Morgunblaðið - 20.11.2002, Side 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 41
✝ Gerda Guð-mundsson fædd-
ist í Hårlev á Sjá-
landi í Danmörku
26. ágúst 1909. Hún
lést á Randers
Centralsygehus 31.
október síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru þau hjónin
Oluf Jørgensen ljós-
myndari frá Fakse í
Danmörku, f. 19.
mars 1884, d. 4.
október 1955, og So-
fie Petersen, f. 12.
september 1885, d.
3. apríl 1960, einnig frá Fakse.
Systkini Gerdu eru Åge ljósmynd-
ari, f. 2. október 1911, d. 10. októ-
ber 1979. Hann kvæntist Ingrid
Sandbeck. Börn þeirra: Arne,
Lillian, Grethe og Börge; Harry
sjúkraþjálfari, f. 30. nóvember
1915. Kona hans var Viola Rasm-
ussen sjúkraþjálfari, hún er nú
látin. Börn þeirra: Benny og Oluf;
Edith sjúkraþjálfari og kokkur, f.
8. apríl 1918, gift Åge Fejersen
sjúkraþjálfara, sem er látinn.
Dóttir þeirra er Alice.
Gerða giftist 14. september
1938 Júlíusi Guðmundssyni, f. 21.
maí 1909, d. 11. janúar 2001, frá
Glæsistöðum í V-Landeyjum,
Gerdu, Danmerkur, þar sem þau
bjuggu upp frá því nema í tvö ár,
1972–4, er þau störfuðu hér
heima. Auk þess að sinna heimili
sínu starfaði Gerda við ljós-
myndagerð, m.a. hjá Sigurði Guð-
mundssyni og sem barnaskóla-
kennari og hún tók ætíð virkan
þátt í starfi Aðventkirkjunnar
meðan hún dvaldist hér. Börn
Gerdu og Júlíusar eru: 1) Sonja
kennari, f. 21. maí 1942, gift Jens
Danielsen presti aðventista, f. 29.
janúar 1941, búsett í Þórshöfn í
Færeyjum; 2) Guðmundur Harrí
skurðlæknir, f. 8. júní 1945,
kvæntur Sunnevu Jacobsen kenn-
ara, f. 9. júní 1949, búsett í Daug-
ård, Danmörku. Þeirra börn: 1)
Julian prentari, f. 23. desember
1972, kvæntur Birgith Krage, f.
11. september 1974, þau eiga
börnin Daniel, f. 1998, og Hönnu,
f. 2002; 2) Rebekka læknanemi, f.
26. júní 1976, gift Carsten Perlick
lækni, f. 2. febúar 1970; 3) Rich-
ard, tónlistarmaður, f. 4. október
1982; 3) Jörgen Eric prestur, f.
25. júlí 1949, kvæntur Lailu Mary
Panduro sjúkraþjálfara, f. 29.
september 1951, búsett í Hlíðar-
dalsskóla í Ölfusi. Þeirra börn: 1)
Lillí María grafískur hönnuður, f.
19. júlí 1975, gift Elvari Henning
Guðmundssyni tölvufræðingi, f.
20. mars 1970; 2) Jón Erling
sjúkraþjálfari, f. 4. nóvember
1977.
Útför Gerdu var gerð frá Að-
ventkirkjunni í Randers í Dan-
mörku 5. nóvember.
fyrrverandi skóla-
stjóra Hlíðardals-
skóla og forstöðu-
manns Sjöunda dags
aðventista á Íslandi.
Foreldrar hans voru
Guðmundur Gíslason,
bóndi á Glæsistöðum,
f. 16. nóv. 1869, d. 1.
des 1942, og Sigríður
Bjarnadóttir frá Her-
dísarvík, f. 28. apríl
1876, d. 3. október
1916.
Ung starfaði Gerda
við ljósmyndagerð
hjá föður sínum í
Fakse. Hún lauk námi við Nærum
Missionskole 1929 og nam eitt ár
við Newbold College í Englandi.
