Morgunblaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN
36 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞÚ SEM reykir ættir að staldra
við og lesa þessar línur. Ofan í lung-
un fer tóbaksreykurinn og inn í hinar
hárfínu æðar lungnanna kemst
nikotínið, efnið sem þú ert væntan-
lega að sækjast eftir með því að
reykja. Hin efnin í hundraðatali í
tóbaksreyknum, sem þú ert ekki að
sækjast eftir, fylgja einnig með og
dreifast um lungun í hvert skipti sem
þú andar reyknum að þér. Endur-
tekin snerting þessara efna við frum-
ur í lungunum leiðir oft til óbætan-
legs skaða í lungnavef.
Faraldur langvinnrar lungna-
teppu er því miður í uppsiglingu.
Neysla reyktóbaks varð almenn á Ís-
landi á árunum eftir síðari heims-
styrjöld. Vegna neyslu reyktóbaks á
undanförnum áratugum hér á Ís-
landi eru nú lungu 16-18.000 Íslend-
inga teppt til langframa. Góðu frétt-
irnar eru þó að reykingamaður með
teppu sem greinist nógu snemma á
völ á mjög áhrifaríkri meðferð. Það
er að hætta að reykja. Í dag er í boði
ýmis meðferð fyrir þá sem vilja
hætta að reykja, svo sem lyfjameð-
ferð, námskeið (Krabbameinsfélag
Reykjavíkur s. 5401900 og Heilsu-
stofnun NLFÍ í Hveragerði, s.
4830300) og símaráðgjöf (Ráðgjöf í
reykbindindi s. 8006030.)
Langvinn lungnateppa er sjúk-
dómur sem orsakast af reykingum.
Einkenni þessa sjúkdóms eru oftast
fremur sakleysisleg í byrjun. Morg-
unhósti og svolítill uppgangur – þú
kannast kannski við reykingahóst-
ann. Langvarandi hósti í kjölfar
kvefpesta – kannski kannastu líka
við það. Mæðin er lítið áberandi í
byrjun og kemur svo hægt að þú tek-
ur varla eftir henni eða leiðir hana
hjá þér. Þegar mæðin er orðin
vandamál fyrir daglegt líf þitt er full
seint í rassinn gripið. Meðferðarúr-
ræðin eru ekki jafnáhrifarík. Súrefn-
ið í andrúmsloftinu dugar þér ekki
og súrefniskútur getur verið nauð-
synlegt úrræði.
Öndunarmæling er forsenda þess
að unnt sé að greina lungnateppu.
Þú sem reykir ættir að staldra við og
láta kanna hvort lungu þín séu teppt.
Þú getur fengið gerða öndunarmæl-
ingu á öllum heilsugæslustöðvum
landsins, hjá öllum lungnalæknum
landsins og í sumum lyfjaverslunun-
um.
Staldraðu, staldraðu, staldraðu við
og láttu mæla lungun.
Staldraðu, staldraðu,
staldraðu við
Eftir Gunnar
Guðmundsson og
Jón Steinar Jónsson
Gunnar er sérfræðingur í
lungnalækningum.
Jón Steinar er sérfræðingur í
heimilislækningum.
Jón Steinar
Jónsson
Gunnar
Guðmundsson
„Þú sem reykir ættir að
staldra við og láta
kanna hvort lungu þín
séu teppt.“
RÉTTINDI og velferð barna eru
mál okkar allra. Alþjóðlegur dagur
barna, hinn 20. nóvember, gefur
kjörið tækifæri fyrir þjóðir, sam-
félög og einstaklinga til að hugsa um
hag barna í víðum skilningi. Einnig
er hægt að sjá fyrir sér framtíð hins
alþjóðlega samfélags ef ekkert er að
gert við þeim aðstæðum sem millj-
ónir barna lifa við um heim allan.
20. nóvember er alþjóðlegur dagur
barna. Árið 1954 var mælst til þess
af Sameinuðu þjóðunum að ríki
heims tækju frá sérstakan dag með-
al annars til að sýna þor og frum-
kvæði til þess að taka ákvarðanir
sem væru börnum heims og velferð
þeirra í hag. Með staðfestingu á
Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
20. nóvember árið 1989, í kjölfar
samþykktar allsherjarþingsins á yf-
irlýsingu um réttindi barnsins ná-
kvæmlega 30 árum áður, var þess
vænst að hagur barna mundi víða
vænkast. Því miður eru samt enn í
dag framin gróf mannréttindabrot á
börnum um heim allan.
