Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 52
KIRKJUSTARF 52 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ AÐVENTUSAMKOMA verður í Víkurkirkju sunnudaginn 1. des- ember 2002 kl. 15. Kór Víkurkirkju syngur undir stjórn Kristínar Waage organista. Börn úr Grunnskóla Mýrdals- hrepps syngja undir stjórn Önnu Björnsdóttur. Nemendur Tón- skóla Mýrdælinga leika á hljóð- færi undir stjórn Kristínar Waage og Reynis Þórs Finnbogasonar. Þá mun Lúðrasveit Tónskólans einnig leika nokkur lög. Lesin verður jólasaga og allir að syngja aðventu- og jólasálma saman. Að lokinni athöfninni í kirkj- unni verður safnast saman fyrir framan kirkjuna þar sem kveikt verður á jólatré Mýrdælinga. Sóknarbörn eru hvött til að fjöl- menna til kirkju á fyrsta sunnu- degi í aðventu og láta sam- verustund þar efla og styrkja liðsandann svo allir geti með gleði tekið á móti komandi jólum. Haraldur M. Kristjánsson prófastur. Skeiðamenn og Gnúpverjar – aðventukvöld AÐVENTUKVÖLD verður haldið í Brautarholti 1. desember nk. og það hefst kl. 20:30. Ræðumaður kvöldsins er Guð- bergur Bergsson rithöfundur. Kórar sóknanna og börn sókn- anna syngja aðventusálma undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur. Auk þeirra koma fram þau: Berg- ljót Þorsteinsdóttir, Helga Guð- laugsdóttir, Hilmar Örn Agn- arsson, Hjörtur Hjartarson og Kristjana Gestsdóttir. Einnig verður fjöldasöngur. Bænagjörð og guðsorð. Mola- kaffi og djús með piparkökum í lokin. Komum saman og fögnum komu aðventunnar. Eigum upp- byggilegt kvöld við upphaf und- irbúningsins fyrir komu jólanna. Fjölmennium úr báðum sóknum prestakallsins. Sóknarprestur. Krossinn á Akureyri KROSSINN mun sækja Hvíta- sunnukirkjuna á Akureyri heim laugardaginn 30. nóv. Sönghópur Krossins mun flytja tónlist og Gunnar Þorsteinsson predikar. Samkoman hefst kl. 20. Allir eru hjartanlega velkomn- ir. Aðventusam- koma í Víkur- kirkju Hallgrímskirkja. Eldriborgarastarf í dag kl. 13. Leikfimi, æfingar við allra hæfi undir stjórn Jóhönnu Sigríðar. Súpa, kaffi og spjall. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í umsjá Aðalbjargar Helgadóttur. Kaffi- spjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 8–10 ára drengi á laugardögum kl. 11. Starf fyrir 11–12 ára drengi á laugard. kl. 12.30. Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9. Samkom- ur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíufræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir samkomuna. Allir vel- komnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Kefas. Starf fyrir 11–13 ára kl. 19.30– 21.30. Fræðsla, spjall og leikur. Allir á þessum aldri eru hjartanlega velkomnir. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 9.30 fermingarmót í Landakirkju, í kirkju og safnaðarheimili. Mótið endar á því að fermingarbörnin bjóða foreldrum sínum til kvöldvöku og helgistundar kl. 20. Móts- stjóri er Hreiðar Örn Stefánsson. Kirkjuskólinn í Mýrdal. Munið samveruna laug. 30. nóv. kl. 11.15–12. Auk hefð- bundinna kirkjuskólastarfa munum við æfa jólalög fyrir aðventusamkomuna sem vera á í Víkurkirkju 1. des. kl. 15. Fjöl- mennum. Starfsfólk kirkjuskólans. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Unglinga- samkoma í kvöld kl. 21. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Samkomur á laugardögum: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Gyða Hlín Skúladóttir leikur á fiðlu. Loftsalurinn Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/Biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður Brynjar Ólafsson. Biblíurann- sókn og bænastund á fim. kl. 20. