Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á NÚMER 7 Avenue de Clichy í París er Cin- éma des Cinéastes sem við skulum kalla Bíó fyrir bíófólkið. Þangað ætlum við að þramma til þess að sjá nýju myndina eftir Finnann Aki Kaurismäki, Maður án for- tíðar (L’homme sans passé). Ég skýrði hana reyndar Gámalíf, samanber Nýtt líf og jafnvel Dalalíf. Myndin hefur gert stormandi lukku í Frakklandi. Hún fékk Grand Prix á kvik- myndahátíðinni í Cannes og þar var líka Kati Outinen verðlaunuð fyrir besta leik í kvenhlutverki. Gagnrýnendur hrífast og Kaur- ismäki var á forsíðu aðalblaðsins, le Monde, nú þegar almennar sýningar hófust. Ekki nóg með að myndin sé sýnd út um alla París heldur eru fyrri myndir þessa höfundar nú aðgengilegar í MK 2 Parnasse á rue Jules Chaplain, snertispöl frá Boule- vard Montparnasse. En nú skal haldið í bíóið rétt við Place de Clichy og játað um- svifalaust að þetta svæði (átj- ánda hverfi vestanvert, mörkin við níunda hverfi og sautjánda) þykir mér eitthvert það allra skemmtilegasta í Parísarborg, rætur Montmartre-hæðarinnar, kirkjugarðurinn með sama nafni, og göturnar kringum hann. Þar leynast reyndar göturnar sem ég geri mér mestan mat úr í nýju skáldsögunni minni – þar sem einn heittelskaður grískuprófess- or býr í tilteknu húsi fast upp við kirkjugarðsvegg. Það gladdi mig að sjá þegar ég kom til borg- arinnar í haust að fasteignin er ekki látin drabbast niður, heldur var búið að pakka henni kirfilega inn frá jarðhæð upp í stromp. Bíóið fyrir bíófólkið sem hefur hingað til orðið útundan hjá mér (og vínbarinn frumlegi líka ) lof- aði ekki sérstaklega góðu við inn- göngu. Þetta var aðeins of list- rænt og hrátt umhverfi. Miðasölukonan bætti það hins vegar upp, því hún seldi hverjum og einum miðann eins og það væri einstakur atburður sem yrði aldrei endurtekinn (sem er auð- vitað rétt). Þarna eru nokkrir salir og sá sem við tók var af bestu sort. Tjaldið liggur rétt við, salurinn hæfilega stór, sætin þægileg, hægt að rétta úr bífum. Nú var líka lúxus að því leyti að ekki voru allt of margir í bíó, komið á ellefta tímann á miðvikudags- kvöldi. Miðar að auki á nið- ursettu verði þá vikudaga og kosta um 450 krónur. Það fékkst mikið innihaldfyrir þær krónur,hvasst, einkennnilegahugljúft þó, og fyndið. Efni í langa umhugsun, á mörg- um nótum. Um mann sem missir minnið eftir fólskulega árás þriggja skíthæla, rís upp frá dauðum á sjúkrahúsi og byrjar nýtt líf með gám fyrir íbúð, minnislaus, eftir að utangarðs- fjölskylda, hjón með tvö börn, hefur tekið hann að sér og hjúkr- að honum til lífs. Þetta fólk hefur orðið útundan en lifir upprétt í sínum gámi í nábýli við jarð- ýtuhræ og fleiri góða skúlptúra. Kaurismäki sagði á þá leið í viðtalinu við le Monde að í Finn- landi væri stétt sárfátæks verka- fólks, en það ætti að láta eins og hún væri ekki til, og að sá yf- irdrepsskapur færi óendanlega í taugarnar á sér. Mér varð hugs- að til biðraðanna fyrir utan hjá Mæðrastyrksnefnd í Reykjavík. Getur verið að það sé eitthvað að heima hjá okkur sem við viljum síður kannast við? Mér er það nokkur ráðgáta hvernig Aki Kaurismäki fer að því að toga okkur inn í þessa bíó- mynd. Hún er á sinn hátt fer- köntuð og fjarlæg og minnislausi maðurinn er eintóna. Þetta er ekki gallalaust verk. Það