Morgunblaðið - 20.11.2002, Síða 37

Morgunblaðið - 20.11.2002, Síða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 37 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Síðustu sætin um jólin til Kanarí 17. desember frá kr. 49.962 Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina um jólin til Kanaríeyja á hreint ótrúlegu verði. Beint flug til Kan- arí hinn 17. eða 19. desember, og þú getur valið um viku, 9 nætur, 2 vikur eða 3 vikur á einum vinsælasta áfangastað Íslendinga. Hér nýtur þú 20-25 stiga hita og veðurblíðu við frábærar aðstæður og getur kvatt veturinn í bili á einum vinsælasta vetraráfangastað Evrópu. Og á með- an á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann. Jólaferðir - 17., 19. og 26. des. Verð kr. 59.950 Verð á mann, m.v. 2 saman, stúdíó/smáhýsi, 17. des., 9 nætur. Stökktutilboð Flug, gisting, skattar. Verð kr. 49.962 M.v. hjón með 2 börn, íbúð/smáhýsi, 17. des., 9 nætur. Nafn gistingar 3 dögum fyrir brottför. Flug, gisting, skattar. Þökkum ótrúlegar viðtökur í vetur Bókaðu meðan enn er laust 17. des. - 29 sæti 19. des. - uppselt 19. des. - aukaflug - 19 sæti 26. des. - 28 sæti 2. jan. - 31 sæti 9. jan. - uppselt 16. jan. - 29 sæti 23. jan. - 31 sæti 30. jan. - 37 sæti 6. feb. - uppselt 13. feb. - 24 sæti 20. feb. - uppselt 27. feb. - 19 sæti 6. mars - 29 sæti Munið MasterCard ferðaávísun www.europay.is Prófkjör Prófkjör stjórnmálaflokkanna vegna þingkosninganna í maímánuði nk. fara fram í vetur. Af því tilefni birtir Morgunblaðið greinar fram- bjóðenda og stuðningsmanna. Þær er einnig hægt að nálgast undir liðnum prófkjör á forsíðu mbl.is. Á NOKKRUM þingum hefur iðn- aðarráðherra lagt fram frumvarp til nýrra raforkulaga, án þess að það hafi náð fram að ganga. Kveikjan að frum- varpinu eru breytingar á Evrópurétti, þar sem mælt er fyrir um samkeppni og markaðsvæðingu á sviði orkumála. Fyrir nokkru lýsti ég andstöðu minni við frumvarpið á þeirri for- sendu, að reglur Evrópusambandsins byggðust á allt öðrum meginviðhorf- um en ríkja hér á landi. Hefði verið skynsamlegast fyrir Íslendinga að leita eftir undanþágu frá þessum reglum, ef verið væri að framfylgja þeim með hinu nýja raforkulagafrum- varpi. Tilefni notað Við nánari umræður og skýringar kemur í ljós, að frumvarpið til raf- orkulaga er ekki nema að litlum hluta byggt á Evrópurétti. Tilefnið vegna breytinga á honum hefur einfaldlega verið notað til að semja frumvarp að nýjum íslenskum raforkulögum. Hér skal ekki dregið í efa, að nauð- synlegt sé að setja ný raforkulög á Ís- landi og skapa orkufyrirtækjum nýj- an almennan starfsramma. Hitt er óskynsamlegt að standa þannig að málum, að blanda þessu tvennu sam- an, kröfunni um að laga sig að Evr- ópuréttinum og nýju heildarlöggjöf- inni. Ganga síðan fram með þeim hætti, að þingmenn séu að bregðast skyldum samkvæmt samningum um evrópska efnahagssvæðið með því að veita raforkulagafrumvarpi ekki brautargengi. Einföld leið Aðild Íslands að evrópska efna- hagssvæðinu hefur hvatt til endurnýj- unar á mörgum lagaákvæðum og kall- að á ný. Þegar staðið er að málum eins og gert hefur verið við nýja raforku- lagafrumvarpið vekur það tortryggni meðal þingmanna um, að verið sé að knýja fram mál í krafti Evrópusam- þykkta á haldlitlum eða jafnvel röng- um forsendum. Iðnaðarráðherra og embættis- menn iðnaðarráðuneytisins eiga ein- falda leið út úr þessum vanda. Þeir geta lagt fram frumvarp til laga, sem tekur á þeim málum, sem leiða beint af Evrópurétti. Það ræðst síðan af af- drifum þess, hvaða þættir Evrópu- réttarins þurfa að móta nýja almenna, íslenska raforkulöggjöf. Unnt verður að ræða hana og afgreiða án þess að eiga hina evrópsku eftirlitsaðila yfir höfði sér. Raforkufrum- varp í vanda Eftir Björn Bjarnason Höfundur er alþingismaður og borg- arfulltrúi og býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna. „Frumvarpið er að litlum hluta byggt á Evrópu- rétti.