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Sigríður Kristjánsdóttir. Biblíurannsókn og bæna- stund á föstudögum kl. 20. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Jóhann Grét- arsson. Biblíurannsókn og bænastund á Breiðabólstað í Ölfusi á mið. kl. 20. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10.30. Safnaðarstarf ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Handflakarar Vantar vana ýsuflakara Vinsamlegast hringið í Þórð í síma 893 6321 eftir kl. 17.00. Sætoppur ehf. Auglýsing frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Kennari á listasviði Listasvið FB auglýsir eftir kennara á vorönn 2003. Leitað er að kennara með menntun í bygginga- list eða öðrum greinum hönnunar. Kennslurétt- indi á framhaldsskólastigi eru æskileg. Nánari upplýsingar veitir Ingiberg Magnússon, kennslustjóri, í síma 570 5600 eða 570 5627. Matráðskona Auglýst er eftir starfsmanni í mötuneyti kennara. Upplýsingar veitir skólameistari í síma 570 5600 eða 570 5611. Í báðum tilfellum er um fullt starf að ræða. Laun eru skv. kjarasamningum. Ekki þarf að sækja um ofangreindar stöður á sérstökum eyðublöðum. Umsóknum skal skilað á skrif- stofu FB fyrir 16. desember. Skólameistari. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Kópavogsbúar opið hús Fundaröð með alþingismönnum Sjálfstæðisflokksins í suð-vesturkjördæmi Sjálfstæðisfélag Kópavogs býður Kópavogs- búum í opið hús á laugardagsmorgnum milli kl. 10.00 og 12.00 í Hamraborg 1, 3. hæð. Á morgun, laugardaginn 30. nóvember, kl. 10.30 mun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður, fjalla um stjórnmálaviðhorfið og svara fyrirspurnum að því loknu. Sjálfstæðisfélag Kópavogs. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Lagarbraut 4, hl. 00.01, Fellabæ, þingl. eig. Oddur Óskarsson, gerðar- beiðandi Landsbanki Íslands hf., höfuðst., þriðjudaginn 3. desember 2002 kl. 10.00. Lagarbraut 4, hl. 0103, Fellahreppi, þingl. eig. Oddur Óskarsson, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki Íslands hf., Hekla hf. og Íslandsbanki- FBA hf., þriðjudaginn 3. desember 2002 kl. 10.30. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 28. nóvember 2002. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Ránarbraut 1, Vík, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Álftagróf, Mýrdalshreppi, þingl. eig. Þórarinn Þorláksson, ábúandi og Jarðeignir ríkisins, gerðarbeiðandi Lánasjóður landbúnaðarins, fimmtudaginn 5. desember 2002 kl. 14.00. Bakkabraut 6, Vík í Mýrdal, þingl. eig. Jón Erling Einarsson og Guðrún Sigurðardóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Landsbanki Íslands hf., lögfrd., Landsbanki Íslands hf., útibú, Lífeyrissjóður bankamanna, Samvinnulífeyrissjóðurinn og Vátryggingafélag Íslands hf., fimmtu- daginn 5. desember 2002 kl. 14.00. Hrífunes, Skaftárhreppi, ásamt öllum rekstrartækjum og búnaði, þingl. eig. Garðar Bergendal, gerðarbeiðendur Ferðamálasjóður, Intrum á Íslandi ehf. og Skaftárhreppur, fimmtudaginn 5. desember 2002 kl. 14.00. Hruni 2, Skaftárhreppi, þingl. eig. Andrés Einarsson, gerðarbeiðendur Húsasmiðjan hf. og Sameinaði lífeyrissjóðurinn, fimmtudaginn 5. desember 2002 kl. 14.00. Hvammur, Skaftárhreppi, þingl. eig. Oddsteinn Kristjánsson