er stundum klúður í samtölum (held ég áreiðanlega, finnskt tal, textar á frönsku). Á stöku stað er bein- línis illa leikið. Og hvernig er hægt að halda manni föngnum hvað eftir annað með finnskri hjálpræðisherstónlist? (Hag- urinn vænkast reyndar stórlega þegar hún breytist í finnskan tangó.) Þar fyrir utan segir sér- fræðingur minn í tónlist mér að einhver kvikmyndasinfónía hafi komið eins og skrattinn úr sauð- arlegg, og hljóðblöndun ámátleg þar í kring. Sem sagt – útkoman er ekki úr einfaldri samlagningu, heildin er stærri en hlutarnir samanlagðir. Maður er heillaður af ljótleika sem er breytt í hráa fegurð (því- líkur léttir að hverfa úr borg- aralegu umhverfi eða einhverri sveitinni og mega gleyma sér í gámi við hafið) frumlegu mynd- máli og innileika, sem er sjálf- sagt best stundaður úr fjarlægð. Það er líka eitthvað við afstöðu leikstjórans sem er ómót- stæðilegt. Maður án fortíðar er gerð af miklum metnaði, en um leið einhvers konar heilbrigðu kæruleysi, og af væntumþykju og djúpri samúð, sem á einmitt ekkert skylt við þá hráblautu og ómerkilegu tilfinningu sem á að hitta beint á tárakirtlana, helst úr tengslum við önnur líffæri. Ís- lendingnum finnst hann líka vera á heimavelli því það er svo mikill Friðrik Þór í Aki Kaurismäki. Fyrir einföldum rithöfundi er það óskiljanlegt hvernig þessir kvikmyndahöfundar fara að því að dengja einlægri tilfinningu óbrjálað á tjaldið, í gegnum allar græjurnar, leiðslur, leikmyndir, mörg tonn af útbúnaði og hundr- að manns á tökustað. Kati Outunen, leikkonan sem fékk verðlaun í Cannes fyrir besta leik í kvenhlutverki, er kapítuli út af fyrir sig. Mér finnst hún vera í einhverri vídd utan við hefðbundinn kvikmyndaleik, á svipaðan hátt og Björk í Dancer in the Dark, þótt leikstíll þeirra sé gjörólíkur. Þessum leikkonum tekst eins og Friðriki og Aki, að miðla þráðbeint þeirri tilfinningu sem þær ætla sér, gegnum þús- und hindranir. Ef ég hef þetta rétt í kollinum þá brosti fortíðarlausi maðurinn bara einu sinni í myndinni sinni og þá fremur dauft. En það var þegar hann sat í lestinni á leið frá eiginkonunni sem hann var þá meiraðsegja skilinn við (minn- isleysið sem sagt), á fullri ferð í nýtt líf með unnustunni úr hjálp- ræðishernum, með indælan jap- anskan málsverð að gæða sér á, sushi og hrísgrjónavín. Þjónninn japanskur að sjá og slagarinn japanskur. Þetta leiddi hugann að ýmsu, meðal annars því að sjálf á ég söguhetju sem ég reisti upp til nýrrar framtíðar með svipuðum trakteringum í Tókýó. Tilviljunin er varla tilviljun, en hluti af skýringunni gæti verið jarðbundinn. Tveimur listamönn- um sem eru ættaðir norðarlega af hnettinum verður svo gott af sushi og sake að þeir nota svo- leiðis málsverð sem inngang að nýju lífi hjá söguhetjum sínum. Það var komið fram yfirmiðnætti þegar viðþrömmuðum til baka,fram hjá Brasserie Wepler á Place de Clichy. Þetta er stór staður og fer ekki fram hjá vegfarendum. Þarna er opið til eitt, og það var fólk og fjör á næstum hverju borði í þessari gamalgrónu matar- og menning- arstofnun. En úthald okkar bíó- fólks var brostið þegar hér var komið sólarhrings, þótt Wepler sé ótrúlega lokkandi. Minning- arnar þaðan eru indælar og hægt að mæla með staðnum við hvern sem er. Allt er fyrsta flokks, og þá ekki síst ostrur og