Morgunblaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 29
ÞAÐ hefur verið drjúgt um frá-
bærar ljósmyndasýningar í höfuð-
borginni á haustmánuðum. Nýlokið
einstæðri sýningu á sögu ljósmynd-
unar í Listasafni Íslands, og ekki
lætur Ljósmyndasafn Reykjavíkur
sinn hlut eftir liggja.
Í sýningarrými þess á efstu hæð
Hafnarhússins hefur undanfranar
vikur hangið uppi frábært úrval
ljósmynda eftir einn af höfuðsnill-
ingum evrópskrar ljósmyndunar á
síðustu öld, hinn þýðverska August
Sander (1876–1964). Ljósmyndir
hans auðþekkjanlegar á sýningum
og í ljósmyndabókum fyrir hreina
og sannverðuga tjáningu, fullkom-
lega lausar við alla uppgerð og
áhrifameðul til hliðar. Og eins og
hann sagði réttilega sjálfur: „Mér
er ekkert meira á móti skapi en
sykursæt ljósmyndun með tilgerð,
uppstillingum og brellum, hér um
að ræða að sjá hlutina í sínu rétta
ljósi en ekki eins og þeir ættu
að vera eða gætu verið. Af
þeim sökum leyfi ég mér að
segja sannleikann af einlægni
um samtíma okkar og mann-
eskjunnar.“ Hér hitti Sander
naglann á höfuðið, því ljós-
myndir hans eru fullkomlega
ófegraðar og maðurinn svo
fordóma- og hleypidómalaus
við iðju sína að fáu verður við
jafnað. Jafnvel heimskunnir
ljósmyndarar hafa er tímar
liðu orðið uppvísir að því að
hafa hagrætt/og eða stillt
myndefnum sínum upp að
einhverju leyti, eftir að ein-
stök skot höfðu lengi verið og
eru jafnvel enn vémyndir
tímanna. Slíku ekki til að
dreifa hjá Sanders, nema að
sjálfsögðu nauðsynlegar til-
færingar við gerð portrett-
mynda, sem er allt annar
handleggur. Hér hafa eðlis-
legt næmi og ást á miðlinum
ráðið för ásamt ríkri þörf fyr-
ir að skjalfesta samtíma sinn.
Og ekki verður af þýðverskum
myndlistarmönnum skafið, að þeir
voru hér flestum öðrum fremri um
að túlka hráan og ófegraðan raun-
veruleikann. Einkum hvað markar
kynslóð tímabilsins sem við getum
lesið um í bók Stefans Zweigs; Ver-
öld sem var, henni að hluta til út-
rýmt í heimsstyrjöldinni síðari. En
hér er engum kynþætti eða stétt
haldið frekar fram, eldspýtnasali
jafn sláandi myndefni og iðjuhöldur
eða stórhertogi, júði sem nazisti,
meginveigurinn jafnaðarlega við-
varandi hrynaldarbragsins.
Þessi ófegraða krufning þýskra
myndlistarmanna á timabilinu á
vart sinn líka. En hliðstæðu Sand-
ers sjáum við í málverkum Max
Beckmanns, Ottos Dix og George
Grosz. Raunsæjar myndveraldir
þeirra einstæð heimild um samtím-
ann, jafnframt því að vera málverk
af hæstu gráðu. Nefni þessa þrjá
vegna ótvíræðs skyldleika við heim
ljósmyndarans, ekki ólíklegt að
hann hafi verið þeim að einhverju
leyti fyrirmynd enda nokkru eldri, í
öllu falli leituðu þeir á skyld mið
með sjálfan manninn og stefnu-
mörk nýju hlutlægninnar, en einnig
úthverfa innsæisins, að leiðarljósi.
