Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ALÞINGI samþykkti í gærkvöld
frumvarp til laga sem kveður á
um hækkun áfengisgjalds af
sterku víni um 15% og hækkun
tóbaksgjalds um 27,7%. Má með
því gera ráð fyrir að smásölu-
verð á sterku víni hækki um ná-
lega 10% og verð á tóbaki hækki
að jafnaði um 12%. Gert er ráð
fyrir að tekjuauki ríkissjóðs
vegna þessara hækkana nemi allt
að 1,1 milljarði kr. á ársgrund-
velli og eru áætluð áhrif á vísi-
tölu neysluverðs talin verða inn-
an við 0,3%. Geir H. Haarde
fjármálaráðherra sagði að breyt-
ingin myndi því ekki hagga þeim
verðbólgumarkmiðum sem ríkis-
stjórnin hefði sett sér. Lögin öðl-
ast þegar gildi.
Frumvarpið var lagt fram á
Alþingi síðdegis í gær og þurfti
því að leita afbrigða frá þing-
sköpum til þess að það fengist
afgreitt sama kvöld. Stjórnar-
þingmenn auk þingmanna
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs veittu frumvarpinu
brautargengi en þingmenn Sam-
fylkingarinnar vildu að málið
fengi eðlilega þingmeðferð, þ.e.
að það yrði ekki afgreitt sama
kvöld og það væri lagt fram. Þeir
vildu lengri tíma til að fara yfir
það.
Geir Haarde fjármálaráðherra
mælti fyrir frumvarpinu, eftir að
samþykkt hafði verið að taka það
á dagskrá, og sagði að eðli máls-
ins samkvæmt þyrfti að veita
frumvarpinu „hraða afgreiðslu,“
eins og hann orðaði það, þar sem
um hækkanir væri að ræða. Ráð-
herra skýrði síðan frá hækkun-
um áfengisgjaldsins; gjald af
sterku víni hækkaði um 15%,
skv. frumvarpinu eins og áður
sagði, og gjald af tóbaki hækkaði
um 27,7%. Á móti lækkaði álagn-
ing Áfengis- og tóbaksverslunar
ríkisins úr 17% í liðlega 11%.
Geir sagði að tilgangurinn með
frumvarpinu væri tvíþættur.
Annars vegar að afla ríkissjóði
tekna m.a. vegna ýmissa út-
gjalda sem fallið hefðu á rík-
issjóð á undanförnum dögum, s.s.
vegna samninga um bætt kjör
eldri borgara. Og hins vegar að
gjaldtaka af áfengi og tóbaki yrði
nokkurn veginn í samræmi við
verðlagsþróun. Minnti hann á í
því sambandi að álögur á áfengi
og tóbak hefðu að mestu leyti
staðið óbreyttar í krónum talið
um langt skeið. Ráðherra sagði
að hann hefði kynnt efni frum-
varpsins fyrir þingflokksfor-
mönnum sl. þriðjudag og kvaðst
þá strax hafa lagt áherslu á að
málið fengi skjóta afgreiðslu.
Vildu fara betur
yfir frumvarpið
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, kvaðst við
fyrstu umræðu um frumvarpið
hafa skilning á því að það þyrfti
hraða meðferð. Hann sagði enn-
fremur að þingflokkur VG væri
í raun fylgjandi því að álögur á
áfengi og tóbak yrðu hækkaðar.
Hækkanirnar væru í fullu sam-
ræmi við gildandi heilbrigð-
isáætlun í landinu sem og í
samræmi við markmið Alþjóða-
heilbrigðisstofnunarinnar og
fleiri aðila sem hvetja stjórn-
völd til þess að stýra neyslunni
með því að leggja umtalsverð
gjöld á áfengi og tóbak. „Þann-
ig sé reynt að hamla gegn óhóf-
legri notkun þessara skaðlegu
efna eða vímugjafa,“ sagði
hann.
Þingmenn Samfylkingarinnar
voru á hinn bóginn ekki eins já-
kvæðir í garð frumvarpsins.
Lúðvík Bergvinsson, þingmaður
Samfylkingarinnar, sagði m.a.
að hækkun neysluvísitölunnar
um 0,3% hefði meiri áhrif en
ráðherra hefði gefið til kynna.
Sagði hann skynsamlegra að
gefa þinginu meiri tíma til að
fara yfir frumvarpið og áhrif
þess. Jafnvel þótt það „leiddi af
sér örlitla örtröð í Áfengis- og
tóbaksverslun ríkisins í einn
eða tvo daga,“ eins og Lúðvík
komst að orði. Aðrir þingmenn
Samfylkingarinnar tóku í sama
streng.
