Morgunblaðið - 20.11.2002, Side 31
Í MORGUNBLAÐINU sl.
sunnudag birtist stórfurðu-
legur leiðari undir fyrir-
sögninni „Velferðarstefna
og vinstri menn“. Tilefni
leiðaraskrifanna er flokks-
ráðsfundur Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs
og barátta okkar fyrir
myndun velferðarstjórnar
að loknum næstu kosning-
um. Söguskoðun leiðarahöf-
undar er í grófum dráttum
sú að vinstri menn hafi mest
lítið komið við sögu í upp-
byggingu velferðarkerfisins
í landinu; Alþýðuflokkurinn eigi þar að
vísu höfundarrétt á almannatrygginga-
kerfinu en þar fyrir utan hafi það fyrst
og fremst verið Sjálfstæðisflokkurinn
sem hafi verið brautryðjandi og burðar-
ás í uppbyggingu velferðarkerfisins. Þar
eru sérstaklega nefndir til sögunnar þeir
Ólafur Thors og Geir Hallgrímsson.
Undirritaður er hins vegar talinn hand-
hafi hinnar sósíalísku arfleifðar í íslensk-
um stjórnmálum og fullyrt að fólk með
slíkar skoðanir hafi komið „… lítið við
sögu í uppbyggingu velferðarkerfisins á
Íslandi …“ Og með þessum rökum telur
leiðarahöfundur Morgunblaðsins að hug-
myndir um velferðarstjórn þar sem
vinstri stefna er í hávegum höfð gangi
ekki upp.
Ekki er mitt að dæma hvort ég stend
undir því að teljast handhafi tiltekinnar
pólitískrar arfleifðar og ég geri í sjálfu
sér engar kröfur í þeim efnum. Ég
hyggst á hinn bóginn ekki sverja af mér
skoðanir mínar eða tengsl við þá mörgu,
ágætu og merku menn sem ég hef í
gegnum tíðina kynnst og ekki hafa verið
feimnir við að ganga fram undir merkj-
um róttækrar vinstri stefnu. Ofangreind
söguskoðun Morgunblaðsins er svo frá-
leit að ekki verður látið ómótmælt og hér
á eftir verður aðeins tæpt á nokkrum at-
riðum sem sýna það í hnotskurn.
Morgunblaðsútgafa af
Íslandssögunni?
Nú er í reynd bæði erfitt að ákvarða
upphaf baráttunnar fyrir velferðarsam-
félagi á Íslandi og hverjir þeirra sem þar
hafa látið að sér kveða skuli teljast til
róttækra vinstrimanna og sósíalista. Við
gætum nefnt frumkvöðla samvinnu-
hreyfingarinnar á ofanverðri 19. öld
enda man ég ekki betur en að Benedikt á
Auðnum hafi í bréfi til Jakobs Hálfdán-
arsonar gert þá játningu að í raun og
veru væru þeir ekkert annað en sósíal-
istar miðað við þær hugmyndir sem þeir
væru að berjast fyrir. Eins býst ég við
að fjöldi þeirra manna sem voru í for-
svari fyrir Alþýðusamband Íslands og
Alþýðuflokk á öðrum og þriðja áratug
20. aldar hafi talið sig vera sósíalista eða
róttæka vinstri menn.
