Morgunblaðið - 20.11.2002, Side 40
MINNINGAR
40 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Jónas RagnarSigurðsson gull-
smiður frá Skuld í
Vestmannaeyjum
fæddist í Vest-
mannaeyjum 24.
febrúar 1928. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 11. nóvem-
ber 2002. Foreldrar
hans voru Sigurður
Pétur Oddsson, f.
28.3. 1880, d. 10.5.
1945, og Ingunn Jón-
asdóttir, f. 23.11.
1883, d. 28.4. 1960.
Ragnar var yngstur 11 systkina og
eftirlifandi eru Stefanía, f. 2.6.
1921, Júlía, f. 4.3. 1923, og Sigríð-
ur, f. 14.4. 1925. Látin eru Jónas, f.
29.3. 1907, d. 4.1. 1980, Þórunn
Lovísa, f. 30.8. 1908, d. 18.7. 1979,
Oddur, f. 25.5. 1911, d. 19.11. 1979,
Elínborg 25.8. 1913, d. 5.11. 1993,
Ólafur, f. 14.10. 1915, d. 16.3 1969,
Sigurbjörg, f. 2.2. 1917, d. 4.4.
1992, og Árný, f. 16.11. 1919, d.
8.11. 1986.
Þegar Ragnar var á 4. ári upp-
götvaðist galli í mjaðmarlið og
dvaldist Ragnar á ýmsum sjúkra-
stofnunum af þeim sökum auk
þess sem hann var mikið rúmliggj-
andi heimavið. Ragnar lærði
prentiðn í Vestmannaeyjum og
starfaði við þá iðn bæði í Vest-
mannaeyjum og í Reykjavík, m.a. í
Prentsmiðjunni Eddu, en varð að
hætta störfum sem prentari er
heilsa hans var farin að há honum
við þá iðn. Árið 1969 hóf Ragnar
störf á Gullsmíðaverkstæði Guð-
mundar Andréssonar og eftir að
hafa starfað þar í 10 ár hóf hann
störf hjá Jóni og Óskari á Lauga-
vegi. Settist hann síðan aftur á
skólabekk og útskrifaðist sem
gullsmiður. Árið 1990 hóf hann
störf hjá Jens gullsmiði og starfaði
þar meðan aldur og heilsa leyfðu.
Ragnar sinnti ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir Sjálfsbjörg, félag
fatlaðra í Reykjavík, og starfaði
síðustu árin mikið fyrir Íþrótta-
félag fatlaðra og keppti í bogfimi
fyrir það bæði hérlendis og er-
lendis. Ragnar greindist með
krabbamein fyrir tveimur árum
og í maí sl. fluttist hann á líkn-
ardeild Landspítalans í Kópavogi.
Útför Ragnars verður gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Ungur flutti Ragn-
ar til Reykjavíkur en
vegna fötlunar sinnar
dvaldist hann við
lækningar í Noregi í 6
mánuði. Ragnar hóf
búskap í Austurbrún 2
í Reykjavík en árið
1969 flutti hann í Víði-
hvamm 1 í Hafnarfirði
og hóf sambúð með
Audrey Kathleen
Magnússyni og fjórum
börnum hennar, þau
eru Lynda Ruth,
Helga Margrét, Lísa
Charlotte og Hörður
Davíð. 1992 fluttist Ragnar aftur í
Austurbrúnina og þar bjó hann
allt til dauðadags.
Ragnar og Audrey eignuðust
eina dóttur, Ingunni Lovísu, f.
19.2. 1971, sambýlismaður Einar
Örn Daníelsson kennari, f. 1.12.
1970, þau eiga tvö börn, Eydísi
Rögnu, f 4.1. 1999, og Fanneyju
Elfu, 29.11. 2001, og er þriðja
barnabarnið væntanlegt í heiminn
eftir áramót.
Móðurbróðir minn Jónas Ragn-
ar Sigurðsson frá Skuld í Vest-
mannaeyjum andaðist á líknadeild
Landspítalans í annarri viku októ-
bermánaðar sl.
