Morgunblaðið - 20.11.2002, Side 34
UMRÆÐAN
34 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Ekki lengi þurfti að þinga.
Að því var góður rómur gjörður:
Höfuðstaður hagyrðinga
heita skyldi Vopnafjörður.
Þ
að var vel til fundið
að veita menningar-
málanefnd Vopna-
fjarðar viðurkenn-
ingu fyrir störf í
þágu íslenskrar tungu, en hún
hefur staðið fyrir fjölsóttum hag-
yrðingakvöldum undir yfirskrift-
inni „Með íslenskuna að vopni“.
Viðurkenningin var veitt í
tengslum við Dag íslenskrar
tungu um liðna helgi. Auðvitað
tók Sigríður Dóra Sverrisdóttir
við verðlaununum fyrir hönd
nefndarinnar, en hún hafði veg
og vanda af því að koma á þess-
um árlega viðburði, þó að skipu-
lagningin sé ekki lengur í hennar
höndum.
Á fimmta
hundrað
manns mættu
á fyrsta
hagyrðinga-
kvöldið, sem
haldið var árið 1995, og tróðu
þar upp átta landskunnir hag-
yrðingar, undir stjórn Ómars
Ragnarssonar. Við það tækifæri
sagði Sigríður Dóra í viðtali við
Morgunblaðið: „Með því að
nefna kvöldið þessu nafni vil ég
minna á mikilvægi þess að við
varðveitum tungumálið okkar og
látum það verða okkur að
vopni …“
Það var ánægjulegt að fylgjast
með frumkvæði og atorku Sig-
ríðar Dóru, þegar hún fór af stað
með hagyrðingakvöldin og
sagnakvöldin á Vopnafirði. Svo
mjög kvað að henni að Hall-
grímur Helgason rithöfundur
kallaði hana kjarnorkuverið. Ég
var einn margra sem nutu góðs
af gestrisni hennar. Ég fór nefni-
lega akandi á hagyrðingakvöldið
í lok júlí árið 1997. Þá vildi ekki
betur til en svo að ég lenti í
þoku á leiðinni og missti af af-
leggjaranum um Langadal niður
til Vopnafjarðar. Ég varð þess
vegna að taka á mig 140 kíló-
metra krók yfir Hellisheiði til að
komast á leiðarenda. Margir
hentu gaman þessum hrakförum,
þar á meðal Sigurður Hansen:
Er unað fyrir augu ber
aukast landsins kynni
svo að lengri leiðin er
langtum betri hinni.
Karl Ágúst Úlfsson var stjórn-
andi þetta árið og ekki fór betur
fyrir honum. Hann var að koma
úr göngu á Vestfjörðum, og hafði
grennst svo mikið að buxurnar
sem hann tók með sér voru alltof
stórar og tolldu illa upp um
hann. Þá upphófst mikið fjaðra-
fok við að finna axlabönd eða
belti, því engar verslanir voru
opnar, þar til Sigríður Dóra opn-
aði fataskápinn hjá bónda sínum,
Svavari Halldórssyni, sem var
fyrir sunnan hjá mömmu, eins og
jafnan þegar hátíðin náði há-
marki. Þegar ég leitaði skýringa
hjá Sigríðu Dóru sagði hún full
skilnings og brosti: „Þegar leið á
vopnaskakið, fannst honum kon-
an heldur lítið sinna sér, svo
hann flúði til mömmu.“
Karl Ágúst varð því messufær.
Þannig er Sigríður Dóra. Sest
varla niður og alltaf skal henni
detta eitthvað í hug. Og henni
verður aldrei orðfall. Á bóka-
kynningu og upplestri á Vopna-
firði sagðist hún ætla að draga
sig í hlé, en Hákon Aðalsteinsson
yrði kynnir. Þá kastaði Hákon
fram:
Ótrúlegur atburður
undrar fljóð og drengi,
Sigga Dóra situr kjur
og segir ekkert – lengi.
Ekki hefur það alltaf verið
tekið út með sældinni að standa
fyrir hagyrðingakvöldunum.
Fram til ársins 1998 hafði feng-
ist leyfi til að vera með vínveit-
ingar, en þá var skyndilega
ákveðið að bjór væri ekkert sér-
lega hollur, eins og Sigríður
Dóra orðar það svo skemmtilega.
Hún ákvað að fylgja fordæmi
sýslumanns í öðru byggðarlagi
og gefa bjór en selja glösin. Fyr-
ir því hafði fulltrúi sýslumanns-
ins á Vopnafirði ekki húmor.
Hún var því kærð, þurfti að
greiða 30 þúsund króna sekt og
fór á sakaskrá fyrir ólöglegar
áfengisveitingar.
