Morgunblaðið - 29.11.2002, Side 1

Morgunblaðið - 29.11.2002, Side 1
STOFNAÐ 1913 280. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 mbl.is Tryggvi trónir hátt á lista World Soccer Íþróttir 4 Böndum komið á barminn Upplífgandi sögur af þróun brjóstahaldarans Daglegt líf 3 Meðal mestu markahróka ÍSRAELSK stjórnvöld hétu því í gær að svara hrinu hryðjuverka- árása í Kenýa sem kostuðu alls 15 lífið, ef þrír tilræðismenn eru taldir með. Ariel Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, sagði að hér væri um að ræða „arabíska hryðjuverka- starfsemi“ sem hefði það takmark að hleypa í uppnám þingkosning- um, sem halda á í Ísrael í janúar. „Þetta hryðjuverkastríð sem beint hefur verið gegn okkur veld- ur því að við eigum þann kost einan að útrýma þeim áður en þeir út- rýma okkur,“ sagði Raanan Gissin, talsmaður ríkisstjórnar Ísraels og vísaði hann einnig til skotárásar í Ísrael þar sem sex gyðingar dóu. Ekki er talið útilokað að al- Qaeda-hryðjuverkasamtökin hafi átt hlut að máli í árásunum í Kenýa. Áður óþekkt samtök sem kalla sig Her Palestínu lýstu hins vegar ábyrgð á hendur sér. Tilræðismennirnir óku bifreið á hótel í Mombasa og sprengdu hana og sjálfa sig í loft upp. Á svipuðum tíma var tveimur flugskeytum skot- ið að ísraelskri farþegaþotu sem var nýfarin í loftið frá flugvellinum í Mombasa. Munaði minnstu að flug- skeytin grönduðu vélinni. 261 far- þegi var um borð en vélin var að fara til Tel Aviv í Ísrael. Reuters Hermaður frá Kenýa stendur vörð á meðan ísraelskur stjórnarerindreki talar í símann fyrir framan rústir hótels- ins í Mombasa í gær. Þrír Ísraelar voru í hópi fórnarlamba en vitað var að hótelið var vinsælt meðal gyðinga. Hrinu hryðjuverka beint gegn Ísraelsríki Illvirkjar myrtu tólf í Kenýa og reyndu að granda farþegaþotu  Ruddust/18 Jerúsalem, Mombasa. AFP. Ætla má að verðið á sígarettupakk- anum hækki úr um 450 krónum í ríf- lega fimm hundruð krónur og 0,7 lítra flaska af venjulegum vodka sem áður kostaði í kringum 2.500 krónur muni kosta um 2.750. Flaska af 0,7 lítra Ballantines kostaði fyrir hækkunina 2.890 en fer væntanlega í um 3.200 krónur. Tekið skal fram að smásölu- verð einstakra tegunda hækkar mis- mikið og voru starfsmenn ÁTVR að vinna að verðbreytingum þegar Morgunblaðið leitaði upplýsinga þar seint í gærkvöld. Reiknað er með að tekjuauki rík- issjóðs eða m.ö.o. hækkun álagna vegna kaupa almennings á áfengi og tóbaki muni nema allt að 1.100 millj- ónum króna á ársgrundvelli og áætl- uð áhrif á vísitölu neysluverðs eru tal- in verða innan við 0,3%. Fjármálaráðherra segir ástæður hækkunarinnar einkum tvær, álögur á áfengi og tóbak hafi að mestu leyti staðið óbreyttar í krónum talið um langt skeið og í annan stað hafi stjórn- völd gripið til ýmissa ráðstafana að undanförnu sem hafi leitt til aukinna útgjalda, m.a. til málefna aldraðra. Leita varð afbrigða Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs samþykktu að veita afbrigði til að afgreiða mætti frum- varpið strax. Þingmenn Samfylkingar- innar vildu hins vegar fá lengri tíma til umræðunnar. Þeir töldu að hækkun neysluvísitölunnar um 0,3% sem af verðhækkuninni leiddi, hefði meiri áhrif en fjármálaráðherra hefði ætlað. Hækka sterk vín um 10% Verð á