Hins vegar var Sanders frábitinn
allri dramatík og sterkum áhrifa-
meðulum, skynsvið hans jarðtengt
hreinum, klárum, ómenguðum
veruleikanum allt um kring. Allir
fjórir í vaxandi mæli í sviðsljósinu
næstliðna áratugi, ljósmyndir
Sanders ekki síður áberandi á stór-
sýningum en málverk hinna. En nú
þá hvunndagurinn er orðinn að
stefnumörkum, trendy, jafnframt
tillærðu skólafagi, saknar margur
iðulega þessa sjálfsprottna neista
sem var kjarni og meginásköpunar-
ástríða þeirra, eitt er þörf, annað
að fylgja höfuðstraumum samtím-
ans, viðurkenndum núlistum. Og
allir áttu það sameiginlegt að valda
tæknimiðlum sínum til fullnustu.
Raunar var Sanders að hluta til
einnig málari, hafði sótt tíma í
Konunglegu listakademíunni í
Dresden, en orsökin þó helst er svo
var komið, að hann áleit réttilega
grunnatriði málaralistarinnar eiga
margt sameiginlegt með ljósmynd-
inni. Án nokkurs vafa hefur aka-
demíska námið gagnast honum eins
og svo mörgum er leituðu á önnur
en skyld mið, verk hans úrskerandi
myndlist.
Þótt hinn þekkti sósíaldemó-
krati, skáld og geðlæknir Alfred
Döblin kjósi að nefna myndheim
Sanders félagsfræði í myndum í
formála bókarinnar Andlit tímans,
1929, og koma þeim um leið í póli-
tískt samhengi, má efast um að
slíkt hafi beinlínis vakað fyrir lista-
manninum, einkum í ljósi þess
hvernig hann gengur til verks. Til
að mynda er nakið raunsæi Ottos
Dix algerlega laust við pólitísan
bakgrunn, andstætt myndum
George Grosz, sem var heittrúaður
kommúnisti, og Dix var líkt og
Sanders einn hispurlausasti og
hreinskiptnasti túlkandi samtíðar
sinnar. Myndir þeirra helgast því
ekki af áþreifanlegum pólitískum
grunntóni eða boðskap, öllu frekar
vígðar sértækum innri lífæðum,
einnegin því sem nefna mætti hlut-
læga sagnfræði í sjónrænum bún-
ingi. Annars vegar var það pent-
skúfurinn en hins vegar ljósopið.
Heildarverkið með öllum mynd-
flokkunum, er skara Mann tuttug-
ustu aldarinnar, liggur frammi til
uppflettingar og er mikilsverð
framlenging sýningarinnar sem
menn skyldu nýta sér. Þá hefur
verið gefin út mjög upplýsandi sýn-
ingarskrá og er ókeypis! Tek heils
hugar undir það sem segir í nið-
urlagi hins vel skrifaða og upplýs-
andi texta Hönnu Guðlaugar Guð-
mundsdóttur; að August Sander
skilur eftir sig vitnisburð og sönn-
un um tilvist þessa fólks …
Sagnfræði ljósopsins
MYNDLIST
Ljósmyndasafn Reykjavíkur –
Hafnarhúsi
Opið alla daga frá 13–18. Til 1. desem-
ber. Aðgangur ókeypis. Sýningarskrá er
ókeypis.
SAMTÍÐARSPEGILL
AUGUSTS SANDER
Myndin Bakari er ein af þekktustu
myndum Augusts Sanders og fangar
strax athyglina hvar sem hún kemur
fram á sýningum, sláandi snilld.Ungir bændur, 1914.
Bragi Ásgeirsson
HINN 13. nóvember hélt Kuran
Swing kvartettinn uppá þrettán ára
afmæli sitt í Salnum í Kópavogi og
voru þrettán lög á dagskrá. Að vísu
urðu þau fjórtán þegar aukalagi var
bætt við. Kuran Swing hélt fyrstu
tónleika sín í Duushúsi í maí 1989 og í
júní sama ár lék kvartettinn á Nor-
rænum útvarpsdögum í Finnlandi.
