Morgunblaðið - 20.11.2002, Side 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 43
✝ Guðjón Elíassonfæddist á Flat-
eyri 21. september
1917. Hann lést 12.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Kristín Einars-
dóttir úr Arnarfirði,
f. 16. apríl 1877, og
Elías Hálfdánarson
frá Bolungavík, f. 3.
október 1883. Bróðir
Guðjóns er Einar P.
Elíasson, f. 1921,
kvæntur Bjarney
Jónsdóttur, f. 1927,
og eldri hálfsystur
eru María Elíasdóttir, f. 1909, og
Ingibjörg Elíasdóttir, f. 1909, en
þær eru báðar látnar.
Guðjón kvæntist 3. febrúar
1952 Helgu Sigbjörnsdóttur kenn-
ara frá Rauðholti í Hjaltastaða-
þinghá, f. 22. maí 1919. Börn
þeirra eru: 1) Sigbjörn, f. 1950,
maki Matthildur Hermannsdóttir,
f. 1951. Börn þeirra eru Hermann
Páll, f. 1974, Helga Björk, f. 1975,
og Sigbjörn Ingi, f. 1984. 2) Krist-
ín, f. 1952, maki Kjartan Sigurðs-
son, f. 1951. Börn þeirra eru Guð-
jón, f. 1975, Helga, f.
1977, og Sigurður
Emil, f. 1983. 3) Jór-
unn Anna, f. 1955,
maki Gunnar Gunn-
arsson, f. 1961. Börn
þeirra eru Margrét
Helga, f. 1988, og
Gunnhildur, f. 1990.
4) Elín, f. 1958, maki
Tore Axel Sellgren,
f. 1954. Börn þeirra
eru Þórunn, f. 1977,
Auður Inez, f. 1990,
og Jón Axel, f. 1994.
Guðjón stundaði
nám tvo vetur á Hér-
aðsskólanum á Núpi árin 1938–40.
Hann stundaði einnig nám við
Kennaraskóla Íslands árin 1942–
45. Að prófi loknu kenndi hann á
Ísafirði og Hellissandi. Hann flutti
síðan til Reykjavíkur og var yfir
30 ár gjaldkeri hjá Prentsmiðj-
unni Hólum. Samhliða rak hann
eigin bókaútgáfu í yfir 40 ár og
Bókbandsstofuna Örkina um ára
bil í samstarfi við aðra.
Útför Guðjóns verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Víkurútgáfan, Suðri, Sögusafn
heimilanna. Þetta var rullan sem far-
ið var með í síma fyrir jólin, þegar
verið var að hjálpa honum afa í bóka-
útgáfunni. Það var bæði gaman og
spennandi að taka þátt í þessu með
honum afa sínum. Það var alltaf ys
og þys og sífellt lækkuðu bókastafl-
arnir. Fyrir lítinn strák var þetta
eins og spennandi keppni, enda átti
Bagley að seljast betur þessi jólin en
McLean. Hvort setið var við símann
eða skotist í sendiferðir, þá var
ómæld gleði fólgin í því að fá að taka
þátt í þessu með þessum góða manni
honum afa. Hápunkturinn var svo
um hádegið á Þorláksmessu þegar
afi og amma buðu upp á vel kæsta
skötu. Án hennar var ekki hægt að
halda almennileg jól.
Ég er mjög stoltur af því að hafa
fengið að aðstoða afa við svo merki-
legt starf sem að gefa út bækur og
monta ég mig oft af því að vera af-
komandi hans. Það er engin tilviljun
að allar þær bækur sem ég held
mest upp á gaf hann afi út. Þakklát-
astur er ég samt fyrir þann tíma sem
við eyddum saman og allt það kaffi
sem hann bauð upp á þessi síðari ár.