og Páll Símon Oddsteinsson, gerðarbeiðandi Landsbanki Íslands hf., útibú, fimmtudaginn 5. desember 2002 kl. 14.00. Iðjuvellir 3, Kirkjubæjarklaustri, þingl. eig. Hagur ehf., gerðarbeiðandi sýslumaðurinn í Vík í Mýrdal, fimmtudaginn 5. desember 2002 kl. 14.00. Sumarhús í landi Hemru, Skaftárhreppi, þingl. eig. Kristinn Gestsson, gerðarbeiðandi Skaftárhreppur, fimmtudaginn 5. desember 2002 kl. 14.00. Ytri-Sólheimar 3, Mýrdalshreppi, þingl. eig. Tómas Ísleifsson, gerð- arbeiðandi sýslumaðurinn í Vík í Mýrdal, fimmtudaginn 5. desember 2002 kl. 14.00. Sýslumaðurinn í Vík, 28. nóvember 2002. Sigurður Gunnarsson. TILKYNNINGAR Auglýsing um framlagningu kjörskrár við vígslu- biskupskosningu í Hólaumdæmi Kjörstjórn við vígslubiskupskosningu hefur samið kjörskrá vegna vígslubiskupskjörs í Hólaumdæmi, sem fram fer í byrjun árs 2003, í samræmi við starfsreglur um kosningu bisk- ups og vígslubiskupa, nr. 818/2000, með síðari breytingum, nr. 736/2002. Kjörgengur til embættis vígslubiskups er hver guðfræðikandídat sem fullnægir skilyrðum til að vera skipaður prestur í Þjóðkirkjunni. Kjörskrá, sem miðast við 1. nóvember 2002, liggur frammi til sýnis á Biskupsstofu, Lauga- vegi 31, Reykjavík, og hjá próföstum í Hólaum- dæmi til 13. desember 2002. Ennfremur er kjör- skrá birt á vef Þjóðkirkjunnar (www.kirkjan.is/ vigslubiskupskjor). Kærur til breytinga á kjörskránni þurfa að hafa borist kjörstjórn á Biskupsstofu fyrir kl. 16.00 föstudaginn 13. desember 2002 eða hafa verið póstlagðar í síðasta lagi þann dag. Skv. 1. mgr. 6. gr. starfsreglna um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa, nr. 818/2000, er heimilt þeim sem hafa kosningarétt að tilnefna kjörgengan mann til vígslubiskupsefnis. Til að tilnefningin sé gild þurfa 10 af hundraði kosningabærra manna að lágmarki að standa að henni. Óheimilt er þó fleirum en 25 af hundraði kosn- ingabærra manna að standa að tilnefningu. Enginn má tilnefna nema einn mann. Tilnefning ásamt skriflegu samþykki hlutaðeigandi, skal hafa borist kjörstjórn með sannanlegum hætti á Biskupsstofu fyrir kl. 16.00 föstu- daginn 10. janúar 2003 eða hafa verið póstlögð í síðasta lagi þann dag. Reykjavík, 14. nóvember 2002. Anna Guðrún Björnsdóttir formaður kjörstjórnar. SMÁAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Íslands, stofnað 1918, Garðastræti 8, Reykjavík Fyrirlestur á morgun, laugar- daginn 30. nóvember kl. 14.00 í Garðastræti 8. Jóhanna Guð- rún Jónsdóttir fjölskylduráð- gjafi heldur fyrirlestur um jóla- kvíða. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Húsið opnað kl. 13.30. Aðgangseyrir kr. 800 fyrir félags- menn og kr. 1.000 fyrir aðra. SRFÍ. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 12  18311298½  9.III. I.O.O.F. 1  18311298  Dd. Í kvöld kl. 21 heldur Kristinn Ágúst Friðfinnson erindi „Hvernig urðu jólin til?“ í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15-17 er opið hús með fræðslu og umræðum, kl. 15.30 í umsjón Þórsteins Ágústssonar sem fjallar um „Áhrif mataræðis og hreyfingar á andlegt líf“. Á sunnudögum kl. 17-18 er hugleiðingarstund með leið- beiningum fyrir almenning. Á fimmtudögum kl. 16.30- 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bók- mennta. Guðspekifélagið hvetur til sam- anburðar trúarbragða, heim- speki og náttúruvísinda. Félagar njóta algers skoðanafrelsis. www.gudspekifelagid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.