Morgunblaðið - 29.11.2002, Side 32

Morgunblaðið - 29.11.2002, Side 32
LISTIR 32 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Laugavegi 53, s. 552 3737 fyrir krakka frá 0-12 ára Ítölsk barnafataverslun Jólaföt í miklu úrvali Mikið úrval af peysum Tilvalið til jólagjafa Mikið úrval af handunninni gjafavöru á hagstæðu verði. Gjafa gallery Frakkastíg 12, sími 511 2760 á horni Skólavörðustígs og Klapparstígs, sími 551 4050 NÝR OG BREYTTUR SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR Allar vörur með 10% afslætti Mörg tilboð í gangi Opið sun. 13 - 18 FRÁBÆR LEIKFÖNG GÓÐ LEIKFÖNG Brúðuvagga kr. 3.985 Grátbrúða kr. 3.395 Brúða m. bangsa kr. 1.985 Kanínubrúða kr. 2.430 Kanína kr. 1.265 Mjúkur bangsi kr. 1.310 Laugavegi 25 551 1135 i Opið til kl. 18.00 á löngum laugardegi Laugavegurinn og nágrenni komin í jólabúninginn ÍBÚÐ Soju er skrifað í Sovétríkj- unum 1925, á miðju tímabili NEP- stefnunnar, sem einkenndist af smá- vægilegum tilslökunum, einkavæð- ingu á smáiðnaði og verslun. Útkoman sem Búlgakov sýnir í leik- ritinu er fyrirsjáanleg. Sögusviðið er eins og kemur fram í titlinum íbúð þar sem hin unga og metnaðargjarna Soja hefur hreiðrað um sig ásamt þernu, ástkonu og frænda með skuggalega fortíð. Þar opnar hún lítið fyrirtæki sem veit ekki alveg hvort það er tískuhús, saumastofa eða hórukassi. Allir eru á fullu við að nýta nýfengið frelsi til að klófesta það sem skiptir máli í lífinu: peninga, kynlíf, völd og farmiða burt úr sæluríkinu. Þetta gengur allt bærilega þangað til sumar persón- urnar fara að ásælast ástina líka. Þá fer allt fjandans til. Verkið er smá- skrítið og greinilega skrifað beint inn í samtíma sinn, en nær samt að vera ótrúlega nútímalegt. Sem þarf ekki að vera svo ótrúlegt – eru drif- kraftar mannskepnunnar ekki alltaf þeir sömu? Bergi Þór lætur greini- lega vel að vinna með Stúdentaleik- húsinu og skemmst er að minnast hinnar frábæru sýningar Ungir menn á uppleið, annars heimsósóma- verks. Hér velur hann leið léttrar stílfærslu sem smellpassar við efnið og innihaldið. Þó má finna að því að stundum missti leikhópurinn tökin á stílnum – eða hann var ekki alger- lega gegnumfærður. Undir lokin gægist líka einlægni út undan háðs- grímunni þegar ein persónan fyllist örvæntingu þegar hin elskaða hafnar honum. Þau umskipti virkuðu sterk á mig í meðförum Hannesar Óla Ágústssonar. Bláenda sýningarinnar er líklega líka ætlað að kippa okkur niður á jörðina, en það tókst ekki fyllilega. Fyrir utan þessi atriði er sýningin stílfærð – leikurinn ýktur og háðskur, sem er undirstrikað með einfaldri en snjallri leikmyndalausn. Tónlistarnotkun var á hinn bóginn óþarflega ómarkviss, þó hljómsveitin væri út af fyrir sig ágæt. Leikhópurinn er öflugur að vanda, Stúdentaleikhúsið býr við gott mannval þessi árin. Brynja Björns- dóttir var glæsileg og örugg Soja. Tvær leikkonur skiptast á um hlut- verk þernunnar Manjúshku og ekki veit ég hvort það var Guðný K. Guð- jónsdóttir eða Sara Friðgeirsdóttir sem fór með hlutverkið á miðviku- dagskvöldið, en skemmtileg var hún. Þá var Walter Geir Grímsson frábær sem hinn útsjónarsami undirmáls- maður Ametístov. Almennt stóð hóp- urinn sig vel. Framsögn var samt óþarflega oft ekki nógu góð. Stúdentaleikhúsið á heiður skilinn fyrir að kynna þetta skemmtilega leikrit fyrir Íslendingum. Sýningin er vandlega unnin og prýðileg skemmtun. Þeim mun leiðinlegra er hve erfitt er að nálgast upplýsingar um hana, svo sem um sýningarstað, sýningartíma og miðasölusíma. Lán- ist hópnum að kippa þessu í liðinn er aldrei að vita