Það er umhugsunarvert að
hagyrðingakvöldin eru haldin í
íþróttahúsinu á Vopnafirði, í ljósi
þess að ríkisstjórnin ákvað ný-
verið að dusta rykið af gömlum
áætlunum um að reisa menning-
arhús á landsbyggðinni. Það
hlýtur að vekja spurningar, því
menning er ekki hús heldur það
sem fram fer inni í húsinu.
Það getur varla verið að það
sem standi menningu helst fyrir
þrifum úti á landi sé hörgull á
húsnæði. Það hlýtur að vera
meira aðkallandi að fólk eins og
Sigríður Dóra, sem hefur drif-
kraft og frumkvæði, fái stuðning.
Vart er hægt að hugsa sér betri
byggðapólitík en vopnaskakið á
Vopnafirði þó að það sé í íþrótta-
húsinu en ekki í skilgreindu
menningarhúsi.
Listalífið á landsbyggðinni
þarfnast fjármuna til að búa til
list, ekki steinsteypu utan um
list sem ekki eru fjármunir til að
búa til. Er ekki nóg af húsum,
sem hægt er að nýta til lista-
starfsemi? Það vakti raunar at-
hygli séra Hjálmars Jónssonar á
fyrsta hagyrðingakvöldinu árið
1995 hvað skreytingarnar í
íþróttahúsinu voru fallegar og
bláar og minnti það hann á ann-
an menningarviðburð:
Í íþróttasalnum ögn mér brá
útlitið bauð af sér þokka
því liturinn er svo líkur á
landsfundum sumra flokka.
Það er við hæfi að enda spjall-
ið með því að minnast Andrésar
Valberg, sem lést nú fyrir
skömmu og vísnavinum þykir
mikill sjónarsviptir að. Hann var
jafnan síðastur á mælendaskrá
og ávallt þess virði að bíða eftir
hvað hann hefði fram að færa,
því enginn var honum skemmti-
legri, hvorki í bundnu né
óbundnu máli. Á fyrsta hagyrð-
ingakvöldinu á Vopnafirði var
hann einn af persónum og leik-
endum á sviðinu og hafði orð á
því að þar yrði á vegi hans mikið
af höfðingjum:
Ellin mun viljastyrk veikja
vangetu mína ég finn;
hér er ég höfðingjasleikja
og hræddur í fyrsta sinn.
Vopnið
bítur enn
„Þegar leið á vopnaskakið, fannst hon-
um konan heldur lítið sinna honum,
svo hann flúði alltaf til mömmu.“
VIÐHORF
Eftir Pétur
Blöndal
pebl@mbl.is
Í TILEFNI af alþjóðlegum
lungnadegi, sem er í dag, viljum við
opna umræðuna um andleg og líkam-
leg áhrif lungnasjúkdóma og auka
vonandi skilning þjóðfélagsins á
stöðu þessara einstaklinga. Einkenni
sjúkdóms birtast hægt. Margir hafa
haft sjúkdóminn í mörg ár án vitn-
eskju um lungnasjúkdóm. Aðlögun
einkenna er oft ótrúlega mikil. Það
gæti því verið að þú eða einhver ná-
inn þér hefði lungnasjúkdóm án þess
að gera sér grein fyrir því.
Líkamleg einkenni
Þreyta og þrekleysi. Viðkomandi
finnst erfitt að ráða við daglegar
skyldur. Margir láta orkuleysið bitna
verst á sjálfum sér, hætta t.d. að
stunda líkamsrækt og/eða fé-
lagsstörf. Daglegt líf snýst meira um
að vinna, sofa og borða. Margir finna
fyrir kvefsækni og eru lengur að ná
sér. Hósti, uppgangur og mæði sem
kemur helst við áreynslu og versnar
með árunum. Mæðin stafar af því að
súrefnismagn í blóði minnkar og til
að anna eftirspurn líkamans fyrir
súrefni þarf einstaklingurinn að anda
hraðar og notar öndunarhjálpar-
vöðva. Lýsing einstaklings á þessu
ástandi er „mér líður eins og að vera í
spennitreyju“.
Þyngsli fyrir brjósti getur stafað af
súrefnisskorti eða þrengslum í
lungnapípunum. Minnisleysi og ein-
beitingarskortur getur stafað af súr-
efnisskorti eða erfiðleikum við að
losna við úrgangsefni eins og koldíox-
íð. Mikilvægi súrefnis má líkja við
eldsneyti fyrir bíla. Svefnerfiðleikar
geta stafað af kæfisvefni, þar sem
öndunarstopp á sér stað í svefni eða
að viðkomandi andar of grunnt og
fær þannig ekki nægilegt súrefni.
