Morgunblaðið - 20.11.2002, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 20.11.2002, Qupperneq 48
48 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. VEGNA greinar um Nöf við Hofsós, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 2. nóvember sl.: Varðandi nöfn á fólki, sem bjó á Nöf eftir að Skafti fluttist til Siglu- fjarðar, vil ég leiðrétta þetta: Ekki er rétt að tala um Kristínu Hermannsdóttur og son hennar Hermann. Kristín var Þorgrímsdótt- ir og sonurinn Þorgrímur Her- mannsson. Hjá þeim var stúlkubarn; dótturdóttir Kristínar, að nafni Bára. Þegar hafnarframkvæmdir hófust við Nöf bjuggu þar: Í gamla bænum Þorsteinn Jóns- son og hans fjölskylda. Í timburhús- inu, Sigmar Þorleifsson og fjöl- skylda. Ég man ekki um fleiri. Ég held að Kristín og Þorgrímur hafi verið farin í hús, sem Þorgrímur byggði. Það er misminni hjá Hjálmari Sig- marssyni, að þeir hafi farið frá Nöf 1938. Framkvæmdir við höfnina hófust samkvæmt upplýsingum frá Hafnar- málastofnun 1936 og stóðu líka yfir 1937. Þegar þær hófust fluttu Þor- steinn og hans fólk úr gamla bænum í kjallarann á samkomuhúsinu í Hofsós og Sigmar og synir hans í barnaskólann. Ég veit, að Þorsteinn og hans fólk, fór ekki á Nöf aftur, hvort Sigmars- bræður hafi hírzt þar vetrarlangt eitt árið, þá 1937, man ég ekki. Einn bróðirinn heitir Vilhelm, við erum jafnaldra og vorum í sama bekk í barnaskóla. Veturna 1937 og 1938 átti hann heima í Bræðraborg. Vegurinn upp frá höfninni liggur þar sem gamli bærinn stóð. Timburhúsið var ekki í ábúð með- an á hafnarframkvæmdum stóð. 1939 og 1940 var söltuð síld á Hofsósi – talsvert mikið magn. Ég vann bæði sumrin í síldinni þar og var oft sendur upp í hús að ná í ým- islegt, hringi og fl. Það var ekkert rafmagn í húsinu og ekkert rennandi vatn, en mikið af allskonar rusli sem hent hafði verið þangað inn. Um sumarið 1941 komu og settust þar að mæðgur með eitt barn. Ég var farinn frá Hofsósi, þegar húsið brann. JÓNMUNDUR GÍSLASON, Iðufelli 10, Reykjavík. Meira um fólk og fleira á Nöf Frá Jónmundi Gíslasyni: Í BRÉFI til blaðsins „Frá tryggum áskrifanda“ skrifað af Mörtu Ragn- arsdóttur, fyrir nokkrum dögum, birtir hún vísuna góðu um Simpson og Morgunblaðið: Simpson kemur víða við veldur breyttum högum. Morgunblaðið kemur ekki út á mánudögum. Hér er leiðréttingar þörf, því vísan frá höfundi er svona: Simpson kemur víða við veldur breyttum högum. Morgunblaðið kemur út ekki á mánudögum. HALLDÓR SNORRASON, Baldursgötu 37, Reykjavík. Leiðrétting Frá Halldóri Snorrasyni: Á SL. vori gaf Steinsteypufélagið út 55 bls. bækling með ofanskráðu nafni. Vel hefur verið vandað til út- gáfu þessarar og ritvinnslu. Rit- stjórn var falin Gísla Sigurðssyni Lesbókarritstjóra sem notið hefir liðsinnis ýmissa sérfræðinga, svo sem greint er frá í aðfaraorðum rits- ins. Nánast eru öll verkin sem valin voru í bæklinginn afurð síðustu ald- ar. Þeim er raðað niður og þau stað- hæfð með sérhönnuðum kortum, lif- andi ljósmyndum og stundum skýringartextum. Þetta er frábær bæklingur, leiðsögn sem gott er að hafa í bílnum, hvar sem ferðast er um landið. Það bjarmar af lýsingum þessara mannvirkja, sem gjarnan eru til fegrunar og bóta fyrir um- hverfið okkar. Um er að ræða mann- virki sem ber að virða eins og önnur fyrirbæri augans. Hið byggða umhverfi okkar hefir breyst stórkostlega til batnaðar á síðustu árum og framvindan er í ör- um vexti. Landið sem áður var sagt „á jaðri hins byggilega heims“ er að verða að gósenlandi. Þróunin var þó ekki sjálfgerð. Framvinda var á öll- um sviðum. Samferða henni lærðist byggingariðnaðinum að bregðast við hinum hörðu niðurrifsöflum náttúr- unnar. Hér eru tíðari og harðari slagregn, allt að 80 árlegar yfir- borðsfreistingar og fleiri saltroksút- fellingar en annars staðar þekkist. Því lærðum við á undan grannþjóð- um að bæla þessi niðurrifsöfl. Notk- un loftblendis, kísilryks og vatns- fælna í þeim tilgangi varð strax almenn í byggingariðnaðinum. Byggingariðnaðinum lærðist líka að búa til gott sement og varanlega steinsteypu, en mikilvægi þess blasir nú við í hinu byggða umhverfi okkar. Samtímis jókst þekking á öðrum sviðum. Hitaveitur, vegalagnir og orkulagnir ná nú um allt land. Já, vegir að verkunum eru undirstaðan og Verk á vegi þínum gæti verið for- snið fyrir margs konar kynningar. Slík rit geta verið nokkurt mótvægi gegn þeirri firringu, sem uppi er höfð gegn aukinni tæknivæðingu og orkuvinnslu, sem þó ætti að vera augljós undirstaða velferðar okkar. HARALDUR ÁSGEIRSSON, fv. forstjóri Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins, Ægisíðu 48, Reykjavík. Verk á vegi þínum Frá Haraldi Ásgeirssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.