Fyrstu minningar mínar um
Ragga eru þegar ég krakki átti
heima á Akranesi. Í endurminn-
ingunni er hann boðberi ævintýra
og útlanda. Þegar hann kom í
heimsókn var hátíð í bæ, hann tal-
aði um allt aðra hluti en títt var í
plássinu, hafði sérstakan söngl-
anda í röddinni rétt eins og hann
teygði á enda orðsins og var mjög
glaðsinna. Hreif með sér jafnt
börn sem fullorðna með frjálslegu
fasi og einstakri lund. Hann var
menningarlega þenkjandi og
kenndi mér peyjanum Hudson Bay
eftir Stein Steinarr. Sem ungling-
ur heimsótti ég Ragga og fékk á
stundum að gista þegar ég kom of-
an af Akranesi. Þá hafði hann
keypt sér íbúð á 10. hæð í „Pip-
arsveinahöllinni“ í Austurbrúninni.
Það var ekki ónýtt að koma þang-
að, Raggi þekkti nær alla og það
eitt að vera frændi hans veitti
manni ýmis forréttindi á þeim
stað. Seinna á lífsleiðinni átti það
fyrir okkur að liggja að leigja
íbúðina af Ragga þegar við hjónin
fluttumst heim að loknu námi.
Raggi var þá kominn í sambúð
með Audrey Magnússon en þau
eignuðust dótturina Ingunni
Lovísu árið 1971.
Þó að lundin væri létt og Ragga
auðnaðist að hjúpa hlutina ævin-
týraljóma gekk hann þó aldrei
heill til skógar því skömmu eftir
fæðingu kom í ljós að hann var
ekki í mjaðmaliðunum og af þeim
sökum stakk hann ávallt við og
hafði því sérstakt göngulag. Hann
var lengi rúmliggjandi sem barn
og í gegnum tíðina fór hann í fjöl-
margar stóraðgerðir sem hefðu
ugglaust dregið margan manninn í
þunglyndi en ekki hann Ragga
frænda. Miklu frekar þveröfugt.
„Nú lifi ég eins og soldáninn af
Persíu, þarf ekki einu sinni að
ganga,“ sagði hann þegar honum
var rúllað um í hjólastól eftir eina
aðgerðina og seinna: „Heldurðu að
þeir hafi ekki lengt mig um 2
sentimetra blessaðir læknarnir í
Noregi.“ Slíkar og þvílíkar athuga-
semdir voru hans ær og kýr, jafnt
í blíðu sem stríðu. Þegar ég heim-
sótti hann á líknardeildina fyrir
skemmstu var hann svo ánægður
með aðbúnaðinn „og rúmið sjáðu
það má stilla þetta á alla vegu.“
Sundiðkun var Ragga ástríða og
það má segja að hann hafi verið
orðinn hluti af innréttingunni í
Vesturbæjarlauginni því hvern
virkan dag sem hann gat því við
komið fór hann í hádeginu, synti
sprettinn sinn og eftir heita pott-
inn fékk hann kaffisopa hjá starfs-
fólkinu. Raggi var líka virkur fé-
lagi í Íþróttafélagi fatlaðra og
stundaði bogfimi með góðum ár-
angri. Ragnar fæddist 1928 í Vest-
mannaeyjum yngstur í 11 systk-
inahópi og þar hefur nú aldeilis
verið líf í tuskunum enda skemmti-
legt og hresst fólk, Skuldarfólkið.
Þær voru sjö systurnar og bræð-
urnir þrír auk Ragga, þannig að
margar fúsar hendur voru til að
leggja honum lið í veikindum hans
og allar götur síðan hefur vænt-
umþykja þeirra umlukt hann.
Raggi nam prentiðn hjá Eyja-
prenti og vann síðar sem prentari í
Reykjavík um langt árabil. en þeg-
ar mjaðmameinið ágerðist varð sú
vinna honum fullerfið. Hann venti
því kvæði sínu í kross og og fór að
vinna við gullsmíðar hjá Guðna
Þórðarsyni á Laugavegi 50 og nú
var Raggi kominn á rétta hillu.
Hann var bæði listrænn í sér og
handlaginn og vann mikið í víra-
virki og annarri silfursmíði. Seinna
fór Raggi til Jóns og Óskars þar
sem hann lauk gullsmíðanámi og
vann í nokkur ár uns hann fór á
smíðaverkstæði Jens gullsmiðs þar
sem hann vann til sinna starfsloka.
