fæti í tónleikahaldi sínu, s.s. í Bandaríkj- unum, Kanada, Rússlandi, Norðurlöndunum og víða í Evrópu, auk þess að koma oft fram með Sinfóníuhhljómsveit Íslands með hljóm- sveitarstjórum á borð við Esa Pekka Salonen, Petri Sakari, Murry Sidlin, Sverra Bruland o.fl. Þá hefur hann komið fram á ólíklegum stöðum eins og á gala-tónleikum í Hvíta hús- inu í Washington og í norræna spurn- ingaþættinum Kontrapunkti. Síðast kom Þor- steinn fram á Ítalíu og í Sviss og hlaut lofsamlega dóma fyrir frammistöðu sína. Ber gífurlega virð- ingu fyrir verkunum Þorsteinn Gauti Sigurðsson á æfingu í Salnum í Kópavogi fyrir tónleikana. MINNINGARTÓNLEIKAR um Svanhvíti Egilsdóttur, söngkonu og prófessor við Tónlistarháskól- ann í Vínarborg, verða í Hafn- arborg í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Tilefni tónleikanna er útkoma bókarinnar Tvístirni – saga Svan- hvítar. Höfundurinn, Guðrún Eg- ilson, les úr bókinni og segir frá ævi hennar og störfum. Heimskona, söngkona og frábær söngkennari Jóhanna Þórhallsdóttir söng- kona er einn skipuleggjenda tón- leikanna. „Ég kynntist Svanhvíti árið 1992, þegar hún var að verða áttræð. Hún var ein af þessum konum sem hefur staðið sig svo vel í lífinu. Hún var heimskona, söngkona og frábær söngkennari. Það sem mér finnst merkilegast við þessa konu er það hvað hún náði langt á eigin verðleikum. Hún fékk þessa prófessorsstöðu í Vín, var mikill vinnu- þjarkur og hafði frá- bæra nemendur, eins og Gundulu Janovich og Helgu Dernesch, og var mjög fræg og þekkt í sínu fagi er- lendis, þótt hún hafi kannski aldrei notið sannmælis hér heima.“ Jóhanna sótti tíma hjá Svan- hvíti, og segir hana ekki bara hafa verið frábæran kennara. „Hún kenndi mér margt um söng- kennslutækni sem hefur nýst mér, og þar er margt úr hennar kennslu sem mér finnst ég geta notfært mér í minni kennslu. Hún vær frábær mús- íkant, og spilaði líka vel á píanó. Hún hafði góða heyrn og hafði gott eyra bæði fyrir tungumálum og hljómfallinu í tónlistinni. Hún átti sinn blómatíma í Vín, þar sem hún var mikils metin. Eitt af því sem einkenndi hana hvað mest var aginn sem hún beitti ekki síst sjálfa sig. Það var mikil reisn yfir hennir, og hún bar sig svo vel og var hnarreist, þótt hún væri komin á níræð- is aldur.“ Fjöldi manns kemur fram Tónlistarmennirn- ir sem heiðra minn- ingu Svanhvítar Egilsdóttur á tónleikunum í kvöld eru Ingveld- ur Ýr Jónsdóttir mezzósópran- söngkona ásamt Guðríði Sigurð- ardóttur, Snorri Wium tenór ásamt Aðalheiði Þorsteinsdóttur, 4Klassískar og Léttsveit Reykja- víkur. Svanhvítar Egilsdóttur minnst í tali og tónum Kona sem náði langt á eigin verðleikum Svanhvít Egilsdóttir DANSVERKIÐ Bylting hinna mið- aldra verður sýnt í Edinborgarhús- inu á Ísafirði annað kvöld kl. 20. Þaðan fer sýningin til Akureyrar og verður sýnd í Ketilhúsinu á laug- ardag kl. 20. Bylting hinna miðaldra er dans- verk sem fjallar um það tímabil æv- innar þegar við erum of gömul til að deyja ung en of ung til að vera virkilega vitur, þ.e. árin sem við er- um miðaldra. Höfundar eru Ólöf Ingólfsdóttir og Ismo-Pekka Heik- inheimo frá Finnlandi. Þau Ólöf og Ismo-Pekka dansa sjálf verkið sem tekur u.þ.b. 50 mínútur í flutningi. Bylting hinna miðaldra var frum- sýnt á Nýja sviðinu í Borgarleik- húsinu 6. mars 2002. Morgunblaðið/Sverrir Ólöf Ingólfsdóttir og Ismo-Pekka Heikinheimo. Dans á Ísafirði og Akureyri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.