Morgunblaðið - 20.11.2002, Qupperneq 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
HORFUR eru á að knattspyrnulands-
leikur Eistlands og Íslands verði háður
við mjög erfiðar aðstæður í Tallinn, höf-
uðborg Eistlands, í dag. Spáð er snjó-
komu og eistneski herinn hefur verið
settur í viðbragðsstöðu vegna leiksins.
Hermennirnir munu moka og sópa snjó
af vellinum ef með þarf og þá eru rauðir
keppnisboltar til taks ef völlurinn verður
hvítur þegar leikurinn hefst. Landsliðin
tvö hafa ekkert fengið að æfa á vellinum
fyrir leikinn og óttast er að hann verði
fljótt að leðjusvaði. Íslensku leikmenn-
irnir ætla ekki að láta veðurskilyrðin á
sig fá og fara yfir síðustu atriðin fyrir
leikinn á gervigrasvelli í Tallinn nú fyrir
hádegið. Leikurinn hefst kl. 16 að íslensk-
um tíma.
Herinn er
viðbúinn
snjómokstri
Arnar, Þórður /B1
Mikil spenna /B4
FORSÝNING á nýjustu myndinni um Harry Potter var í Háskólabíói í
gærkvöldi. Fór ekki á milli mála að áhorfendur, sem troðfylltu stærsta
kvikmyndasal landsins, kunnu vel að meta myndina, sem heitir Harry
Potter og leyniklefinn og er byggð á bók númer tvö í ritröðinni. Þetta
er önnur myndin af sjö um galdrastrákinn og voru viðmælendur á einu
máli um að myndin væri ekki síðri en sú fyrsta og jafnvel betri.
Morgunblaðið/Jim Smart
Mikil ánægja með Harry Potter
Sem dæmi um hækkun leik-
skólagjalda má nefna að í dag
greiða foreldrar og/eða forráða-
menn barna, sem eru í 8 klukku-
stunda vistun, 25 þúsund krónur
á mánuði. Frá áramótum hækka
þau gjöld í 27 þúsund krónur.
Hádegisverður er innfalinn í báð-
um tilvikum. Núverandi gjald-
skrá hefur verið í gildi síðan 1.
ágúst á síðasta ári. Verð fyrir há-
degisverð er áfram 3.300 krónur
á mánuði og veittur er 33%
systkinaafsláttur fyrir annað
barn og 75% fyrir þriðja barn.
Hækkunin nær til allra gjald-
flokka, einnig fyrir börn ein-
stæðra foreldra og námsmanna.
Uppsöfnuð þörf
Spurð um ástæðu fyrir hækk-
un upp á 8%, nú þegar verðbólga
er rúm 2%, minnir Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir borgarstjóri á að
gjöldin hafi ekki hækkað síðan í
ágúst á síðasta ári. Gert hafi ver-
ið ráð fyrir hækkun á þessu ári í
fjárhagsáætlun Leikskóla
Reykjavíkur en það hafi ekki
komið til framkvæmda, m.a.
vegna viðnáms gegn verðbólgu.
„Hér er um uppsafnaða þörf
BORGARRÁÐ samþykkti í gær
með þremur atkvæðum meiri-
hluta Reykjavíkurlistans þá til-
lögu leikskólaráðs að gjaldskrá
Leikskóla Reykjavíkur taki
breytingum frá 1. janúar næst-
komandi. Þá munu leikskólagjöld
hækka að jafnaði um 8%. Gjald-
skrá gæsluleikvalla hækkar þá
einnig þegar svonefnd miðagjöld
fara úr 100 í 200 krónur og gjald
fyrir einstaka heimsókn fer úr
150 í 300 krónur.
að ræða og ljóst að ekki verður
hægt að loka fjárhagsáætlun
leikskólanna án hækkunarinnar,“
segir Ingibjörg Sólrún en að
hennar sögn gefur hækkunin 50
milljónir króna í tekjur. Til sam-
anburðar má geta þess að
rekstrarkostnaður leikskólanna
er rúmir 3 milljarðar króna á ári.
„Fyrir nokkrum árum var tal-
að um að hlutur foreldra í rekstri
leikskóla yrði að jafnaði um
þriðjungur. Hlutfallið hefur verið
undir 30% og með hækkuninni
um áramót fer það í 32%.“ Guð-
laugur Þór Þórðarson, fulltrúi
sjálfstæðismanna í leikskólaráði,
gagnrýnir meirihlutann í borg-
arstjórn fyrir það hvernig hann
hefur haldið utan um dagvist-
armálin. Guðlaugur Þór segist
margsinnis hafa bent á það í
leikskólaráði og borgarstjórn að
ef leysa eigi vanda leikskólanna
verði að fara yfir málið í heild
sinni og sjá hvar kostnaðurinn
liggi. Skoðun sem þessi hafi ekki
farið fram í leikskólaráði. Hann
segir einu lausn R-listans hafa
verið þá að hækka gjöldin og
ábyrgð hafi verið komið yfir á
embættismenn.
