Morgunblaðið - 20.11.2002, Síða 42

Morgunblaðið - 20.11.2002, Síða 42
MINNINGAR 42 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Fanney Einars-dóttir Long, kjólameistari, Mið- leiti 5, áður Brekku- gerði 10, fæddist á Búðareyri í Seyðis- firði 4. júlí 1922. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli í Reykjavík 13. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sólrún Guð- mundsdóttir, f. 11. apríl 1887 á Jökulsá í Borgarfirði eystra, d. 25. júlí 1951, og Ein- ar Páll Jóhannsson Long, f. 21. febr 1879 í Miðhúsum í Eiðaþinghá, d. 19. maí 1964, verkamaður á Seyð- isfirði og einn stofnenda Verka- mannafélags Seyðisfjarðar 1897. Fyrri kona hans var Jónína Guð- laug Jónsdóttir, f. 21. júní 1873 á Setbergi í Fellum, d. 24. ágúst 1913. Alsystur Fanneyjar eru Jón- ína Sólveig, f. 16. nóv. 1919, og Hulda Soffía kennari, f. 21. febrúar Þorvaldsdóttir deildarhjúkrunar- fræðingur og eiga þau þrjár dætur; Einar Long aðstoðarskólastjóri, f. 2. nóv. 1944, maki Sólveig Helga Jónasdóttir, myndlistarkennari og eiga þau tvær dætur; Pétur Rúnar húsasmiður, f. 23. okt. 1947, maki Guðný Margrét Magnúsdóttir skrifstofum. og eiga þau tvö börn; Sólrún Ólína, fótaaðgerðafræðing- ur, f. 6. sept. 1953, maki Halldór Jónasson húsasmiður og á hún þrjá syni; Bogi Þór, rekstrarhagfræð- ingur, f. 19. nóv. 1959, maki Linda Björk Ólafsdóttir lyfjafræðingur og eiga þau fjóra syni. Fanney fór ung úr foreldrahús- um á Seyðisfirði og nam kjólasaum í Reykjavík, lauk sveinsprófi í greininni og hlaut síðar meistara- réttindi. Hún vann að iðn sinni á heimili sínu. Seinustu starfsár sín vann hún nokkur ár hjá Halldóri Jónssyni – Lystadún. Fanney gekk ung í Félag ungra jafnaðarmanna og var alla tíð í Alþýðuflokknum. Þá var hún virkur félagi í Kven- félagi Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík og félagi og stjórnar- maður í Kvenréttindafélagi Ís- lands. Útför Fanneyjar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 1928. Systir þeirra sammæðra var Þórný Þorsteinsdóttir, f. 27. ágúst 1913 , d. 21. apríl 1987. Systkini hennar samfeðra eru: Jó- hanna Matthea hús- móðir á Fljótsbakka í Eiðaþinghá, f. 8. apríl 1899, d. 24. júlí 1982, Anna Sveinbjörg hús- móðir og verkakona í Kópavogi, f. 26. nóv 1900, d. 4. des 1981, Georg Richard, f. 7. nóv 1902, d. 18. maí 1943, Guðjón prentari og stofnandi Litlaprents í Kópa- vogi, f. 21. febrúar 1905, Þórir húsasmíðameistari í Kópavogi, f. 2. júní 1907, d. 19. júní 1983. Hinn 13. september 1941 giftist Fanney eftirlifandi eiginmanni sín- um, Siguroddi Magnússyni raf- verktaka, f. 27. ágúst 1918 í Reykjavík. Börn þeirra eru: Magn- ús Georg rafmagnstæknifræðing- ur, f. 1. des. 1941, maki Guðrún R. Með þessum orðum langar mig að minnast tengdamóður minnar, Fann- eyjar Long. Hún hafði lengi átt við þann sjúkdóm að stríða sem tekur fólk úr amstri lífsins fyrir aldur fram. Það hættir að fylgjast með tímans straumi og lifir meir í fortíðinni og man þá tíð mun betur. Þrátt fyrir það fagnaði hún fjölskyldu sinni og virtist gleðjast með henni. 