Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 48
MINNINGAR
48 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sigríður Árna-dóttir fæddist á
Berghyl í Hruna-
mannahreppi í Ár-
nessýslu 4. júlí 1908.
Hún lést á Landa-
kotsspítala 21. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Árni Runólfs-
son, f. 1. jan. 1880, d.
23. maí 1908, og
Margrét Andrésdótt-
ir, f. 18. sept. 1886, d.
20. nóv. 1983.
Sigríður giftist 27.
maí 1930 Guðmundi
Ágústi Sigurðssyni, f. 9. ágúst
1904 í Litla-Nýjabæ í Krýsuvík, d.
21. apríl 1942. Þau áttu þrjár
dætur. Þær eru: a) Helga, f. 10.
jan. 1931, gift Sigurhans Hjart-
arsyni, d. 21. okt 1980, og áttu
þau fimm börn: Guðmund, Sævar,
Helgu, Sigurrós og Hrund. Frá
1993 hefur Helga verið í sambúð
með Ingvari Hallgrímssyni. b)
Margrét Erna, f. 17. júní 1938,
gift Marinó Þ. Guðmundssyni og
eiga þau þrjú börn: Guðmund
Karl, Úlfar Þór og Sigríði Mjöll.
c) Guðmunda Guð-
rún, f. 20. ág. 1940,
d. 2. nóv. 1996, gift
Marteini Steinþórs-
syni og áttu þau
einn son, Þorstein.
Sigríður og Guð-
mundur bjuggu á
Kluftum í Hruna-
mannahreppi frá
1930–1940 en þá
veiktist Guðmundur
og var fluttur á
sjúkrahús og átti
ekki afturkvæmt.
Áfram bjó Sigríður
á Kluftum með
dætrum sínum og móður sinni til
1944, en fluttist þá til Reykjavík-
ur. Þar vann hún ýmis störf, t.d.
við saumaskap, verksmiðjustörf,
hjá Síld og fiski, Hótel Holti, í
Niðursuðuverksmiðju SÍF og að
lokum á Borgarspítalanum 1967–
1983.
Kveðjuathöfn fer fram í Breið-
holtskirkju í dag klukkan 13.30.
Útför Sigríðar verður gerð frá
Hrunakirkju á morgun, laugar-
daginn 30. nóvember, og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Hún var einstök kona hún Sigríð-
ur Árnadóttir tengdamóðir mín. Al-
þýðukona við lítil efni er varð að
bregða búi eftir andlát eiginmanns
og flytjast til Reykjavíkur með
þrjár ungar dætur. Kona með mót-
aðar skoðanir, þekkt að hreinskilni,
dugnaði, hjartahlýju og heiðarleika
og fyrir að liggja ekki á skoðunum
sínum.
Það eitt að koma ungum stúlkum
út í lífið jafn farsællega og henni
tókst er verðugur minnisvarði.
Enda var hún áberandi góð móðir
og uppalandi og lagði sig fram í því
hlutverki með dyggri aðstoð Mar-
grétar móður sinnar, þeirrar merku
konu. Margrét bjó með Sigríði til
dauðadags og sá lengi að stórum
hluta um heimilisstörf, enda vinnu-
dagur Sigríðar oft langur. Vantaði
meira fé til heimilishalds þá var
bara unnið meira. Þrekið var
undravert, enda styrkti lífsgleðin
það ótvírætt. Og ekki vantaði seigl-
una.
Sigríður var ekki að sjá vandræð-
in í hverju horni og þau sem að
steðjuðu leysti hún einfaldlega á
sinn hátt. Ég tel mér óhætt að
segja að hvar sem Sigríður fór, þá
lyfti hún umhverfi sínu og hafði já-
kvæð áhrif á vinnufélaga sína og
samferðamenn.
Þekktastar úti í þjófélaginu eru
þær mæðgur Sigríður og Margrét
þó vafalaust fyrir uppeldi huldukýr-
innar Huppu frá Kluftum, eins kon-
ar ættmóður íslenska kúastofnsins í
dag, en Huppa var eign þeirra
mæðgna. Fyrir þetta framlag var
þeim sýndur margur og verðskuld-
aður sómi.
Hún var ekki stóreignamann-
eskja láglaunakonan Sigríður Árna-
dóttir, en hún var alltaf rík. Hún
var höfðingi og kom fram sem slík.