Eftir fyrstu umræðu var
frumvarpinu vísað til efnahags-
og viðskiptanefndar Alþingis.
Sú nefnd fór yfir frumvarpið í
nokkra klukkutíma í gærkvöld.
Kom frumvarpið úr nefnd
óbreytt til þriðju og síðustu um-
ræðu. Var það síðan afgreitt
sem lög frá Alþingi.
Alþingi samþykkti í gærkvöld lög um breytt gjald af áfengi og tóbaki
Tekjuauki ríkissjóðs
um 1,1 milljarður króna
Morgunblaðið/Ásdís
FRUMVARPI til fjárlaga var vísað til þriðju
og síðustu umræðu eftir atkvæðagreiðslu á
Alþingi í gær þar sem tillögur meirihluta
fjárlaganefndar, um aukin útgjöld upp á 4,3
millarða kr. frá því sem gert var ráð fyrir í
sjálfu fjárlagafrumvarpinu, voru samþykkt-
ar. Tillögur minnihluta fjárlaganefndar sem
og einstakra þingmanna voru ýmist felldar
eða dregnar til baka.
Í þriðju umræðu, sem fram fer í desem-
ber, verður m.a. fjallað um tekjuhlið frum-
varpsins. Tillögur meirihlutans um auknar
tekjur munu m.a. felast í 1,1 milljarði sem
kemur til vegna hækkunar á áfengisgjaldi og
tóbaksgjaldi. Meirihlutinn mun þó einnig
leggja til aukin útgjöld upp á 1,8 milljarða kr.
vegna samkomulags ríkisstjórnarinnar og
eldri borgara um að bæta kjör aldraðra.
Ólafur Örn Haraldsson, formaður fjár-
laganefndar þingsins, sagði m.a. við at-
kvæðagreiðsluna í gær að fjárlagafrumvarp-
ið, sem verið væri að greiða atkvæði um,
bæri með sér ábyrga stefnu ríkisstjórnarinn-
ar í ríkisfjármálum. „Eftir skammvinna og
grunna lægð í efnahagslífinu horfum við nú
fram á betri tíma með auknum hagvexti og
stöðugleika sem mun bæta kjör almennings í
landinu.“ Bryndís Hlöðversdóttir, formaður
þingflokks Samfylkingarinnar, sagði hins
vegar að frumvarpið bæri skýran vott um að
kosningar væru í nánd. „Ríkisstjórnin tekur
ekki á raunhæfan og heildstæðan hátt á fjár-
hagsstöðu ýmissa grunnstofnana samfélags-
ins eins og t.d. í heilbrigðis- og menntakerf-
inu. Tillögur ríkisstjórnarinnar eru því
miður handahófskenndar. Þá eru árlegar
jólagjafir til gæluverkefna óvenju ríkuleg-
ar.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs,
kvaðst þeirrar skoðunar að fjárlagafrum-
varpið myndi ekki sæta miklum tíðindum
þegar það yrði skoðað. Heldur ekki árangur
ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum. „Það má
heita að rekstur ríkisins sé í járnum og tæp-
lega það ef frá er dregin eignasala,“ sagði
hann í atkvæðagreiðslunni í gær.
Fjárlagafrumvarpi
vísað til 3. umræðu
Tillögur um
4,3 milljarða
útgjöld sam-
þykktar
VEGNA rannsóknar á meintum brot-
um stjórnenda gegn Baugi Group hf.
fór ríkislögreglustjórinn fram á að
Hreinn Loftsson gerði grein fyrir
tveggja milljóna króna innborgun á
reikning hans frá 5. júlí árið 2000 sem
bókuð var sem eign á viðskiptareikn-
ingi hjá Baugi.
Í frétt í Ríkisútvarpinu var vísað til
bréfaskrifta í þessu máli en aðilar
ekki nafgreindir og sendi Hreinn
Loftsson fjölmiðlum af því tilefni afrit
af bréfaskriftunum við ríkislögreglu-
stjóra og telur hann málið að fullu
upplýst af hans hálfu.
Í svarbréfi Hreins til ríkislögreglu-
stjóra kemur fram að um hafi verið að
ræða fyrirframgreiðslu upp í þjón-
ustusamning við lögmannsstofu hans,
Austursel. Af einhverjum ástæðum
hafi upphæðin verið færð á viðskipta-
reikning í hans nafni í bókhaldi Baugs
en hafi átt að vera á nafni stofunnar.
