Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 280. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 mbl.is Tryggvi trónir hátt á lista World Soccer Íþróttir 4 Böndum komið á barminn Upplífgandi sögur af þróun brjóstahaldarans Daglegt líf 3 Meðal mestu markahróka ÍSRAELSK stjórnvöld hétu því í gær að svara hrinu hryðjuverka- árása í Kenýa sem kostuðu alls 15 lífið, ef þrír tilræðismenn eru taldir með. Ariel Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, sagði að hér væri um að ræða „arabíska hryðjuverka- starfsemi“ sem hefði það takmark að hleypa í uppnám þingkosning- um, sem halda á í Ísrael í janúar. „Þetta hryðjuverkastríð sem beint hefur verið gegn okkur veld- ur því að við eigum þann kost einan að útrýma þeim áður en þeir út- rýma okkur,“ sagði Raanan Gissin, talsmaður ríkisstjórnar Ísraels og vísaði hann einnig til skotárásar í Ísrael þar sem sex gyðingar dóu. Ekki er talið útilokað að al- Qaeda-hryðjuverkasamtökin hafi átt hlut að máli í árásunum í Kenýa. Áður óþekkt samtök sem kalla sig Her Palestínu lýstu hins vegar ábyrgð á hendur sér. Tilræðismennirnir óku bifreið á hótel í Mombasa og sprengdu hana og sjálfa sig í loft upp. Á svipuðum tíma var tveimur flugskeytum skot- ið að ísraelskri farþegaþotu sem var nýfarin í loftið frá flugvellinum í Mombasa. Munaði minnstu að flug- skeytin grönduðu vélinni. 261 far- þegi var um borð en vélin var að fara til Tel Aviv í Ísrael. Reuters Hermaður frá Kenýa stendur vörð á meðan ísraelskur stjórnarerindreki talar í símann fyrir framan rústir hótels- ins í Mombasa í gær. Þrír Ísraelar voru í hópi fórnarlamba en vitað var að hótelið var vinsælt meðal gyðinga. Hrinu hryðjuverka beint gegn Ísraelsríki Illvirkjar myrtu tólf í Kenýa og reyndu að granda farþegaþotu  Ruddust/18 Jerúsalem, Mombasa. AFP. Ætla má að verðið á sígarettupakk- anum hækki úr um 450 krónum í ríf- lega fimm hundruð krónur og 0,7 lítra flaska af venjulegum vodka sem áður kostaði í kringum 2.500 krónur muni kosta um 2.750. Flaska af 0,7 lítra Ballantines kostaði fyrir hækkunina 2.890 en fer væntanlega í um 3.200 krónur. Tekið skal fram að smásölu- verð einstakra tegunda hækkar mis- mikið og voru starfsmenn ÁTVR að vinna að verðbreytingum þegar Morgunblaðið leitaði upplýsinga þar seint í gærkvöld. Reiknað er með að tekjuauki rík- issjóðs eða m.ö.o. hækkun álagna vegna kaupa almennings á áfengi og tóbaki muni nema allt að 1.100 millj- ónum króna á ársgrundvelli og áætl- uð áhrif á vísitölu neysluverðs eru tal- in verða innan við 0,3%. Fjármálaráðherra segir ástæður hækkunarinnar einkum tvær, álögur á áfengi og tóbak hafi að mestu leyti staðið óbreyttar í krónum talið um langt skeið og í annan stað hafi stjórn- völd gripið til ýmissa ráðstafana að undanförnu sem hafi leitt til aukinna útgjalda, m.a. til málefna aldraðra. Leita varð afbrigða Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs samþykktu að veita afbrigði til að afgreiða mætti frum- varpið strax. Þingmenn Samfylkingar- innar vildu hins vegar fá lengri tíma til umræðunnar. Þeir töldu að hækkun neysluvísitölunnar um 0,3% sem af verðhækkuninni leiddi, hefði meiri áhrif en fjármálaráðherra hefði ætlað. Hækka sterk vín um 10% Verð á sígarettupakka