Alltaf var það þannig að hann afi
vildi bjóða manni eitthvað sérstakt
þegar kíkt var í heimsókn, sama
hvert tilefnið var. Einu kröfurnar
sem ég man nokkurn tímann eftir að
hann hafi gert var að segja mér að
vera í síðum nærbuxum þegar kalt
var. Viðkvæðið var svo alltaf það
sama þegar hann þakkaði fyrir eitt-
hvert smáviðvikið: Ég þakka þér
vinur en það lætur létt í vasa. Það
kann að hafa verið en þakklæti þitt
var mér meira virði en allt heimsins
gull.
Það örlæti og þá gæsku sem þú
áttir afi minn hef ég aldrei fundið í
sama mæli hjá nokkrum manni. Orð
fá því ekki lýst hve mikið ég á eftir
að sakna þín.
Hermann Páll Sigbjarnarson.
Þegar vináttubönd milli manna
bindast á ungum aldri og er haldið
við alla ævina, eru þau jafnan orðin
eins traust og fjölskyldubönd. Og
þegar annar vinurinn eða vinkonan
kveður þennan heim, verður eftir
auður staður. Enginn getur sest í
sæti þess sem hvarf en smám saman
dofnar hin sára tilfinning og eftir
verður dýrmæt minning. Þannig
voru tengsl mín og Guðjóns Elías-
sonar sem fæddist á Flateyri við Ön-
undarfjörð 21. september 1917 og
andaðist 12. nóvember síðastliðinn.
Leiðir okkar lágu saman í Núps-
skóla, Dýrafirði, haustið 1938. Ekki
er auðvelt að segja hvers vegna
menn laðast hver að öðrum en trúað
gæti ég að nokkru hafi ráðið þar um
að við vorum báðir fæddir á félitlum
heimilum, hvorugur gat hugsað sér
að staðfestast í atvinnugrein feðra
sinna, báðir vorum við bókhneigðir
og báðir þráðum við að geta látið
eitthvað meira eftir okkur í lífinu en
foreldrar okkar höfðu getað, að
minnsta kosti að geta keypt bækur
sem okkur langaði til að lesa án þess
að þurfa að velta fyrir okkur hverj-
um eyri. Guðjón var einnig mikill
unnandi sígildrar tónlistar og hlust-
aði löngum á hana þegar honum
vannst tími til og þó einkum þegar
aldur færðist yfir hann og hann
brast þrek til annarra athafna.
Guðjón fór í Kennaraskólann að
loknu námi við Núpsskóla. Eftir
burtfararpróf þaðan fór hann í
kennslu og síðar í bókhald og gjald-
kerastörf hjá prentsmiðjunni Hól-
um. Um nokkurt skeið gáfum við út í
félagi skemmtibækur sem seldust
vel en mig skorti dirfsku á við hann,
sem vildi gera bókaútgáfuna að lífs-
starfi sínu og gerði það að lokum. Sú
atvinnugrein getur gefið góðan arð
en henni fylgir mikil áhætta og því
varð Guðjón aldrei sá efnaði og um-
svifamikli bókaútgefandi sem hann
gjarnan vildi verða.
Guðjón kvæntist Helgu Sig-
björnsdóttur, góðri konu af Austur-
landi, sem einnig var kennari að
mennt og eignuðust þau fjögur
mannvænleg börn. Mér er minnis-
stætt hversu vænt honum þótti um
þau og hversu mjög hann bar velferð
þeirra ávallt fyrir brjósti.
Guðjón var mikill höfðingi í lund
og mátti ekkert aumt sjá. Hann
minntist ávallt æsku sinnar, þar sem
fólk varð að lifa spart, og vildi hann
helst geta rétt hverjum þeim hjálp-
arhönd sem hann vissi þurfandi. Og
það sem hann gerði fyrir aðra var
aldrei skorið við nögl. Það var eins
og hann hefði hugfast orðtækið:
„Það eitt getur þú tekið með þér yfir
hinstu landamærin sem þú hefur
gefið.“ Samkvæmt því mun farangur
hans í síðustu ferðinni hafa verið
nokkuð mikill. Ég kann ekki frekar
en aðrir dauðlegir menn skil á,
hvernig umhorfs verði við komu
manna úr þessum heimi í annað ljós,
en þó tel ég víst að dauðinn sé ekki
endalok heldur upphaf nýs lífs. Hver
veit nema leiðir okkar Guðjóns liggi
þar saman á nýjan leik. Því mundi ég
fagna. Eftirlifandi konu hans, börn-
um, tengdabörnum og barnabörnum
færi ég innilegustu samúðarkveðjur
mínar.
