Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 41 AÐ undanförnu hefur mikið verið fjallað um þau áform sem uppi eru um byggingu álvers í Reyðarfirði og virkjanaframkvæmdir sem þeim tengjast. Mikið hefur verið fjallað um umhverfisáhrif af virkjanafram- kvæmdunum en minna um þau áhrif sem álverið mun hafa á samfélag og atvinnuþróun á Mið-Austurlandi. Undirritaður hefur unnið að athug- unum á þessum þætti málsins og vill hér með vekja athygli á því hve mikl- ir hagsmunir eru í húfi fyrir Aust- firðinga, og reyndar landsmenn alla, að þessi áform verði að veruleika. Núverandi staða á Austurlandi Á Mið-Austurlandi, þ.e. frá Fljóts- dalshéraði til Breiðdals, búa tæplega 8.100 manns. Atvinnuástand er í heild nokkuð gott, en mismunandi eftir byggðarlögum. Meðaltekjur á Austurlandi öllu eru um 8% undir landsmeðaltali. Nokkur öflug sjávar- útvegsfyrirtæki eru í fjórðungnum. Atvinna hefur dregist saman í land- búnaði. Ferðaþjónusta er vaxandi á svæðinu og mikil áform eru um upp- byggingu laxeldis í sjó. Helstu veikleikar Mið-Austur- lands eru einhæfni í atvinnulífi í sam- anburði við höfuðborgarsvæðið, hátt hlutfall láglaunastarfa og fá starfs- tækifæri fyrir menntað fólk. Fækk- að hefur um meira en 1.000 manns sl. 10 ár. Töluvert er af árstíðabundnum störfum fyrir ófaglært fólk. Störfin sem í boði eru á svæðinu freista al- mennt ekki unga fólksins, sérstak- lega kvenna, sem flytur í stórum stíl til höfuðborgarsvæðisins vegna þeirra fjölbreyttu tækifæra sem þar eru til náms og starfa. Þessi brott- flutningur ungs fólks hefur neikvæð áhrif á samfélagið, þ.e. aldursskipt- ing íbúanna verður óhagstæð, ójafn- vægi verður í fjölda karla og kvenna og menntunarstig helst fremur lágt á svæðinu í samanburði við höfuð- borgarsvæðið. Unnið er að vegabótum víða og í undirbúningi eru jarðgöng milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Jafnframt er kominn heilsársvegur til Akureyrar. Opinber þjónusta svo sem heilbrigðisþjónusta og skólar eru í nokkuð góðu horfi, svo og fé- lagsleg þjónusta, tómstundastarf og menningarlíf. Fjárhagsleg staða sveitarfélaganna er nokkuð góð og nokkur sveitarfélög hafa sameinast í öflugar heildir. Lítið hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði síðustu 10 árin nema helst á Egilsstöðum. Atvinnusköpun verkefnisins Við framkvæmdir vegna álversins 2003–2007 þarf tæplega 2.300 árs- verk og 5.100 ársverk vegna annarra samhliða framkvæmda. Áhrifa af framkvæmdunum mun gæta um allt land og er m.a. búist við að fjöldi iðn- aðarmanna og stórra verktaka utan Mið-Austurlands muni taka þátt í verkefninu. Áætlað er að 322 þús. tonna álver muni skapa 420 heilsársstörf. Vegna orlofs, veikinda og annarra forfalla er áætlað að bæta þurfi við þá tölu 8%, sem þýðir í heild um 455 árs- verk. Erlendar rannsóknir sýna að fyrir hvert eitt starf í álveri skapast að meðaltali um 2,5 óbein og afleidd störf í öðrum greinum í þjóðfélaginu öllu. Það eru því um 1.100 störf til viðbótar. Talið er að þar af muni um 300 þeirra verða á Mið-Austurlandi og er þá búið að gera ráð fyrir þeim störfum sem hverfa vegna þess að þau eru ekki lengur samkeppnisfær