Ég byggði mér hús við hafið,
og hafið sagði: Ó key,
hér er ég og ég heiti
Hudson Bay.
Í kvöldsins hægláta húmi
heyrði ég bylgjunnar sog.
Þannig er þessi heimur.
Það er og.
(Steinn Steinarr.)
Við hjónin eigum ljúfar minn-
ingar um Ragnar og viljum á þess-
ari kveðjustundu votta fjölskyldu
Ingunnar, Audrey og fjölskyldu í
Hafnarfirði og eftirlifandi systrum
hans, okkar innilegustu samúð.
Sigríður og Kristján Pétur.
Elsku Raggi. Þó svo að við hefð-
um aldrei kallað þig afa ertu svo
sannarlega afi okkar. Og eini afinn
sem við systkinin kynntumst. Og
við gætum ekki hafa fengið betri.
Þú varst alltaf svo jákvæður og
umburðarlyndur, sama hvað gekk
á. Þó svo að við vissum að þú vær-
ir orðinn mikið veikur hélstu alltaf
í góða skapið, alveg til enda. Þegar
við setjumst niður og hugsum til
þín koma bara góðar minningar
upp í hugann. Þegar við komum í
heimsókn til þín og ömmu á Víði-
hvamminn fengum við að leika
okkur með stafinn þinn, skoða all-
ar uglurnar þínar, sem eru orðnar
ófáar, og fara með þér niður í
kjallara og sjá þig pússa alla
skartgripina sem þú varst svo dug-
legur að gefa okkur. Og svo auð-
vitað gafstu okkur alltaf Freyju-
karamellur sem þú áttir alltaf í
tuðrunni þinni.
Elsku Raggi, það huggar okkur
að vita af þér á góðum stað og að
þú ert laus við allar þjáningar.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Elsku Raggi, við þökkum þér
fyrir allar góðu samverustundirn-
ar.
Guð geymi þig. Þín (barnabörn)
Dröfn, Sigurjón og Birna.
„Always look at the bright side
of life – alltaf að líta á björtu hlið-
arnar“ var sungið og þetta lag
hefði getað verið einkaþjóðsöng-
urinn hans Ragga. En Ragga
kynntist ég fyrir 26 árum þegar ég
kom inn í fjölskylduna hans, ég þá
að stíga mín fyrstu spor í leiklist-
inni, og þar eignaðist ég strax ein-
lægan stuðningsmann sem hvatti
mig og örvaði, en Raggi var mikill
áhugamaður um listir og listsköp-
un. Hann var búinn að sjá svo
margar leiksýningar, óperur,
myndlistarsýningar, og lesa svo
margar bækur, enda maðurinn
sjálfur mikill listamaður eins og
smíðisgripirnir hans bera gull-
smiðnum fagurt vitni.
En það var eitt í fari Ragga sem
gerði hann að einstökum manni, en
það var þetta jákvæða hugarfar
sem hann hafði tileinkað sér, jafn-
vel „Pollýanna“ mátti vara sig. Ef-
laust vegna þessarar jákvæðu
lundar komst hann í gegnum suma
skaflana sem urðu á vegi hans á
lífsleiðinni. Maður hugsaði stund-
um eftir að hafa verið með Ragga,
ja, ef allir væru nú svona jákvæðir
og hressir þá myndu nú mörgum
vandamálunum fækka í heiminum.
Þakka þér fyrir að leyfa mér að
kynnast þér og þínu einstaka lífs-
viðhorfi, og þakka þér fyrir að
reynast Lísu og börnunum mínum
alla tíð svo vel. Og í þinni minn-
ingu ælta ég að reyna að tileinka
mér þó ekki væri nema brotabrot
að þínu jákvæða hugarfari.
Þú varst sannur vinur í raun.
Guð blessi þig og geymi, kæri
vinur.
Sigurður Sigurjónsson.
