Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 29
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 29 Velkomin á Laugaveginn Við erum komin í jólaskap Langur laugardagur opið 11-18 KRINGLUNNI, S. 568 9017LAUGAVEGI 91, S. 511 1717 Kookai Mia Diesel Studio N.Y. Miss Sixty Imitz Saint Tropes Laura Aime Tark Paul Smith DKNY Jeans Energie Camper 4 you Matinique Van Gils Mao Billi Bi Again and Again Trend design Nova Mas Poplite Spiral Vagabond Shellys Dömudeild mia dragtir 14.990 kjólar frá 5.990 mia peysur 2.990 mia flauelskápur 11.990 diesel gallabuxur mikið úrval diesel barnafatnaður mikið úrval Herradeild mao jakkaföt 2.900 VanGils jakkaföt 37.990 4 you skyrtur 3.990 4 you bindi 2.990 diesel skór 8.990 GS skór again spariskór 5.990 novamas kúrekastígvél 13.990 poplife skór 7.990 Ný sending af Billi Bi Sautján Jeans xtra.is bómullarpeysur 2.990 xtra.is flauelsbuxur 7.990 by herrmannabuxur 3.990 xtra.is kanaúlpur 9.990 Gott kaffihús í jólastemmningunni kvæmd.“ Undanfarið hefur mikil vinna verið í gangi við að styrkja ímynd Austur-Héraðs og færa stjórn- sýslu og kynningarmál bæjarfélags- ins til nútímalegra horfs. Þannig er t.d. haldið úti líflegri vefsíðu, sem er talin vera með bestu sveitarfélaga- vefjum landsins. Ráðinn var sérstak- ur aðili sem hefur endurskipulagt kynningarmálin og eflt upplýsinga- streymi frá sveitarfélaginu til muna. Á skrifstofum Austur-Héraðs er unn- ið að talsverðum breytingum á innra skipulagi. Verið er að ljúka samningi við Skyggni hf. um hýsingu og rekst- ur tölvukerfa og leigu á miðlægum búnaði bæjarfélagsins. Markvisst er unnið að því að bæta allan hugbúnað og m.a. verið að end- urnýja skjalavistunar- og fjárhagseft- irlitskerfi bæjarins. Með þessu móti er stefnt að því að einfalda vinnu- brögð og gera þau skilvirkari, bæði innan bæjarkerfisins sjálfs og ekki síst gagnvart þeim sem sveit- arfélagið þjónustar. Fyrir liggur stefnumótun Austur-Héraðs 2001 til 2006, sem var samin að undangeng- inni hugmyndavinnu breiðs hóps fólks á svæðinu. Eiríkur segir skýrsluna stórvirki og að það hafi verið ómetanlegt að hafa fyrirliggjandi vilja íbúa sveitarfélagsins til mál- efna þess strax í upphafi. Íbúaþing og Haustþing ungs fólks „Eitt af mínum fyrstu verkum í starfi var að sitja hér íbúaþing og hlusta á væntingar íbúanna til sveitar- félagsins og hvernig fólkið sér hlutina virka í raun og veru. Það var ekki hægt að hugsa sér betri byrjun. Mun- urinn aftur á móti á íbúa- þinginu okkar og þeim sem nú er verið að vinna í öðrum sveitarfélögum er sá, að við vorum tilbúin með ákveðna stefnu- mótun og síðan var skerpt á henni með bæjarbúum og þá ekki síst hvernig við gætum komið hugmynd- unum í framkvæmd.“ Eiríkur segir verkefnum stefnunn- ar forgangsraðað eftir því sem fjár- veitingar og aðrar áherslur leyfa. „Fyrstu verkefnin voru fyrrnefnt íbúaþing og svo Haustþing ungs fólks á Héraði, sem stefnt er að því að verði árviss viðburður til að ná fram áhrif- um ungs fólks á samfélagið hér. Varðandi ímyndarmál Austur-Hér- aðs skiptir auðvitað mestu máli að láta vita að við séum til. Að Austur- Hérað sé ákjósanlegur kostur til bú- setu. Nú erum við með nýtt nafn á sveitarfélaginu sem varð til við sam- einingu Egilsstaðabæjar, Skriðdals- og Vallahrepps og Eiða- og Hjalta- staðaþinghár og við þurfum að gera okkur sýnilegri. Við viljum gjarnan fá fólk til að flytja hingað, en það þarf að vita fyrir hvað