Gjafir til afkomenda og tengdafólks
valdi hún ætíð af kostgæfni með
löngum fyrirvara og skar ekki við
nögl.
Snillingur var hún í smurbrauðsl-
ist og matargerð og hafði unun af
að halda veislur. Á hverjum jólum
bauð hún öllum sínum afkomendum
og tengdafólki til sameiginlegs
fagnaðar sem enginn vildi missa af
og tengdi þannig saman fjölskyld-
una í fortíð og nútíð.
Sigríður fylgdist vel með og las
dagblöðin fram á sína síðustu daga.
Hún naut þess að ferðast innan-
lands sem utan allt fram yfir ní-
rætt. Ekki var óalgengt að yngra
fólkið laðaðist að henni í slíkum
ferðum og rigndi þá jafnan kveðj-
um frá því yfir hana við ferðalok og
oft löngu síðar. Eftir að barnabörn-
in byrjuðu að þroskast var hún yf-
irleitt ekki kölluð annað en Sigga
amma innan fjölskyldunnar.
Eina sögu vil ég nefna í lokin sem
mér finnst sýna vel eðli Sigríðar.
Sem ungur maður rakst ég af til-
viljun á íbúð til sölu. Hafði ég orð á
því við Sigríði er heim kom að
þarna væri áhugaverð eign sem
vafalaust færi fljótt.
Á þeim árum fengu helst ekki
aðrir lán en þeir sem áttu peninga
fyrir, svo ekki var úr mörgu að
velja. „Hvað þarftu mikið til að
festa þetta?“ spurði hún. Ég nefndi
töluna sem mér fannst talsverð
upphæð, en átti ekki von á svarinu
sem kom. Þaðan af síður að hún
hefði yfir slíkum fjármunum að
ráða. „Það er best að ég láni þér
þessa aura, ég get alveg eins geymt
peninga hjá þér og í bankanum.“
Þetta dugði þar til málum var
bjargað. Íbúðin var keypt.
Sigríður Árnadóttir er ekki horf-
in. Hún á stað í hverjum þeim er
hana þekkti. Hún var hin glaða
hetja hversdagslífsins.
Hvíl í friði, kæra tengdamóðir, og
hafðu þökk fyrir samfylgdina og
uppeldið. Megi sá er öllu ræður
leiða þig á nýjum slóðum. Þú varst
búin að búa þig undir ferðina.
Þakkir til þeirra er önnuðust þig.
Marinó Þ. Guðmundsson.
Sigríður Árnadóttir var komin af
Skaftfellingum í föðurætt, Álfta-
versfólki, en í móðurætt var hún
komin af þeim undraverðu Hruna-
mönnum sem svo vel er lýst í ævi-
sögu séra Árna, sem flestir Íslend-
ingar þekkja sem komnir eru til
vits og ára.
Sigríður sá aldrei föður sinn.
Hann lést úr lungnabólgu – drep-
sótt þess tíma – nokkrum mánuðum
áður en hún fæddist. Hún ólst upp
á Berghyl hjá föðurbróður sínum.
Giftist 22 ára Guðmundi Sigurðs-
syni frá Krísuvík og hófu þau hjón
búskap á Kluftum, heiðarbýli sem
nú er löngu komið í eyði og þykir
vart eftirsótt til annars en hrossa-
beitar. Margrét Andrésdóttir, móð-
ir Sigríðar, fluttist til ungu
hjónanna að Kluftum þá er hún
sjálf hætti að búa. Með sér flutti
hún kú eina, er Huppa hét og var
að hálfu ættuð af gripum huldu-
fólks, eins og Helgi á Hrafnkels-
stöðum lýsti svo vel í búnaðar-
blaðinu Frey.
Að Guðmundi látnum ólu þær
mæðgur Huppu, sem varð ein
þekktasta gæðakýr landsins á 20.
öld. Þær hlutu heiðursskjal frá
Búnaðarfélaginu fyrir umönnun á
Huppu, sem einnig varð svo fræg
að Halldór Pétursson listmálari
málaði af henni málverk, sem hang-
ir uppi í Félagsheimilinu á Flúðum.
Er Sigríður fluttist til Reykjavík-
ur með móður sinni og dætrum
seldi hún Kluftir fyrir 10 þúsund
kr. Í borginni vann hún mikinn og
langan vinnudag og bjó í leiguhús-
næði þar til verkalýðshreyfingin
samdi um byggingu Breiðholts-
hverfisins, þá eignaðist hún þar
samastað. Með þrotlausri vinnu og
hjálp móður sinnar kom hún dætr-
um sínum upp, en yngsta dóttir
hennar lést fyrir sex árum, langt
um aldur fram.