Það var eiginlega af illri nauðsyn að
kvartettinn var stofnaður. Þema út-
varpsdjassdaganna 1989 var sveifla
og enginn sveifluhljómsveit var þá
starfandi á Íslandi. Ólafur Þórðarson,
sem sá um íslenska hlutann á Nor-
rænu útvarpsdjassdögunum, var bú-
inn að gera margar tilraunir til að fá
íslenska djassleikara til að stofna
sveiflukvartett, en þær runnu allar
útí sandinn. Ólafur er maður sem
gefst aldrei upp og því varð þrauta-
lendingin hjá honum að stofna sjálfur
sveiflukvartett þótt hann væri bara
Óli í Ríó. Honum tókst ætlunarverkið
og enn man ég fyrstu tónleika þeirra í
Duushúsi: Szymon, Bjössi, Óli og
Þórður Högna og sveiflan sterk og
heit; ekki síst vegna leikgleði Óla sem
var einstök. Enn man ég hversu
sessunautar mínir, Róska og Manrico
sem voru nýkomin frá Ítalíu, hrifust
af spilamennskunni. Þessi mikla leik-
gleði var ekki til staðar í Salnum í
Kópavogi á þrettán ára afmælinu,
enda tel ég víst hún náist ekki nema í
góðra vina hópi á klúbbi, því þótt þeir
félagar séu allir atvinnumenn í tónlist
er aðeins helmingur þeirra djassleik-
arar að atvinnu.
Tónleikarnir hófust á Bjössa Thor
ópusi, Ástandið, og síðan kom meist-
araverk Kosma his franska Laufblöð
falla (Autumn Leaves), sem var sér-
deilis fallega spilað af Szymoni. Segja
má að í þessum tveimur lögum hafi
tónleikarnir speglast; annarsvegar
djassverk sem ekki náðu flugi og hins
vegar rómantískur ballöðuleikur sem
náði til hjartans. Honeysuckle Rose
Fats Wallers og Good Investment
Óla Þórðar féllu í fyrri flokkinn svo
og Shine, glansnúmer Louis Arm-
strong frá 1931, sem alltof sjaldan
heyrist. Þar þraut rafhlöðu í mögn-
unarbúnaði Szymons örendið og skalf
Salurinn við. Er því hafði verið kippt í
liðinn má segja að síðari hluti tón-
leikanna hæfist. Kornungur trompet-
leikari, Líney Halla, bættist í hópinn
og blés fallega með Símoni í nýjum
ópusi hans, Horft um öxl. Þetta var
grípandi verk af ætt heimstónlistar
og í kjölfarið steig strengjakvartett-
inn á sviðið og lék að mestu með Kur-
an Swing til loka. Útsetning Szymons
á summertæmfílingópus Óla Þórðar,
Römm er sú taug, var fín svo og í
Nonnalaginu víðfræga af sígaunaætt-
unum þar sem Eyjólfur sellisti lék
firnafallega með Szymoni og öðru
stefi sömu ættar er Óla vitnaðist á
harmonikkubali á Egilsstöðum. Aft-
urá móti var spilamennskan hjá tvö-
falda kvartettnum dauf í suðrænu
ópusunum kenndum við Brasilíu og
Grænhöfðaeyjar. Það var sosum í lagi
miðað við spilamennskuna í Creole
Love Call sem Duke Ellington samdi
uppúr gömlum King Oliver blús.
Menn þurfa að fara gætilega þegar
slík meistaraverk eiga í hlut. Þeir fé-
lagar bættu það þó upp í boppblús-
inum hans Bjössa Thor, Einn stór
bjór. Þar lék höfundur einn fínan
hljómasóló og Jón Rafnsson eina sóló
sinn þetta kvöld – hann er ekkert að
gjamma nema hann hafi eitthvað að
segja. Aukalagið var Sweet Georgia
Brown sem Óli Þórðar lærði af
Bjössa Thor er hann innvígðist í
djassinn.
Þrátt fyrir að ekki syði á sveiflu-
kötlunum í Salnum þennan þrett-
ándann var margt listilega gert; ekki
síst fiðluleikur Szymons þegar hann
var í rómantískari kantinum svo og
betri útsetningar hans fyrir streng-
ina.
Þrettán ára sveiflutörn
DJASS
Salurinn
Szymon Kuran fiðla, Björn Thoroddsen og
Ólafur Þórðarson gítara, Jón Rafnsson
bassa. Auk þeirra: Líney Halla Krist-
insdóttir trompet og strengjakvartett:
Sigríður Baldvinsdóttir og Christian Diet-
hard fiðlur, Helga Kolbeinsdóttir víólu og
Eyjólfur O. Egilsson selló.
