Morgunblaðið - 29.11.2002, Side 11

Morgunblaðið - 29.11.2002, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 11 Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222 Nýjar vörur daglega! Burt með vsk af völdum vörum og að auki 10% afsláttur P R E N T S N I Ð KÆLI- OG FRYSTISKÁPAR Gerð RF-270 145x60x60 cm 170+61 ltr. 49.990,- stgr. Gerð RF-315 173x60x60 cm 229+61 ltr. 57.990,- stgr. (stál 69.990,-) Gerð RF-310 173x60x60 cm 192+92 ltr. 59.990,- stgr. (stál 79.990,-) Gerð RF-360 191x60x60 cm 225+90 ltr. 69.990,- stgr. 2ja ára ábyrgð, fullkomin varahluta- og viðgerðarþjónusta. Snaigé kæli- og frystiskáparnir fást í mörgum stærðum og gerðum, hvítir, metalic og stál. HÁGÆÐAKÆLISKÁPAR Á ÓTRÚLEGA HAGSTÆÐU VERÐI! Danfoss kælivél – R600a kælimiðill – Orkuflokkur „A“ – Hávaði 40 db(A) S n a ig é e r s n ja ll k o s tu r. .. ASKALIND 3 - KÓPAVOGI - SÍMI: 562 1500 FUNDIR verða á morgun íkjördæmisráðum Sjálf-stæðisflokksins í Suður-kjördæmi og Suðvestur-kjördæmi þar sem tillögur kjörnefnda um uppstillingu fram- boðslista í næstu alþingiskosningum verða kynntar. Þótt tillögurnar hafi enn ekki verið kynntar opinberlega liggur fyrir hverjar hugmyndir kjör- nefndanna um röðun manna í efstu sæti verða og eru ekki allir á eitt sátt- ir um niðurstöðuna. Í Suðurkjördæmi verður gerð til- laga um að Árni Ragnar Árnason skipi fyrsta sætið, Drífa Hjartardótt- ir frá Keldum annað sætið, Guðjón Hjörleifsson frá Vestmannaeyjum þriðja sætið, Kjartan Ólafsson frá Selfossi fjórða sætið, Böðvar Jónsson Njarðvík í fimmta, Helga Þorbergs- dóttir það sjötta og Aldís Hafsteins- dóttir Hveragerði það sjötta. Forystukreppa í kjördæminu Auk þess að Suðurkjördæmið sé nýtt er staðan í kjördæminu að mörgu leyti mjög sérstök. Það nær frá Garðskaga að Hornafirði og þar búa um 40 þúsund manns. Alls eru 22 sveitarfélög á svæðinu og mörg svæði sem telja sig eiga rétt á þingmanns- efni á framboðslista, s.s. Suðurnesin, Vestmannaeyjar og Rangárvalla- sýsla. Hins vegar standa menn frammi fyrir þeirri stöðu að það er enginn sjálfgefinn leiðtogi á svæðinu. Raunar má segja að ákveðin forystu- kreppa ríki í Suðurkjördæmi og er það að mörgu leyti uppspretta þeirra átaka sem nú eiga sér stað. Þorsteinn Pálsson var lengi vel fyrsti maður á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins á Suðurlandi. Eftir að hann tók við sendiherrastöðu færðist Árni Johnsen upp í fyrsta sætið og hann hélt því sæti í prófkjöri sem haldið var í febrúar 1999. Árni lét hins vegar af þingmennsku á síðastliðnu ári og varð þá Drífa fyrsti þingmaður Suðurlands og Kjartan Ólafsson fór inn á þing. Þeir Kristján og Árni Ragnar voru hins vegar í framboði í Reykjanes- kjördæmi og voru þar í fimmta og sjötta sæti samkvæmt niðurstöðum prófkjörs. Það var því aldrei litið á þá sem forystumenn í Reykjaneskjör- dæmi. Leitað hefur verið til ýmissa manna um að taka að sér forystu í hinu nýja kjördæmi, m.a. stjórnmála- manna úr forystusveit Sjálfstæðis- flokksins í öðrum kjördæmum. Eng- inn fékkst hins vegar til að taka hlutverkið að sér. Uppstillingarnefndin lagði upp með það veganesti frá kjördæmis- þingi að reyna að endurspegla búsetu í kjördæminu og taka