Á mörgum sviðum hefur orðið um-
talsverð framför í því að byggja
börnum betri heim til að búa í. Sam-
kvæmt tölum frá UNICEF (Barna-
hjálp Sameinuðu þjóðanna) hefur
hlutfall dauðsfalla meðal ungra
barna af völdum umgangsveiki
minnkað um 50% á síðasta áratug og
fjölmörg börn hafa sterkara ónæm-
iskerfi en áður. Mænusótt er nálægt
því að heyra sögunni til og aldrei áð-
ur hafa svo mörg börn sótt skóla í
heiminum eins og nú, árið 2002.
Í maí í ár náðist einnig mikilvægur
áfangi á Aukabarnaþingi Sameinuðu
þjóðanna, sem miðar að því að
vernda börn gegn misrétti, grófu of-
beldi og þátttöku í stríði.
Þrátt fyrir þetta er gríðarleg
vinna framundan. Yfir 10 milljónir
barna undir fimm ára aldri deyja ár-
lega af völdum sjúkdóma sem eru
auðlæknanlegir. Meira en 13 millj-
ónir barna undir fimmtán ára aldri
hafa misst móður sína eða báða for-
eldra af völdum alnæmis. Yfir 100
milljónir barna eru ekki í skóla (60%
þeirra eru stúlkur) og um 300 þús-
und börn eru nú á heimsins vígvöll-
um að berjast í hlutverki hermanna
(UNICEF).
SOS-barnaþorpin hafa mótað ör-
lög tugþúsunda barna um heim all-
an. Samtökin eru starfandi í 131
landi. Markmið þeirra er að veita
munaðarlausum og yfirgefnum
börnum staðgengil fyrir þá fjöl-
skyldu sem þau hafa misst, mögu-
leika til menntunar, aðgengi að
læknisþjónustu og rétt til að alast
upp við virðingu og ástúð. Þetta hef-
ur tekist með hjálp milljóna einstak-
linga um heim allan.
Sum börn halda því fram að æskan
sé nokkurs konar refsing. Það er
okkar að sýna þeim að það er ekki
rétt. Þjóðum, samfélögum og ein-
staklingum gefst tækifæri hinn 20.
nóvember til að sýna ábyrgð og taka
ákvarðanir sem eru börnum í hag.
Er æskan refsing?
Eftir Bryndísi Elfu
Valdemarsdóttur
„Yfir 10
milljónir
barna undir
fimm ára
aldri deyja
árlega af völdum sjúk-
dóma sem eru auðlækn-
anlegir.“
Höfundur er kynningar- og
fræðslustjóri OSO-barnaþorpanna.
UMRÆÐAN um prófkjör sjálf-
stæðismanna í hinu nýja Norður-
landskjördæmi vestra hefur ekki
farið framhjá neinum. Nokkuð
finnst mér hún þó hafa verið á
einn veg. Einn af frambjóðendum
er nánast daglega í fjölmiðlum og
lýsir því aftur og aftur yfir að sigr-
inum hafi verið stolið af sér. En
hvernig má það vera?
Ég tel mig ekki vera málpípu
Sjálfstæðisflokksins en ég er
stuðningsmaður Sturlu Böðvars-
sonar í þessu prófkjöri án þess að
hafa á nokkurn hátt unnið fyrir
hann með öðru en atkvæði mínu.
Þegar ég fluttist vestur á Snæ-
fellsnes fyrir rúmum sjö árum
hafði ég misst áhuga á pólitík sem
kom ekki til af góðu. Eitt var ég
þó sannfærður um að við kosn-
ingar myndi ég ekki kjósa Sjálf-
stæðisflokkinn. Fljótt komst ég að
raun um að á landsbyggðinni snýst
pólitík um menn en ekki flokka. Í
sveitarstjórnarkosningum var
margt ágætisfólk í framboði en ég
taldi að þeir aðilar sem voru í
framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn
væru mér mest að skapi. Sama
gerðist í landspólitíkinni. Margt
ágætisfólk í framboði en ég kaus
að fylgja Sjálfstæðisflokknum eftir
að hafa kynnst Sturlu Böðvars-
syni, sem ég tel nánast vera of
vandaðan mann til að vera í pólitík
en það er önnur saga. Ég vil tí-
unda framangreint til að framhald-
ið skiljist.
Áður en kosið var í prófkjöri
sjálfstæðismanna í Norðurlands-
kjördæmi vestra hafði ég nokkurt
samband við kosningaskrifstofu
Sturlu í Borgarnesi því ég vildi
fylgjast með gengi míns manns.
