Morgunblaðið - 20.11.2002, Side 50
DAGBÓK
50 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Víkverji skrifar...
HVAÐ hefurðu farið á mörgnámskeið í ár? spurði kona
Víkverja eftir að hún hafði upplýst
hann um tvö sem hún hafði sótt og
þótti áhugaverð. Víkverji varð
kjaftstopp í smástund en trúði
henni svo fyrir því að hann hefði
bara alls ekki farið á neitt námskeið
og árið væri samt brátt á enda.
Samtalið endaði á þessari upp-
ljóstrun en það hafði vakið Víkverja
til umhugsunar. Hvað var það í
rauninni sem hamlaði honum í að
sækja námskeið? Víkverji hafði
nefnilega gert sér grein fyrir því að
þetta, að hafa ekki farið á námskeið,
þótti konunni vera frekar slappt.
Getur verið að krafan um setu á
námskeiðum sé orðin svo sterk í
huga fólks að það fyllist vorkunn ef
það hefur uppi á einstaklingum sem
hafa ekki nýverið sótt nokkur slík?
Í tilfelli Víkverja er þetta fyrst og
fremst spurning um forgangsröðun.
Þótt hann fari ögn hjá sér fyrir
framtaksleysið þá er heila málið að
þegar vinnudegi er lokið og heim-
ilisstússi að kvöldi þá er annað sem
hann hefur hug á að gera en að sitja
á námskeiðum. Hann vill spjalla við
maka sinn, börnin, foreldrana, vin-
ina, fara út að ganga, lesa bók,
horfa á sjónvarpið og dunda sér
heima við hugðarefni.
x x x
OG YFIR í aðra sálma. Víkverjiskrapp til Bandaríkjanna fyrir
skömmu og fór að venju í sína uppá-
haldsmatvöruverslun. Hún er
glæsileg og eins og í Nýkaupi forð-
um er þar lögð áhersla á þjónustu.
Það sem greinir þessa verslun og
gömlu Nýkaupsbúðirnar að er ald-
ur starfsfólksins. Á nokkrum stöð-
um í búðinni voru vörukynningar og
næstum undantekningarlaust var
það fólk sem komið var yfir miðjan
aldur sem sinnti þeim störfum. Það
spjallaði síðan vingjarnlega um
daginn og veginn þegar það var að
gefa viðskiptavinum að smakka. Við
kassana var sömu sögu að segja.
Þeir sem voru að skanna inn vör-
urnar voru að vísu á ýmsum aldri en
þeir sem röðuðu í pokana voru einn-
ig komnir yfir miðjan aldur. Hluti
af starfinu var auðsjáanlega að
rabba við kúnnann um hitt og þetta
og því er ekki að neita að þetta setti
öðruvísi blæ á verslunina en ef ung-
lingar hefðu t.d. verið í þessum
störfum. Kannski er hér komin
hugmynd að hlutastörfum fyrir þá
sem ekki eru tilbúnir að hætta
vinnu en komnir á efri ár?
x x x
VÍKVERJI er kominn í leikfimiog hefur undanfarnar vikur
verið að fikra sig áfram og mæta í
ólíka tíma til að finna eitthvað við
sitt hæfi. Eins og lesa má milli lín-
anna er Víkverji ekki lengur um tví-
tugt og hann langar virkilega í leik-
fimi þar sem tónlistin er fyrir þá
sem eru komnir af unglingsárum.
Hann vill gjarnan geta farið í venju-
lega leikfimitíma þar sem Andrea
Bocelli, Buena Vista eða Diddú
hljómar á meðan púlað er og þar
sem hægt er síðan að slaka á við
kertaljós og ljúfa tóna. Þetta þurfa
að vera tímar þar sem hávaðarokk
er á bannlista og jógamúsík eða ár-
niður er fjarri góðu gamni í slökun.
Veit nokkur um slíka draumatíma?