Hún starfaði sem kennari við
barnaskóla aðventista í Jerslev í
Danmörku og var um tíma starfs-
maður ljósmyndara í Árósum.
Gerda og Júlíus fluttust til Ís-
lands 1938 og bjuggu fyrst í
Reykjavík, síðan í Vestmannaeyj-
um 1941–47, þá á Hlíðardalsskóla
í Ölfusi 1950–60 þar sem þau
hjónin stóðu að uppbyggingu
þeirrar stofnunar. Seinna bjuggu
þau í Reykjavík þar sem Júlíus
starfaði áfram sem prestur og
forstöðumaður aðventista til 1968
er þau fluttust til heimalands
Móðir okkar, Gerda Guðmunds-
son, er látin eftir langt og iðjusamt
líf. Hún var af dönsku bergi brot-
in, fædd í Hårlev og óx upp í
Fakse á Suður-Sjálandi í Dan-
mörku og lærði ung ljósmynda-
gerð af föður sínum sem rak ljós-
myndastofu þar. Eftir tveggja ára
dvöl á trúboðsskóla í Nærum og
eitt ár í Englandi vann hún við
barnakennslu og ljósmyndavinnslu
í nokkur ár. Hún kynntist þá föður
okkar sem var við nám í Dan-
mörku og gengu þau í hjónaband
1938 og fluttust sama ár til Ís-
lands, þar sem pabbi starfaði á
vegum aðventista í 30 ár sem
kennari, æskulýðsleiðtogi, skóla-
stjóri og forstöðumaður kirkjunn-
ar. Þetta voru mikil annríkisár en
árangursrík, ekki síst vegna þátt-
töku mömmu sem studdi við bakið
á pabba í einu og öllu. Henni féll
aldrei verk úr hendi, sá um barna-
uppeldið og heimilið sem var alltaf
snyrtilegt þrátt fyrir þröng kjör
um og eftir heimsstyrjöldina
seinni. Þess utan var hún alltaf
reiðubúin að aðstoða við tónlist-
arflutning og undirleik við sam-
komuhöld, kennslu og við að taka
á móti gestum og sjá um viður-
gerning handa þeim þótt af litlu
væri að taka. Hún var glaðlynd og
bjartsýn og trúði á hið góða hjá
öllum. Var henni það einkar ár-
íðandi að uppfræða okkur börnin í
góðum siðum og að mennta okkur
fyrir framtíðina. Kristintrúin var
ósvikin, dýrmæt og mikilvæg á
heimili okkar.
Þegar við lítum til baka minn-
umst við hins blíða eðlisfars
mömmu, hún reyndi að vera
ákveðin við okkur en aldrei sáum
við hana skipta skapi. Hún las fyr-
ir okkur á kvöldin, söng mikið og
lék á píanó.
Okkur finnst að meðan við vor-
um börn hafi hún alltaf verið
heima. Eitthvað fékkst hún við
kennslu meðan við bjuggum í
Vestmannaeyjum en það sem hún
vann einna helst við utan heimilis
meðan við vorum lítil var að lag-
færa myndir fyrir ljósmyndara,
kallað að „retouchera“, starf sem
tæpast þekkist lengur. Við þetta
notaði hún að okkar mati afar
spennandi áhöld, blýanta, pensla
og hnífa, sem geymd voru í sér-
stakri öskju sem við máttum ekki
snerta. Þessu sinnti hún helst
seint á kvöldin þegar við vorum
sofnuð.
Mamma var sérstaklega hagsýn
manneskja, nýtin með alla hluti og
lagði einkar mikið upp úr vand-
virkni. Öll fötin okkar barnanna
saumaði hún sjálf og maturinn
sem hún bjó tilhanda okkur var
hollur og góður, oft úr grænmeti
sem hún ræktaði sjálf.
