Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 39 HVAÐA ákvæði EES-samnings- ins hafa einkum áhrif á íslensk sveitarfélög? Hvaða tilskipanir skipta hér mestu máli? Það eru einkum fimm málaflokkar sem hafa mest áhrif á sveitarfélögin: Um- hverfismál, félags- og vinnumál, op- inber innkaup, orkumál og opinber- ir styrkir. Umhverfismálin eru sá mála- flokkur, sem hefur mest áhrif á sveitarfélögin. Raunar er það svo, að síðan EES-samningurinn tók gildi hafa langflestar tilskipanir verið á sviði umhverfismála. Og þessi málaflokkur fær sífellt aukið vægi hjá Evrópusambandinu og því bætast stöðugt við nýjar tilskipanir á sviði umhverfismála. Áður er vik- ið að tilskipunum Evrópusambands- ins um úrbætur í fráveitumálum. Þar er um mjög dýrar og veiga- miklar tilskipanir að ræða, sem sveitarfélögin verða að framkvæma fyrir árslok 2005. Hið sama er að segja um rammatilskipun Evrópu- sambandsins um vatnsstjórn. Sú til- skipun hefur enn ekki verið tekin upp í EES-samninginn. Tilskipunin gerir ráð fyrir, að komið verði á heildstæðri vatnsstjórn í hverju landi EES. Tilskipunin heyrir að verulegu leyti undir sveitarfélögin en ríkið mun einnig koma að fram- kvæmdinni. Í rammatilskipuninni um vatnsstjórn eru ákvæði um náttúruvernd og auðlindastjórnun, sem Ísland telur ekki eiga heima í EES-samningnum. Ísland hefur því ekki viljað, að þau ákvæði væru tekin upp í EES-samninginn. Einn- ig eru ákvæði í tilskipuninni um umfangsmiklar mælingar á vatni. Ísland verður að lögfesta þessa til- skipun fyrir árslok næsta árs. Ein mikilvægasta tilskipunin, sem nú er til meðferðar hjá ESB og EFTA, er rammatilskipun um matvæli en samkvæmt henni skal efla allt eft- irlit með matvælum og koma á mat- vælaöryggisstofnun Evrópu. Unnið er að innleiðingu hennar í EES- samninginn. Þessi tilskipun mun hafa mikil áhrif á sveitarfélögin. Félags- og vinnumál eru mjög stór málaflokkur hjá Evrópusam- bandinu. Hefur ESB lagt æ meiri áherslu á þennan málaflokk. Sam- þykktur hefur verið mikill fjöldi til- skipana á sviði félags- og vinnu- mála, sem fela í sér miklar umbætur fyrir launafólk. Alþýðu- samband Íslands hefur vakið at- hygli á þessum þætti í starfsemi ESB og telur, að ýmis umbótamál launafólks hafi náð fram að ganga fyrr en ella hér á landi vegna þess að Ísland hefur orðið að taka við til- skipunum ESB þar um. Eitt stærsta umbótamálið á þessu sviði, sem tekið hefiur verið upp í EES- samninginn, er vinnutímatilskipun ESB. En samkvæmt henni er öllu launafólki tryggður lágmarkshvíld- artími. Aðilar vinnumarkaðarins náðu samkomulagi um vinnutíma- tilskipunina árið 1997 en talið er nauðsynlegt að lögfesta hana einnig og liggur nú frumvarp fyrir alþingi um það efni. Hefur lögfestingin dregist svo mjög, að ESA hefur gert athugasemdir. Sveitarfélögin á Íslandi eru mjög stórir vinnuveit- endur. Orkumálin eru veigamikill þáttur í EES-samningnum. Orka er flokk- uð með vörum hjá ESB og því gilda ákvæði ESB um frjálst vöruflæði einnig um orku. Viðskipti með orku eiga að vera frjáls. Á sviði orkumála hafa verið sett- ar mjög mikilvægar tilskipanir inn- an Evrópusambandsins. Einkum er hér um tvær tilskipanir að ræða: Tilskipun frá árinu 1996 um frelsi á raforku- og gasmarkaði.Og tillögu að tilskipun um að hraða frjálsræð- inu en síðari tilskipunin er enn til meðferðar hjá ESB og hefur ekki verið samþykkt enn. Fyrri tilskip- unin hefur verið