Morgunblaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 55 Milljónaútdráttur Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigendi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 11. flokkur, 19. nóvember 2002 Kr. 1.000.000,- 6633F 8890B 10318E 10353B 11387B 16829H 16964B 22225B 29105H 51711F Frá leikstjóra American Beauty. Eitt mesta meistaraverk sem þú munt nokkurn tíman sjá Gott popp styrkir gott málefni Sýnd kl. 10.10. B. i. 16. 1/2Kvikmyndir.com USA Today SV Mbl DV RadíóX Stórskemmtileg grínmynd frá framleiðendum The Truman Show með Óskarsverð- launahafanum Al Pacino í sínu besta formi. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20.  ÓHT Rás 2 Einn óvæntasti spennutryllir ársins! 1/2Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.30 og 8. B. i. 16. ENOUGH Min søsters børn Sýnd kl. 6 og 8. Ótextuð. Momans verden Sýnd kl. 10. Enskt tal ótextað. Munið M-12 t i lboð - 2 fyrir 1 Hverfisgötu  551 9000 FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN Í SÖGU HANNIBAL LECTER  Kvikmyndir.com  HK DV  SV Mbl Sýnd kl. 10. B. i. 16. . Þegar tveir ólíkir menn deila getur allt gerst. Stórbrotin og óvenjuleg spennumynd með Samuel L. Jackson og Óskarsverðlaunahafanum, Ben Affleck. Margir vilja meina að hér sé á ferðinni ein besta og eftirminnilegasta kvikmynd ársins. Sjáið Jackie Chan í banastuði Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. www.laugarasbio.is SV Mbl RadíóX 1/2 Kvikmyndir.is  SK RadíóX  ÓHT Rás 2 BJARTMAR Guðlaugsson, sá landsþekkti músíkant og texta- smiður, sendi frá sér plötuna Strik fyrir einum þrem- ur árum og hafði þá ekki heyrst til hans í mörg ár. Afköstin eru eitt- hvað að koma til því nú sendir hann frá sér diskinn Von. Hér fær hann með sér trausta rokkhunda í verkið og er þar Júlíus Guðmunds- son úr Gálunni fremstur í flokki. Þetta er stutt og klár rokkplata, reyndar komið við í reggí og ró- legri töktum hér og þar en mestan part er þetta einfalt rokk og ról með fyrirsjáanlegum gripum og söngvænum viðlögum, tilvalið á pöbbnum yfir kollunni. Útsetning- ar eru hráar og ósnurfusaðar – þetta snýst um spilagleðina, ekki að brjóta blað í sögu íslenskrar tónlistar. Sem fyrr halda textarnir lögum Bjartmars á floti, kaldhæðnislegir á köflum, um hversdagsfólk eða sérstakar týpur og karaktera: allt frá miðbæjarmussunni til sjóara- ruddans. Diskurinn hefst reyndar á ljóði Steins Steinars, „Gömul vísa um vorið“, þar hljómar harm- onikkan ein, hæg og róleg og skap- ar angurværa stemmningu en síð- an er ómenguðu þriggja-gripa rokkinu hrundið af stað í „Veð- urskeyti frá Skagatá“. Skemmti- legast fannst mér reggí-innslagið í „Hún flaug“ þar sem stemmningin verður þægilega afslöppuð og sungið er með nokkurri eftirsjá um þá sem hvarf á brott „um svip- að leyti og lóan – það fór ekki hjá því að hún vekti í manni spóann“. Skondnasta uppákoman á diskin- um hlýtur að vera óðurinn um Jóa í Bónus – þegar aðrir semja ást- arljóð við vangalögin sín yrkir Bjartmar ballöðuna um Jóhannes: „megi hann öðlast líf í ótal ljóðum/ því lífið þarf jú undanrennu og skyr“. Ef einhver er með fæturna í hversdeginum þá er það Bjartmar. Textinn í „Konuvísu“ er heldur napur og kaldhæðnislegur, um kvenmannsnefnu sem er fegin því að sérlegur eiginmaðurinn gefur henni ekki eins oft glóðarauga nú og í seinni tíð: „Ein ég sit og sötra/ bristolkrím og nötra …“ Hressi- legur rokktakturinn verður eigin- lega of glaðhlakkalegur í þessu samhengi, en hvað um það, um að gera að syngja með … „Ég lýsi eftir von“ er tilvalið lokalag í ró- legheitum sem sendir fólk út í nóttina með ljúfa spá og viðlag sem hljómar áfram í hausnum. Ferskir textar og gamalkunnug, grípandi lög – ágætis blanda sem virkar vel sem undirleikur við hversdaginn. Tónlist Hversdags- rokkið Bjartmar Guðlaugsson Von Geimsteinn Lög og textar eftir Bjartmar Guðlaugsson nema „Gömul vísa um vorið“, ljóð Steins Steinars. Bjartmar syngur en Júlíus Guð- mundsson sér um