80 ára afmælis- dagurinn hennar síðastliðið sumar var okkur, eiginmanni, börnum, tengdabörnum og systrum ógleyman- leg stund. Á þeim degi var hún glöð og í essinu sínu, tók lagið með okkur því hún hafði yndi af söng. Fanney varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að eignast fimm mannvænleg börn og var mikið í mun að þau hlytu góða menntun. Hún var mikil kven- réttindakona og gerði sér far um að gera börnin sín sjálfstæð í störfum heimilisins. Þegar ég var ung og fá- kunnandi í barnauppeldi átti hún góð ráð mér til handa. Hún lagði áherslu á ákveðna festu, reglusemi og kærleika sem lítil börn yrðu að alast upp við og hversu nauðsynlegt það er að gera sér grein fyrir þessum grunnatriðum. Sjálf þurfti hún að fara að vinna fyrir sér aðeins fjórtán ára gömul og hef ég oft hugleitt hversu erfitt það hefur verið fyrir óharðnaðan ungling að þurfa svo snemma að yfirgefa for- eldra og æskustöðvarnar. Þetta var henni erfið reynsla og fylgdi henni langt fram eftir ævi. Fanney var hæfileikarík sauma- kona og handbragð hennar annálað. Saumaði hún marga eftirminnilega glæsikjóla sem voru á tískusýningum kjólameistara. Ég minnist hennar sem mikillar jafnaðarmanneskju og verkalýðs- sinna sem starfaði af hugsjón með það að leiðarljósi að allir menn gætu lifað mannsæmandi lífi. Kæra Fanney, farðu í friði og hjart- ans þökk fyrir samfylgdina. Sólveig Helga Jónasdóttir. Amma okkar kvaddi þennan heim í sátt og á friðsælan hátt, það er okkur huggun og falleg minning um þessa konu sem var föður okkar góð móðir og við sækjum báðar mikið til. Hún hafði verið okkur fjarræn í mörg ár sökum sjúkdóms en af og til birtist hún okkur sem hún gamla sjálf, oftar en ekki með einhver kjarnyrði á vörum. Þegar amma manns fær Alz- heimer þá hverfur allt það neikvæða sem við látum þvælast fyrir okkur í daglega lífinu og eftir stendur það sem máli skiptir, kærleikurinn, tilfinningar okkar hvers til annars og styrkurinn sem við deilum. Hjá Fanneyju ömmu kynntumst við systur Vogue, Officiel og Élegance, flottum ballskóm og glamúr, fallegum efnum og fögru handverki. Þetta er hið skemmtilega yfirborð, töfrarnir sem skreyta lífið. Enn þá betra var að hún var svo mikil jafnréttiskona og vílaði ekki fyr- ir sér að láta drengina sína hjálpa sér við verkin, hlífði þeim ekki vegna kyn- ferðisins og predikaði tengdadætrun- um peningalegt sjálfstæði. Við munum aldrei kynnast ömmu til hlítar en við höfum okkar mynd af henni og hún er okkur mjög kær. Það er gott að vita af henni í Paradís með þeim sem öllum gott gerir. Kveðja. Margrét og Fanney. Þó hafi manndómshjarta þitt nú hætt og slái ei meir, og höndin endað hlutverk sitt, þín helg ei minning deyr, á meðan hrísla í hrauni grær og hrynur áin köld, og fellið kyssir blíður blær um broshýrt sumarkvöld. ( Þorskabítur.) Hlýjar minningar frá miðri síðustu öld rifjast upp. Ljóslifandi sé ég Fann- eyju gangandi niður Bragagötuna á leið til ömmu og afa Pálínu Þorfinns- dóttur og Magnúsar Péturssonar á Urðarstíg 10. Hún brosir til mín. Ung, sterkleg, björt yfirlitum og örugg í fasi. Fanney giftist ung móðurbróður mínum Siguroddi