Torfi Ólafsson.
Ég get ekki látið hjá líða að kveðja
með fáeinum orðum mág minn og fé-
laga Guðjón Elíasson, bókaútgef-
anda. Það eru nú liðin rúmlega
fimmtíu ár frá því að leiðir okkar
lágu fyrst saman á heimili hans og
Helgu systur minnar við Hagamel í
Reykjavík. Ekki þarf að orðlengja
það að mér var tekið þar opnum
örmum og buðu þau mér að dvelja
hjá sér um veturinn þó að þröngur
væri húsakosturinn hjá þeim. Á
heimili þeirra hjóna myndaðist eins
og þá var svo algengt miðstöð ætt-
ingja og vina sem komu utan af landi
til borgarinnar. Allir voru þar hjart-
anlega velkomnir og reynt að greiða
úr hvers manns vanda. Guðjóni var
hin vestfirska gestrisni mjög sterkt í
blóð borin. Hann var mikill veitandi
og lífsnautnamaður sem ríkulega
kunni að njóta góðra veitinga í mat
og drykk og jafnframt því var hann
mikill unnandi klassiskra lista í orð-
um og tónum.
Fljótlega eftir að ég kynntist Guð-
jóni varð mér ljós áhugi hans fyrir
bókum og bókaútgáfu og tók ég
strax fyrsta veturinn lifandi þátt í
áhugamálum hans. Hann var þá þeg-
ar sjálfur byrjaður að þreifa fyrir sér
með útgáfur og var hann svo lán-
samur að vinna hjá prentsmiðjunni
Hólum sem var þekkt fyrir vandað-
an frágang alls prentverks. Bækur
voru ástríða Guðjóns og hann var
fagurkeri við allan frágang þeirra.
Guðjón var stórvirkur útgefandi og
kennir margra grasa í öllum þeim
fjölda bóka sem hann kom nærri, en
allar bera þær þó vitni um hina frá-
bæru smekkvísi hans. Í andlegum
málum var Guðjón mjög vel lesinn
og leitandi á sviðum dulspeki og sál-
arrannsókna og hann varð þess að-
njótandi að vera útgefandi að „Spá-
manninum“ í þýðingu Gunnars Dal,
einu mest lesna heimspekiriti síð-
ustu aldar. Ef til vill er mér þó ennþá
hugleiknara þegar Guðjón birtist
með endurútgáfu sína af „Ævintýr-
um góða dátans Sveiks“.
Heimili þeirra Guðjóns og Helgu
var mikið gæfuheimili með miklu
barnaláni. Við Áslaug viljum að lok-
um senda Helgu, börnum hennar og
barnabörnum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Guttormur Sigbjarnarson.
Kæri mágur.
Háttvísi og fágun til orðs og æðis
var það, sem fremur öðru einkenndi
alla þína framgöngu. Þó var það
aldrei á kostnað þeirrar hlýju, góð-
vildar og hjálpsemi, sem þér virtis í
blóðborin. Þessa er gott að minnast
nú að leiðarlokum. Þú varst fram-
úrstefnumaður í kvenréttindamál-
um. Það var lærdómsríkt að sjá
hvernig þú af lipurð og fagmennsku
annaðist þau húsverk og matargerð
sem hentaði hverju sinni, og fékk þá
systir mín oft ótrufluð að njóta sinn-
ar samræðulistar, ef gesti bar að
garði, enda stuðlaði þessi notalegi
heimilisbragur að því að slíkt gerðist
oft.
