Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 41
AÐ undanförnu hefur mikið verið
fjallað um þau áform sem uppi eru
um byggingu álvers í Reyðarfirði og
virkjanaframkvæmdir sem þeim
tengjast. Mikið hefur verið fjallað
um umhverfisáhrif af virkjanafram-
kvæmdunum en minna um þau áhrif
sem álverið mun hafa á samfélag og
atvinnuþróun á Mið-Austurlandi.
Undirritaður hefur unnið að athug-
unum á þessum þætti málsins og vill
hér með vekja athygli á því hve mikl-
ir hagsmunir eru í húfi fyrir Aust-
firðinga, og reyndar landsmenn alla,
að þessi áform verði að veruleika.
Núverandi staða á Austurlandi
Á Mið-Austurlandi, þ.e. frá Fljóts-
dalshéraði til Breiðdals, búa tæplega
8.100 manns. Atvinnuástand er í
heild nokkuð gott, en mismunandi
eftir byggðarlögum. Meðaltekjur á
Austurlandi öllu eru um 8% undir
landsmeðaltali. Nokkur öflug sjávar-
útvegsfyrirtæki eru í fjórðungnum.
Atvinna hefur dregist saman í land-
búnaði. Ferðaþjónusta er vaxandi á
svæðinu og mikil áform eru um upp-
byggingu laxeldis í sjó.
Helstu veikleikar Mið-Austur-
lands eru einhæfni í atvinnulífi í sam-
anburði við höfuðborgarsvæðið, hátt
hlutfall láglaunastarfa og fá starfs-
tækifæri fyrir menntað fólk. Fækk-
að hefur um meira en 1.000 manns sl.
10 ár. Töluvert er af árstíðabundnum
störfum fyrir ófaglært fólk. Störfin
sem í boði eru á svæðinu freista al-
mennt ekki unga fólksins, sérstak-
lega kvenna, sem flytur í stórum stíl
til höfuðborgarsvæðisins vegna
þeirra fjölbreyttu tækifæra sem þar
eru til náms og starfa. Þessi brott-
flutningur ungs fólks hefur neikvæð
áhrif á samfélagið, þ.e. aldursskipt-
ing íbúanna verður óhagstæð, ójafn-
vægi verður í fjölda karla og kvenna
og menntunarstig helst fremur lágt
á svæðinu í samanburði við höfuð-
borgarsvæðið.
Unnið er að vegabótum víða og í
undirbúningi eru jarðgöng milli
Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar.
Jafnframt er kominn heilsársvegur
til Akureyrar. Opinber þjónusta svo
sem heilbrigðisþjónusta og skólar
eru í nokkuð góðu horfi, svo og fé-
lagsleg þjónusta, tómstundastarf og
menningarlíf. Fjárhagsleg staða
sveitarfélaganna er nokkuð góð og
nokkur sveitarfélög hafa sameinast í
öflugar heildir. Lítið hefur verið
byggt af íbúðarhúsnæði síðustu 10
árin nema helst á Egilsstöðum.
Atvinnusköpun
verkefnisins
Við framkvæmdir vegna álversins
2003–2007 þarf tæplega 2.300 árs-
verk og 5.100 ársverk vegna annarra
samhliða framkvæmda. Áhrifa af
framkvæmdunum mun gæta um allt
land og er m.a. búist við að fjöldi iðn-
aðarmanna og stórra verktaka utan
Mið-Austurlands muni taka þátt í
verkefninu.
Áætlað er að 322 þús. tonna álver
muni skapa 420 heilsársstörf. Vegna
orlofs, veikinda og annarra forfalla
er áætlað að bæta þurfi við þá tölu
8%, sem þýðir í heild um 455 árs-
verk. Erlendar rannsóknir sýna að
fyrir hvert eitt starf í álveri skapast
að meðaltali um 2,5 óbein og afleidd
störf í öðrum greinum í þjóðfélaginu
öllu. Það eru því um 1.100 störf til
viðbótar. Talið er að þar af muni um
300 þeirra verða á Mið-Austurlandi
og er þá búið að gera ráð fyrir þeim
störfum sem hverfa vegna þess að
þau eru ekki lengur samkeppnisfær
um vinnuafl. Ef þessi áform ganga
eftir mun íbúum á Mið-Austurlandi
fjölga úr um 8.100 nú í 9.700–9.800
árið 2007.