Elsku Raggi, þú varst svo góður
afi og við munum sakna þín mjög
mikið. Við söknum líka Ragga
súkkulaðis (Prins póló) sem við
fengum alltaf þegar við komum í
heimsókn til þín og Freyju namm-
is sem alltaf var til. Oft var leikið
við stafina þína, og hækjurnar frá
því að þú varst lítill strákur, próf-
aðar, og þú kenndir okkar að labba
á þeim.
Svo allar uglurnar sem var svo
gaman að skoða og Alexandra
reyndi oft að telja en gafst oft upp
því þær voru svo margar, en flest-
ar þeirra fékkstu sendar frá út-
löndum.
Alltaf á afmælum komstu með
skartgripi eða blóm til okkar, og
eigum við því marga fallega hluti
sem minna á þig. Einnig var gam-
an að fara til Vestmannaeyja með
þér þar sem þú sýndir okkar hvar
þú áttir heima þegar þú varst lítill
strákur og hvar þú lékst þér og þú
kenndir okkur að spranga.
Alexandra Hödd og
Hildur Kathleen.
Það er eins og alltaf stafi birtu
af sumu fólki. Þannig var það með
vin minn Ragnar Sigurðsson. Jafn-
vel núna þegar hann er ekki leng-
ur meðal okkar eru allar minn-
ingar um hann bjartar. Ég man að
fyrir meira en fimmtíu árum þegar
ég kynntist honum sem ungum
pilti frá Vestmannaeyjum skynjaði
ég strax að þarna fór traustur
maður sem gott væri að eiga að
vini.
Alla ævi átti Ragnar við meiri
eða minni vanheilsu að stríða.
Hann lét aldrei bugast. Hann hafði
þann einstæða eiginleika að sjá
alltaf björtu hliðarnar á tilverunni
og vinna sig með þrautseigju út úr
öllum erfiðleikum. Hvar sem hann
fór var það hann sem var veitandi,
ekki af veraldlegum auði, því að af
honum átti hann ekki ofgnótt, en
hann hafði lag á að gleðja fólk og
gaf sér ótakmarkaðan tíma til að
hlusta á aðra og margur fór hress-
ari af hans fundi. Verði menn fyrir
áföllum er fólk reiðubúið að sýna
hluttekningu, en verði menn sér-
stakrar gæfu aðnjótandi er oft
grunnt á öfundinni. Það sem gerði
Ragnar einstæðan var hversu inni-
lega hann gat samglaðst vinum
sínum þegar þeim gekk eitthvað í
haginn.
Á miðjum aldri varð Ragnar að
hætta að starfa sem prentari, eftir
stórar skurðaðgerðir, sem hann
gekkst undir, var burður með
þunga hluti og stöður við prentvél-
arnar orðið honum líkamlega of-
viða. Það varð til þess að hann fór
að vinna við gullsmíði. Þar var
Ragnar kominn á rétta hillu. Í
gullsmíðinni fengu listrænir hæfi-
leikar hans og meðfæddur smekk-
ur að njóta sín til fulls. Hann var
fagurkeri sem naut þess að fara
höndum um og móta gull og silfur.
Um þessa eðalmálma hefur alltaf
leikið ævintýraljómi sem hæfir vel
minningunni um Jónas Ragnar
Sigurðsson.
Við Hrafnhildur, kona mín,
sendum Ingunni Lovísu, dóttur
hans, og allri fjölskyldunni innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Jóhann Pálsson.
JÓNAS RAGNAR
SIGURÐSSON
Okkur systkinin langar með ör-
fáum orðum að kveðja ömmubróð-
ur okkar, hann Ragga frænda.
Raggi var einstakt ljúfmenni,
ávallt brosandi og góður heim að
sækja. Við munum sakna hans
sárt, og sendum aðstandendum
hans okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Hólmfríður og Guðni Dagur.
HINSTA KVEÐJA
✝ Signý Hildur(Signhild) Jó-
hannsdóttir fæddist
á Tvöroyri í Færeyj-
um 25. nóvember
1909. Hún lést á
dvalarheimilinu
Garðvangi í Garði
11. nóvember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Sidsal
Bech, f. á Skufey í
Færeyjum, og Jó-
hann Bech, f. á Suð-
urey.
Fyrri maður Sign-
hildar var Mikkjal
Petersen og eignuðust þau fimm
börn. Þau eru: Petur, f. 24.12.