Magnússyni raf- virkjameistara og áttu þau að baki langt og hamingjuríkt hjónaband þeg- ar hún féll frá hinn 13. nóvember. Þau hófu búskap á Urðarstígnum og þar fæddist fyrsta barn þeirra, Magnús. Stuttu seinna fluttu þau götunni ofar í Þingholtunum að Nönnugötu 9. Einar, Pétur, Sólrún og Bogi fæddust þar. Foreldrar mínir Petrína Magnúsdótt- ir og Bogi Guðmundsson byrjuðu sinn búskap á sama tíma og stað. Við afkomendurnir minnumst iðu- lega þessara ára með hlýhug og þakk- læti. Það hefur verið okkur öllum ómetanlegt í gegnum lífið að hafa fengið að alast upp við öryggið, ástina og umhyggjuna sem þessi hópur skap- aði okkur. Á Urðarstígnum hittist fjöl- skyldan oft. Innan- og utanbæjar- menn einnig. Allir velkomnir, alltaf. Jafnaðarstefnan í hávegum höfð. Stjórnmál rædd út frá einlægum hug- sjónum og oftar en ekki af eldmóði. Fanney kom úr svipuðum jarðvegi á Seyðisfirði. Gekk snemma í FUJ. Hún lá aldrei á skoðunum sínum. Ávallt sjálfstæð í hugsun og framgöngu. Fanney saumaði listavel og hönn- unarsnilld hennar var þekkt og vand- virknin rómuð. Meistarapróf tók hún í kjólasaumi eftir að börnin voru komin á legg. Móðir mín kveður Fanneyju mág- konu sína. Þakkar henni þann kærleik sem hún sýndi tengdaforeldrunum með sinni einstöku ósérhlífni, dugnaði og myndarskap. Vertu sæl, vina, og hafðu þökk fyrir samveruna. Guð geymi börnin þín góðu og Sigga frænda, manninn sem þú elsk- aðir. Sigríður Bogadóttir. FANNEY E. LONG Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐJÓNA SIGRÍÐUR SUMARLIÐADÓTTIR, lést á sjúkrahúsi Bolungarvíkur aðfaranótt föstudagsins 15. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Hólskirkju laugardag- inn 23. nóvember kl. 14.00. Sumarliði Birkir Andrésson, Guðfinna Á. Þorgilsdóttir, Bjarni Einar Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri sonur, EGILL GUÐMUNDSSON, lést á heimili okkar, Garðatorgi 17, föstudaginn 15. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd systkina og annarra aðstandenda, Guðrún Valný Þórarinsdóttir, Guðmundur Hafsteinn Sigurðsson. Eiginmaður minn og faðir okkar, ARINBJÖRN KOLBEINSSON læknir, er látinn. Sigþrúður Friðriksdóttir, Magnús Kolbeinsson, Andri Arinbjarnarson, Sturla Arinbjarnarson, Kolbeinn Arinbjarnarson. Elsku Húnalingurinn minn. Ég man þegar ég sá þig fyrst nokkrum dögum eftir að þú fædd- ist, svo heilbrigður og fallegur. Stuttu seinna veiktist þú og þér vart hugað líf en þú barðist eins og sönn hetja. Ég var svo heppin að fá að passa þig stundum fyrir mömmu þína og pabba áður en þú fluttir til Ísafjarðar. Manstu, Húni, þegar þú komst til mín með mömmu þinni fyrir brúðkaupið hennar og pabba þíns og lúllaðir hjá mér. Ég kveikti á öllum kertunum sem ég átti til heima hjá mér vegna þess að ég vissi að þú varst svo mikill ljósaáhugamaður en ekki leið á löngu þar til að hitinn í íbúðinni hækkaði til muna og þú varst orðinn kófsveittur og kominn með eldrauðar eplakinnar. Manstu þegar við afi langafi sóttum BJÖRN HÚNI ÓLAFSSON ✝ Björn HúniÓlafsson fæddist 1. febrúar 2001. Hann lést á barna- deild Landspítalans 8. nóvember