Fólk í fyrirrúmi
Í MORGUNBLAÐINU
föstudaginn 15. nóvember
er grein eftir Pál Pétursson
félagsmálaráðherra. Þar
stendur m.a.: „Við eigum
ekki að þola það að ein-
hverjir líði skort í þjóð-
félagi okkar.“
Þar hlýtur hann m.a. að
vera að tala fyrir hönd fólks
í verkalýðsfélaginu Eflingu
og er ég sammála Páli í
þeim efnum.
Vonandi verður góð sam-
vinna milli Eflingar og fé-
lagsmálaráðherra hvað
þetta varðar.
Kannski félagsmálaráð-
herra geti stuðlað að taxta-
hækkunum hjá þeim lægst
launuðu svo enginn þurfi að
líða skort.
Jón Trausti
Halldórsson,
verkamaður í Eflingu.
Til stjórnenda RÚV
ÞAÐ er æpandi skortur á
vitrænum umræðuþáttum
fólks með sérþekkingu í
tengslum við væntanlega
mannvirkjagerð á hálendi
Íslands norðan Vatnajök-
uls.
Ef RÚV vill standa undir
því að geta kallað sig „sjón-
varp allra landsmanna“ ber
því skylda til að kalla sam-
an jarðfræðinga, jarðeðlis-
fræðinga, landfræðinga,
náttúru- og líffræðinga
lands og sjávar, veðurfræð-
inga og hagfræðinga til að
bera saman bækur sínar og
rökræða stöðu mála. Hve-
nær fáum við að sjá svona
þáttaröð?
Með kveðju,
Heidi Kristiansen.
Vegagerðin –
bætt þjónusta
ÉG sá nýlega í fréttablaði
frá Vegagerðinni, að þjón-
ustudeild Vegagerðarinnar
á Ísafirði hefur tekið við
rekstri upplýsinga og þjón-
ustudeildar fyrir allt landið.
Þar var nýlega ráðinn til
starfa stjórnmálafræðing-
ur. Þetta er fagleg ráðning.
Mér sýnist þetta mjög í
anda Vegagerðarinnar að
auka þjónustuna sem mest.
Spáð er hörðum og erfiðum
kosningavetri og er því gott
að vita til þess að von er á
faglegri ráðgjöf og upplýs-
ingum til vegfarenda í
þeirri gjörninga- og kosn-
ingahríð sem framundan
er. Starfsmenn Vegagerð-
arinnar eru vanir að fást við
snjó og óveður og er þetta
því liður í bættri þjónustu í
skammdeginu þegar veður
gerast válynd. Þetta mun
létta kosningasmölum
sporin þar sem búast má
við endurteknum próf-
kjörskosningum í vetur og
þá sérstaklega í Norðvest-
urkjördæmi sem er jafn-
framt kjördæmi sam-
gönguráðherra og ætti
hann því að hafa skilning á
málinu.
Vegfarandi.
Ekki góðir
verslunarhættir
ÉG keypti í Europris
norskar sardínur í dós en
þegar heim er komið sé ég
að búið er að líma miða á
dósina þar sem á stendur
að síðasti söludagur sé í
júní á næsta ári. En þegar
miðinn var tekinn af var
undir ástimpluð önnur dag-
setning, upprunaleg, og þar
var síðasti söludagur 3. júní
í ár.
Það er enginn vandi að
vera með ódýra vöru ef hún
er komin yfir síðasta sölu-
dag og finnst mér þetta
ekki góðir verslunarhættir.
Kt: 060430-4469.
Tapað/fundið
Öskubuska
týndi skónum
HÁHÆLAÐUR, gulllitað-
ur sandali fannst í bílastæð-
ishúsinu við Hverfisgötu.
Upplýsingar í síma
696 0054.
Nokia GSM-sími
týndist
BLÁR Nokia GSM-sími
týndist sunnudaginn 10.
nóv. milli Dómkirkjunnar
og Ráðhússins. Hans er
sárt saknað. Skilvís finn-
andi hafi samband í síma
486 8977.