Eftir að við vorum orðin full-
orðin og flutt að heiman fékk
mamma betri tíma til að sinna sín-
um áhugamálum. Og svo fengu
barnabörnin hennar ósviknu at-
hygli. Á þau saumaði hún og
prjónaði af listfengi.
Síðustu þrjú árin dvaldi mamma
á hjúkrunarheimili í Randers þar
sem hún naut frábærrar umönn-
unar. Þótt skammtímaminni henn-
ar hafi hrakað síðustu árin söng
hún oft, einna helst danska ætt-
jarðarsöngva, og svo sat hún með
Biblíuna sína og fór með versin
sem hún kunni utan að. Þegar
pabbi féll frá fyrir tæpum tveim
árum var sem tilvera mömmu
næmi staðar. Söknuðurinn var svo
mikill að hún hafnaði lengi vel
þeirri staðreynd að hann væri far-
inn fyrir fullt og allt. En hún sat
eftir í sínum hjólastól, kvartaði
ekki, sagðist hafa það gott. Það
var svo sérstakt fyrir hana að al-
veg fram í hið síðasta gat hún farið
með bænir af yfirvegun og með
djúpu innihaldi þótt annars ætti
hún erfitt um mál.
Nú er hún sofnuð þessi góða og
trúaða kona og líf hennar falið
frelsaranum. Og nú bíður hún þess
að hann kalli hana fram til dýrð-
arríkis síns þegar hann kemur í
skýjum himinsins til þess að sækja
hana til sín, svo og alla sem tekið
hafa við útréttri náðarhendi hans.
Síðustu versin sem við lásum sam-
an var einmitt lýsing Páls postula
á dýrðarvon Guðs barna um end-
urkomu Krists í 1. Þessaloníku-
bréfi 4.16–18: „Því að sjálfur
Drottinn mun stíga niður af himni
með kalli, með höfuðengils raust
og með básúnu Guðs, og þeir, sem
dánir eru í trú á Krist, munu fyrst
upp rísa. Síðan munum vér, sem
eftir lifum, verða ásamt þeim
hrifnir burt í skýjum til fundar við
Drottin í loftinu. Og síðan munum
vér vera með Drottni alla tíma.
Uppörvið því hver annan með
þessum orðum.“ Við vorum ekki
viss hvort hún hefði meðtekið lest-
urinn, en svo komu hendurnar
fram undan sænginni og hún lét
sem hún klappaði fyrir því sem
hún hafði heyrt. Í þeirri fullvissu
sem hér er lýst kvaddi hún okkur
og á grundvelli hennar hlökkum
við öll til að mætast að nýju undir
betri kringumstæðum á nýrri jörð.
Sonja, Harrí og Eric.
Við viljum minnast „tante“
Gerdu eins og við kölluðum hana í
æsku. Tæp tvö ár eru síðan eig-
inmaður hennar, Júlíus Guð-
mundsson, lést. Ekki er hægt að
minnast annars án hins svo sam-
stillt voru þau, stoð og stytta
hvors annars. Fullyrða má að
Gerda hafi helgað líf sitt ævistarfi
eiginmannsins og þannig vaxið að
manngildi þótt slíkt sé andstætt
pólitískri rétthugsun nútíma kven-
frelsiskenninga. Hún kvaddi ætt-
jörð sína, Danmörku, fluttist til Ís-
lands og lærði íslensku. Aldrei
kvartaði hún né gagnrýndi nýjar
aðstæður. Miklu fremur lýsti hún
ánægju sinni yfir því að búa og
starfa á Íslandi. Fyrst og fremst
unnu þau hjónin að velferð æsk-
unnar innan aðventsafnaðarins,
m.a. með kennslu og æskulýðs-
mótum.
Gestkvæmt var á heimili þeirra
og var gestum jafnan tekið með
glaðværu brosi. Gerda var einstak-
lega glaðlynd og góðviljuð sama
hver átti í hlut. Henni var lagið að
fá gestina með sér í eldhúsið til að
útbúa máltíð og þannig að létta
álagið sem óneitanlega hefur fylgt
gestakomunum. Sjaldan fóru gest-
ir frá garði án þess að lagið væri
tekið með Gerdu við hljóðfærið.