Bendir Hreinn á að fyrstu mánuð-
ina eftir að hann hóf stofurekstur hafi
komið fyrir að greiðslur bærust inn á
reikning hans hjá Sparisjóði Hafnar-
fjarðar; í þessu tilviki hefði greiðslan
fyrst átt að fara inn á reikning Aust-
ursels og síðan á einkareikning hans
en engu að síður hafi verið gerð grein
fyrir greiðslunni á viðskiptamanna-
reikningi Hreins hjá Austurseli.
Ríkislögreglustjóri fór fram á að
Hreinn afhenti hreyfingarlista yfir
reikning sinn í júlí og ágúst 2000,
hreyfingar á viðskiptareikningi sínum
í bókhaldi Austursels og öll gögn sem
gerðu grein fyrir ráðstöfun upphæð-
arinnar og ljósrit af þjónustusamn-
ingi sínum við Baug.
Ekki skriflegur samningur
Hreinn sendi umbeðin gögn nema
ljósrit af þjónustusamningi þar sem
skriflegur samningur var ekki til. Í
bréfinu segir að á milli Baugs og
Austursels hafi verið viðskiptatengsl
sem tengdust lögfræðiþjónustu
Hreins. Austursel hafi fengið um-
ræddar tvær milljónir upp í þjónustu
sem stofan hafi veitt Baugi og á það
bent að munnlegir samningar séu
jafngildir sem skriflegir væru. Sama
fjárhæð, tvær milljónir, hafi síðan
verið færð sem úttekt Hreins gagn-
vart Austurseli en sem skuld Aust-
ursels við Baug. Slíkum úttektum
gagnvart Austurseli megi Hreinn
ráðstafa að vild. Í bréfinu áréttar
Hreinn að ekki geti verið um brot á
hlutafélagalögum að ræða þar sem
hann sem stjórnarformaður hafi ekki
fengið lán hjá Baugi Group. Þá segir
Hreinn að ástæða þess að reikningur
vegna umræddrar fyrirframgreiðslu
hafi ekki verið sendur strax hafi verið
sú að hann hafi átt að vera liður í upp-
gjöri milli Baugs og Austursels sem
dróst á langinn.
Ríkislögreglustjóri bað um gögn um
viðskipti Austursels við Baug
Tvær milljónir
fyrirfram vegna
lögfræðiþjónustu
VÍFILFELL hefur keypt bókhlöðuna við Mjóasund í
Hafnarfirði af Hafnarfjarðarbæ og afhent hana samtök-
unum Regnbogabörnum til afnota. Það voru Þorsteinn
M. Jónsson, forstjóri Vífilfells, og Lúðvík Geirsson, bæj-
arstjóri Hafnarfjarðar, sem undirrituðu kaupsamning-
inn í gær.
Í fréttatilkynningu frá Regnbogabörnum kemur fram
að kaupverð hússins sé 26 milljónir króna. Vífilfell af-
henti að lokinni samningsundirrituninni Regnbogabörn-
um húsið til afnota.
Bókhlaðan að Mjósundi var vígð 31. maí 1958. Arki-
tekt var Sigurður J. Ólafsson bæjarverkfræðingur.
Fyrstu árin notaði bókasafnið einungis neðri hæðina en
Iðnskólinn í Hafnarfirði leigði efri hæðina. Árið 1972
fékk bókasafnið til afnota allt húsið, sem er um 536 fer-
metrar. Safnið var til húsa að Mjósundi 12 í tæp 44 ár.
Hinn 20. apríl 2002 var bókasafnið opnað í nýju húsnæði
að Strandgötu 1.
Í fréttatilkynningunni segir að þrátt fyrir að húsið sé í
góðu ástandi sé ljóst að gera þurfi nokkrar breytingar á
því til að það verði nothæft til að hýsa Samfélagsmiðstöð
Hafnarfjarðar og Regnbogabörn. Áætlað er að starfsemi
í húsinu hefjist í febrúar nk.
Opin kerfi hafa gefið ýmis skrifstofutæki til starfsem-
innar og Ispan í Kópavogi gefið nýtt gler í allt húsið.
Þegar hafa yfir tvö þúsund manns gerst stofnmeðlimir
í Regnbogabörnum. Skráning stofnmeðlima stendur enn
á vefsetri félagsins, www.regnbogaborn.is. Félagið var
formlega stofnað 16. nóvember sl. Stefán Karl Stefáns-
son leikari er formaður samtakanna.
Morgunblaðið/Þorkell
Vífilfell kaupir hús fyrir Regnbogabörn, gamla bókasafnið í Hafnarfirði.
Regnbogabörn fá gamla bókasafnið