tekin upp í EES- samninginn og átti Ísland að fram- kvæma hana 1. júlí sl. eins og áður er vikið að í þessari grein. Það tókst ekki, Var málið lagt fyrir Al- þingi á ný nú í haust en ESA fylgist nú grannt með framvindu þessa máls, þar eð Ísland er farið að brjóta EES-samninginn með því að standa ekki við tímafresti varðandi framkvæmd málsins. Orkumálin heyra að verulegu leyti undir sveit- arfélögin enda reka mörg þeirra öflug orkuveitufyrirtæki, sbr. Orku- veitu Reykjavíkur í höfuðborginni. Tilskipanir ESB á sviði orkumála hafa mikil áhrif á orkufyrirtæki ís- lenskra sveitarfélaga. Koma skal á frelsi til orkukaupa, almennar sam- keppnisreglur eiga að gilda um samkeppni milli orkufyrirtækjanna og aðskilja verður.a.m.k bókhalds- lega sölu, dreifingu, flutning og framleiðslu á orku. Ströng ákvæði eru í EES-samn- ingnum um opinber innkaup og þau gilda að sjálfsögðu í sveitarfélög- unum. Skylt er að bjóða út á öllu svæði EES kaup sveitarfélaga á vörum og þjónustu, ef verðmætið fer yfir ákveðin viðmiðunarmörk. Opinberir styrkir eru bannaðir samkvæmt 61. gr. EES-samnings- ins, ef þeir hafa áhrif á viðskipti milli aðildarríkjanna á þann hátt, að þeir ívilni ákveðnum fyrirtækjum eða framleiðslu ákveðinna vara. Þessi ákvæði taka að sjálfsögðu til sveitarfélaganna. ESA hefur nú til meðferðar kæru frá íslensku fyr- irtæki vegna ríkisstyrkja til drátt- arbrauta og skipasmíðafyrirtækja í eigu íslenskra sveitarfélaga. Styrkir þeir, sem ríkið ráðgerir að veita í þessu skyni hér á landi standast ekki ákvæði EES-samningsins. Umhverfismálin hafa mest áhrif Eftir Björgvin Guðmundsson „Umhverf- ismálin eru sá mála- flokkur sem hefur mest áhrif á sveitarfélögin.“ Höfundur er viðskiptafræðingur. Í UPPHAFI aðventu höldum við hátíðlegan bindindisdag fjölskyld- unnar. Bindindisdagur fjölskyldunnar er haldinn til að minna okkur á að áfengi, vímuefni og jólahald fara engan veginn saman. Undanfarin ár hafa forvarnir eflst mjög og samstarf aðila sem starfa að vímuvörnum hef- ur þegar borið nokkurn árangur. Aðventan og jólin eru sá tími árs- ins sem mest reynir á samheldni og mátt fjölskyldunnar, þar eru fyrir- myndirnar, þar eru tækifærin til að þroska og rækta góða kosti hvers einstaklings. Fjölskyldan er hornsteinn sam- félagsins og okkur ber að treysta þann hornstein með öllum þeim ráð- um sem við höfum tök á. Mannlífið tekur stöðugum breyt- ingum, að ala upp barn í dag er allt annað en var að ala upp barn fyrir tíu til tuttugu árum. Foreldrar standa sífellt frammi fyrir vandamálum sem þeir þekkja ekki úr eigin lífi. Á stutt- um tíma hafa fyrirmyndir í lífi barna breyst og gömul gildi raskast. For- eldrar eru því oft á tíðum vanbúnir að fást við þau viðfangsefni sem við er að glíma frá degi til dags. Það er því nauðsynlegt að styrkja foreldra í því mikilvæga hlutverki sem er að ala upp barn, auka hæfni þeirra í því og skýra ábyrgð þeirra. Foreldrar bera fyrst og síðast ábyrgð á börnum sínum og geta ekki varpað þeirri ábyrgð á samfélagið. Uppbyggilegar samverustundir fjölskyldunnar eru lykilatriði í for- varnarstarfi og samvera með for- eldrum og fjölskyldu er börnum og unglingum afar mikilvæg. Virðum bindindisdag fjölskyld- unnar. Bindindisdagur fjölskyldunnar Eftir Drífu Hjartardóttur Höfundur er alþingismaður. „Uppbyggi- legar sam- verustundir fjölskyld- unnar eru lykilatriði í forvarnar- starfi.