“ SÍÐASTLIÐINN áratug hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft forystu um ótrúlega umbreytingu hins ís- lenska viðskiptaumhverfis. Höft hafa verið afnumin, markaðir opnaðir og árangurinn leynir sér ekki: meira vöruúrval, stórbætt þjónusta, lægra verðlag. Í dag myndi næstum enginn vilja snúa aftur til þess þjóðfélags hafta og hindrana sem vinstri stjórn- ir níunda áratugarins skildu eftir sig. Nú átta flestir sig á þeim gömlu sannindum að frjáls viðskipti verða fjöldanum til góðs en viðskiptahindr- anir draga lífskjör alls almennings niður þegar til lengri tíma er litið. Þær leiða til óhagkvæmrar nýtingar og hærra verðs. Þær verða til þess að atvinnulífið starfar ekki með hag- kvæmasta hætti og verður því ekki eins öflug undirstaða velferðar borg- aranna og ella. Mikill árangur náðst Mikill og vaxandi árangur hefur náðst í baráttunni við viðskipta- hindranirnar. Þar höfum við sjálf- stæðismenn lagt drýgstan skerf af mörkum undanfarinn áratug. Undir forystu okkar hafa Íslendingar gert samninga við erlend ríki um gagn- kvæma niðurfellingu ótal tolla og við- skiptahindrana og hefur hið aukna frjálsræði fært Íslendingum bætt kjör og auðugra líf. Mikilvægt er að áfram verði haldið á þessari braut og sagan sýnir glögglega að engum stjórnmálaflokki er betur treystandi en Sjálfstæðisflokknum til að tryggja þann árangur. Meðal annars þess vegna hef ég ákveðið að leita kjörs til þings á vegum flokksins. Meðal þess sem leggja þarf áherslu á, er að matvælaverð lækki. Í því sambandi er eðlilegt að hafa í huga að enn eru lagðir tollar á ýmsar landbúnaðarafurðir og tel ég að með lækkun og afnámi þeirra megi bæta hag heimilanna enn frekar en gert hefur verið. Að því vil ég vinna. Raunar tel ég að tollakerfið sé Ís- lendingum of dýrt. Það hækkar vöru- verð og er dýrt í rekstri. Með afnámi eða lækkun tolla og vörugjalda myndi vöruverð lækka og velsæld aukast. Þetta kæmi ekki aðeins fram í matvöruverði heldur myndu alls kyns vörur lækka í verði og má sér- staklega geta bifreiða sem nú bera há gjöld og því hærri sem bifreiðar eru stærri og öruggari. Með afnámi tolla og vörugjalda mætti bæta hag alls almennings verulega, ekki að- eins í bráð heldur ekki síður í lengd. Ég vil leggja mitt af mörkum til að þær breytingar megi verða að veru- leika. Viðskiptafrelsi er allra hagur Eftir Birgi Ármannsson „Með af- námi eða lækkun tolla og vöru- gjalda myndi vöruverð lækka og vel- sæld aukast.“ Höfundur er aðstoðarfram- kvæmdastjóri Verslunarráðs og gef- ur kost á sér í 6. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. MORGUNBLAÐIÐ flutti nýverið fréttir af því að níu Norðmenn hefðu gengist undir bæklunarað- gerðir hér á landi og fjórir til við- bótar væru væntanlegir. Þetta kem- ur ekki á óvart, því norsk stjórnvöld verja nú árlega stórum upphæðum til kaupa á heilbrigðisþjónustu utan Noregs. Réttur til þjónustu Mikil viðhorfsbreyting hefur orð- ið hjá stjórnvöldum víða í Evrópu um kaup á heilbrigðisþjónustu í öðr- um löndum, sem vert er að Íslend- ingar veiti athygli. Hana má m.a. rekja til niðurstöðu Evrópudóm- stólsins frá 12. júlí 2001, þar sem viðurkenndur er réttur sjúklinga til að leita sér heilbrigðisþjónustu í öðru ESB-landi á kostnað sjúkra- trygginga heimalandsins, fáist hún ekki tímanlega í heimalandi viðkom- andi. Að því tilskildu