Fyrst er, að gefnu tilefni, rétt að
minna á að það almannatryggingakerfi
sem við þekkjum í dag varð til á dögum
nýsköpunarstjórnarinnar; það kerfi sem
stofnað var á fjórða áratugnum var að-
eins vísir að almannatryggingum. Leið-
arahöfund Morgunblaðsins virðist ekki
heldur reka minni til verka Brynjólfs
Bjarnasonar sem var menntamálaráð-
herra þeirrar stjórnar og kom til leiðar
fræðslulögum sem mörkuðu algjör tíma-
mót í þeim mikilvæga málaflokki. Vinstri
stjórnin 1956–’58 gerði margt merkilegt
í velferðarmálum við erfiðar aðstæður og
ekki nefnir leiðarahöfundur Morgun-
blaðsins veru þeirra Magnúsar Torfa
Ólafssonar og Magnúsar Kjartanssonar í
ráðuneytum á árunum 1971–’74 og þá
gagnmerku löggjöf sem þá var sett t.d. í
heilbrigðismálum. Eða þá veru Svavars
Gestssonar á stóli félagsmálaráðherra
og heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra á árunum 1978–’83 þegar sett voru
fyrstu lögin um málefni fatlaðra, málefni
aldraðra og skyldutryggingu lífeyrisrétt-
inda auk fyrstu heildstæðu laganna um
fæðingarorlof og laga um félagslegt hús-
næði sem núverandi rík-
isstjórn hefur afnumið
með skelfilegum afleiðing-
um. Einnig mætti nefna
ýmsa löggjöf, s.s. um leik-
skólann, einsetinn grunn-
skóla og framhaldsskóla
fyrir alla, sem Svavar
beitti sér fyrir í mennta-
málaráðuneytinu á árun-
um 1988–’91.
Ekki man Morgunblað-
ið heldur hvernig atvinnu-
leysisbætur komu til sög-
unnar á Íslandi ef marka
má leiðarann góða. Varð
ekki Guðmundur J. Guð-
mundsson þjóðþekktur
verkalýðsforingi í verk-
fallinu harða 1955 sem
skilaði atvinnuleysisbótunum?
Það er einkennileg söguskoðun að
halda því fram að stjórnmálaflokkar eins
og Sósíalistaflokkurinn og síðar Alþýðu-
bandalagið hafi ekki skilað sínu til vel-
ferðarmála í landinu. Eða hyggst Morg-
unblaðið kannski afmá af spjöldum
íslandssögunnar nöfn verkalýðsforingja
eins og Edvarðs T. Sigurðssonar, Guð-
mundar J. Guðmundssonar, Ásmundar
Stefánssonar og Benedikts Davíðssonar
og nöfn stjórnmálamanna eins og Einars
Olgeirssonar, Brynjólfs Bjarnasonar,
Magnúsar Kjartanssonar, Lúðvíks Jós-
efssonar, Ragnars Arnalds og Svavars
Gestssonar og forystufólks í félagsmál-
um eins og Ólafar Ríkarðsdóttur og
Helga Seljan, sem reyndar kom einnig
við sögu í stjórnmálunum, svo aðeins
nokkrir séu nefndir?
Það er, sögulega séð, kaldhæðnislegt
hvaða tvo stjórnmálamenn Morgunblað-
ið nefnir af hægri vængnum sem sér-
stakar stærðir í sambandi við uppbygg-
ingu velferðarkerfisins. Ég man ekki
betur en að Ólafur Thors hafi barist
gegn vökulögunum á sínum tíma sem
lengi eftir setningu sína voru einhver
frægasta réttindalöggjöf á íslenskum
vinnumarkaði. Leiddi ekki Geir Hall-
grímsson þá ríkisstjórn á árunum 1974–
’78 sem lenti í einhverjum harðvítugustu
deilum við verkalýðshreyfingu og stjórn-
arandstöðu sem um getur í velferðar- og
kjaramálum?
Fyrr hefði nú undirritaður nefnt Odd
Ólafsson og Pál Gíslason af hinum borg-
aralega væng sem dæmi um menn sem
Sjálfstæðisflokkurinn gæti státað af í
þessu sambandi sérstaklega.
Sagan fyrir sagnfræðinga
Í stuttri blaðagrein er ekki tóm til að
fara rækilega út í greiningu á þessari
sögu enda hlutverk sagnfræðinga frem-
ur en okkar stjórnmálamanna eða póli-
tískra ritstjóra. En einu get ég lofað
Morgunblaðinu og það er, að hvað sem
blaðið reynir þá mun því aldrei takast að
hafa þvílík endaskipti á íslenskri stjórn-
málasögu sem það reyndi í þessum leið-
ara. Hlutur vinstri sinnaðra stjórnmála-
manna, hvort heldur er í
stjórnmálaflokkum, verkalýðshreyfingu
eða félagasamtökum, í uppbyggingu vel-
ferðarkerfisins er stór og glæsilegur. Að
henni hafa þeir unnið bæði með beinum
hætti í ríkisstjórnum, verkalýðshreyf-
ingunni, sveitarstjórnum og með al-
mennri þjóðmálaþátttöku. Er þá enn
ótalið stærsta framlagið, hið sameigin-
lega og sígilda, þ.e. að leggja til sjálfan
hinn hugmyndafræðilega grundvöll.
