Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Það er eins gott fyrir vondu karlana að gefast upp strax. Heilbrigðistæknivettvangur á þriðja ári Aukin þróun og útflutningur Heilbrigðistækni-vettvangur, HTV,samstarfsvett- vangur á vegum heilbrigð- is- og tryggingaráðuneyt- is, Heilbrigðistæknifélags Íslands, iðnaðar- og við- skiptaráðuneytis, Nýsköp- unarsjóðs atvinnulífsins, Samtaka iðnaðarins og Rannsóknarráðs Íslands er kominn á sitt þriðja ár af þremur sem lagt var upp með. Halldór Pétur Þorsteinsson er verkefnis- stjóri HTV. – Hvert var tilefnið? „HTV var formlega stofnaður í mars árið 2000 og tók til starfa í júní sama ár. Aðdragandinn að stofn- un HTV er úttektar- og stefnumótunarverkefni sem unnið var á árinu 1998 í sam- starfi heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytis, Rannsóknarráðs Ís- lands, Samtaka iðnaðarins og Heilbrigðistæknifélags Íslands. Fjölmargir komu að þessum und- irbúningi, en grunnurinn var lagð- ur á stefnumótunarfundi sem haldinn var í byrjun árs 1998 með þátttöku breiðs hóps þekkingar- fólks á sviðinu frá fyrirtækjum, sjúkrahúsum, rannsókna- og há- skólastofnunum heilbrigðiskerfis- ins, auk ráðuneytis heilbrigðis- og tryggingarmála.“ – Hvaða áherslur voru í upphafi og hvernig þróaðist starfið? „Í upphafi var að sjálfsögðu tek- ið mið af hlutverkum og markmið- um sem HTV voru sett. Megin- hlutverk HTV er að skapa grundvöll fyrir fyrirtæki, stofnan- ir og einstaklinga til aukins inn- lends og erlends samstarfs um þróunar- og markaðsmál á sviði heilbrigðistækni. HTV hefur svo- lítið fé úr að spila árlega til fjár- mögnunar samstarfsverkefna þar sem leitast er við að styrkja veikar hliðar verkefna og nýta tækifæri sem felast í styrkleikum þeirra. Yfirmarkmið HTV, sem rétt er að hafa orðrétt úr stofnsamningi, hefur verkefnisstjórinn sem eins- konar bæn sem reglulega er kyrj- uð, „Markmið vettvangsins er að stuðla að aukinni þróun og út- flutningi heilbrigðistæknilausna frá Íslandi og um leið koma til móts við þarfir heilbrigðiskerfis- ins fyrir hagkvæmari og betri lausnir til að bæta lífsgæði og lífs- líkur sjúklinga.“ Það má e.t.v. segja að starfið hafi þróast frekar úr því að styrkja einstök verkefni fyrir- tækja og stofnana í aðgerðir sem nýst geti greininni í heild sinni.“ – Hverju hefur HTV áorkað? „Við erum með mörg járn í eld- inum og mörg af þeim verkefnum sem við höfum unnið að eru þess eðlis að þau taka nokkurn tíma áð- ur en við sjáum mjög áþreifanleg- an árangur af þeim. Eitt af stóru málunum er t.d. að byggja upp norrænt netverk á sviði þróunar- og markaðsmála sem lítil og með- alstór fyrirtæki á svið- inu geta hagnýtt í markaðslegum til- gangi. Þetta er mjög mikilvægt verkefni vegna þess að mark- aðssetning í þessari grein er mjög erfið og sérstök bæði hvað varðar öryggiskröfur og svo eru þetta oftast opinberir innkaupaaðilar sem fylgja mjög föstum innkaupa- reglum. Það er því ekki hlaupið að því fyrir lítil fyrirtæki að komast að og ekki síst þegar menn þurfa að sækja á erlenda markaði. Með því að byggja upp norrænt net- verk á þessu sviði vonumst við til þess að geta lækkað nokkuð þann þröskuld sem útflutningurinn á þessu sviði þarf að fara yfir. Í þessu sambandi hefur vettvangur- inn með tilstyrk frá Norrænu ráð- herranefndinni og Norræna iðn- aðarsjóðnum og í samstarfi við svipaða aðila á öllum hinum Norð- urlöndunum unnið forúttekt á því hvernig standa beri að þessu. Lið- ur í þessari úttekt var norrænn vinnufundur sem við héldum hér á landi sl. sumar í tengslum við al- þjóðlega sýningu og ráðstefnu sem við stóðum að í samstarfi við Heilbrigðistæknifélagið og Sam- tök iðnaðarins. Niðurstaða vinnu- fundarins var að skilgreint var stórt norrænt verkefni að umfangi 70 til 80 milljónir kr. til að fylgja þessu eftir og við bíðum þess nú að Norræni iðnaðarsjóðurinn taki ákvörðun um stuðning við þetta verkefni. Svona stór verkefni þurfa hins vegar að fara til um- sagnar sérfræðinga í öllum lönd- unum áður en þeim er hleypt áfram. Það er því mikið verk að koma svona verkefni á koppinn og krefst mikillar eftirfylgni. Ef af verður yrði þetta verkefni undir forystu okkar hér á Íslandi þannig að þá væri stórum áfanga náð og sköpuð mikilvæg forsenda fyrir árangri. Mun fleira á mörgum sviðum, sem of langt mál væri að telja, mætti einnig nefna, en út- tekt sem HTV lét vinna á síðasta ári sýnir að vöxturinn í þessari grein hefur verið ótrúlega hraður og hún er vissulega komin á kortið í íslensku atvinnulífi með 30 millj- arða króna veltu á sl. ári. Mér sýn- ist að vöxturinn á þessu ári verði á svipuðu róli.“ – Starfið er þá ekki á enda? „Það er af og frá að hlutverki HTV sé lokið, enda miklu frekar um langtímaverkefni að ræða en eitt- hvert skammtímaátak. Það tekur t.d. að jafnaði um 10 ár að byggja upp gott fyrirtæki í þekkingariðn- aði. Það má jafnvel færa fyrir því rök að þetta geti tekið enn lengri tíma þar sem markaðsforsendur eru svona strangar eins og í heil- brigðistækninni. Það væri því nær að segja að verkefni vettvangsins sé rétt að hefjast.“ Halldór Pétur Þorsteinsson  Halldór P. Þorsteinsson hefur meistararéttindi í vélvirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík 1983. Stúdent frá Tækniskóla Íslands 1986 og B.Sc. próf í vélaverk- fræði frá Álaborgarháskóla 1990. Hefur víða starfað, en frá 2000 verkefnisstjóri hjá Heil- brigðistæknivettvangi. Sambýlis- kona er Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Halldór á auk þess soninn Örvar. …að skapa grundvöll fyrir fyrirtæki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.