við stöndum og upp á hvað við höfum að bjóða. Við gerum okkur einnig grein fyrir því að við er- um í samkeppni við önnur svæði um fólk og þess vegna skiptir jákvæð ímynd sveitarfélagsins og alls Austur- lands miklu máli. Verktakafyrirtæki vilja lóðir Búist er við umtalsverðri fólks- fjölgun á Héraði þegar uppbygging stóriðju kemst í algleyming og Eirík- ur segir sveitarfélagið nú undirbúa sig fyrir það. „Það tengist mest skipu- lagsmálum, ekki síst lóðaframboði,“ segir hann. „Það er orðið afar áþreif- anlegt að lóðaeftirspurn hefur aukist til muna. Við fáum mjög ákveðnar fyrirspurnir frá verktakafyrirtækjum um land allt, sem vilja fá hér lóðir og byggja upp. Jafnframt er verið að skoða hvaða áhrif væntanleg fólks- fjölgun muni hafa á aðra samfélags- lega þætti. Nýsir hf. vinnur nú skýrslu fyrir okkur hér fyrir austan um áhrif virkj- unar og stóriðju á samfélagslega þætti eins og félagsþjónustu, skóla- mál og menningu svo eitthvað sé nefnt. Við erum þó býsna meðvituð um þetta, enda höfum við nú þegar verið í uppbyggingu á þessu sviði sem sést best á því að það hefur fjölgað í bæjarfélaginu á síðustu árum. Hér er búið að einsetja grunnskólann og allt skólaumhverfið þykir gott enda erum við einnig með góðan leik- og mennta- skóla, auk öflugs tónlistarskóla. Hér eru síðan uppi hugmyndir um stofnun þekkingarseturs sem mun innihalda rannsókna- og háskólasetur. Þetta eru verkefni sem styrkja munu fram- tíð sveitarfélagsins og hafa mikil áhrif á byggðaþróun á öllu Austurlandi.“ Eiríkur er bjartsýnn og segir Aust- ur-Hérað öflugt sveitarfélag og ein- sýnt að uppgangstímar eru framund- an. Vefslóð heimasíðu Austur-Héraðs er www.egilsstadir.is. Hinn ungi bæjarstjóri Austur-Héraðs, Eirík- ur Bj. Björgvinsson, segir uppgangstíma framundan í sveitarfélaginu. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsd NÝLEGA voru haldnir tónleikar í samkomuhúsi Þykkvabæjar en flytjendur voru tónlistarfólk á aldr- inum 15 til 16 ára. Edda Karls- dóttir, Helga Sæmundsdóttir og Katla Gísladóttir léku á píanó, Haf- steinn Már Heimisson á saxófón og Írena Sólveig Steindórsdóttir lék á þverflautu, allt einleiks- eða tvíleik- sverk eftir ýmsa höfunda svo sem J.S. Bach, Händel, W.A. Mozart, E. Grieg og fleiri. Undirleikari var Hédi Maróti, kennari í Tónlistar- skóla Rangæinga, en flestir flytj- endanna á tónleikunum stunda nám þar. Það var Lista- og menning- arklúbburinn Ísafold sem stóð fyrir tónleikunum en hann sam- anstendur af nokkrum konum sem láta sér ekkert listrænt óviðkom- andi. Þar sem þeim hefur ekki ver- ið boðin aðild að hinum hefðbundnu „saumaklúbbum“ fannst þeim við- eigandi að stofna klúbb þennan. Aðspurðar sögðu Ísafoldarkonur að tilgangur tónleikanna væri m.a. sá að veita unglingunum tækifæri til að flytja tónlist á öðrum vett- vangi en venjulega, eins og á tón- fundum og jólatónleikum tónlistar- skólanna. Ekkert ákveðið verkefni er fram- undan hjá klúbbnum en vonir standa til að þessir tónleikar séu upphafið að einhverju meiru, m.a. á sviði bókmennta og myndlistar einu sinni til tvisvar á ári. Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir Flytjendur og aðstoðarfólk á tónleikum voru Hédi Maróti, Hafsteinn Már Heimisson, László Czenek, Katla Gísladóttir, Helga Sæmundsdóttir (sitj- andi), Edda Karlsdóttir og Írena Sólveig Steindórsdóttir. Tónleikar í Þykkvabæ Hella
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.