Alltaf fylgdi Gerda Júlíusi hvert
sem hann fór til að sinna starfi
sínu. Þær voru ófáar ferðirnar
þegar Júlíus var skólastjóri Hlíð-
ardalsskóla og prestur í Reykja-
vík. Hún sat jafnan við hljóðfærið
og lék undir á guðsþjónustum og
söngrödd hennar var há og fögur.
Við systkinin nutum þess að
hitta Gerdu í æsku. Hún hafði allt-
af tíma til þess að tala við okkur
og sýna okkur eitthvað skemmti-
legt. Margar gjafir útbjó hún af
listfengi úr einföldu efni og án
mikils tilkostnaðar sem gerði þær
sérstakar.
Þau hjón, Júlíus og Gerda, voru
okkur fyrirmynd í trú, hugsjónum,
fórnfýsi og nægjusemi. Persónu-
legri upphefð, orðstír og efnisleg-
um ábata sóttust þau ekki eftir.
Það er eftirsjá að slíku hugarfari.
Guð blessi minningu Gerdu.
Sigríður Candi og
Hanna Jörgensen.
GERDA
GUÐMUNDSSON
✝ Sigrún Erla Ing-ólfsdóttir Wood
fæddist í Reykjavík
31. janúar 1945. Hún
lést í Los Angeles 3.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar eru Ingólfur Pét-
ursson sjómaður, f.
6.6. 1915, d. 24.7.
1996, og kona hans
Svava Sigurðardótt-
ir, f. 29.9. 1914, ætt-
uð úr Hafnarfirði.
Systkini Sigrúnar
eru Rúdólf Sævar, f.
18.12. 1939, kvæntur
Rut Jóhönnu Areliusardóttur,
Unnur Herdís, f. 20.10. 1955 gift
Gunnari Hlöðver Tyrfingssyni
og Jean Jensen, f. 12.9. 1933,
sammæðra, hann er kvæntur
Guðrúnu Ingibjörgu Hlíðar.
Sigrún giftist 13.2. 1987 eft-
irlifandi eiginmanni
sínum Cliff Wood.
Áður hafði hún ver-
ið gift Franc Fuen-
tes og eru dætur
þeirra þrjár, Leo-
nora Svava, f. 12.4.
1969, Vanessa, f.
26.2. 1973, og
Fransesca Sigrún, f.
20.12. 1974. Barna-
börnin eru fimm og
von er á tveimur
jólabörnum.
Sigrún hefur ver-
ið búsett erlendis
frá 19 ára aldri,
lengst af í Bandaríkjunum. Jafn-
framt húsmóðurstörfum starfaði
hún í banka í Los Angeles og
stundaði síðar nám í tengslum
við störf á fasteignasölu.
Útför Sigrúnar var gerð í Los
Angeles.
Ei vitkast sá, er aldrei verður hryggur,
hvert vizku barn á sorgar brjóstum
liggur
á sorgarhafs botni sannleiks perlan skín,
þann sjóinn máttu kafa, ef hún skal vera
þín.
(Stgr. Th.)
Í þessu ljóði er fólgin mikil
viska, um sorgina og það sem er
eftirsóknarvert í lífinu.
Ekki hefði mig grunað að það
ætti fyrir mér að liggja að skrifa
eftirmæli um Sigrúnu, dóttur
mína. Ég bið guð að taka sorg
mína, svo ég finni frið í sálu minni.
Samband okkar var alla tíð náið og
ástúðlegt, þótt heimsálfur skildi
að. Þess vegna var það varla til-
viljun að ég skyldi einmitt hringja
til dóttur minnar á ögurstundu,
þegar eitthvað brast. Hún mun
hafa skynjað það í andránni, að
hennar hinsta stund var að renna
upp, því hún hrópaði í símann:
„Mamma, mamma mín, ég er að
koma heim, ég elska þig“. Þessi
orð óma í huga mínum, varðveitast
mér í hjarta og veita huggun.