Ég hygg mágur, að önnur mesta
gæfa þín í lífinu, næst því að eignast
góða fjölskyldu, hafi verið hversu vel
þú naust þín í þínu aðalstarfi bókaút-
gáfunni. Mér er það minnisstætt að
sjá þig virða fyrir þér og fara hönd-
um um nýútkomna bók einu sinni
fyrir löngu, hvernig hvert atriði í út-
liti hennar og gerð var vegið og met-
ið af auga fagmannsins. Eins minnist
ég að sjá þig taka fram bók úr hillu,
fletta uppá ljóði eða texta sem þú
hafðir mætur á og lesa hægt og skírt
fyrir gesti þína.
Í þessu sambandi langar mig að
minnast á þá gæfu þína, að hafa séð
um útgáfu á litlu kveri, með ein-
hverjum þeim fegursta texta sem
birst hefur á íslenskri bók. Á ég þar
við „Spámanninn“, óbundinn ljóða-
flokk eftir austurlenskt skáld sem
Gunnar Dal þýddi með slíkum ágæt-
um.
Ég ætla að ljúka þessum kveðju-
orðum með tilvitnun í lítið ljóð eftir
Tómas, sem ég veit að þú mats mik-
ils, sökum hans fáguðu ljóðagerðar
um leið og ég minnist þíns vestfirska
uppruna:
Og hvernig ætti fugl við lygnan fjörð
að festa sér í minni degi lengur
þann heim sem leggur úlfúð í sinn vana?
Og drottinn veit, ég vildi að slíkri jörð
sem vorri yrði breytt, fyrst svona gengur,
í bústað fyrir börn og óðinshana.
Elsku Helga mín, hin innri birta
umvefji þig og ykkur öll í komandi
skammdegi og alla daga.
Sævar Sigbjarnarson.
GUÐJÓN
ELÍASSON
Ástkær sonur, bróðir okkar og mágur,
JÓN KRISTJÁN KJARTANSSON,
Kirkjuteigi 9
og Tjaldanesi,
verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju á
morgun, fimmtudaginn 21. nóvember, kl. 15.00.
Kjartan Ingimarsson,
Þóra Kjartansdóttir, Guðmundur H. Karlsson,
Ingimar Kjartansson,
Kristinn Árni Kjartansson, Guðrún Ágústsdóttir,
Björg Vigfúsína Kjartansdóttir.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
ANDRÉSAR H. VALBERG,
Langagerði 16,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á
hjarta- og öldrundardeild Landspítala Hring-
braut og Landspítala Fossvogi svo og kvæða-
mönnum í Kvæðamannafélaginu Iðunni.
Jóhanna Þuríður Jónsdóttir,
börn, tengdabörn,
barnabörn og langafabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
frú ÞÓRNÝ ÞURÍÐUR TÓMASDÓTTIR,
Ofanleiti 9,
Reykjavík,
verður jarðsett frá Háteigskirkju á morgun,
fimmtudaginn 21. nóvember, kl. 15.00.
Jónína Helga Jónsdóttir, Sigmundur Franz Kristjánsson,
Tómas Óli Jónsson, Matthildur Helgadóttir,
Kjartan Jónsson, Þórunn Elín Tómasdóttir,
Ólöf Guðrún Jónsdóttir, Sævar Sigurhansson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir mín, amma okkar og langamma,
GUÐRÚN ÁGÚSTA SIGURÐARDÓTTIR,
Gullsmára 11,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. nóvember
kl. 13.30.
Þórdís Ástríður Guðmundsdóttir,
Guðrún Ágústa Jóhannsdóttir, Jóhannes Hermannsson,
Gunnar Freyr Jóhannsson
og barnabarnabörn.
GUNNAR ÁRNASON
búfræðikandidat,
Grundarstíg 8,
Reykjavík,
lést að morgni sunnudagsins 17. nóvember.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
miðvikudaginn 27. nóvember kl. 15.00.
Fjölskylda hins látna.
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SVAVA LÁRUSDÓTTIR,
Seljahlíð, Hjallaseli 55,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn
22. nóvember kl. 10.30.
Ragnheiður Kristín Karlsdóttir, Örn Árnason,
Svala Karlsdóttir,
Guðrún Hafdís Karlsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.