Hugsjónirnar um jöfnuð, jafnrétti og fé-
lagslegt réttlæti eru ekki ættaðar af
hægri væng stjórnmálanna heldur þver-
öfugt.
Morgunblaðinu mun ekki takast að
ræna því af íslenskum vinstri mönnum
að hafa með hugmyndafræði sinni og
baráttu lagt grunninn að velferðarsam-
félaginu og átt stærstan þátt í að byggja
það upp. Ekki frekar en hægri mönnum
mun takast að afmá hlut Lúðvíks Jós-
efssonar í útfærslu landhelginnar af
spjöldum sögunnar og vantar þó ekki að
þeir hafi reynt.
Eftir Steingrím J.
Sigfússon
Steingrímur J.
Sigfússon
Viðbrögð við leiðara
Höfundur er alþingismaður og formaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Velferðarstjórn
og vinstrimenn
!" #
$
% & $
" #
( )* "
" 1 %"#. -0 "$/"00 "
" !" #. %"$" &
1 1 (#. %"
"
$( "
5 /"
6 " 1 00 "
7" 8 "$
)( , . 9
9$((
gi ráða, að þessi atriði
gar ákveða skal mörk
yggðum.“
nnig á að eitt meginat-
eignarlanda og þjóð-
r að allt frá tíma Jóns-
gandi átt að smala
n þjóðlendan sem svo
verið smöluð sameigin-
jórn.
almenningar vera
rnu hafa verið“
abyggðar á hendur rík-
þann hluta úrskurðar
um Biskupstungur er
sveitarfélagið keypti af
kupstungum með afsali
Vill sveitarfélagið enn-
aður“ eignarréttur þess
di verði viðurkenndur,
,,afrétt norðan vatna“ á
rétti. Telur sveitarfé-
skurði séu formlegir og
. Í stefnu er því m.a.
lög um óbyggðanefnd
órnarskrá. Vísað er til
ar frá árinu 1981 þar
ns um eignarrétt yfir
ti var hafnað. Er ríkið,
til þjóðlendulaga, sagt
n dóm Hæstaréttar svo
eti slegið fullkomnum
efndar þjóðlendur með
Bláskógabyggð heldur
nni að svo sé ekki. Slíkt
heimilt nú enda ákvæði
fullu gildi um „að svo
ar vera sem að fornu
heldur því ennfremur
örðun Alþingis að fela
þ.e. óbyggðanefnd, úr-
eignarréttindi standist
ána og mannréttinda-
Nefndin geti aldrei af-
sem styðjist við þing-
öl, slíkt verði aðeins
ða dómi.
Prestsetrasjóður stefnir forsætis- og
fjármálaráðherra f.h. ríkisins og krefst
ógildingar á úrskurði óbyggðanefndar
um að Hrunaheiðar teljist þjóðlenda. Tel-
ur sjóðurinn sig vera óskoraðan og þing-
lýstan eiganda að því landsvæði sem eig-
anda jarðarinnar Hruna. Krafa sjóðsins
byggist á þinglýstu landamerkjabréfi
fyrir Hrunakirkjujarðir og veðbókarvott-
orði frá árinu 1885. Eignarheimildir megi
rekja allt til gjafaafsals sem staðfest hafi
verið fyrst í máldaga Hrunakirkju árið
1331, Vilkinsmáldaga 1397 og Gíslamál-
daga 1570. Er á því byggt að ríkið hafi
sönnunarbyrði á því að landsvæði þetta
hafi ekki verið numið í öndverðu í ljósi
fyrrnefnds gjafaafsals. Á þessum tíma
hafi eignarheimild kirkjunnar aldrei ver-
ið véfengd.