Meirihlutinn í borgarráði Reykjavíkur samþykkir tillögur leikskólaráðs
Leikskólagjöld hækka
um 8% um áramót
*#
0-(
;##"
'
#.( '",
@
;##"
'
(
# ( '"
@<'" ####0-(
# #" (<'" ##,
##4 # 0 (
#(#-(
A
- (( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( GIH
GKL
GMH
GNM
G
L
J
L
MI
NN
HGH
BJÖRK Guð-
mundsdóttir
var stödd hér á
landi í mán-
uðinum ásamt
dóttur sinni ný-
fæddri, Ísa-
dóru. Þær
mæðgur fara af
landi brott í
dag til New York í Bandaríkj-
unum, en þangað hefur Björk
flutt búferlum. Fyrir stuttu kom
út diskur með helstu lögum
Bjarkar sem valin voru af gestum
á vefsetri hennar og einnig yfirlit
yfir tónlistarferil hennar í sér-
stöku boxi. Einnig hyggst Björk
gefa út fjórar tónleikaplötur í
byrjun næsta árs en þær hafa ver-
ið í smíðum.
Björk
flytur til
New York
Frjálsar hendur/4
ÓBYGGÐANEFND heldur áfram umfjöll-
un sinni um þjóðlendumörk í þeim sýslum
sem taka átti fyrir næst, þrátt fyrir dóms-
mál sem þingfest verða í Héraðsdómi Suð-
urlands í dag vegna úrskurða í Árnessýslu.
Kristján Torfason, formaður óbyggða-
nefndar, segir að staðið verði við sett tíma-
mörk, nefndin muni halda sínu striki.
Kristján segir það mikilvægt að láta
reyna á meginsjónarmið í úrskurðum
nefndarinnar fyrir dómstólum. Nefndinni
sé þó ekkert að vanbúnaði að halda áfram
umfjöllun sinni. Úrskurða í A-Skaftafells-
sýslu er að vænta eftir áramót og þá hefjast
fyrirtökur vegna V-Skaftafellssýslu og
Rangárvallasýslu.
Óbyggða-
nefnd heldur
sínu striki
Með Landnámu/30–31
Þjóðlendumál
dómtekin í dag
GENGISTAP ríkissjóðs á síðasta
ári nam um 25 milljörðum króna á
síðasta ári, að því er fram kemur í
skýrslu Ríkisendurskoðunar um
ríkisreikning 2001. Þetta tap hefur
að nokkru leyti gengið til baka á
þessu ári að sögn Bolla Þórs Bolla-
sonar, skrifstofustjóra í fjármála-
ráðuneytinu.
Samkvæmt tölum fjármálaráðu-
neytisins námu heildarskuldir rík-
issjóðs 228,5 milljörðum í ársbyrjun
2001, en í árslok voru skuldirnar
orðnar 298,3 milljarðar. Ráðuneytið
áætlar að skuldirnar nemi 275,4
milljörðum um næstu áramót. Bolli
segir að þessi skuldalækkun skýrist
annars vegar af gengishagnaði og
niðurgreiðslu á erlendum skuldum.
Samkvæmt tölum fjármálaráðu-
neytisins hafði ríkissjóður tekið 50,2
milljarða láni á fyrstu níu mánuðum
ársins. Þar af nema erlend lang-
tímalán 34,4 milljörðum króna en
þau voru tekin til endurfjármögn-
unar erlendra lána og til þess að
mæta tímabundinni greiðslufjár-
þörf ríkissjóðs innan ársins. Bolli
segir að þetta sé heldur meiri lán-
taka en áformuð var í upphafi árs. Í
febrúar kynnti fjármálaráðuneytið
áætlun þar sem fram kom að rík-
issjóður áformaði að taka 31 millj-
arð að láni á árinu.
25 milljarða gengistap ríkissjóðs
að nokkru leyti gengið til baka
Gengistap/10
♦ ♦ ♦
RÁN var framið í Olís-stöðinni við
Skúlagötu í Reykjavík um hálftíuleytið í
gærkvöldi. Tveir hettuklæddir karl-
menn réðust að tvítugri afgreiðslukonu
og héldu henni fastri á meðan þeir opn-
uðu peningakassann. Höfðu þeir á brott
með sér um 12 þúsund krónur í pening-
um og einn farsíma, að sögn lögreglunn-
ar í Reykjavík.
Afgreiðslukonan var ein á staðnum er
mennirnir ruddust inn. Voru þeir óvopn-
aðir en höfðu dregið lambhúshettu yfir
andlitið. Hlupu þeir á brott með ráns-
fenginn og tilkynnti afgreiðslukonan um
atburðinn þegar í stað. Hana sakaði
ekki, samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni. Er Morgunblaðið fór í prentun
stóð leit enn yfir að mönnunum.
Tveir menn
rændu Olís-stöð