Sama dag var Sigrún send á spít-
ala, skorin heilaskurð, en komst
aldrei til meðvitundar.
Sigrún mín unni landi sínu og
þjóð, og kom til Íslands þegar hún
átti þess kost. Eins naut hún þess
að taka á móti sínu fólki af heiman.
Árið 1974 dvöldumst við foreldr-
arnir úti hjá fjölskyldunni í fjóra
mánuði, og föðursyskinin tvö, Mar-
grét og Valdimar, komu í heim-
sókn. Ferðast var vítt og breitt um
Bandaríkin, þótt Sigrún gengi með
annað barn sitt. Þetta var dýrlegur
og ógleymanlegur tími. Síðustu ár-
in nýtti hún tæknina, hlýddi á sög-
ur og tónlist að heiman í Ríkisút-
varpinu, sér til ómældrar ánægju.
Sigrún var bókhneigð og ljóðelsk
og hvers manns hugljúfi, enda mild
og hógvær í öllum samskiptum við
fólk með sínu fallega brosi. Þess
vegna verður hún alltaf minnis-
stæð. Dætur hennar og eiginmaður
eiga nú um sárt að binda, en lífið
heldur áfram í niðjum Sigrúnar.
Fjölskylda hennar hér heima sakn-
ar hennar sárt, nú þegar skilnings-
ríka röddin hennar er þögnuð.
Hamingja fjölskyldunnar var
fullkomin, þegar ég hélt henni í
örmum mér nýfæddri. Nú hafa
leiðir skilið að sinni. Rósin mín,
sem gaf svo mikið af ilmi sínum
hefur lokið sínu hlutverki hér.
Hún fölnaði, bliknaði, fagra rósin mín,
því frostið var napurt.
Hún hneigði til foldar hin blíðu blöðin
sín
við bana stríð dapurt.
En guð hana í dauðanum hneigði sér að
hjarta
og himindýrð tindraði um krónuna
bjarta.
Sof, rós mín, í ró, í djúpri ró.
(Guðm. Guðmundsson.)
Megi þú hvíla í friði, ástin mín.
Mamma.
SIGRÚN ERLA
INGÓLFSDÓTTIR
WOOD
✝ Margrét Blöndalfæddist á Akur-
eyri 3. ágúst 1930.
Hún lést í Ohio í
Bandaríkjunum 11.
október síðastliðinn
og var jarðsett við
hlið eiginmanns síns
í Flórída.
mig og færði mér þær
fréttir.
Ég hugga mig við
að nú ertu loksins
komin til James
mannsins þíns og allir
erfiðleikar og þrautir
á burtu. Það voru erf-
iðir tímar hjá ykkur
Sveinbirni bróður þín-
um á síðasta ári, þeg-
ar sorgin kvaddi dyra
hjá ykkur báðum,
sama daginn kvöddu
þeir þennan heim
hann James þinn og
Magnús sonur Svein-
bjarnar, þá var mikið lagt á fjöl-
skylduna.
Gréta mín, ég vil þakka þér fyrir
árin okkar á Siglufirði þegar við
vorum ungar og öll bréfin og gjaf-
irnar. Í öllum bréfum okkar var
Siglufjarðar minnst því við áttum
svo skemmtileg ár þar.
Ég kveð þig með söknuði elsku
vinkona mín. Sveinbjörn minn og
fjölskylda, innilegar samúðarkveðj-
ur til ykkar allra, Guð veri með
ykkur.
Gréta Friðriksdóttir.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn,
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans
nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði’ er frá.
(Valdimar Briem.)
Elsku Gréta mín, í síðasta sím-
tali okkar heyrði ég að þú varst
orðin mjög veik, samt var ég ekki
undirbúin að frétta andlát þitt, en
Anna Kvaran frænka þín hringdi í
MARGRÉT
BLÖNDAL