Silkislæða týndist
SILKISLÆÐA, hvít með
bláum kanti og bláu
munstri týndist fyrir ca.
mánuði síðan. Skilvís finn-
andi hafi samband í síma
555 1508.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
LÁRÉTT:
1 nístingskuldi, 4 tunna, 7
drukknu, 8 fjaldskapur, 9
blóm, 11 magurt, 13 hafði
upp á, 14 ofhermi, 15 í
fjósi, 17 heimskingja, 20
augnhár, 22 krá, 23 ljúka,
24 sparsöm, 25 hamingja.
LÓÐRÉTT:
1 viðarbörkur, 2 rimill, 3
stingur, 4 dolla, 5 spjald,
6 málgefin, 10 stórsjór,
12 guð, 13 burt, 15 sólgin,
16 vogandi að gera, 18
læst, 19 búa til, 20 forboð,
21 haka.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 mikilvirk, 8 grjón, 9 sýpur, 10 auk, 11 sonar, 13
arnar, 15 þvarg, 18 skúti, 21 alt, 22 lítil, 23 aldan, 24
mannvitið.
Lóðrétt: 2 iðjan, 3 iðnar, 4 vaska, 5 ræpan, 6 uggs, 7
grár, 12 aur, 14 rík, 15 þola, 16 aftra, 17 galin, 18 stapi,
19 úldni, 20 iðna.
K r o s s g á t a
OF sjaldan er talað um
góða hluti en þess sem
gott er má geta oftar.
Ég og mín kona gerum
of lítið af því að fara út
að borða sökum þess að
það er dýrt hér á Íslandi.
Ég hef farið á marga
staði hérlendis með er-
lendum viðskiptavinum
en aldrei hef ég farið
með þeim á þann stað
sem hefur toppað bæði
mat og þjónustu.
En þar sem mér
áskotnaðist gjafabréf á
Argentínu-steikhús bauð
ég minni heittelskuðu
þangað. Og annað eins
höfum við ekki upplifað,
þvílíkur draumastaður.
Við höfum aldrei fengið
eins góðan mat og þjón-
ustu fyrr og nú.
Mínar allra bestu
kveðjur til starfsfólks
Argentínu.
Vilhjálmur P.
Bjarnason,
Gaukshólum 2.
Þvílíkur draumastaður
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Í dag
eru væntanleg Sonar,
Baldvin og Bjarni Ólafs-
son AK ásamt Brúar-
fossi og Goðafossi sem
fara aftur út í dag.
Hafnarfjarðarhöfn: Á
morgun eru Örvar og
Arctic Viking vænt-
anleg.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur Sól-
vallagötu 48. Skrifstofa s.
551 4349, opin miðvikud.
kl. 14–17.
Flóamarkaður, fataút-
hlutun og fatamóttaka
opin annan og fjórða
hvern miðvikud. í mánuði
kl. 14–17, s. 552 5277.
Mannamót
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta og opin
handavinnustofa, kl. 13–
16.30 opin smíða- og
handavinnustofa, kl. 13
spilað.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
13 hárgreiðsla, kl. 8–
12.30 böðun, kl. 9–12
glerlist, kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 9–17 fótaað-
gerð, kl. 10–10.30 Bún-
aðarbankinn, kl. 13–16.30
spiladagur, bridge/vist,
kl. 13–16 glerlist.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið opið
mánu- og fimmtudaga.
Mánud: Kl. 16 leikfimi.
Fimmtud: kl. 13 tré-
skurður, kl. 14 bókasafn-
ið, kl. 15–16 bókaspjall,
kl. 17–19 æfing kór eldri
borgara í Damos. Laug-
ard: kl. 10–12 bókband,
línudans kl. 11.