tillit til aldurs- dreifingar og hlutfalls karla og kvenna. Það var því ljóst að erfitt yrði að hafa tvo frambjóðendur frá Suð- urnesjunum í efstu sætunum. Að sögn Ellerts Eiríkssonar, formanns uppstillingarnefndar, voru haldnir fundir með þingmönnum kjördæmis- ins og þegar rætt var við Kristján lýsti hann því yfir að hann hefði hug á fyrsta sætinu. Hann gæti sætt sig við að Drífa Hjartardóttir skipaði fyrsta sætið og hann þá annað sætið. Hins vegar kæmi ekki til greina að taka sæti neðar á listanum. Þegar rætt er við forystumenn Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu heyrast mismunandi skoðanir. Sagt er að Árni sé líklegri maður til að sameina menn, hann sé „heill og vinnusamur“ þótt hann hafi ekki ver- ið mjög áberandi sem þingmaður. Stuðningsmenn Kristjáns benda á móti á að hann hafi verið fyrir ofan Árna Ragnar í síðasta prófkjöri, þótt það hafi vissulega verið í öðru kjör- dæmi. Kristján þykir hafa unnið mjög ötullega í kjördæminu og greinilegt er að hann á verulegt persónufylgi. Á móti er hann gagnrýndur fyrir að leika einleik í málum og ítrekað minn- ast menn á að hann „eigni sér“ mál sem aðrir hafi unnið að. Er lýsing og tvöföldun á Reykjanesbraut gjarnan nefnd í því sambandi. Niðurstaðan virðist hafa verið sú að kjörnefndin taldi Árna heppilegri forystumann og að yfirlýsing Kristjáns um að hann myndi ekki þiggja annað en efstu sætin hafi þar með útilokað hann frá listanum. Kristján er þó ekki sam- mála þeirri túlkun kjörnefndar á um- mælum sínum. Um tvö hundruð stuðningsmenn Kristjáns héldu fund í Stapanum í fyrrakvöld þar sem ákvörðun kjör- nefndar var gagnrýnd harðlega. Þar var m.a. samþykkt ályktun um að tryggja yrði Kristjáni öruggt þing- sæti. Kristján Pálsson vill ekki tjá sig um hvað það gæti þýtt í raun en mið- að við úrslit síðustu kosninga er hægt að miða við að Sjálfstæðisflokkurinn geti átt von á fjórum þingmönnum. Það má búast við öðrum hitafundi í Stapanum á laugardaginn en vel á annað hundrað manns munu sitja kjördæmisþingið. Kristján og stuðn- ingsmenn hans hyggjast leggja fram breytingartillögur við tillögu kjör- nefndar og er erfitt að meta hversu mikils stuðnings hann nýtur. Ljóst er að hann á víst fylgi í Garði og Njarð- vík auk stuðningsmanna frá öðrum svæðum kjördæmisins. Helga Guðrún út Sjálfstæðismenn í Suðvesturkjör- dæmi, sem segja má að sé gamla Reykjaneskjördæmið mínus Reykja- nes, munu einnig ákveða framboðs- lista sinn á morgun. Þar var sömu- leiðis ákveðið að stilla upp í stað þess að halda prófkjör þrátt fyrir að löng hefð sé fyrir prófkjörum í þessum landshluta. Mjög hörð og dýr barátta var fyrir síðasta prófkjör og er það sögð ástæða þess að þessi leið hafi verið farin. Menn séu enn að jafna sig eftir það. Einn þingmanna kjördæm- isins, Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir, barðist hins vegar hart fyrir því að prófkjör yrði haldið. Hún kom ný inn á þing í síðustu kosningum og hefur verið einn af mest áberandi þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins á landsvísu og líklegt má telja að hún hefði náð góðum árangri í prófkjöri. Niðurstaða kjörnefndar er sú að röð þingmanna er óbreytt frá