Verandi KR-ingur og nú Jöklari
vildi ég að sjálfsögðu að hann sigr-
aði. Mér var sagt að það væri sam-
komulag milli þingmanna hins
nýja kjördæmis að hvetja stuðn-
ingsfólk sitt til að stilla upp sterk-
um lista. Vandinn var auðvitað sá
að í framboði voru fimm vel vænir
„lambhrútar“ og það þurfti að fella
tvo. Mér sagt að „lambhrútarnir“
skildu það og væru tilbúnir að
leggja málið undir dóm fólksins í
kjördæminu. Ég spurði hvað ég
gæti gert til að mitt atkvæði kæmi
Sturlu sem best. Kjósa hann í
fyrsta sæti og síðan þá af hinum
sem ég teldi styrkja listann sem
best. Skoðum svo útkomuna
Aðeins frá Snæfellsnesi, Dölum
og Borgarbyggð komu eðlilegir
kjörseðlar. Það er að segja, þar
var „lambhrútunum“ stillt í efstu
sæti, í mismunandi röð að sjálf-
sögðu, en voru þó í fyrstu sex sæt-
unum. Hið sama var ekki upp á
teningnum á Akranesi, Vestfjörð-
um og Norðurlandi vestra. Telja
má að Snæfellsnes, Dalir og Borg-
arbyggð séu höfuðvígi Sturlu. Á
þessu svæði Vesturlands var kosn-
ingaþátttaka líka eðlileg miðað við
fylgi flokksins almennt. Um 950
manns kusu í prófkjörinu á Snæ-
fellsnesi en í síðustu sveitarstjórn-
arkosningum fékk Sjálfstæðis-
flokkurinn þar um 1.200 atkvæði.
Hið sama er ekki að segja á hinum
svæðunum innan hins nýja kjör-
dæmis. Öfgafyllst var þó dæmið á
Norðurlandi vestra þar sem mun
fleiri kusu í prófkjörinu en höfðu
kosið Sjálfstæðisflokkinn í síðustu
kosningum.
Akranes er kapítuli út af fyrir
sig. Þar skiluðu sér rúm 1.200 at-
kvæði, sem er ívið meira en skilaði
sér til Sjálfstæðisflokksins í síð-
ustu sveitarstjórnarkosningum.
Guðjón Guðmundsson fékk um
1.150 atkvæði í fyrsta sæti. Ekki
getur Sturla hafa staðið að laun-
ráðum með Guðjóni að svona kosn-
ingu? Eða dettur nokkrum manni í
hug að þetta sé eðlilegt? Búið er
að gera tugi atkvæða ómerk á
Akranesi vegna uppþots Vilhjálms
Egilssonar sem telur að á Akra-
nesi hafi sigrinum verið stolið af
sér. Hvað mætti Sturla segja?
Þetta er þó hans „svæði“ og hreint
út sagt ótrúlegt að hann skyldi
ekki fá fleiri atkvæði á Akranesi
en raun ber vitni. Allir heilvita
menn hljóta að sjá að ef einhver
hefði fengið atkvæði á Akranesi í
fyrsta sæti fyrir utan Guðjón Guð-
mundsson eru mun meiri líkur á
að það hefði verið Sturla Böðv-
arsson en ekki Vilhjálmur Egils-
son.
Nokkrum dögum fyrir prófkjör-
ið frétti ég af afspurn af miklum
óróleika á Akranesi og leitaði þá
upplýsinga á kosningaskrifstofu
Sturlu um hvernig hann hygðist
taka á málunum þar sem ljóst var
að samkomulag um sterkan lista
virtist vera að bresta. Mér var
sagt að Sturla vildi að staðið væri
við þá stefnu að móta sterkan lista
og ef til þess kæmi myndi hann þá
falla með sæmd. Þetta er sá maður
sem ég þekki. Þrátt fyrir öll belli-
brögð hjá stuðningsmönnum ann-
arra frambjóðenda var minn mað-
ur í efsta sæti og getur borið
höfuðið hátt. Að mínu mati er eng-
inn betur til þess fallinn að stýra
Sjálfstæðisflokknum í hinu nýja
kjördæmi en Sturla Böðvarsson.
Hann hefur lítið látið á sér bera
í þessu moldryki sem fjölmiðlar
hafa þyrlað upp með Vilhjálm Eg-
ilsson í fararbroddi. Vilhjálmur
hefur farið svo langt að ásaka
Sturlu hvað eftir annað um að hafa
stolið af sér sigrinum, án þess að
rökstyðja það á nokkurn hátt. Þeir
sem vilja skoða tölur og aðstæður
geta séð að verið er að gera til-
raun til að hengja bakara fyrir
smið.