Ert þú með þessi einkenni? Erf-
iðleikar við að ryksuga eða halda á
innkaupapoka? Aðlögun að sjúkdómi
felst í því að fara sér hægar. Sumir fá
aðstoð hjá nánustu ættingjum. Með
öndunarmælingu má oft greina
lungnasjúkdóm. Flestar heilsugæslu-
stöðvar eiga tæki til öndunarmælinga
og getur þú beðið um rannsókn þar
eða hjá lungnasérfræðingi.
Orsök andlegrar vanlíðunar er oft
líkamleg veikindi. Geðshræring eða
andlegt álag getur valdið mæði. Þetta
er þó ekki algilt.
Ótti við mæði og að valda ekki að-
stæðum. Dæmi: aka bíl í snjó. Breytt
sjálfsmynd, þau hlutverk sem við-
komandi hafði í gegnum árin hafa
breyst og hann fer að eftirláta þau
öðrum og missir trú á sjálfum sér:
heimilisstörf, garðvinna, fjármál, fé-
lagsstörf. Breyting á hlutverki getur
birst sem reiði eða óánægja. Virkur
þátttakandi breytist í áhorfanda.
Sjúkdómurinn er oft afleiðing af
lífsstíl: reykingar, hreyfingarleysi og
aukin líkamsþyngd sem leiðir oft til
sektartilfinningar. Vegna mæði,
þreytu eða þrekleysis verður viðkom-
andi oft framtakslaus og fyllist van-
máttarkennd. Þetta getur leitt til ein-
angrunar. Sorgarviðbrögð eru
algeng vegna heilsutaps og takmarka
sjúkdómsins. Kvíði er oft mikill sem
ómeðhöndlaður leiðir oft til depurð-
ar. Rannsóknir hafa sýnt að 42–76%
sjúklinga með langvinna lungna-
teppu eru daprir, t.d. léleg matarlyst,
orkuleysi, lágt sjálfsmat. Spenna eða
streita eru einkenni sem tengjast oft
óvissu um framtíð. Hvert er hægt að
leita? Ef einkenni eru viðvarandi í
3–6 mánuði er ástæða til að leita sér
aðstoðar hjá fagfólki á heilsugæslu-
stöðum eða lungnasérfræðingi.
Ert þú kannski með
lungnasjúkdóm?
Eftir Elfu Dröfn
Ingólfsdóttur og
Guðbjörgu Pétursdóttur
„Sjúkdómurinn er oft af-
leiðing af lífsstíl.“
Höfundar er hjúkrunarfræðingar á
lungnadeild Reykjalundar.
Guðbjörg
Pétursdóttir
Elfa Dröfn
Ingólfsdóttir
ÖRT vaxandi styrkur Íslendinga á
sviði vísinda og tækni er að koma æ
betur í ljós. Fjárfesting undanfarinna
ára í rannsóknum er að skila sér með
sýnilegum hætti. Þar má nefna stór-
aukna áherslu fyrirtækja á rannsókn-
ir sem ásamt opinberum framlögum
hefur fært Íslendinga í fremstu röð
miðað við heildarframlög til rann-
sókna sem hlutfall af þjóðarfram-
leiðslu. Það er nú nálægt 3%. Það fé
skilar sér óðum. Fjöldi vel menntaðra
ungra Íslendinga er nú við störf sem
sprottið hafa af rannsóknum og þró-
unarstarfi undanfarinna ára hér á
landi. Árangurinn kemur m.a. fram í
fjölgun birtra greina í alþjóðlegum
vísindaritum; í hraðvaxandi útflutn-
ingi á þekkingarfrekum afurðum,
fjölgandi umsóknum um einkaleyfi frá
íslenskum aðilum erlendis og síðast,
en ekki síst, fjölgun stórra styrkja úr
erlendum sjóðum til vísinda- og
tækniverkefna sem unnin er af ís-
lensku kunnáttufólki.
Athygli vekur að Íslendingar eru
mjög virkir í rannsóknaáætlun Evr-
ópusambandsins og þátttakendur í
hlutfallslega mun fleiri verkefnum en
aðrar þjóðir á Evrópska efnahags-
svæðinu. Þeir stýra einnig sjálfir
hærra hlutfalli verkefna sem þeir taka
þátt í en aðrar þjóðir og eiga því oftar
frumkvæði um skilgreiningu verkefn-
anna sem þeir eiga aðild að. Einnig
kemur í ljós af samanburðartölum að
þeir eiga oftar þátt í aðild að fjölþjóð-
legum vísindagreinum sem er rökrétt
afleiðing af því sem áður segir.
Íslendingar geta því sannarlega
verið stoltir af frammistöðu íslenskra
vísindamanna, þótt afrek þeirra séu
ekki jafn títt í fjölmiðlum og leikir
handbolta- eða fótboltaliða. Þeir geta
jafnframt glaðst yfir því að fjármunir
sem varið er til rannsókna og þróunar
skila sér með margvíslegum hætti og
treysta alþjóðlega samkeppnisstöðu
okkar með varanlegum hætti. Það býr
þjóðina í stakk til að takast á við verk-
efni á nýhafinni öld. Við eigum að geta
orðið vel samkeppnisfær á öld hnatt-
væðingar þar sem þekkingin sker úr
um hæfni þjóða til að mæta hraðfara
breytingum.