um vinnuafl. Ef þessi áform ganga eftir mun íbúum á Mið-Austurlandi fjölga úr um 8.100 nú í 9.700–9.800 árið 2007. Heildaráhrif Fyrirhugað álver mun auk at- vinnusköpunar leiða til hærri at- vinnutekna og aukinna viðskipta á Mið-Austurlandi. Þetta yrði ný at- vinnugrein á svæðinu sem hefði áhrif á margar aðrar greinar er selja vörur og þjónustu til álversins og starfsfólks þess og myndi jafnframt efla heilbrigðisþjónustu og skóla- kerfið á Mið-Austurlandi. Fólksfækkun á síðustu árum hef- ur aðallega átt rætur sínar að rekja til þess að ungt fólk sækir burt til náms og í leit að áhugaverðum og vel launuðum störfum. Bein, óbein og af- leidd áhrif fyrirhugaðs álvers munu verða þau að hjálpa ungu menntuðu fólki sem á rætur á Mið-Austurlandi til að fá störf við hæfi og þar með stuðla að meira jafnvægi í aldurs- og kynjaskiptingu íbúanna og draga úr brottflutningi. Skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun framkvæmdi fyrir Reyðarál hf. fyrir tveimur ár- um sýndi að 40% 18–28 ára fólks á Mið-Austurlandi hafa örugglega eða líklega áhuga á að starfa í álverinu og að 17% brottfluttra Austfirðinga 25–49 ára telja líklegt að þau muni flytja aftur til Austurlands ef álver rís á Reyðarfirði. Lokaorð Fyrirhugað álver og tengd starf- semi mun leiða til samgöngubóta, bættrar grunngerðar og aukinnar þjónustu, til hagsbóta fyrir íbúa svæðisins. Bætt afkoma fólks og fjölgun íbúa mun leiða til öflugra menningar- og félagslífs á svæðinu og styrkja starfsemi stofnana, sam- taka, félaga og hópa sem starfa á þessu sviði. Samfélagið mun ein- kennast af uppgangi og athafnasemi í stað stöðnunar og samdráttar. Ef verkefnið verður framkvæmt eins og áformað er mun verða til samfélag á Mið-Austurlandi sem byggir afkomu sína á tveimur meginstoðum, þ.e. ál- framleiðslu og sjávarútvegi, sem mun jafnframt eflast með uppbygg- ingu fiskeldis. Samfélagsleg og efnahagsleg áhrif álvers í Reyðarfirði Eftir Sigfús Jónsson „Samfélagið mun ein- kennast af uppgangi og athafnasemi í stað stöðnunar og samdráttar.“ Höfundur er framkvæmdastjóri Nýsis. www.avon.is Snyrtivöruverslun opin allan sólarhringinnSíðumúla 24 • Sími 568 0606 Borð 184x108 cm 6x leðurstólar Tilboð 189.000,- Olga borðstofusett Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Þú færð jólagjafirnar fyrir starfsfólkið hjá okkur Jólagjafir starfsfólksins Skólavörðustíg 12 og 16 Sími 552 1412 og 551 2242 Verið velkomin Í tilefni af opnun Skólavörðustígs er 15% afsláttur af öllum myndlistar- og föndurvörum föstudag kl. 10-18 og laugardag kl. 11-18 Hverfisgötu 18, s. 530 9314 Alþjóðleg jólaveisla Prófið eitthvað nýtt um jólin! Boðið er upp á 3 jólamáltíðir. Hver máltíð er þriggja rétta. Verð kr. 2.700 frá kl. 2-5 kr. 3.100 frá kl. 6-10 Pantanir fyrir hópa í s. 530 9314 debenhams S M Á R A L I N D ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 1 95 33 11 /2 00 2 Vekjum bros látum falleg spariföt gle›ja fleiri Við tökum á móti hreinum og vel með förnum barnasparifötum og sjáum um að koma þeim til Mæðrastyrksnefndar, frá og með deginum í dag til 15. desember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.