sígarettupakka hækkar í rúmlega 500 krónur í dag VERÐ á sterku víni í verslunum ÁTVR hækkar að meðaltali um 10% og verð á tóbaki um 12% en samþykkt var á Alþingi seint í gærkvöld, eftir að leitað hafði verið afbrigða, frumvarp til laga um að hækka áfengisgjald á sterku víni um 15% og tóbaksgjald um 27,7%. Um leið lækkar álagning ÁTVR úr 17% í liðlega 11% og því er gert ráð fyrir að smásöluverð á sterku víni hækki að meðaltali um hátt í 10% og verð á tóbaki um 12%. Verð á bjór og léttu víni hækkar ekki.  Tekjuauki/10 Urður er alveg æðisleg Gus Gus gengin í endurnýjun lífdaganna Fólk 65 LEIGUBÍLSTJÓRAR aka gjarnan langar vegalengdir en Tony Arnold sló sennilega öll met á fimmtudag en þá kom hann til London eftir níu vikna ferðalag frá Peking í Kína. Arnold og tveir kínverskir farþegar hans lögðu að baki 17,700 km en ferðalag þeirra er hluti af gerð sjónvarpsþátta, sem sýndir verða í Kína. Hefði Arnold rukkað skv. mæli hefði fargjaldið orðið um 24 þúsund pund, ríflega 2,1 milljón ísl. kr. Í leigubíl til London London. AFP. Útgönguspár bentu til að Sharon hefði fengið 61% atkvæða í kjörinu en Netanyahu aðeins 37%. Sex biðu bana í Beit Shean Netanyahu viðurkenndi ósigur sinn í gærkvöld og kvaðst una dómi flokksmanna. „Nú verðum við að sameinast að baki Sharons þannig að hægt sé að útrýma hryðjuverkum í tíð næstu stjórnar,“ sagði forsætis- ráðherrann fyrrverandi. Hryðjuverk sem palestínskir ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, var endurkosinn leiðtogi Likud-bandalagsins í kjöri sem fram fór í gær. Vann Sharon öruggan sig- ur á keppinauti sínum, Benjamin Netanyahu, sem nýlega tók við emb- ætti utanríkisráðherra í Ísrael. Úrslitin í leiðtogakjörinu gera það að verkum að allar líkur eru nú á því að Sharon verði áfram forsætisráð- herra í Ísrael en skoðanakannanir benda til að Likud vinni sigur í þing- kosningum sem fara fram í janúar. byssumenn frömdu á einum kjör- staða Likud-bandalagsins um miðj- an dag í gær setti mjög svip sinn á leiðtogakjörið. Sex Ísraelar biðu bana og 21 særðist þegar tveir Pal- estínumenn, sem vopnaðir voru byssum og handsprengjum, gerðu árás á flokksbyggingu Likud í bæn- um Beit Shean, norðarlega í Ísrael. Al Aqsa-hreyfingin hefur lýst ábyrgð á ódæðinu á hendur sér en lögreglu tókst að skjóta byssumenn- ina til bana áður en þeir felldu fleiri. Öruggur sigur Shar- ons á Netanyahu Jerúsalem. AFP. STJÓRN Árvakurs hf., útgáfu- félags Morgunblaðsins, ákvað á fundi sínum í gær að stefnt yrði að útgáfu Morgunblaðsins á mánudögum strax í upphafi næsta árs. „Stjórn félagsins telur við hæfi að hefja útgáfuna í upphafi 90. afmælisárs Morgunblaðsins og byggja á grunni þeirrar hag- ræðingar í rekstri félagsins sem náðst hefur á undanförnum tæp- um tveimur árum,“ segir Hall- grímur B. Geirsson, fram- kvæmdastjóri Árvakurs hf. Ekki er gert ráð fyrir að þessi fjölgun útgáfudaga leiði til hækk- unar áskriftarverðs fremur en fjölgun útgáfudaga á yfirstand- andi ári, sem þegar er orðin. Morgunblaðið Stefnt að mánudags- útgáfu á nýju ári FARÞEGAR flugvélar sem skotið var flugskeytum að í Kenýa í gær fallast í faðma eftir að til Tel Aviv í Ísrael var komið. AP Fast land undir fótum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.