Einn af kostum aðildar okkar að
Evrópska efnahagssvæðinu er að-
gangur að rannsóknaáætlun Evrópu-
sambandsins og reyndar fleiri áætl-
unum á sviði mennta- og
menningarmála og æskulýðsmála. Við
greiðum okkar hlut í sameiginlega
sjóði, en fáum aftur út í formi styrkja
sem veittir eru til samstarfsverkefna.
Viðskiptajöfnuðurinn á þessu sviði
hefur verið okkur hagstæður fjár-
hagslega.Við greiðum nálægt 1.200
milljónum króna í áætlunina en fáum
til baka um 1.700 milljónir til um 100
verkefna hér á landi. Meira virði eru
þó margfeldisáhrifin sem fást með því
samstarfi sem er forsenda styrkjanna.
Styrkir þeir sem boðið er upp á í
rannsóknaáætlun ESB eru veglegir á
íslenskan mælikvarða og skipta oft
tugum milljóna á ári í hvert verkefni.
Það er mikið fé í samanburði við þá
styrki sem bjóðast úr sjóðum RANN-
ÍS. Þó eru styrkir RANNÍS og aðhald
sem RANNÍS skapar við mat á verk-
efnum oft undanfari þess að fyrirtæki
og stofnanir geta sótt í sjóði rann-
sóknaáætlunar ESB og aðra alþjóð-
lega sjóði.
Dagana 22.–24. nóvember nk.
gengst RANNÍS fyrir Evrópudögum.
Þar verður hin nýja rannsóknaáætlun
ESB – sú 6. frá upphafi – kynnt fyrir
Íslendingum á sérstökum kynningar-
degi, föstudaginn 22. nóvember, í
fundarsal Hótels Loftleiða. Þar segja
fulltrúar framkvæmdastjórnar Evr-
ópusambandsins frá áherslum í áætl-
uninni, umsóknarreglum og kröfum
sem nú eru gerðar til verkefna. Þeir
sem ætla sér að taka þátt í rann-
sóknaáætluninni ættu að kynni sér
þessi áform rækilega vegna þess að
verulegar breytingar hafa verið gerð-
ar á markmiðum og framkvæmd
hennar frá því sem verið hefur. Raun-
ar liggja meginmarkmið í undiráætl-
unum efnislega nú afar vel fyrir ís-
lenska hagsmuni. Hinsvegar eru
kröfur Evrópusambandsins um stærð
og skipulagningu verkefna Íslending-
um erfið vegna skorts á bolmagni til
að stýra alþjóðlegum stórverkefnum.
Því felst mikil ögrun í nýju áætluninni
fyrir okkur.
Síðdegis þennan sama dag verður
opnuð formlega sýning í Perlunni á
verkefnum sem Íslendingar hafa tek-
ið þátt í og styrkt voru í 5. rannsókna-
áætlun ESB og fleiri stuðningáætlun-
um sambandsins. Hún gengur undir
nafninu „Evrópuhúsið – markaðstorg
tækifæra – menntun, menning, vís-
indi og nýsköpun“. Einnig verða sýnd
verkefni sem njóta styrkja úr öðrum
áætlunum ESB. Þar má nefna
Erasmus og Leonardo sem styrkja
dvöl erlendis við nám og starfsþjálf-
un. Einnig má nefna æskulýðsáætlun
ESB, tungumálaætlunina, Menning
2000, LINGUA, MEDIA PLUS á
sviði fjölmiðlunar o.fl. Hér hafa Ís-
lendingar þegar notið ríkulega góðs
af og stendur áfram til boða að taka
þátt. Á sýningunni í Perlunni verður
hægt að fá upplýsingar og góð ráð um
hvar og hvernig eigi að sækja um
stuðning til verkefna sem falla að
verksviðum í ofangreindum áætlun-
um. Hver áætlun verður með sinn
kynningarbás og dreifir efni og upp-
lýsingum um hvernig nálgast megi
umsóknargögn. Það er undir frum-
kvæði og sókn komið hverjir fá.
RANNÍS hvetur fólk til að kynna sér
þá möguleika sem þarna eru á ferð-
inni. Þeir fiska sem róa segir máltæk-
ið!
Ný ögrun og ný tæki-
færi framundan
Eftir Vilhjálm
Lúðvíksson
„Íslendingar
geta því
sannarlega
verið stoltir
af frammi-
stöðu íslenskra vísinda-
manna.“
Höfundur er efnaverkfræðingur og
framkvæmdastjóri RANNÍS.