Deiluefnin eru mörg í þessum málum
og hæðarlínur eru eitt þeirra. Í stefnu
Prestsetrasjóðs segir m.a.:
„Kröfur ríkisins til eignarréttar verða
ekki studdar með tilvísun til hæðarlínu,
enda ekkert samræmi í því hjá ríkisvald-
inu hvernig það metur hæðarlínur. Úti-
lokað er að menn missi eignarrétt á
grundvelli huglægs mats ríkislögmanns
að þessu leyti, enda ósannað, og engum
rökum stutt, að land í vissri hæð geti ekki
verið eignarland.“
Deilt um eignarrétt
á Skjaldbreið
Sem fyrr segir hefur stefna Grímsnes-
og Grafningshrepps þegar verið þingfest
í Héraðsdómi Suðurlands. Þar krefst
hreppurinn þess að úrskurður óbyggða-
nefndar um Grímsnesafrétt og jarðir um-
hverfis Skjaldbreið og Lyngdalsheiði
verði ógiltur að því leyti sem tekur til
lands sem Grímsneshreppur fékk í
makaskiptum við Þingvallakirkju árið
1896. Þess er krafist að einkaeignarrétt-
ur sveitarfélagsins verði viðurkenndur.
Með makaskiptasamningi Þingvalla-
kirkju og Grímsneshrepps fékk hrepp-
urinn allan austurhluta Þingvallalands.
Makaskiptasamningur þessi var stað-
festur af hálfu ríkisvaldsins 6. apríl 1897
og þinglýst 16. júní sama ár. Við skipt-
ingu Laugardalshrepps og Grímsnes-
hrepps kom þessi hluti Þingvallajarðar-
innar í hlut Grímsneshrepps. Að mati
sveitarfélagsins „gengur það ekki upp“,
eins og orðað er í stefnunni, að ríkið geri
nú tilkall til þess lands sem afhent var
sveitarfélaginu til eignar fyrir 106 árum.
Meðal röksemda sveitarfélagsins er að
enginn hluti Þingvallalands, t.d. Skjald-
breið, sé tilgreindur sem afréttur í mál-
dögum eða Vísitasíubókum. Í lögfestu
Markúsar Sigurbjörnssonar frá árinu
1740 sé land Þingvalla án nokkurrar að-
greiningar í heimaland og afréttarland,
auk þess sem landamerki jarðarinnar séu
skýr.
Skeiða- og Gnjúpverjahreppur krefst
þess að eignarréttur að auðlindum í jörðu
á svonefndu Búrfells- og Skeljafellslandi
verði viðurkenndur fyrir dómi en
óbyggðanefnd úrskurðaði svæðið sem
þjóðlendu. Til vara er þess krafist að við-
urkenndur verði réttur hreppsins til end-
urgjaldslausrar nýtingar og endursölu á
vikri sem þar hefur verið tekin. Segir
m.a. í stefnu að sveitarfélagið hafi haft
tekjur af hagnýtingu auðlindarinnar í
tæpa öld. Afréttarmálafélag Flóa- og
Skeiðamanna krefst þess að eignarréttur
þess á afréttinum verði viðurkenndur og
einnig réttur til nýtingar auðlinda úr
jörðu, þ.e. vikurnáms.
Dóms að vænta í vor
Reiknað er með að málsmeðferð Hér-
aðsdóms Suðurlands geti tekið nokkurn
tíma og dóms jafnvel ekki að vænta fyrr
en með vorinu. Í ljósi fordæmisáhrifa
málanna er svo búist við að niðurstöðu
héraðsdóms verði áfrýjað til Hæstarétt-
ar. Erfitt er að spá fyrir um endalok
þessara mála fyrir dómstólum hér á landi
en talsmenn landeigenda hafa gefið í
skyn að málunum verði jafnvel vísað til
Mannréttindadómstóls Evrópu.
lendur í Árnessýslu áfrýjað til dómstóla
ndnámu
ni gegn
gendum
Morgunblaðið/Þorkell
Landnáma er varðveitt í Árnastofnun,
en þetta forna rit er eitt helsta vopn
ríkisins í málarekstri þess gegn land-
eigendum í Bláskógabyggð.
bjb@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 31