síðustu kosningum og líkt og í Suður- kjördæmi þótti mikilvægt að halda jafnvægi á milli svæða innan kjör- dæmisins. Árni M. Mathiesen sjávar- útvegsráðherra mun skipa fyrsta sætið samkvæmt tillögunni, Gunnar Birgisson, Kópavogi, annað, Sigríður Anna Þórðardóttir fjórða sætið og Þorgerður Katrín fjórða sætið. Vegna kjördæmabreytingarinnar má gera ráð fyrir að þingmönnum Sjálfstæðisflokksins fjölgi og að þeir verði fimm að loknum næstu kosn- ingum. Í fimmta sætinu er lagt til að komi inn nýr og ungur frambjóðandi frá Garðabæ, Bjarni Benediktsson lögmaður. Hann starfar nú á lög- mannastofunni Lex en á einnig sæti í skipulagsnefnd Garðabæjar. Sam- kvæmt óformlegu samkomulagi um svæðaskiptingu innan kjördæmisins áttu Garðbæingar tilkall til þessa sætis enda hafa þeir ekki átt þing- mann frá því að Ólafur G. Einarsson lét af þingmennsku. Heimildir herma að nafn Bjarna hafi komið í um- ræðuna á síðustu stigum en að mikill einhugur hafi ríkt um hann meðal Garðbæinga eftir að nafn hans kom fram. Bjarni er sonur Benedikts Sveins- sonar, stjórnarformanns Eimskips og fyrrverandi forseta bæjarstjórnar í Garðabæ. Afabróðir Bjarna var Bjarni Benediktsson fyrrverandi for- sætisráðherra. Þar með átti Kópavogur tilkall til sjötta sætisins, sem líklega verður fyrsta varaþingmannssæti flokksins í kjördæminu. Helga Guðrún Jónas- dóttir hefur verið fyrsti varaþingmað- ur en hún lenti í sjöunda sæti í próf- kjöri, á eftir Árna Ragnari Árnasyni. Hún hefur setið töluvert á þingi síð- ustu árin, ekki síst í veikindum Árna Ragnars á kjörtímabilinu. Kjörnefnd mun hins vegar ekki gera tillögu um Helgu Guðrúnu á laugardaginn held- ur Jón Gunnarsson úr Kópavogi, sem var í níunda sæti í prófkjöri fyrir síð- ustu alþingiskosningar. Engin skýr ástæða virðist vera fyrir þessu önnur en sú að Helga virðist ekki eiga nógu sterkan stuðn- ing á heimaslóðum sínum í Kópavogi. Bent hefur verið á að Helga Guðrún hafi ekki flutt í Kópavoginn fyrr en 1997 og hafi lítil afskipti haft af sveitarstjórnarmálum í sveitarfé- laginu. Á móti er bent á að hún hafi setið mikið á þingi og sé að auki for- maður Landssambands sjálfstæðis- kvenna. Helga Guðrún segist sjálf lítið geta tjáð sig um stöðuna fyrr en að nefndin sé búin að skila af sér opinberlega. „Það kemur mér hins vegar á óvart ef menn ætla við uppstillingu að fækka konum í sex efstu sætunum úr þrem- ur í tvær. Það hlýtur að vekja upp spurningar, hvort sem ég eða einhver önnur á í hlut. Frá mínum bæjardyr- um séð virðist hins vegar fyrst og fremst vera um innansveitarkroniku að ræða,“ segir Helga Guðrún. Þetta mál hefur ekki vakið upp eins miklar tilfinningar og mál Kristjáns í Suðurkjördæmi enda ekki verið að víkja þingmanni úr öruggu þingsæti. Á móti nefna margir að þetta sé mjög óheppilegt „eftir Reykjavík“ og líti ekki vel út fyrir Sjálfstæðisflokkinn. sts@mbl.is Átök um uppstillingu Umbrot eru í kringum uppstillingu á framboðslistum Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjör- dæmi og Suðvesturkjördæmi. Steingrímur Sigurgeirsson fjallar um stöðu mála. Helga Guðrún Kristján Árni Ragnar AF INNLENDUM VETTVANGI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.