KURAN SWING OG GESTIR
Vernharður Linnet
VEGNA mistaka birtust rang-
ar upplýsingar um lok mynd-
listarsýninga í Lesbókinni sl.
laugardag. Um leið og beðist
er velvirðingar á mistökunum
eru réttar upplýsingar birtar.
MYNDLIST
Gallerí Skuggi: Efri hæð:
Rósa Sigrún Jónsdóttir. Kjall-
ari: Stella Sigurgeirsdóttir. Til
1. des.
Gallerí Sævars Karls: Hildur
Ásgeirsdóttir. Til 5. des.
Hafnarborg: Norræni skart-
gripaþríæringurinn. Hand-
verk og hönnun - Samsýningin
Spor. Til 25 nóv.
Hönnunarsafn Íslands: Óli Jó-
hann Ásmundsson. Til 1. des.
i8, Klapparstíg 33: Sigurður
Guðmundsson. Undir stigan-
um: Þuríður Sigurðardóttir.
Til 23. nóv.
Listasafn Akureyrar: Hraun-
ís-skógur. Til 15. des.
Listasafn Einars Jónssonar:
Opið laugardaga og sunnu-
daga kl. 14-17.
Listasafn Íslands: Íslensk
myndlist 1980-2000. Til 15. jan.
Listasafn Reykjavíkur - Ás-
mundarsafn: Listin meðal
fólksins. Til 31. des.
Listasafn Sigurjóns Ólafsson-
ar: Andlitsmyndir og afstraks-
jónir. Til 30. mars.
Listhús Ófeigs, Skólavörðu-
stíg: Gunnsteinn Gíslason. Til
26. nóv.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur:
August Sander. Til 1. des.
Norræna húsið: Veiðimenn í
útnorðri. Til 15. des.
Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3B:
Samsýning: Magnús Pálsson,
Eric Andersen & Wolfgang
Müller. Til 24. nóv.
Undirheimar, Álafosskvos:
Sjö listakonur. Til 24. nóv.
Þjóðarbókhlaða: Halldór Lax-
ness. Til 31. des.
Þjóðmenningarhúsið: Íslands-
mynd í mótun – áfangar í
kortagerð. Handritin. Landa-
fundir. Skáld mánaðarins:
Einar í Eydölum.
Vantaði höfund
Nafn höfundar greinar um
heilagan Nikulás í Lesbók sl.
laugardag kom ekki fram
vegna mistaka. Höfundur
greinarinnar var Eiríkur
Hjálmarsson, sjónvarpsmaður
og söngvari í Dómkórnum.
Beðist er velvirðingar á þessu.
Leiðrétt
Þýsk stáláhöld
Glæsileg gjöf
frá
S
n
a
ig
e
e
r
sn
ja
ll
k
o
st
u
r
..
.
Gerð RF-315 stál
HxBxD = 173x60x60 cm
Kælir/frystir: 229+61 ltr.
Danfoss kælivél, R600a kælimiðill
Orkuflokkur “A“, hávaði 40 dB(A)
ÓTRÚLEGT VERÐ:
Úr fingafaravörðu stáli
69.990,- stgr.
(Hvítur 57.990 - Metalic 61.830)
Aðrar Snaigé gerðir:
Kynntu þér Snaigé
GÆÐANNA VEGNA - VERÐSINS VEGNA
Snaigé Ytri mál: Lítrar: Verð
gerð: H x B x D kæl/fr stgr.
C140 hvítur 85x56x60 127 32.130,-
C290 hvítur 145x60x60 275 39.990,-
R130 hvítur 85x56x60 81+17 34.560,-
RF270 hvítur 145x60x60 170+61 49.990,-
RF310 hvítur 173x60x60 192+91 59.990,-
RF310 stál 173x60x60 192+91 79.990,-
RF360 hvítur 191x60x60 225+90 69.930,-
F-245 hvítur 145x60x60 196 49.680,-
ASKALIND 3 - KÓPAVOGI - SÍMI: 562 1500
KÆLI- OG FRYSTISKÁPAR