Félagsstarfið, Dalbraut
18–20. Kl. 9–14 aðstoð við
böðun, kl. 10–10.45 leik-
fimi, kl.14.30–15 banka-
þjónusta, kl. 14.40 ferð í
Bónus, hárgreiðslustofan
opin kl. 9–16.45 nema
mánudaga.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 opin handa-
vinnustofan, kl. 9 silki-
málun, kl. 13–16 körfu-
gerð, kl. 10–13 opin
verslunin, kl. 11–11.30
leikfimi, kl. kl. 13.30
bankaþjónsuta Bún-
aðarbanka.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
opin vinnustofa, mosaík,
gifs og íslenskir steinar
og postulínsmálun, hár-
greiðslustofan opin 9–14.
Félagsstarfið, Lönguhlíð
3. Kl. 8 böðun, kl. 9.30
hjúkrunarfræðingur á
staðnum, kl. 10 hársnyrt-
ing, kl. 10–12 verslunin
opin, kl. 13 föndur og
handavinna, kl 13.30
enska, byrjendur.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Kl. 9.30, 10.15
og 11.10 leikfimi. Kl. 13
bridsnámskeið á Garða-
bergi, kl. 14 handa-
vinnuhornið.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Viðtalstími í
Gjábakka í dag kl. 15–16.
Skrifstofan í Gullsmára 9
opin í dag kl 16.30–18.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Tréskurð-
ur kl. 9. Myndlist kl. 10–
16. Línudans kl. 11. Gler-
skurður kl. 13. Pílukast
kl. 13.30.
Námskeið í leirmótun
fyrir byrjendur verður á
föstudögum kl. 13, ennþá
eru laus pláss. Skráning í
Hraunseli í síma 555-
0142. Á morgun, fimmtu-
dag, verður púttað í
Hraunseli kl. 10, bingó
kl. 13.30 og glerskurður
kl. 13.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan er
lokuð vegna breytinga í
Glæsibæ.
Miðvikudagur: Göngu-
hrólfar ganga frá
Glæsibæ kl. 10.00. Línu-
danskennsla Sigvalda kl.
19.15. Söngvaka kl. 20.45.
Fimmtudagur: Brids kl.
13.00 Framsögn kl. 16.15.
Brids fyrir byrjendur kl.
19.30.
Heilsa og hamingja fyr-
irlestrar um fjármál aldr-
aðra í Ásgarði, Glæsibæ,
laugardaginn 23. nóv-
ember og hefst kl. 13.00.
Tekjumöguleikar eldri
borgara Benedikt Dav-
íðsson, formaður Lands-
sambands eldri borgara.
Reynsla af ráðgjöf í fjár-
málum fyrir eldri borg-
ara, Ásgeir Jóhannesson
ráðgjafi hjá Bún-
aðarbanka Íslands.
Reynsla af ráðgjöf í fjár-
málum fyrir FEB í
Reykjavík Baldvin
Tryggvason, fv. spari-
sjóðsstjóri.
Skrifstofa félagsins er
flutt að Faxafeni 12 sími.
588-2111. Félagsstarfið
er áfram í Ásgarði
Glæsibæ. Upplýsingar á
skrifstofu FEB.
Félag eldri borgara,
Suðurnesjum Selið, Vall-
arbraut 4, Njarðvík. Kl.
14 félagsvist alla mið-
vikudaga.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9-16.30 vinnustofur
opnar, kl. 10.30 gamlir
leikir og dansar. Frá há-
degi spilasalur opinn.
Föstudaginn 22. nóv. kl.
16 verður opnuð mynd-
listarsýning Árna Sig-
hvatssonar. Allir vel-
komnir.
Allar upplýsingar um
starfsemina á staðnum
og í síma 575-7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin,
leiðbeinandi á staðnum
frá kl. 10–17, kl. 9.30
boccia, kl. 10.45 hæg leik-
fimi, kl. 13 félagsvist,
kl. 15–16 viðtalstími
FEBK, kl. 16 hring-
dansar, kl. 17 bobb.
Gullsmári, Gullsmára 13.
Kl. 9 vefnaður, kl. 10
ganga, kl. 9.05 leikfimi kl.
9.55 stólaleikfimi, kl. 13
keramikmálun.