Heildaráhrif
Fyrirhugað álver mun auk at-
vinnusköpunar leiða til hærri at-
vinnutekna og aukinna viðskipta á
Mið-Austurlandi. Þetta yrði ný at-
vinnugrein á svæðinu sem hefði áhrif
á margar aðrar greinar er selja
vörur og þjónustu til álversins og
starfsfólks þess og myndi jafnframt
efla heilbrigðisþjónustu og skóla-
kerfið á Mið-Austurlandi.
Fólksfækkun á síðustu árum hef-
ur aðallega átt rætur sínar að rekja
til þess að ungt fólk sækir burt til
náms og í leit að áhugaverðum og vel
launuðum störfum. Bein, óbein og af-
leidd áhrif fyrirhugaðs álvers munu
verða þau að hjálpa ungu menntuðu
fólki sem á rætur á Mið-Austurlandi
til að fá störf við hæfi og þar með
stuðla að meira jafnvægi í aldurs- og
kynjaskiptingu íbúanna og draga úr
brottflutningi. Skoðanakönnun sem
Félagsvísindastofnun framkvæmdi
fyrir Reyðarál hf. fyrir tveimur ár-
um sýndi að 40% 18–28 ára fólks á
Mið-Austurlandi hafa örugglega eða
líklega áhuga á að starfa í álverinu
og að 17% brottfluttra Austfirðinga
25–49 ára telja líklegt að þau muni
flytja aftur til Austurlands ef álver
rís á Reyðarfirði.
Lokaorð
Fyrirhugað álver og tengd starf-
semi mun leiða til samgöngubóta,
bættrar grunngerðar og aukinnar
þjónustu, til hagsbóta fyrir íbúa
svæðisins. Bætt afkoma fólks og
fjölgun íbúa mun leiða til öflugra
menningar- og félagslífs á svæðinu
og styrkja starfsemi stofnana, sam-
taka, félaga og hópa sem starfa á
þessu sviði. Samfélagið mun ein-
kennast af uppgangi og athafnasemi
í stað stöðnunar og samdráttar. Ef
verkefnið verður framkvæmt eins og
áformað er mun verða til samfélag á
Mið-Austurlandi sem byggir afkomu
sína á tveimur meginstoðum, þ.e. ál-
framleiðslu og sjávarútvegi, sem
mun jafnframt eflast með uppbygg-
ingu fiskeldis.
Samfélagsleg og efnahagsleg
áhrif álvers í Reyðarfirði
Eftir Sigfús
Jónsson
„Samfélagið
mun ein-
kennast af
uppgangi og
athafnasemi
í stað stöðnunar og
samdráttar.“
Höfundur er framkvæmdastjóri
Nýsis.
www.avon.is
Snyrtivöruverslun
opin allan sólarhringinnSíðumúla 24 • Sími 568 0606
Borð 184x108 cm
6x leðurstólar
Tilboð 189.000,-
Olga borðstofusett
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15
Þú færð jólagjafirnar
fyrir starfsfólkið hjá okkur
Jólagjafir
starfsfólksins
Skólavörðustíg 12 og 16
Sími 552 1412 og 551 2242
Verið velkomin
Í tilefni af opnun
Skólavörðustígs
er 15% afsláttur
af öllum myndlistar- og föndurvörum
föstudag kl. 10-18
og laugardag kl. 11-18
Hverfisgötu 18, s. 530 9314
Alþjóðleg jólaveisla
Prófið eitthvað
nýtt um jólin!
Boðið er upp á 3 jólamáltíðir.
Hver máltíð er þriggja rétta.
Verð kr. 2.700 frá kl. 2-5
kr. 3.100 frá kl. 6-10
Pantanir fyrir hópa
í s. 530 9314
debenhams
S M Á R A L I N D
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
D
EB
1
95
33
11
/2
00
2
Vekjum bros
látum falleg spariföt gle›ja fleiri
Við tökum á móti hreinum og vel með förnum barnasparifötum
og sjáum um að koma þeim til Mæðrastyrksnefndar,
frá og með deginum í dag til 15. desember.