trommur, bassa, bak- raddir og slagverk, Sigurgeir Sigmunds- son á gítar/kassagítar og Þórir Baldursson á hammond, píanó, rhodes og harmonikku. Rúnar Júlíusson treður upp sem „Rúnni Júll“ í laginu „Bang bang“. Upptökustjórn og útsetningar í höndum Júlíusar Guðmundssonar, fram- leiðandi Rúnar Júlíusson. Steinunn Haraldsdóttir arinsson trommuleikari en hann og Atli Freyr Ólafsson bassaleikari komu inn í hljómsveitina um áramótin síðustu. Valur og Ingimar eru sammála um að svo virðist sem fólk sætti sig síður við breytingar þegar pönk á í hlut. Telja þeir að hljómsveitin hafi að mestu leyti hrakið frá sér gamla aðdá- endur í fyrsta sinn. „Það hafa fáir sést aftur frá fyrstu tónleikunum, sem við komum fram með nýja efnið,“ segir Valur. Platan inniheldur lög, sem hljóm- sveitin hefur verið að spila á tónleik- um að undanförnu. Lögin hafa Ingi- mar og Ólafur Guðsteinn Kristjánsson söngvari samið á síðustu tveimur árum. „Við Óli tókum okkur góðan tíma í lögin. Þetta eru lög sem við sömdum frá því um sumarið 2000 HLJÓMSVEITIN Örkuml er ekki búin að gefast upp þrátt fyrir að hafa verið starfandi frá árinu 1994. Þvert á móti er hún búin að taka breytingum og heldur útgáfutónleika í tilefni nýrrar fjögurra laga plötu á Vídalín í kvöld. Platan, sem kemur út í dag, kallast Við gleymdum og inniheldur fjögur lög. Sveitin var áður pönksveit en leik- ur nú kántrískotið rokk þar sem gætir ýmissa áhrifa. „Við gáfum síðast út pönk fyrir tveimur árum síðan, segir Ingimar Bjarnason, gítarleikari, sem „syngur stundum“. Hann tekur til við að útskýra stefnubreytinguna. „Mað- ur var kominn með nóg af pönki og langaði að gera eitthvað annað.“ „Við nýju mennirnir héldu að okk- ur yrði kennt um þetta en við höfum alveg sloppið við það, segir Valur Þór- og þar til núna í haust. Nýjasta lagið á disknum var samið í september,“ seg- ir Ingimar. Platan var tekin upp í Stúdíó Geim- steini síðustu helgina í september. „Við ætluðum að taka upp þrjú lög í upphafi en þau urðu fjögur,“ segja strákarnir. Þeir útskýra að platan hafi undið upp á sig að mörgu leyti og orðið veglegri en í fyrstu var ætlað. Hljómsveitin Örkuml ætlar ekki að látan deigan síga og stefnir á að taka upp plötu í fullri lengd í byrjun næsta árs. Tónleikarnir eru eins og áður segir á Vídalín í kvöld. Aðgangseyrir er 700 krónur og fylgir nýja platan með í kaupbæti. Húsið verður opnað klukk- an 21:30 og sjá Arnar Eggert og Heiða um að hita upp með kassagít- arstuði. Hljómsveitin Örkuml með útgáfutónleika Úr pönki í sveitarokk Morgunblaðið/Þorkell Valur, Ingimar og félagar verða með útgáfutónleika á Vídalín í kvöld. en Williams hefur samið mjög flotta tónlist sem er vel til þess fallin að útsetja fyrir blásarasveit. Þetta var í raun bara borðleggjandi.“ Selkórinn mun syngja í tveimur verkum, úr Saving Private Ryan og Amistad. ÁTTUGUSTA afmælisári Lúðra- sveitar Reykjavíkur verður slitið með glæsilegri dagskrá í Borg- arleikhúsinu í kvöld kl. 20.30. Á efnisskránni verður tónlist eft- ir kvikmyndatónskáldið John Willi- ams sem á tónlist við myndir á borð við Harry Potter, Star Wars, Saving Private Ryan, Indiana Jones, Jurassic Park, Jaws og Schindler’s List og er það Selkórinn sem ætlar að vera Lúðrasveitinni til fulltingis. Hann kemur af Seltjarnarnesi og hefur nú verið starfræktur í rúm- lega 30 ár. Jón Karl Einarsson hef- ur verið stjórnandi hans frá 1991 en stjórnandi Lúðrasveitarinnar er Lárus Halldór Grímsson. „John Williams á líka afmæli í ár en hann varð sjötugur,“segir Lárus. „Okkur fannst þetta því vel við hæfi „Williams hefur það kannski fram yfir aðra þá sem samið hafa fyrir kvikmyndir að þetta er engin bakgrunnstónlist hjá honum þann- ig,“ segir Lárus að lokum. „Þetta er alveg gegnheilt hjá honum og stendur vel eitt og sér.“ Stórtónleikar Lúðrasveitar Reykjavíkur og Selkórsins Afmæli slitið Morgunblaðið/Jim Smart Þrír reykvískir lúðurþeytarar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.