Sigríður Árnadóttir var dæmi-
gerður fulltrúi hins iðjusama og
greinda alþýðufólks 20. aldar, sem
ævinlega var sér til sóma og mátti
aldrei vamm sitt vita. Slíkrar konu
er gott að minnast.
Ingvar Hallgrímsson.
Ég skrifa með söknuði og sorg í
hjarta kveðjubréf til þín, langamma
mín. Með hlýlegu brosi og einbeittu
augnaráði sem lýsti visku þinni og
umhyggju sá ég þér bregða fyrir,
þú ert að sofna, svo friðsæl, þú sef-
ur, góða nótt, kæra amma, sofðu
rótt. Skrýtið að hugsa til þess að þú
munt ekki vakna á morgun.
Af hverju ekki? spyr ég sjálfan
mig, þú hefur alltaf verið til staðar.
Manstu, amma, þegar við fórum á
Kluftir, ég man þú varst alltaf
fremst, við áttum erfitt með að
halda í við þig, þú varst eins og ein-
hver táningur hoppandi á milli
þúfna og sagan af Huppu, kúnni
sem kom undan álfanauti þegar þú
varst ung kona, hvernig var sú saga
aftur? bara að þú gætir sagt mér
hana einu sinni enn. Eða fjölskyldu-
boðin sem þú hélst og allir í fjöl-
skyldunni mættu, hálfgert ættar-
mót fannst mér þau alltaf vera, svo
fjölmenn voru þau og þú í eldhúsinu
náttúrlega að stjórna.
Já, aldrei slakaðirðu á, ekki einu
sinni þegar þú varst komin yfir 90
ára múrinn, þú gekkst einmitt á
Esjuna til að halda upp á 90 ára af-
mælið, ég hefði viljað vera með í
þeirri ferð.
Já, það var ótrúlegur styrkur
sem bjó í þér alla tíð, styrkur sem
lífsins skóli gaf þér að gjöf í gegn-
um árin öll en þú varst svo sann-
arlega langskólagengin þegar þú
útskrifaðist um daginn.
En enginn sigrar ellikerlingu í
glímu því á endanum nær hún að
bregða fyrir mann fætinum og fella
mann.
Minningar mínar um þig eru
margar og mun ég færa þær úr
huga mínum í hjarta mitt. Þar
munt þú lifa áfram þar til við hitt-
umst næst og þá munum við rifja
upp þær góðu stundir sem við átt-
um saman hér á jörðinni.
Góða nótt, kæra Sigga amma, og
sofðu rótt.
Að eilífu þinn
Sigurhans (Hansi).
Amma mín var engin venjuleg
kona. Hún var ekki hávaxin en hún
var stór. Það verður ekki hjá því
komist að finna til saknaðar yfir
brotthvarfi hennar en mitt í sökn-
uðinum finn ég líka gleðina og stolt-
ið yfir því að hafa þekkt hana.
Amma var ekkert að tvínóna við
hlutina. Hún afgreiddi þá strax í
dag og helst í gær. Vol og væl var
ekki til í hennar orðabók og ekki
minnist ég þess að hafa nokkurn
tíma hitt hana í slæmu skapi. Ein-
beittur vilji og létt skap var hennar
aðalsmerki. Það var gaman að vera
með henni og það voru ekki til nein
kynslóðabil í návist hennar. Hún
fylgdist vel með og það var hægt að
tala við hana um alla heima og
geima, hún var alltaf með á nót-
unum. Góður húmor, prakkaralegt
bros og blik í augum lifa í minning-
unni.
Sá sem ekki þekkti sögu ömmu
hefði af jákvæðri framkomu hennar
og lífssýn getað ályktað að þar væri
á ferð hefðarkona sem lífið hefði
farið um sérstaklega mjúkum hönd-
um. Víst var hún hefðarkona en það
gaf oft hressilega á bátinn. Amma
stóð af sér öll veður og hélt ótrauð
áfram. Ég heyrði hana aldrei
barma sér eða tíunda eigin afrek,
hún bara brosti. Lífsleikni hennar
og framtíðarsýn er til eftirbreytni.