“ Í AUGUM margra eru verkfræði og raungreinar fög, þar sem saman eru komnir illa rakaðir sérvitringar í snjáðum klæðnaði, og inntökukraf- an í félagsskapinn er einhver dul- arfull stærðfræðináðargáfa, sem fá- ir eru fæddir með. Verkfræðingur er gat á múrvegg, þar sem er settur inn matur og út koma teikningar. Raunveruleikinn er annar, verk- fræðingar og raungreinafólk eru að sjálfsögðu eins og fólk er flest, þó með eðlilegum frávikum. Viðfangs- efnin eru jafnbreytileg og fólkið er sjálft. Náðargáfan er alls ekki nauð- synleg, þótt hún spilli efalaust ekki fyrir. Verkfræði og raungreinar byggjast á stærðfræði og eðlisfræði, og staðgóð þekking á þessum grein- um er krafa, sem ekki verður vikist undan. Dugnaður og góðir náms- hæfileikar eru lyklarnir að þessum greinum, eins og öllum öðrum. Það er þjóðsaga að konur eigi erf- itt með að læra raungreinar á for- sendum raungreinanna. Konur þurfa engin sérkjör, þurfa engan af- slátt, þær þurfa ekki sérnámskeiðið „lestur og skrift fyrir konur“. Konur eru fullfærar um að læra raungrein- ar, og hafa náð glæsilegum árangri á því sviði, og er hægt að telja upp langan lista nafna því til stuðnings. Ég læt nægja að minna á vélstjór- ann, vélaverkfræðinginn og iðnaðar- verkfræðinginn Rannveigu Rist, og að Margrét Vilborg Bjarnadóttir hefur hlotið hæstu einkunn sem gef- in hefur verið á verkfræðiprófi frá því að verkfræðikennsla hófst á Ís- landi. Háskóli Íslands er rannsóknarhá- skóli, og er í harðri samkeppni við erlenda háskóla. Við verðum að vera fær um að skila rannsóknarniður- stöðum sem standast alþjóðlegan samanburð, og útskrifaðir nemend- ur okkar þurfa að standast sam- jöfnuð við nemendur frá beztu er- lendu skólunum, annars er tilvistargrundvöllur skólans brost- inn. Þannig verða okkar viðmið kröfur raunvísinda og verkfræði, viðmið þessa raunheims sem við lif- um í, þar sem náttúran ræður ríkj- um, og sannleikanum verður ekki breytt með lögum frá Alþingi eða nýjum hæstaréttardómi. Þeirri staðreynd að vatn leitast við að renna niður í móti verður ekki breytt svo auðveldlega; það er því mjög fjarri að raungreinar séu „vís- indi byggð á skoðunum“. Árangur útskrifaðra nemenda, bæði karla og kvenna, staðfestir að þessi markmið hafa náðst. Nemendum þarf að líða vel í námi sínu. Það þarf að tryggja að nem- endum sé ekki mismunað, hvorki með tilliti til kyns, uppruna, ætt- ernis eða stjórnmálaskoðana. Þar verður að gera strangar kröfur til okkar kennaranna, og ég trúi og vona að konur í námi hjá okkur finni ekki fyrir slíkri mismunun. Ef svo er verður að koma því á framfæri og taka á vandamálinu af festu. Hins vegar er eðlilegt að mismunun sé til staðar hvað varðar hæfileika og getu, ekki er hægt að krefjast jafn- réttis til einkunna án tillits til ár- angurs. Síðastliðið vor fór ég með hóp 25 nemenda í véla- og iðnaðarverk- fræði í skoðunarferðir í iðnfyrirtæki í Þýzkalandi. Hópurinn var til helm- inga karlar og konur. Ég er stoltur af að hafa fengið tækifæri til þess að sýna þennan glæsilega hóp á er- lendum vettvangi, ekki sízt að skynja undrun þýzkra gestgjafa yfir hve margar konur voru í hópnum. Á sama hátt var það skemmtun að sjá gestgjafana glíma við erfiðar og flóknar faglegar spurningar frá konum, konum sem hefðu sómt sér vel í hvaða tízkublaði sem er. Við viljum fá fleiri góða nemend- ur til okkar, bæði stráka og stelpur. Hið íslenska framtíðarþjóðfélag mun að verulegu leyti byggjast á vel menntuðu fólki í raungreinum og verkfræði, og það eru hagsmunir þjóðfélagsins að allir þeir sem geta leiti eftir beztu fáanlegri menntun. Ímynd verkfræði og raungreina Eftir Pál Valdimarsson Höfundur er prófessor í véla- og iðn- aðarverkfræði við Háskóla Íslands. „Það er þjóðsaga að konur eigi erfitt með að læra raungreinar.