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna, bútasaum-
ur, útskurður, hár-
greiðsla og fótaaðgerð,
kl. 13 bridge, harðangur
og klaustur. Kortagerð.
Fim. 21. nóv. kl. 9–16
verður kortagerð á
vinnustofu. Skráning á
skrifstofu.
Hvassaleiti 58–60. Kl. 9
böðun, föndur og jóga, kl.
10 jóga, kl. 13 dans-
kennsla framhaldshópur,
kl. 14 línudans, kl. 15
frjáls dans og teiknun og
málun. Fótaaðgerðir og
hársnyrting. Allir vel-
komnir.
Korpúlfarnir, eldri borg-
arar í Grafarvogi.
Fimmtud.: Kl. 10, aðra
hverja viku púttað á
Korpúlfsstöðum, hina
vikuna keila í Keilu í
Mjódd. Vatnsleikfimi í
Grafarvogslaug á
þriðjud. kl. 9.45 og
föstud. kl. 9.30. Uppl. í s.
5454 500.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa, kl.
9–12 tréskurður, kl. 10–
11 samverustund, kl. 9–
16 fótaaðgerðir, kl. 13–
13.30 banki, kl. 14 fé-
lagsvist, kaffi, verðlaun.
Vesturgata 7. Kl. 8.25–
10.30 sund, kl. 9–16 fóta-
aðgerð og hárgreiðsla, kl.
9.15–16 myndmennt, kl.
10.30–11.30 jóga, kl.
12.15 verslunarferð í
Bónus, kl. 13–14 spurt og
spjallað, kl. 13–16 tré-
skurður.
Fyrirbænastund fimmtu-
daginn 21. nóv. kl. 10.30 í
umsjón séra Jakobs
Ágústs Hjálmarssonar,
dómkirkjuprests. Allir
velkomnir.
Vitatorg. Kl. 8.45 smíði,
kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10
fótaaðgerðir, morg-
unstund, bókband og
bútasaumur, kl. 12.30
verslunarferð, kl. 13
handmennt og kóræfing,
kl. 13.30 bókband.
Háteigskirkja eldri
borgara, kl. 11 samvera,
fyrirbænastund og stutt
messa í kirkjunni, allir
velkomnir, súpa í Setrinu
kl. 12, brids kl. 13.
Hana-nú Kópavogi. Æf-
ing í kvöld kl. 20.00 í Gjá-
bakka vegna Laxness-
dags. Soffía Jakobsdóttir
mætir.
Bústaðakirkja. Kl. 13–
16.30. Starf aldraðra,
Föndur, gáta, spil og
helgistund. Gestur Þor-
steinn Haukur Þor-
steinsson tollvörður sem
kemur með fíkniefnaleit-
arhund og sýnir hæfni
hans. Veitingar að hætti
Lovísu. Umsjón Sigrún
Sturludóttir.
Munið bílaþjónustuna og
látið vita hjá Sigrúnu í
síma 553 0048 og
864 1448 og hjá kirkju-
vörðum í síma 553 8500.
Kvenfélagið Aldan.
Fundur verður í kvöld kl.
20.30 í Borgartúni 18, 3.
hæð. Gestur: Reynir
Traustason. Konur fjöl-
mennið.
Minningarkort
Minningarkort Kven-
félags Langholtssóknar
fást í Langholtskirkju
sími 520-1300 og í blóma-
búðinni Holtablómið,
Langholtsvegi 126. Gíró-
þjónusta er í kirkjunni.
Minningarkort Kven-
félags Neskirkju fást hjá
kirkjuverði Neskirkju, í
Úlfarsfelli, Hagamel 67
og í Kirkjuhúsinu v/
Kirkjutorg.
Í dag er miðvikudagur 20. nóv-
ember, 324. dagur ársins 2002. Orð
dagsins: Sá sem á yður hlýðir, hlýðir
á mig, og sá sem yður hafnar, hafnar
mér. En sá sem hafnar mér, hafnar
þeim er sendi mig.
(Lúkas 10,16.)