nema fólk streymi í leikhúsið – það er margt vitlausara hægt að gera. Einstaklingsframtak í einræðisríki LEIKLIST Stúdentaleikhúsið Höfundur: Mikhail Búlgakov, Þýðandi: Þórarinn Kristjánsson, Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson. Vesturporti miðvikudags- kvöldið 20. nóvember 2002. ÍBÚÐ SOJU Þorgeir Tryggvason Grískt menningarkvöld verður í Kaffileikhúsinu kl. 21. Dagskráin hefur yfirskriftina Vegurinn er von- argrænn og var áður flutt fyrir sex árum. Það er Zorba-hópurinn, ásamt söngkon- unni Sif Ragn- hildardóttur sem flytur gríska tón- list með sögulegu ívafi þar sem ljóð helstu stórskálda Grikkja verða flutt á íslensku, grísku og á tákn- máli við lög gríska ljóð- og tón- skáldsins Mikis Þeódórakis, en dag- skráin er helguð honum. Zorbahópinn skipa Sif Ragnhild- ardóttir söngkona, Sigurður A. Magnússon rithöfundur, Eyrún Ólafsdóttir, Þórður Árnason gít- arleikari og píanóleikarinn Jóhann Kristinsson. Þýðandi ljóðanna er Kristján Árnason rithöfundur. Kammertónleikar Tónlistarskól- ans í Reykjavík verða haldnir í Dómkirkjunni kl. 20. Á efnisskrá eru fimm verk: Klarínettukvintett í A-dúr, K 581 eftir W.A. Mozart, Tríó nr. 1 í Es-dúr op. 1 fyrir píanó, fiðlu og selló eftir L. van Beetho- ven, Kvintett – Serenata – Invano eftir Carl Nielsen, Tríó nr. 2 í c- moll op. 67 (1944) fyrir píanó, fiðlu og selló eftir D. Shostakovitsj, Tríó nr. 1 í d-moll op. 49 fyrir píanó, fiðlu og selló eftir Felix B. Mendelssohn. Port City Java Café, Laugavegi 70 Dominique Ambroise opnar sýn- ingu á vef Gallerís Landsbankans- Landsbréfa kl. 17. Þá stendur Dom- inique fyrir uppboði á málverkinu Stígurinn í kjarrinu dagana 29. nóv- ember til 18. desember og rennur ágóðinn til Krabbameinsfélags Ís- lands. Uppboðið fer fram á slóðinni landsbanki.is. Uppboðsverk og fleiri verk eftir Dominique verða til sýnis í húsakynnum Landsbankans- Landsbréfa á Laugavegi 77 á með- an uppboðið fer fram. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Sif Ragnhild- ardóttir Ljósmyndasafn Reykjavíkur Sýningu á ljósmyndum August Sander lýkur á sunnudag. Á sýn- ingunni gefur að líta 76 portrett mynda hans frá árunum 1911–1943 sem allar tilheyrðu stórhuga braut- ryðjendaverkefni hans Maður tutt- ugustu aldarinnar. Opið er kl. 12–18 virka daga en 13–17 um helgar. Gallerí Skuggi, Hverfisgötu 39 Sýningu Rósu Sigrúnar Jónsdótt- ur og Stellu Sigurgeirsdóttur lýkur á sunnudag. Galleríið er opið alla daga, nema mánudaga, kl. 13–17. Sýningum lýkur HINIR árlegu aðventutónleikar Tónlistarfélags Borgarfjarðar verða í Reykholtskirkju kl. 16 á morgun, laugardag. Flytjendur að þessu sinni eru Söngsveitin Fíl- harmónía ásamt Sigrúnu Hjálmtýs- dóttur. Stjórnandi Söngsveit- arinnar er Bernharður Wilkinson og undirleikari Guðríður St. Sig- urðardóttir. Tónleikarnir eru samstarfsverk- efni Tónlistarfélagsins, Reykholts- kirkju og Borgarfjarðarprófasts- dæmis. Morgunblaðið/Sverrir Söngsveitin Fílharmónía á æfingu. Stjórnandi er Bernharður Wilkinson. Söngsveitin Fílharmónía syngur í Reykholtskirkju NÚ stendur yfir á Mokka myndlist- arsýning Hildar Margrétardóttur þar sem hún sýnir nokkur óhlut- bundin málverk. „Hildur leitast við að gera óskipulagða list án tillits til hefðbundinnar fagurfræði. Verkin á sýningunni eru unnin með tárin í augunum og æluna í hálsinum og segir listakonan að það hafi tekið jafnmikið á sig að mála þau og slá hausnum í steinsteyptan vegg,“ seg- ir í fréttatilkynningu. Sýningin stendur til 15. janúar. Skipulögð óreiða á Mokka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.