1930, Tórir, f. 28.8. 1932, Minna,
f. 5.3. 1934, Kathrina, f. 5.4. 1935,
og Karen, f. 15.8. 1936. Tvö
þeirra eru búsett á Íslandi, tvö í
Færeyjum og eitt í
Danmörku. Signhild
og Mikkjal slitu
samvistum.
Signhild flutti til
Íslands 1951. Seinni
maður hennar var
Guðmundur Elísson.
Signhild vann við
ýmis störf á Íslandi,
hjá Þorgrími Eyj-
ólfssyni í Keflavík,
Sjúkrahúsi Kefla-
víkur, Loftleiðum og
Keflavíkurflugvelli.
Lengst af bjuggu
þau Guðmundur í
Keflavík auk þess að búa í nokk-
ur ár í Reykjavík. Þá starfaði hún
í þvottahúsi Sláturfélagsins.
Útför Signhildar fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Fáein kveðju- og þakkarorð til
þín, Signhild mín.
Ég var sex ára þegar ég sá þig
fyrst. Þá komum við fjögur af
systkinunum með mömmu að
heimsækja ykkur í Hestey. Það
var alltaf mjög kært með ykkur
systrunum. Það var svo gott að
vera hjá ykkur. Allt var fyrir okk-
ur gert enda komum við aftur fjór-
um árum seinna og nutum þess-
arar einstöku færeysku gestrisni.
Þú varst alveg einstaklega góð við
okkur öll. Það lék allt í höndunum
á þér sama hvort það var að sauma
föt á fjölskylduna eða prjóna peys-
ur eða aðrar flíkur. Í þessari heim-
sókn saumaðir þú dýrindissvuntur
með pífum á okkur systurnar
þrjár.
Á þeim árum var það langt
ferðalag að fara á milli Íslands og
Færeyja og svo út í Hest. Það tók
okkur marga daga. Þá þurfti að
fara á árabáti milli Velbasta og
Hests. Það var heilt ævintýri að
vera í Hestey.
Ég man alltaf hvað mér fannst
þú falleg og glæsileg kona. Seinna
þegar þú komst til Íslands og
bjóst hjá okkur spurði ein vinkona
mín hvort þú værir útlensk drottn-
ing. Þú varst alltaf svo fín og tign-
arleg í fasi. Það var sama í hverju
þú varst, allt fór þér svo vel. Þú
hafðir líka einstaklega góðan
smekk. Það var sama með heim-
ilið. Þar var snyrtimennskan,
glæsileikinn og hlýleikinn í fyr-
irrúmi.
Það var alltaf jafngott að koma
til ykkar Guðmundar, bæði í
Keflavík og Reykjavík. Einnig
núna seinustu árin á Garðvangi.
Það var allt svo fínt og snyrtilegt
hjá þér þótt þú værir orðin sjón-
döpur. Þú varst ennþá alltaf fínt
klædd, eins og drottning.
Þegar þú bjóst hjá okkur varst
þú óþreytandi að miðla okkur
börnunum af einlægri trú þinni.
Við áttum að vera stillt og prúð á
hátíðisdögum kirkjunnar. Ég man
þegar þú tókst blíðlega í axlirnar á
okkur svo við réttum vel úr bak-
inu, að sitja og standa bein í baki
var mikilvægt. Þú varst einstak-
lega heiðarleg, skilvís og skipu-
lögð. Keyptir aldrei neitt nema
eiga vel fyrir því.
Seinna þegar mamma kom í
heimsókn til Íslands voru heim-
sóknirnar til þín og Guðmundar
henni ómetanlegar. Ég og tvær
yngstu dætur mínar komum oft til
ykkar Guðmundar á Hverfisgöt-
una. Alltaf var tekið jafnvel á móti
okkur. Og það var mikið fjör þegar
Helgi minn og Óli bróðir komu að
spila við ykkur.
Hjartans þökk fyrir allt, Sign-
hild mín. Samúðarkveðjur til
barna, tengdabarna og stóra af-
komendahópsins.
Sigríður.
SIGNÝ HILDUR
JÓHANNSDÓTTIR