Morgunblaðið - 20.11.2002, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 20.11.2002, Qupperneq 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 35 SLYSAVARNAFÉLAGIÐ Landsbjörg er senn að ljúka sínu þriðja starfsári. Ungt félag í anda en byggt á gömlum og traustum grunni formlegs björgunarstarfs sem hófst hér á landi á fullveld- isárinu 1918 þegar fyrsta björgun- arsveitin var stofnuð í Vestmanna- eyjum. Á vegum félagsins starfa þúsundir sjálfboðaliða í yfir 200 fé- lagseiningum um land allt, að mik- ilvægu björgunar-, æskulýðs- og slysavarnastarfi. Á neyðarstundu getum við kallað til sjálfboðastarfa á fjórða þúsund vel þjálfaðra björg- unarsveitarmanna eins og lands- menn eru minntir á allt of oft. Slysavarnafólkið innan okkar raða vinnur ekki síður merkilegt sjálf- boðastarf sem er að koma í veg fyr- ir slysin. Þar eru konur í miklum meirihluta og hafa þær notað slysa- varnadeildirnar sem vettvang til að sinna forvarnastarfi heima í héraði og á landsvísu. Slysavarnafélagið Landsbjörg er eitt stærsta og öflugasta sjálfboða- liðafélag landsins. Við björgun mannslífa og verðmæta á sjó eða landi eru félagar Slysavarnafélags- ins Landsbjargar þess reiðubúnir að taka slaginn við náttúruöflin, í þína þágu og án endurgjalds. Engu að síður liggur gríðarleg vinna og miklir fjármunir að baki langri þjálfun björgunarsveitarmannsins, en með dyggum stuðningi almenn- ings, sem styður við starf sveitanna með kaupum á flugeldum, jóla- trjám, happdrættismiðum og með ýmsum öðrum hætti svo sem tekjum úr söfnunarkössum, er grunnurinn lagður að öflugri starf- semi björgunarsveitanna. Viðurkenndar rannsóknir erlend- is hafa sýnt að hver króna sem veitt er til stuðnings starfi sjálfboðaliða- samtaka skilar sér að minnsta kosti áttfalt á við fjármuni sem veitt er til aðila sem þiggja laun fyrir verk sín. Þegar svo aftur starf sjálfboðalið- ans miðar að forvörnum þá má ætla að margfeldisáhrifin aukist enn frekar. Sjálfsagt verður þjóðhags- leg hagkvæmni þessa fyrirkomu- lags seint ofmetin og ekki verður í þessum greinarstúf reynt að leggja á það tölulegt mat af mikilli ná- kvæmni. Sjálfboðaliðinn þiggur ekki laun, hann sækist eftir góðum félagsskap, viðurkenningu og ár- angri af starfi sínu. Laun sjálfboða- liðans felast í vel heppnuðum björg- unaræfingum og -aðgerðum sem byggja upp reynslu sem gerir sjálf- boðaliðann sífellt hæfari til þess að takast á við meira krefjandi verk- efni. Þeim launum sem felast í end- urheimt mannslífa verður ekki lýst með orðum. Annað meginverkefna Slysa- varnafélagsins Landsbjargar hefur frá upphafi falist í baráttu fyrir fækkun slysa og hafa umferðarmál verið í öndvegi um langt skeið. Stærsta einstaka forvarnaverkefnið á vettvangi umferðarinnar er öflugt starf sex umferðarfulltrúa, sem eru að störfum í samfellt þrjá mánuði yfir sumartímann. Þeir eru stöðugt á ferðinni um þjóðvegi landsins og koma með ábendingar um það sem betur má og horfa þar jafnt til öku- manna sem og þeirra sem bera ábyrgð á vegauppbyggingu, fram- kvæmdum og öðru því er lýtur að uppbyggingu og viðhaldi umferðar- mannvirkja. Í flestum tilvikum fara þessar ábendingar til vegagerðar, bæjaryfirvalda og lögreglu og er þeim nær oftast vel tekið af þessum aðilum. Starf umferðarfulltrúanna er svo studd af tugum sjálfboðaliða úr slysavarnadeildum félagsins vítt og breytt um landið sem taka þátt í átaksverkefnum, einkum í tengslum við stórar umferðarhelgar. Líður senn að áramótum og enn nálgast tala látinna vegna umferð- arslysa þriðja tuginn. Hundruð ein- staklinga hafa slasast, margir mjög illa, og enn fleiri sitja eftir með hjartasár sem seint munu gróa. Þeir sem helga sig forvarnastarfi hljóta að spyrja hvort ekki sé kom- inn tími til að láta hendur standa enn frekar fram úr ermum. Ég er þess fullviss að með samstilltu átaki getum við snúið þessari slæmu slysaþróun við. Með styrk og stuðningi almenn- ings vill Slysvarnafélagið Lands- björg stuðla að markvissri fækkun slysa, í þágu okkar allra. Starf í þágu þjóðar Eftir Jón Gunnarsson „Þeir sem helga sig forvarna- starfi hljóta að spyrja hvort ekki sé kominn tími til að láta hendur standa enn frekar fram úr ermum.“ Höfundur er formaður Slysavarna- félagsins Landsbjargar. ÞAR kom að Ögmundur fór í ræðustól um aðkallandi þjóð- félagsmál; ríkinu hafði stórlega yfirsést við sölu Landsbankans og selt Björgólfi fjöreggið, selt þjóð- listaverkin. Nú skiptir sú stað- reynd auðvitað engu máli að hlut- hafar Landsbankans geta aldrei náð þessum eignum frá félaginu. Af andlitssvipnum að dæma sá Ögmundur þau fyrir sér á stofu- veggnum hjá Björgólfi. En gott fólk; þarna í bankanum verða þau eins og aðrar eignir hans með sama hætti og hingað til. Einn vesalings þingmaður kvaðst hafa verið sofandi og ekki gáð að sér og bað um verkin gefins til baka. Ég held hann sé ekki vaknaður enn og er raunar, þegar maður hugsar um það, alltaf dálítið sofandaleg- ur. Þarna fór eins og svo oft áður að umræðurnar snerust um það sem menn höfðu burði til að tala um. Hinn nýi Þjóðvilji, fréttastofa rík- isútvarpsins, sem gerði hinn fyrri óþarfan, tók umræðuna upp með sínum hætti. Innan sviga: (Hversu lengi á að kosta hann með al- mannafé?) Hversu mikill hluti af matsvirði eigna Landsbankans eru mál- verkin? Eitt prómill eða jafnvel meira? Voru verkin metin við söl- una eða voru þau innan skekkju- marka? Tíma Alþingis og okkar hinna á að verja í þarfari hluti eins og ég benti á hér í blaðinu fyrir skemmstu. Þess er vissulega þörf. Umræður á Alþingi Höfundur er löggiltur endurskoðandi. Einar S. Hálfdánarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.