annar skel- fiskur. Verðið í hófi – og fyrir ut- an allt annað veita þeir árlega bókmenntaverðlaun Weplers. Ég get ekki skilist við Gámalíf án þess að minna mig á það að leiðir okkar Kaurismäkis lágu eiginlega saman í Tokíó um árið. Sambýlismaður minn og ég vor- um að kveðja borgina með sökn- uði og höfðum verið svo ólík- indaleg að ramba inn á írskan pöbb, kannski í von um að afbera frekar kveðjustundina í evrópsk- um ramma. Þarna var við- urgjörningur hinn besti, en stundin var afmynduð af háværu tali með finnskum hreim. Þetta hljómaði sem einræða, en var víst Finni að tala við innfæddan, og inntakið var, í ýmsum tónteg- undum: Kaurismäki, Kaurismäki, Kaurismäki, Kaurismäki. Eftir að hafa séð Mann án for- tíðar get ég ekki annað en verið alveg sammála þeim ræðumanni. B í ó k v ö l d í P a r í s Gámalíf í Finnlandi Eftir Steinunni Sigurðardóttur Úr kvikmynd Aki Kaurismäkis, Maður án fortíðar. MÚSÍKALSKIR samherjar meðal tón- listarmanna hafa löngum veitt tónlistar- unnendum ótaldar ánægjustundir. Nægir að nefna þá félagana Dietrich Fischer- Dieskau og Gerald Moore. Við Íslending- ar erum svo heppnir að eiga slíkt „músíkalskt par“ í tónlistinni, þá Kristin Sigmundsson og Jónas Ingimundar- son, þar sem áralangt samstarf og vinátta hefur borið svo ríku- legan ávöxt þrátt fyrir mikla fjarlægð sem mestan hluta ársins skilur þá félaga í sund- ur. Vonandi eiga menn eftir að njóta enn frek- ari ávaxta þessa ágæta samstarfs um ókomin ár. Lengi má telja upp kosti þessarar frábæru geislaplötu. Það liggur við að maður gleymi (en verður samt að nefna) þeirri stórkost- legu handvömm sem orðið hefur í prófarka- lestri hjá útgáfufélag- inu Eddu miðlun, en þar á bæ hefur enginn tekið eftir því að ekki eitt einasta tónskáld er nefnt á nafn, hvorki á umslagi né í bæklingi. Hins vegar eru höfundar texta tilgreindir skilmerkilega. Mér finnst þessi geisladiskur vera svo merkilegur að ástæða sé til að innkalla hann og prenta nýjan bækling í snatri eða a.m.k. að setja inn í umslagið laust blað með þessum mikilvægu upplýs- ingum. Þeir félagar flytja hér uppáhalds- lög sín. Sem fer ekki á milli mála því hér er músíserað af innlifun og gleði. Úrval laganna sýnir breiðan smekk, allt frá dramatískum, stór- karlalegum íslenskum sönglögum eins og Hamraborginni, Þótt þú langförull legðir og Sverri konungi til viðkvæmnislegra ítalskra antík- aría og sönglaga (A. Scarlatti, Dur- ante, Denza, Tosti, Gastaldon), írskra þjóðlaga ásamt einum negra- sálmi (Deep River) og einu söng- leikjalagi (Ol’ Man River). Enn eru ótalin nokkur af bestu sönglögum okkar eins og Kvöldsöngur og Minning Markúsar Kristjánssonar. Túlkun þeirra Kristins og Jónasar er afar látlaus og nærfærin á þess- um innilegu sönglögum Markúsar. Af mörgu öðru er að taka ef tí- unda á það sem hér er vel gert og skal fátt eitt látið nægja. Einna hæst rís Ol’ Man River úr meist- araverki Jeromes Kerns, Show Boat, fyrsta söngleik tónlistarsög- unnar (1927) sem ruddi brautina fyrir þetta vinsæla leihús- og tón- listarform. Verkið er einnig merki- legt fyrir framsækin efnistök og róttækt innihald eins og glöggt má heyra í texta Ol’ Man River. Kristinn fer sérstaklega vel með þetta alþekkta lag, túlkunin er með því áhrifaríkasta sem ég hef heyrt. Sama má segja um hið tilkomu- mikla