Hún lifði í nútíðinni og sagði jafnan
að ekki þýddi neitt annað. Fortíð-
inni yrði ekki breytt og á vanda-
málum framtíðarinnar væri ekki
hægt að taka fyrr en að þeim kæmi.
Fyrir hönd okkar systkinanna
kveð ég þig að sinni, amma mín, og
þakka þér samfylgdina og leiðsögn-
ina.
Hvíl í friði.
Sigríður Mjöll.
Þegar ég var lítill og fékk að fara
til Reykjavíkur með pabba og
mömmu, þá var einn af hápunktum
ferðarinnar jafnan heimsókn til
Siggu ömmu. Heima hjá henni
mátti jafnan lítið snerta, enda hver
skápur fullur af gömlum bókum og
djásnum fortíðar. Mér fannst það
alltaf mikill heiður að mynd af mér
og Aldísi systur fengi að vera innan
um allar gersemarnar, heimsbók-
menntirnar og kristalinn. Mér
fannst litla íbúðin hennar ömmu
einhver dularfyllsti staður í heimi,
og amma allt að því konungborin,
svo virðuleg var hún alltaf.
Hvenær ársins sem við komum í
Breiðholtið, fékk ég appelsín í gleri,
nokkuð sem ég fékk hvergi annars
staðar en hjá ömmu Siggu. Af því
dró ég þá ályktun að amma hlyti að
vera hátt sett hjá Ölgerð Egils
Skallagrímssonar, og jafnvel for-
stjóri.
Ungum var mér sagt frá því að
þrjár kynslóðir kvenna, þær Helga
amma, Sigga amma og Magga
amma, hefðu búið í „Næpunni“ á
Skálholtsstíg, einu glæsilegasta
húsi Þingholtanna. Ímyndunaraflið
lét ekki á sér standa, og upp frá því
hélt ég því fram að hún Sigga
amma mín væri sko ein af aðlinum í
Reykjavíkurborg (jafnvel fyrrver-
andi borgarstjóri, en ég lét það þó
liggja á milli hluta).
Takk fyrir allar minningarnar,
amma mín, þær munu alltaf lifa
með mér.
Björgvin Brynjólfsson.
SIGRÍÐUR
ÁRNADÓTTIR
✝ Lára Björnsdótt-ir fæddist í Nes-
kaupstað 24. febr-
úar 1918. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Landa-
koti 18. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Björn Emil Bjarna-
son, f. 7. janúar
1885, og Guðbjörg
Bjarnadóttir, f. 21.
mars 1888. Systkini
Láru eru Birna, f.
1913, Hjalti, f. 1914
(látinn), Guðrún
Ingigerður, f. 1916 (látin), Hákon,
f. 1919, Hilmar, f. 1921, Margrét,
f. 1923, Óskar, f.1924, Trausti, f.
1925 (látinn), Kjartan, f. 1926 (lát-
inn), og Hrefna, f. 1928 (látin).
Lára giftist 10. desember 1944
eiga þau þrjú börn og fjögur
barnabörn. 5) Hreinn, f. 2. apríl
1950, maki, Svava Bogadóttir, f.
30. maí 1954, og eiga þau tvö
börn. Þau skildu. 6) Ísak, f. 11.
júní 1953, d. 13. september 1996,
maki Gróa Sigurðardóttir, f. 27.
febrúar 1955, og eiga þau þrjá
syni.
Lára giftist aftur hinn 26. ágúst
1986 Karli Pálssyni, f. 22. nóvem-
ber 1923, d. 5. desember 1996.
Hans börn eru 1) Kristrún, f. 24.
janúar 1946, maki, John Lowrey
og á hún tvo syni. 2) Ragnar Snær,
f. 23. ágúst 1953, maki, Málfríður
Jóhannsdóttir, f. 16. september
1956, og eiga þau tvær dætur og
eitt barnabarn.
Lára vann hin ýmsu störf með
húsmæðrastörfunum. Hún var
lærð smurbrauðsdama og vann
við það lengi. Einnig vann hún við
heimilisþjónustu og lengst af hélt
hún heimili fyrir einstaklinga frá
Kleppsspítala.
Útför Láru verður gerð frá
Seljakirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Sigurði Gunnari Ís-
akssyni, f. 18. desem-
ber 1922, d. 2. októ-
ber 2002. Þau skildu.