að meðferðin sé vísindalega viðurkennd og falli undir sjúkratryggingu sjúklings er heilbrigðisyfirvöldum óheimilt að synja viðkomandi um greiðslu vegna læknismeðferðar í öðru ESB- landi, nema heilbrigðiskerfi landsins geti boðið sömu eða sambærilega þjónustu án óhóflegrar biðar. Þó geta stjórnvöld gert ráðstafanir til að verja eigin heilbrigðiskerfi og tryggja fjárhagslegan stöðugleika sjúkratrygginga. Dómurinn hefur þegar haft víð- tæk áhrif í Evrópu, ekki síst í Bret- landi, þar sem biðlistar eftir heil- brigðisþjónustu eru langir. Á síðustu mánuðum hafa breskir fjöl- miðlar flutt frásagnir af sjúklingum sem fara til annarra Evrópuríkja til aðgerða, en í kjölfar dómsins sömdu bresk heilbrigðisyfirvöld við fjölda sjúkrahúsa á meginlandinu um að- gerðir á Bretum á kostnað breskra sjúkratrygginga. Tækifæri til tekjuöflunar Á síðasta þingi beindi ég fyrir- spurn til heilbrigðisráðherra um áhrif dómsins á rétt Íslendinga sem eru á biðlista til fá heilbrigðisþjón- ustu í ESB-löndum. Nú vil ég snúa dæminu við. Réttur útlendinga til að fá heilbrigðisþjónustu í öðrum löndum felur í sér tækifæri fyrir Ís- lendinga. Með samningum við er- lend heilbrigðisyfirvöld um tiltekna þjónustu fengist utanaðkomandi fjármagn sem hægt væri að nota til að stytta biðlista Íslendinga í heil- brigðisþjónustu. Íslensk heilbrigðisþjónusta er ein sú besta í heiminum, heilbrigðis- starfsmenn eru vel menntaðir, að- staða og tækjabúnaður til fyrir- myndar og tungumálakunnátta góð. Nú er lag til að heilbrigðisþjónustan skapi gjaldeyristekjur fyrir Íslend- inga og nýju fjármagni verði hleypt inn í heilbrigðiskerfið. Tækifærið er fyrir hendi, grípum það! Heilbrigðisþjónustan getur orðið tekjulind Eftir Ástu Möller „Nú er lag til að heilbrigð- isþjónustan skapi gjald- eyristekjur fyrir Íslendinga og nýju fjármagni verði hleypt inn í heilbrigðiskerfið.“ Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Í KOMANDI prófkjöri sjálfstæð- ismanna hef ég ákveðið að sækjast eftir fjórða sætinu. Það einkennir Sjálfstæðisflokkinn að hann á stuðn- ing fólks úr öllum stéttum þjóð- félagsins, enda hefur flokkurinn með stefnu sinni hlotið traust kjósenda. Hann hefur laðað að sér fólk á hægri væng stjórnmálanna og þá sem að- hyllast frjálshyggju, en ekki síður þá sem kallast mega á miðjunni. Því er ekki þannig farið með hægri flokka í nágrannalöndunum, enda eru þeir nær því að vera 10% flokkar en ekki með fylgi nálega 40% kjósenda eins og hérlendis. Sjálfstæðismenn eru margbreytilegur hópur með mis- munandi viðhorf til mála á borð við sjávarútvegsmál, menningarmál, heilbrigðismál, umhverfismál og af- stöðu til Evrópusambandsins en eiga sameiginlega hugsjónina um frelsi einstaklingsins til orða og athafna, einarða afstöðu með vestrænum ríkjum, áhuga á því að halda ríkis- rekstri í skefjum og þeir eru einhuga um að styðja við þá sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. Hjálpa þeim til að hjálpa sér sjálfir, enda varð vel- ferðarkerfið ekki sízt að veruleika fyrir tilstuðlan og framsýni Sjálf- stæðisflokksins. Ég lít svo á að ég sé talsmaður hóf- samra viðhorfa innan Sjálfstæðis- flokksins og að á slíkum viðhorfum sé þörf hér eftir sem hingað til, að listi sjálfstæðismanna við kosning- arnar í vor sýni þá breidd í viðhorf- um sem flokkurinn þarf áfram að hafa. Á grundvelli þess óska ég eftir stuðningi kjósenda í 4. sæti í próf- kjörinu um næstu helgi. 4. sætið „Ég lít svo á að ég sé tals- maður hóf- samra við- horfa innan Sjálfstæðisflokksins.“ Höfundur er læknir og alþingismaður. Eftir Katrínu Fjeldsted

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.