Sverrir Konung- ur eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson þar sem Kristinn fer á kostum í túlkun sinni. Vert er að taka sér- staklega vel eftir nið- urlagi lagsins sem end- ar hér mun hljóðlátar en maður á að venjast og verður miklu áhrifa- ríkara fyrir bragðið. Antíkaríuna frægu, Le violette eftir Aless- andro Scarlatti, gæðir Kristinn léttleika vors- ins, og skemmtileg pí- anórödd Scarlattis er létt og leikandi í flutn- ingi Jónasar. Írska þjóðlagið The Lark in the Clear Air (úts. Phyllis Tate?) er ein- staklega fallegt í þess- ari útsetningu og er gott dæmi um það vald sem Kristinn hefur á hinni miklu rödd sinni og hversu vel hún hljóm- ar í veikum söng. Í þessu sambandi má benda á fjölmörg önnur dæmi á plötunni, t.d. Þess bera menn sár. Hljóðritunin hljómar mjög vel og jafnvægið milli flytjenda er ákjós- anlegt. Kristinn Sigmundsson er óum- deilanlega einn af mestu söngvurum okkar. Hann hefur geysilega kraft- mikla og hljómfagra rödd sem hann beitir af aga og fágætri smekkvísi og innsýn í viðfangsefni sín. Aldrei verður vart við þann belging sem einkennir suma söngvara og ávallt er það tónlistin sem situr í fyrir- rúmi, ekki flytjandinn. Með frábær- an meðleikara eins og Jónas Ingi- mundarson er óhjákvæmilegt að vel takist til. Hér er útkoman framúr- skarandi. Samstilltir strengir TÓNLIST Geislaplötur Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingi- mundarson flytja ýmis uppáhaldslög sín: Hamraborgin, Ég lít í anda liðna tíð, Þótt þú langförull legðir, Kvöldsöngur, Minn- ing, Sverrir konungur, Lungi dal caro bene, Le violette, Vergin tutto amor, Danza fanciulla gentile, Malia, Occhi di fata, L’ultima canzone, Musica proibita, Ol’ man River, Deep River, Danny Boy, The Lark in the Clear Air, Nótt, Vorgyðjan kemur, Rósin, Fögur sem forðum, Þess bera menn sár. Heildartími: 71’45. Upp- tökustjórn og hljóðvinnsla: Halldór Vík- ingsson, ágúst 2001. Útgefandi: Edda – miðlun og útgáfa 2002. UPPÁHALDSLÖG Valdemar Pálsson Jónas Ingimundarson Kristinn Sigmundsson CLASSICAL Opera Company í Lundúnum hefur fengið Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur mezzósópran, sem stundar nám við óperudeild Guildhall-skól- ans, með litlum fyrirvara til að hlaupa í skarðið í forföllum og syngja í konsert- uppfærslu óper- unnar Artaxerx- es eftir Thomas Arne laugardag- inn 7. desember. Uppfærslan er í St. John’s, Smith Square, sem mörgum þykir einn besti tónleikasalur Lundúna. Guð- rún Jóhanna syngur sex aríur og auk þess tvo dúetta með Emmu Bell sem er í aðalhlutverki. Emma hefur und- anfarið getið sér mjög gott orð á Bretlandi en er m.a. þekkt á Íslandi fyrir að hafa sungið í The Rape of Lucretia í Íslensku óperunni fyrir nokkrum árum. Hún er gift Finni Bjarnasyni söngvara. Þess má geta að Guðrún er á sama tíma að æfa fyr- ir gala-tónleika Guildhall 4. desem- ber þar sem hún syngur tvo dúetta og samsöng. Jólaóratóría Guðrún Jóhanna verður á Íslandi um jólin og syngur m.a. eitt ein- söngshlutverkanna í upptöku Ríkis- útvarpsins á Jólaóratóríu Johns Speights við undirleik Sinfóníu- hljómsveit Íslands en Guðrún söng það einnig í frumflutningi verksins á síðasta ári í Hallgrímskirkju. Syngur í St. Johns- salnum í London Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.