“ ÞAÐ urðu undarleg tíðindi um síðustu helgi þegar sjálfstæðimenn í Reykjavík gengu að prófkjörs- kössunum, til þess að velja sína framvarðarsveit í næstu alþingis- kosningum. Mikið var manna- og kvennavalið sem bauð sig fram, sumir ungir og aðrir ekki, eins og gengur. Sjaldan eða aldrei hef ég þó séð jafnslæma útkomu kvenna eins og í þessu prófkjöri, og ég sem hélt að það væri komin ný öld – en það er greinilega einhver misskilningur. Sjálfstæðismenn lifa greinilega á öðrum tímum en ég og mínar stöll- ur í þingliði Samfylkingarinnar. Þar var hlutur kvenna drjúgur í nýafstöðnum prófkjörum. Meðal niðurstaðna: 4 af 8 í Reykjavík eru konur, 3 af 5 í Suðvesturkjördæmi eru konur og kona er í forystu í Suðurkjördæmi. Það hlýtur eiginlega að vera árið 1982 í Sjálfstæðisflokknum! Árið sem Kvennaframboð var stofnað og síðar Kvennalisti. Allir þekkja og muna ástæður þess og er óþarfi að tíunda það hér, en full ástæða til að minna á ástandið í „þá daga“. Konum gekk nefnilega mjög illa innan flokkanna og þá sérstaklega í prófkjörum. En var skortur á „góðum kon- um“ í þessu prófkjöri? Auðvitað ekki. Það var hins veg- ar full „karlasamstaða“, karlasam- staða með þremur efstu, þeim Dav- íð, Geir og Birni, og síðan þremur ungliðum, þeim „Gulla, Sigga og Bigga“, en síðan mátti eitthvað af konum (lesist þingkonum) fljóta með – hvort sem þær voru ráð- herrar eður ei. Og litlu munaði að forystumaður sjómanna dytti milli skips og bryggju. Þær „ungu“ áttu víst aldrei sjens, þær voru víst bæði illa kynntar, höfðu ekki verið nógu virkar eða voru þær kannski bara ekki nógu frambærilegar? Að minnsta kosti eru konur í flokknum sammála um að þeir bestu hafi unnið og allir eru voða glaðir með niðurstöðuna. „Megi sá besti vinna“ eins og þær segja sjálfar. Mér finnst afar sérkennilegt að enginn skuli hafa bakkað allar þessar konur upp og sagt: „Þetta er vond ásýnd fyrir flokk- inn – og við eigum gott kvennalið – svona getur þetta ekki verið.“ Nei aldeilis ekki. Konurnar koma hver af annarri og segja að þetta sé bara fínt, nýliðun hafi verið góð og þær fagni úrslitunum. Hvar eru nú „Sjálfstæðar konur“, hvar er Hvöt? Hafa þessi kvenfélög Sjálfstæðis- flokksins ekkert að segja um þessa niðurstöðu? Formaður Landssambands sjálf- stæðiskvenna er hins vegar afar ánægð með útkomuna! Skrítið. En auðvitað á ég ekki að vera að fjargviðrast yfir slakri útkomu kvenna í öðrum flokkum, ég á auð- vitað að vera lukkuleg, þar sem listinn er ágætis ávísun á tap hjá Sjálfstæðisflokki í næstu kosning- um. Því eitt veit ég að venjulegt fólk vill að sjálfsögðu sjá „bæði“ konur og karla í framvarðasveit og í forystu. Það er löngu liðin tíð að konur séu bara skrautfjaðrir eins og niðurstaða prófkjörs sjálfstæð- ismanna gerir ráð fyrir. Það er fortíðin. Ég vel framtíð- ina með sterka stöðu kvenna í framvarðarsveit Samfylkingarinn- ar. Á hvaða öld lifa sjálfstæðismenn? Eftir Guðrúnu Ögmundsdóttur „Það er löngu liðin tíð að konur séu bara skraut- fjaðrir.“ Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.