Vestlendingar! Ég skora á ykk-
ur að standa með okkar manni og
láta ekki menn, sem geta ekki tek-
ið ósigri, vaða uppi með gífuryrði.
Að hengja bak-
ara fyrir smið
Eftir Guðlaug
Bergmann
„Að mínu
mati er eng-
inn betur til
þess fallinn
að stýra
Sjálfstæðisflokknum í
hinu nýja kjördæmi en
Sturla Böðvarsson.“
Höfundur rekur umhverfisvæna
ferðaþjónustu á Hellnum í Snæ-
fellsbæ og stundar bókaútgáfu.
ÞAÐ var fyrir séð að prófkjör
sjálfstæðismanna á NV-landi yrði
sögulegt, ekki síst vegna þess að þar
sátu fyrir á fleti fimm öflugir þing-
menn, sem allir sóttust stíft eftir
a.m.k. einu af þremur efstu sætun-
um, sem líklega verður að telja
örugg þingsæti. Það er almælt að all-
ir þessir menn eigi erindi á hið háa
Alþingi og þykir því illt að ekki er
rúm fyrir þá alla eftir hinar nýju til-
tektir á kjördæmaskipuninni, sem
tókst eins óhönduglega, að naumast
verður öllu lengra komist.
Eins og alþjóð veit bera menn
brigður á að rétt hafi verið staðið að
framkvæmd á kosningu utan kjör-
fundar og raunar vitað um mjög al-
varlega ágalla svo ekki verður við
unað.
Kjörnir trúnaðarmenn Sjálfstæð-
isflokksins sáu um alla framkvæmd
prófkjörsins svo sem lög flokksins
mæla fyrir um. Hvorki frambjóðend-
ur né heldur fulltrúar þeirra hafa
þetta á sinni könnu. Þess vegna
finnst mér fulllangt seilst, þegar Vil-
hjálmur Egilsson alþingismaður
reynir að gera Sturlu Böðvarsson
samgönguráðherra ábyrgan fyrir
því sem miður fór í framkvæmdinni á
Akranesi og um borð í fiskiskipi í
Grundarfjarðarhöfn og raunar víðar
í hinu nýja kjördæmi. Þótt betra sé
að veifa röngu tré en öngu, þá verður
alþingismaðurinn að finna betri rök
gegn því, að Sturla leiði listann í
kjördæminu að vori. Hvort stórkost-
leg utankjörfundarkosning á Skaga-
strönd hafi gefið jafngóða raun
vegna þess að efnt var til happdrætt-
is og annars gleðskapar í Kántríbæ
um leið og kosið var þar nyrðra,
skiptir ekki öllu úr því sem komið er,
því viðurkennt er að ýmislegt hefur
farið úrskeiðis.
Það er ljóst að við þessar aðstæður
er prófkjör handónýtt tæki, til þess
að komast að niðurstöðu, sem sátt
getur orðið um. Ástæðan er einfald-
lega sú, að menn eru svo miklir
„lokal patríotar“ að hver kýs sinn
héraðsmann og eru með öllu ófærir
um að lyfta sér í þær hæðir að flokk-
urinn njóti góðs af.
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra er vinnuhestur, grandvar og
heiðarlegur maður og hreint ekki
þeirrar gerðar að hann sitji undir því
að vera settur á bekk með þeim sem
stunda óheiðarleg vinnubrögð. Í
kosningum þarf hann síst á slíku að
halda, enda hefur hann hefðina með
sér að sigra.
Sá sem hér heldur á penna hefur
þekkt Sturlu í áratugi og þekkir
hann býsna vel. Hann hefur ýmsa
fjöruna sopið og mætt miklum and-
byr á stundum, eins og þeir geta
reiknað með, sem fara með mikil
völd. Hann hefur herst í mótlætinu
og er reynslunni ríkari. Sturla er
Snæfellingur í báðar ættir og hefur
ræktað garðinn sinn þar vel. Þar
þekkir hann hverja þúfu og fólkið,
helst í marga ættliði. Það er engin
tilviljun að í því mélinu er fylgi Sjálf-
stæðisflokksins sterkast á öllu land-
inu eins og tölur frá síðustu sveit-
arstjórnarkosningum staðfesta.
Sturla hefur leitt Sjálfstæðisflokkinn
til afar sterkrar stöðu á Vesturlandi.
Maður með slíkt bakland þarf ekki á
því að halda að beita brögðum.
Samgönguráðherra er
enginn bragðarefur
Eftir Árna M.
Emilsson
„Maður með
slíkt bak-
land þarf
ekki á því að
halda að
beita brögðum.“
Höfundur er útibússtjóri.