Börn þeirra eru: 1)
Guðbjörg, f. 20. sept-
ember 1944, maki,
Guðlaugur Gíslason,
f. 3. febrúar 1942 og
eiga þau tvö börn og
sjö barnabörn. 2) Jón,
f. 25. maí 1946, maki,
Ingibjörg Guðmunds-
dóttir, f. 22. maí 1948,
og eiga þau fjögur
börn og sjö barna-
börn. 3) Selma, f. 23.
september 1947, maki, Gunnar
Þorsteinn Jónsson, f. 10. júlí 1947,
og eiga þau sex börn og ellefu
barnabörn. 4) Björn Emil, f. 25.
maí 1949, maki, Hólmfríður Sig-
urðardóttir, f. 11. júní 1950, og
Mig langar að minnast ömmu
minnar og alnöfnu Láru Björnsdótt-
ur og afa míns Sigurðar G. Ísaks-
sonar sem fæddur var á Raufarhöfn
18. desember 1922 en hann lést í Víð-
inesi 2. október 2002.
Mínar fyrstu minningar eru úr
Grjótaþorpinu í Reykjavík en Lára
amma og Siggi afi ásamt tveimur
yngstu sonum sínum bjuggu á hæð-
inni fyrir neðan okkur, þannig að ég
hafði mikið af þeim að segja. Þar fór
ég mínar fyrstu sendiferðir fyrir
ömmu, oftast í verslun Silla og Valda
eða í Björnsbakarí, vegna þess að afi
var svo mikið á sjónum. Ein slík ferð
er mér mjög minnisstæð. Ég fór í
sendiferð fyrir ömmu en það var
mikið ábyrgðarhlutverk að mér
fannst, þá sex ára gömul. Amma
hafði látið mig hafa nokkra seðla sem
ég hélt á. Nema hvað, það var mjög
hvasst og ég missti seðlana svo þeir
fuku út í buskann og týndust. Ég
hljóp grátandi heim til ömmu og
sagði henni hvað hafði gerst. Þrátt
fyrir að þröngt væri í búi brást
amma við með þessum orðum:
„Elskan litla, þetta voru bara pen-
ingar.“ Síðan sendi hún mig aftur af
stað, í þetta sinn með peninginn í
buddu, og bjargaði þar með degin-
um, að mér fannst.
Amma og afi voru skilin, þeim var
ekki ætlað að búa saman. Bæði
fundu þau sér aðra lífsförunauta.
Þrátt fyrir það voru þau miklir vinir
og sérstaklega nú síðustu æviárin.
Amma talaði oft um að hana hafi
alltaf langað til þess að verða hjúkr-
unarkona en ekkert varð úr því. Þess
í stað tók hún að sér að reka heimili á
vegum Félagsmálastofnunar fyrir
konur sem áttu við geðræn vandamál
að stríða en voru að koma sér út í lífið
á nýjan leik eftir mislanga vist á
Kleppsspítala. Þar kynntist ég mörg-
um yndislegum persónum sem áttu
oft mjög erfitt en voru mér, „Láru
litlu“, svo óskaplega góðar. Þar var
alltaf einhver til að spjalla við, setja í
hárið á mér, snyrta mig og auðvitað
spila Ólsen Ólsen.
Það var alltaf stutt í grínið hjá
ömmu og afa og þær voru ófáar sög-
urnar sem afi sagði okkur af sjónum
og lýsingarorðin alveg ótrúleg, ekki
voru þær síðri sögurnar af bræðrum
ömmu fyrir austan, við veltumst um
af hlátri.
Árið 1995 flyt ég ásamt fjölskyldu
minni austur á Reyðarfjörð, nánast á
æskuslóðir ömmu og afa og verð
þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast
frændfólki mínu. Við þau kynni rifj-
uðust fljótlega upp allar skemmtilegu
sögurnar, svo ljóslifandi voru þær
fyrir mér. Hér fann ég rætur mínar,
svo skrítið sem það er, alin upp í
Reykjavík, en hér vil ég búa og ala
upp börnin mín við sjóinn og í faðmi
fjallanna.
Guð blessi ykkur, elsku amma og
afi.
Kristur minn, ég kalla á þig,
komdu að rúmi mínu.
Gakktu hér inn og geymdu mig,
Guð, í faðmi þínum.
(Höf. ók.)
Lára Björnsdóttir og
fjölskylda, Reyðarfirði.
LÁRA
BJÖRNSDÓTTIR