hækkar í rúmlega 500 krónur í dag VERÐ á sterku víni í verslunum ÁTVR hækkar að meðaltali um 10% og verð á tóbaki um 12% en samþykkt var á Alþingi seint í gærkvöld, eftir að leitað hafði verið afbrigða, frumvarp til laga um að hækka áfengisgjald á sterku víni um 15% og tóbaksgjald um 27,7%. Um leið lækkar álagning ÁTVR úr 17% í liðlega 11% og því er gert ráð fyrir að smásöluverð á sterku víni hækki að meðaltali um hátt í 10% og verð á tóbaki um 12%. Verð á bjór og léttu víni hækkar ekki.  Tekjuauki/10 Urður er alveg æðisleg Gus Gus gengin í endurnýjun lífdaganna Fólk 65 LEIGUBÍLSTJÓRAR aka gjarnan langar vegalengdir en Tony Arnold sló sennilega öll met á fimmtudag en þá kom hann til London eftir níu vikna ferðalag frá Peking í Kína. Arnold og tveir kínverskir farþegar hans lögðu að baki 17,700 km en ferðalag þeirra er hluti af gerð sjónvarpsþátta, sem sýndir verða í Kína. Hefði Arnold rukkað skv. mæli hefði fargjaldið orðið um 24 þúsund pund, ríflega 2,1 milljón ísl. kr. Í leigubíl til London London. AFP. Útgönguspár bentu til að Sharon hefði fengið 61% atkvæða í kjörinu en Netanyahu aðeins 37%. Sex biðu bana í Beit Shean Netanyahu viðurkenndi ósigur sinn í gærkvöld og kvaðst una dómi flokksmanna. „Nú verðum við að sameinast að baki Sharons þannig að hægt sé að útrýma hryðjuverkum í tíð næstu stjórnar,“ sagði forsætis- ráðherrann fyrrverandi. Hryðjuverk sem palestínskir ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, var endurkosinn leiðtogi Likud-bandalagsins í kjöri sem fram fór í gær. Vann Sharon öruggan sig- ur á keppinauti sínum, Benjamin Netanyahu, sem nýlega tók við emb- ætti utanríkisráðherra í Ísrael. Úrslitin í leiðtogakjörinu gera það að verkum að allar líkur eru nú á því að Sharon verði áfram forsætisráð- herra í Ísrael en skoðanakannanir benda til að Likud vinni sigur í þing- kosningum sem fara fram í janúar. byssumenn frömdu á einum kjör- staða Likud-bandalagsins um miðj- an dag í gær setti mjög svip sinn á leiðtogakjörið. Sex Ísraelar biðu bana og 21 særðist þegar tveir Pal- estínumenn, sem vopnaðir voru byssum og handsprengjum, gerðu árás á flokksbyggingu Likud í bæn- um Beit Shean, norðarlega í Ísrael. Al Aqsa-hreyfingin hefur lýst ábyrgð á ódæðinu á hendur sér en lögreglu tókst að skjóta byssumenn- ina til bana áður en þeir felldu fleiri. Öruggur sigur Shar- ons á Netanyahu Jerúsalem. AFP. STJÓRN Árvakurs hf., útgáfu- félags Morgunblaðsins, ákvað á fundi sínum í gær að stefnt yrði að útgáfu Morgunblaðsins á mánudögum strax í upphafi næsta árs. „Stjórn félagsins telur við hæfi að hefja útgáfuna í upphafi 90. afmælisárs Morgunblaðsins og byggja á grunni þeirrar hag- ræðingar í rekstri félagsins sem náðst hefur á undanförnum tæp- um tveimur árum,“ segir Hall- grímur B. Geirsson, fram- kvæmdastjóri Árvakurs hf. Ekki er gert ráð fyrir að þessi fjölgun útgáfudaga leiði til hækk- unar áskriftarverðs fremur en fjölgun útgáfudaga á yfirstand- andi ári, sem þegar er orðin. Morgunblaðið Stefnt að mánudags- útgáfu á nýju ári FARÞEGAR flugvélar sem skotið var flugskeytum að í Kenýa í gær fallast í faðma eftir að til Tel Aviv í Ísrael var komið. AP Fast land undir fótum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.