síðast- liðinn og var hann jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju 19. nóvember. þig upp á spítala þegar mamma og pabbi voru í útlöndum og fórum með þig heim til afa langafa og ömmu langömmu í heitapottinn. Þú skemmtir þér konung- lega, buslaðir og skríkt- ir af gleði. Manstu þeg- ar ég kom stundum með þér og mömmu þinni í sjúkraþjálfun, það var svo gaman að fylgjast með því hvað þú gast verið duglegur þegar þú varst í stuði. Húni minn, það er sárt að þurfa að kveðja þig svona fljótt en ég er sannfærð um að núna líður þér betur og Benadikt vinur þinn hefur tekið á móti þér og þið passið hvor upp á annan. Takk, Húni, fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, takk fyrir að gera mig að aðeins betri manneskju og kenna mér að vera þakklát fyrir það sem ég hef. Þú fékkst mig allaveganna til þess að hugsa á annan hátt um tilgang lífsins. Húni, þú ert hetjan mín. Elsku Hulda Lind, Óli, Eyjó, Krist- jana Lind, Nana og Eyfi, Guð veri með ykkur og gefi ykkur styrk í þess- ari miklu sorg. Minningin um krútt- legasta Húnalinginn mun lifa í hjört- um okkar allra. Þín frænka Elva Ruth Kristjánsdóttir. Elsku Björn Húni, minn litli vinur. Það hryggir mig að þurfa að kveðja þig svo fljótt en ég treysti því og trúi að nú líði þér betur, að nú sértu loks- ins frjáls. Í mínum huga munt þú allt- af vera litla hetjan sem gafst öllum í kringum þig svo mikið. Það hefur ver- ið ómetanlegt fyrir mig að fá að þekkja þig og fylgjast með þér og fjöl- skyldu þinni. Foreldrar þínir hafa, þrátt fyrir alla sorgina vegna veikinda þinna, siglt í gegnum þessa erfiðleika af einstakri bjartsýni og þrautseigju. Elsku Húni, þú og þín fjölskylda mun- uð alltaf eiga ykkar stað í mínu hjarta og ég og dætur mínar, Agnes og Diljá, erum stoltar og þakklátar fyrir að hafa fengið að vera vinir ykkar. Sofðu, sofðu góði sefa grátinn þinn. Vef ég ljúflings ljóði litla drenginn minn. Svífur yfir sundi sár og þungur niður. Þey, þey, þey í blundi þér er búinn friður. (Guðm. Guðm.) Ég votta fjölskyldu Björns Húna innilega samúð mína. Ragna Bjarnadóttir. Elsku Húni minn. Þótt ungur þú færir frá okkar veröld gleymum við aldrei brosi þínu og hlátri sem alltaf var svo stutt í. Yndislegt var að koma í Sjávar- grundina þegar mamma þín og pabbi voru með þig þar hjá ömmu og afa og Eyjó, á því ástúðlega heimili, sem allt- af er svo opið ykkur. Nú ertu farinn til betri heima, við erum þess fullviss að tekið verði vel á móti þér, Húni minn, í englaríki, eins og hún mamma þín talar alltaf um. Við biðjum góðan guð að styrkja Huldu Lind, Óla, Eyjó og Kristjönu Lind, og alla þína fjölskyldu, sem um- vafði þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Björn og Svanhildur. Dvel ég í draumahöll og dagana lofa. Litlar mýs um löndin öll liggja nú og sofa. Sígur ró á djúp og dal dýr til hvílu ganga. Einnig sofna skolli skal með skottið undir vanga. Elsku Hulda Lind, Óli, Eyjó og Kristjana Lind. Okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðný Camilla, Arnar og Felix Flóki. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.